Morgunblaðið - 04.05.1999, Side 71
MORGUNBLAÐIÐ
PRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 71
x
KIRKJUSTARF
Safnaðarstarf
Bænahópur,
íhugun og
samræður í
Strandbergi
BÆNAHÓPUR sá sem kom sam-
an fyrir páska og fermingar á mið-
vikudögum í Strandbergi, safnað-
arheimili Hafnarfjarðarkirkju kl.
20-21.30 mun nú hittast þar aftur
á sama tíma fram yfir hvítasunnu.
Komið er saman í Stafni, hinni lát-
lausu og fögru kapellu Strand-
bergs. Ragnhild Hansen og sr.
Gunnþór Ingason leiða hópinn.
Byrjað er á því að huga að fyrir-
bænaefnum og þau síðan falin
frelsaranum og hvað eina sem á
hugann leitar í kyrrðarbæn í 20-30
mín. Eftir þessa stund í Stafni er
komið saman í Ljósbroti, forsal
Strandbergs, þar sem boðið er upp
á kaffi og kökur og spjallað saman.
Öllum er innilega velkomið að vera
með í þessum bæna- og samræðu-
hópi.
Prestar Hafnarfjarðarkirkju.
Askirkja. Opið hús fyi'ir alla ald-
urshópa kl. 10-14. Léttur hádegis-
verður. Samverustund foreldra
ungra bama kl. 14-16.
Bústaðakirkja. Æskulýðsstarf kl.
20.30.
Dómkirkjan. Barnastarf fyrir 6-9
ára börn kl. 10.15 og kl. 14.15 í
safnaðarheimilinu.
Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl.
12.10. Orgelleikur, ritningarlestur,
altarisganga, fyrirbænir. Léttur
málsverður í safnaðarheimilinu
eftir stundina.
Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs-
þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir
sjúkum.
Laugarneskirkja. Fullorðins-
fræðsla kl. 20. „Þriðjudagur með
Þorvaldi" kl. 21. Lofgjörðarstund.
Seltjarnarneskirkja. For-
eldramorgunn kl. 10-12.
Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar
í safnaðarheimilinu kl. 10-12.
Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón-
usta með altarisgöngu kl. 18.30.
Bænaefnum má koma til sóknar-
prests í viðtalstímum hans.
Digraneskirkja. Starf aldraðra kl.
11.15. Leikfimi, léttar veitingar,
helgistund og samvera.
Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir
9- 10 ára stúlkur kl. 17.30. Æsku-
lýðsstarf fyrir 8. bekk kl. 20.30.
Grafarvogskirkja. Eldri borgarar,
opið hús kl. 13.30-15.30. Helgi-
stund, söngur, handavinna, létt
spjall og kaffiveitingar. Æskulýðs-
starf fyrir 8. bekk kl. 20-22 í kirkj-
unni.
Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar-
stund kl. 18. Prédikunarklúbbur
presta kl. 9.15 í umsjá dr. Sigur-
jóns Áma Eyjólfssonar.
Kópavogskirkja. Mæðramorgunn
í safnaðarheimilinu Borgum í dag
kl. 10-12.
Seljakirkja. Mömmumorgnar kl.
10- 12.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús
fyrir 7-9 ára börn frá kl. 17-18.30 í
safnaðarheimilinu, Linnetstíg 6.
Víðistaðakirkja. Aftansöngur og
fyrirbænir kl. 18.30.
Hafnarfjarðarkirkja. TTT-starf
fyrir 10-12 ára kl. 17-18.30 í Von-
arhöfn Strandbergs. Kristin íhug-
un í Stafni, Kapellu Strandbergs,
kl. 21.30-22. Heimsborgin - Róm-
GOLFEFNABUÐIN
Borgartúiú 33
flísar
parket
verð
jð þjónusta
verjabréfið, lestur í Vonarhöfn kl.
18.30-20.
Lágafellskirkja. Foreldramorgn-
ar, samvera verður á morgun mið-
vikudag kl. 10-12, en ekki í dag og
lokastundin þriðjudaginn 11. maí.
Allir foreldrar velkomnir til sam-
verunnar í umsjá Þórdísar og
Þuríðar í safnaðarheimilinu.
Grindavíkurkirkja. Foreldra-
morgunn kl. 10-12.
orgarneskirkja. Mömmumorgunn
í safnaðai'heimilinu milli kl. 10 og
12. Helgistund í kirkjunni sömu
daga kl. 18.30.
Krossinn. Almenn samkoma kl.
20.30 í Hlíðasmára 5. Allir vel-
komnir.
Hvítasunnukirkjan Ffladelfía.
Samvera á vegum systrafélagsins
kl. 20. Allar konur hjartanlega vel-
komnar.
Hólaneskirkja, Skagaströnd.
KFUM og K fyrir 9-12 ára kl. 16.
Biblíulestur í Sæborg kl. 20.
finndu frelsið í fordfiesta
á aðeins milljón og tólf
www.brimborg.is
IMCIKIA
tSSSfe
gsm sími og talfrelsi í kaupbæti brimborg