Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 70
70 ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Sigurður Páll sigrar á Landsmót- inu í skólaskák SKAK Skáksamband í s I a n ð s LANDSMÓT í SKÓLASKÁK 30. apríl-2. maí SIGURÐUR Páll Steindórs- son varð Islandsmeistari í eldri flokki á Landsmótinu í skóla- skák, sem fram fór um síðustu helgi. Sigurður hlaut 10 vinninga í 11 umferðum. Jafn honum varð Guðjón Heiðar Valgarðsson. Þeir háðu einvígi um efsta sætið á mótinu. Sigurður Páll sigraði í einvíginu, hlaut tvo vinninga gegn einum vinningi Guðjóns Heiðars. I þriðja sæti varð Guðni Stefán Pétursson með 8 vinninga. Þeir eru allir úr Reykjavík. Islandsmeistari í yngri flokki varð Dagur Amgrímsson úr Reykjavík með 10 vinninga af 11. Hann sigraði einnig á Landsmót- inu í fyrra og á eftir að tefla eitt ár til viðbótar í yngri flokki. Dag- ur á því möguleika á að jafna met Helga Ass Grétarssonar ef hann vinnur þriðja árið í röð. I öðru sæti í yngri flokki varð Guð- mundur Kjartansson úr Reykja- vík með QVz vinning. Helgi Egils- son úr Hafnarfirði varð þriðji með 9 vinninga. Keppendur voru 12 í hvorum flokki. í yngri flokki kepptu skákmenn fæddir 1986 og síðar, en í þeim eldri skákmenn fæddir 1983-5. Mótið sem haldið var um helg- ina var úrslitakeppni Landsmóts- ins, en keppnin í heild er afar umfangsmikil. Undirbúningur Landsmótsins fer þannig fram, að fyrst eru haldin skólamót og komast efstu menn úr þeim á sýslumót. Síðan eru haldin kjör- dæmamót þar sem sigurvegarinn fer á Landsmót. Sum kjördæmi senda fleiri en einn keppanda á Landsmótið, en góð frammistaða þar tryggir kjördæminu fleiri sæti á næsta móti. Talið er að yf- ir 3.000 keppendur taki þátt í undankeppnum víðs vegar um landið og er þetta því fjölmenn- asti skákviðburður sem haldinn er hér á landi. Það er því umtals- vert afrek að komast í loka- keppnina á Landsmótinu. Mótið var nú haldið í 21. skipti. I gegnum tíðina hafa margir af okkar sterkustu skák- meisturum sigrað á Landsmót- unum og má þar á meðal nefna stórmeistarana Jóhann Hjartar- son, Þröst Þórhallsson, Hannes Hlífar Stefánsson og Helga As Grétarsson. PC-útgáfa af Deep Blue? í nýjustu útgáfu IEEE Micro (mars/apríl 1999, bls. 70-80) er athyglisverð grein eftir Feng-hsi- ung Hsu, en hann var aðalhugs- uðurinn á bak við Deep Blue- skáktölvu IBM. í greininni fjallar hann ítarlega um þann sérhæfða vélbúnað sem hann hannaði sér- staklega og var hjartað í Deep Blue. I greininni segir Hsu einnig að hann sé að vinna að því að stofna sjálfstætt fyrirtæki sem hafi það markmið að hanna og framleiða búnað svipaðs eðlis og Deep Blue fyrir almennan markað. Hann fullyrðir að jafnvel á næsta ári verði hægt að fá þennan búnað í einkatölvur. Hsu býst við að skákstyrkleikinn verði slíkur að einkatölva með þessum búnaði gæti lagt heimsmeistarann að velli í hefðbundnu einvígi. Stefnt er að því að búnaðurinn geti skoðað og metið u.þ.b. 30 milljón stöður á sekúndu, en til samanburðar má geta þess að Deep Blue var byggð upp af 480 einingum, sem hver um sig skoð- aði 2-2,5 milljón stöður á sek- úndu. Með þessum afköstum gat Deep Blue skoðað allar stöður 6 leiki fram í tímann, en ákveðin af- brigði voru skoðuð u.þ.b. 20 leiki fram í tímann. Fritz sigrar Judit Polgar Judit Polgar tefldi 8 skáka ein- vígi við Fritz 5.32-skákforritið dagana 27.-30. apríl. Einvígið fór fram í Ungverjalandi. Urslitin urðu þau, að Fritz sigraði með 5!4 vinningi gegn 2Vz. Tefldar voru atskákir með 30 mínútna umhugsunartíma. Fritz-forritið keyrði á Compaq DeskPro EN 6350-tölvu með Pentium II 350MHz-örgjörva og 128 MB innra minni. Judit valdi e.t.v. ekki skynsam- legustu aðferðina til að tefla gegn Fritz og skákirnar voru ekki í mjög háum gæðaflokki. Júlíus sigrar á öðlingamóti Júlíus Friðjónsson sigraði á skákmóti öðlinga 1999. Hann hlaut 514 vinning í 7 umferðum. I 2.-3. sæti urðu Vigfús Oðinn Vig- fússon og Jón Torfason með 5 vinninga. Skákmótið var haldið 11. mars til 29. apríl. íslandsmeistarinn teflir fjöltefii Hannes Hlífar Stefánsson, stórmeistari og núverandi ís- landsmeistari í skák, teflir fjöltefli við börn og unglinga á fimmtudaginn. Nú er orðið nokk- uð langt síðan farið hefur fram opinbert fjöltefli og því hafa vafalítið margir áhuga á að nýta sér þetta tækifæri til að tefla við einn af okkar sterkustu skák- mönnum. Fjölteflið er í boði Taflfélagsins Hellis og er að- gangur því ókeypis. Fjölteflið verður haldið fimmtudaginn 6. maí kl. 17 í Hell- isheimilinu, Þönglabakka 1 í Mjódd. Greiðar strætisvagna- ferðir eru að Hellisheimilinu, enda er það örstutt frá skipti- stöðinni í Mjódd. Ollum börnum og unglingum 15 ára og yngri er heimilt að taka þátt í fjölteflinu. Skákmót á næstunni Tilkynningar um skákmót og aðra viðburði sem eru á dagskrá má senda til umsjónarmanna skákþáttar Morgunblaðsins. Tölvupóstfangið er dadi@vks.is. Einnig má senda annað efni og athugasemdir við skákþættina á sama póstfang. 6.5. TR. Hraðskákmót öðlinga 6.5. Hellir. Hannes HHfar: Fjöltefli 8.5. Hellir. Kosningamót í Mjódd 10.5. Hellir. Atkvöld 17.5. Hellir. Fullorðinsmót (25+ ára) 28.5. Hellir. Helgaratskákmót 29.5. SÍ. Aðalfundur 30.5. Hellir. Kvennamót Daði Örn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson AFMÆLI GUÐJON MATTHÍASSON ALLTAF finnst mér skemmtilegast að flytja mál mitt beint, það er án stuðnings blaðs. En eigi að vanda sig og vera formlegur er sjálf- sagt best að festa hugs- anirnar á pappír. Það geri ég hér með. Eg var í áttræðisaf- mæli frænku minnar fyrir nokkrum árum, sem við skulum nefna Guðrúnu. Þar söfnuð- ust margir ættmenn hennar saman að von- um og nutu ágætra veitinga. Allt, sem líkaminn gat not- ið, var fram borið. Þar var engu gleymt, að því er virtist, og við- staddir voru ánægðir. En eitt gleymdist þó: Enginn kvað upp úr um það, hvers vegna allt þetta fólk var saman komið. Raunar vissu allir með sjálfum sér, að hún Guðrún átti afmæli þennan dag, og það meira að segja merkisafmæli. Þegar ég flutti stutta ræðu í hófi þessu, gat ég fyrstur manna um þetta tilefni, og sagði eitthvað á þessa leið: „Við er- um hér stödd vegna áttræðisafmælis hennar frænku minnar, sem við ósk- um til hamingju með það að hafa lif- að þessi ár.“ Eg er ekki viss um, að fólki, sem þarna var viðstatt, hafi þótt þetta upphaf minnar stuttu ræðu, nauðsynlegt. Við íslendingar erum oft svo óformlegir, að engu tali tekur. Okkur finnst eins og allir hljóti að þekkja okkur, í landi þar sem sagt er að allir þekki alla. En nóg um þetta. Síðastliðinn fostudag átti einn ágætur listamað- ur áttræðisafmæi. Hann er fæddur 30. apríl 1919 á Einarslóni í Breiða- víkurhreppi á Snæfellsnesi. Þar ólst hann upp til 11 ára aldurs, en fluttist þá að Helludal í Beruvík í sama hreppi, og bjó þar fram yfir tvítugt. Hann eignaðist sína fyrstu harm- oniku, þegar hann var orðinn 28 ára að aldri. Fátækur var hann af ver- aldarauði, og til að eignast hljóðfær- ið seldi hann 20 kindur, sem hann átti, og fyrir þær fékk hann 2.000 krónur, en harmonikan kostaði 1.800 krónur. Taldi hann þetta bestu fjár- festingu, sem hann hafði gert fram að þeim tíma. flMARIA iTLÖVISA FATAHONNUN SKÓLAVÖRÐUSTÍG 3A • S 562 6979 Hver er svo maður- inn? Hann heitir Guð- jón Matthíasson. Kunn- ur er hann bæði sem harmonikuleikari og tónskáld. Hann stund- aði nám í hljóðfæraleik hjá Gretti Björnssyni og Karli Jónatanssyni. Hjá Guðna S. Guðna- syni naut hann kennslu í tónfræði í hálft annað ár, og lærði þar nótna- skrift og að útsetja lög fyrir mismunandi hljóðfæri. Guðjón hefur leikið inn á fimmtán harmonikuplötur og þrjár hljómsnældur, einnig á geisla- disk, sem út kom hjá Skífunni 1995. Þar eru hans 19 bestu lög, eins og það heitir, á forsíðu textablaðsins. Lög eftir Guðjón hafa verið gefin út á 100 plötum og hljómsnældum. AIls mun hann hafa samið um 200 lög. Mörg þeirra hafa hvorki komið fyrir almenningseyru né -augu. Væri æskilegt, að lögin hans Guðjóns gætu sem flest komið út, áður en hann er allur. Hitt er annað mál, að lögin hans Guðjóns lifa, þó að hann hverfi af sjónarsviðinu. Oll góð list lifir höfund sinn löngu dauðan. Guð- jóni hefur ekki verið hátt hampað af þeim, sem um tónlist fjalla, en það er að sjálfsögðu þjóðin sem dæmir verk listamanna. Hún á síðasta orð- ið, en ekki listdómarar samtímans. Ég hefi nú senn þekkt Guðjón í hálfa öld. Það var á Hellissandi, þar sem hann var þá að heilsa upp á móður sína og hálfsystkini. Guðjón var þar með harmonikuna sína og hélt dansleik í samkomuhúsi staðar- ins. Hann fékk mig, ungan mann, kennara á staðnum, til að syngja með sér dægurlög þessa tíma. Skipt- um við síðan ágóðanum af ballinu, sem var víst ekki stór, eftir að búið var að greiða húsaleigu og dyra- vörslu. En þessa er gott að minnast, þegar við kembum báðir hærurnar. Endurminningarnar ylja manni á ævikvöldinu. Ég vona, að enn um sinn megum við eiga von á að hlýða á lögin hans Guðjóns á öldum ljósvakans. Þau lifa. Við samfögnum harmonikuleik- aranum og tónskáldinu Guðjóni Matthíassyni með að hafa lifað og starfað í áttatíu ár. Hann lengi lifi! Auðunn Bragi Sveinsson. Krqftur, þekking og frumkvæði fyrir Reyknesinga Siv FriSleifsdóttir Hjdlmar Arnason Páll Magnússon Ko»ninara«krlf»tofa Bæjarhraani 26 Hafnarfirði, s.565-4790 565-5740 565-5742 Tölvupóstur: reykjanes@xb.is I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.