Morgunblaðið - 04.05.1999, Page 88

Morgunblaðið - 04.05.1999, Page 88
MORGUNBLAÐÍD, KRINGLAN1, 103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Hlutalj áraukningu fslandssíma lokið Burðarás og Hof meðal hluthafa EIGNARHALDSFÉLÖGIN Burð- arás og Hof eru stærstu aðilamir í hópi nýrra hluthafa í Islandssíma, en hlutafjáraukningu fyrirtækisins, sem stofnað var á síðasta ári af tölvufyr- irtækinu Oz og einstaklingum í við- skiptalífinu, er lokið. Aðrir í hópi nýrra hluthafa eru Eignarhaldsfélag Valfells fjölskyldunnar, Tölvubank- inn og Radíómiðun. Nú er unnið að því að ráða starfs- fólk og gera verkáætlun fyrir félagið. Gert er ráð fyrir því að hún verði kynnt í lok mánaðarins og að fyrir- tækið hefji sölu á þjónustu sinni síð- JpWar á þessu ári. Á hvaða sviði fjar- skiptaþjónustu það mun hasla sér völl í byrjun liggur þó ekki fyrir enn- þá, að sögn Páls Kr. Pálssonar, stjórnarformanns fyrirtækisins. „Það er lagt upp með viðskipta- hugmynd sem lýtur að því að stofna til fyrirtækis með alhliða starfsemi í fjarskiptaþjónustu. Við erum núna að gera verkáætlun og ráða starfs- fólk,“ sagði Páll í samtali við Morg- unblaðið, en auk hans sitja í stjóm félagsins Eyþór Arnalds, Kristján Gíslason, Margeir Pétursson og '•'-■'^Sveinn Valfells. Frelsi í fjarskiptum mun stóraukast „Við sjáum fyrir okkur að frelsi í fjarskiptum muni stóraukast hér. Hversu langt menn ná á næstu árum skal ég ekkert fullyrða um, en ég held að menn komist ekki hjá því að undir- búa margs konar afnám sérleyfa og einokunar í þessari grein vegna aðild- ar okkai- að alþjóðlegum viðskipta- samningum, auk þess sem ég geri mér vonir um að ný ríkisstjóm hafi þann metnað til að bera að vilja stíga ákveðin og föst skref í átt til einka- væðingar Landssímans," sagði Páll. Hann sagði að þeir gerðu sér þar af leiðandi vonir um að þetta yrði vax- andi og mjög spennandi markaður á næstu árum. Pyrirtækið væri stofnað til þess að veita alhliða þjónustu á fjarskiptasviði. „Við vitum að þetta er umhverfí sem er í mikilli þróun. Það munu vonandi og án efa eiga sér stað miklar breytingar á þessu umhverfi og við ætlum okkur einfaldlega að taka þátt í þessu áhugaverða rekstr- arsviði,“ sagði Páll. Hann sagði einnig að þeir vildu gjarnan aðstoða samkeppnisaðila sína við að stíga skref inn á sam- keppnismarkað hvort sem það gerð- ist með því að knýja á um breytingar á sérleyfum og einokunaraðstöðu á þessum markaði eða með útvíkkun á þeirri þjónustu sem Landssímanum væri gert að veita samkepnisaðilum sínum. Einnig væri hugsanlegt að efna til samstarfs af ýmsu tagi. Páll sagði aðspurður að endanleg upphæð hlutafjái- félagsins og skipt- ing þess milli einstakra aðila lægi ekki fyrir, en það yrði kynnt í lok maímánaðar um leið og stefnumörk- un þess, verkáætlun og helstu starfs- menn. Morgunblaðið/Ómar Morgunblaðið/Christopher Tucker JESSE Jackson heilsar yfirmönnum Varnarliðsins, David Architzel flotaforingja, til vinstri, og Allen Efraimson kafteini á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun. Heldur hægir á bflainn- flutningi INNFLUTNINGUR á nýjum bíl- um jókst um 38,06% fyrstu fjóra mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. AIls voru fluttir inn 5.213 bflar fyrstu fjóra mánuði þessa árs en 3.776 bflar á sama tíma í fyrra. Heldur hefur því hægt á aukn- ingu í bílainnflutningi sem var 45% fyrstu þrjá mánuði ársins. í aprflmánuði var fluttur inn 1.431 bíll, en í sama mánuði í fyrra voru fluttir inn 1.182 bflar, sem er aukning um 21,07%. Mest var flutt inn af Toyota fyrstu fjóra mánuðina, alls 793 bfl- ar, eða 15,2% heildarinnflutnings- ins. Fluttir voru inn 564 Volkswagen, sem er 10,8% hlutur, 490 Nissan, 9,4%, 352 Mitsubishi, 6,7%, og 339 Subaru, 6,5%. Skóburst- un á Lækj- artorgi ÞAÐ er ekki verra að mæta sumrinu á hreinum og gljáandi skóm. Ekki skemmir fyrir að fá að sifja í hægindastól meðan fagmaðurinn sinnir verki sínu og virða fyrir sér úr hásætinu mannlifið á Lækjartorgi. Að vísu bendir höfuðfatið í þessu tilfelli til annars en konungs- tignar. Hyggilegt væri fyrir skóburstarann að færa sig um set til Akureyrar og stunda þar iðn sína næstu daga, því búist er við rigningu sunnanlands. Jesse Jackson hafði viðdvöl á Islandi BLOKKUMANNALEIÐTOGINN Jesse Jackson hafði, ásamt nítján öðrum fulltráum í bandariskri sendinefhd, skamma viðdvöl hér á landi í gærmorgun á leið sinni frá Serbíu, þar sem nefndin hafði feng- ið þrjá bandaríska hermenn lausa úr haldi. Samkvæmt upplýsingum frá Varnarliðinu voru í sendinefndinni, íKtuk Jacksons, ýmsir bandarískir trúarleiðtogar og öldungadeildar- þingmaðurinn Rod Blagojavich, sem er af serbneskum ættum. Jackson sagði að hermennimir þrír hefðu verið hafðir í einangmn í þrjátíu daga áður en sendimönnun- um var leyft að hitta þá, en hefðu þd verið við gdða heilsu. Hann sagði að ífcegi síðar, þegar þeir vora látnir lausir, hefðu þeir grátið af gleði. KEA opnar matvöru- verslun í Kópavogi KAUPFÉLAG Eyfirðinga hef- ur, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, tekið húsnæði Borgarbúðarinnar í vesturbæ Kópavogs á leigu og hyggst opna þar matvöruverslun í byrjun næsta mánaðar. Um er að ræða svokallaða „þægindaverslun," með lengri afgreiðslutíma en lágvöruversl- unin Nettó, sem KEA opnaði í Reykjavík á síðasta ári. Nokkrar minni verslanir opnaðar Borgarbúðin er í tæplega 500 fermetra húsnæði en sam- kvæmt upplýsingum blaðsins ætlar KEÁ að opna nokkrai- minni verslanir á höfuðborgar- svæðinu með lengri afgreiðslu- tíma, auk þess sem Nettó- verslun verður sett á lóð Um- ferðarmiðstöðvarinnar í Reykjavík. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustj óra kannar svik erlendis vegna bflainnflutnings EMBÆTTI ríkislögreglustjóra hef- ur undanfarna mánuði gripið til þess ráðs að senda rannsóknarlögreglu- menn efnahagsbrotadeildar til Evr- ópu og Norður-Ameríku í þvi skyni að rannsaka svik í tengslum við inn- flutning bifreiða. Jón H. Snorrason, saksóknari hjá embætti ríkislög- reglustjóra, segir þessar rannsóknir mjög kostnaðarsamar en dómsmála- ráðuneytið hafi samþykkt að tryggja embættinu auknar fjárveitingar til að standa undir þeim. Umræddar rannsóknir beinast að innflutningi á vel á annað hundrað bifreiðum og málunum tengjast á annan tug einstaklinga, fyrirtækja og kennitalna. Að sögn Jóns hafa þegar sprottið upp sakamál erlendis vegna þessara rannsókna, þar sem komið hafi í ljós að þeir erlendu aðilar sem íslending- ar hafa átt í viðskiptum við, hafa í sumum tilvikum gefið út falska reikninga, stundað skjalafals og Rannsóknir hafa leitt til sakamála ytra gerst með öðrum hætti brotlegir við lögin. „Þarlend lögregluyfirvöld fara með okkur og vinna þessi mál og þegar kemur í ljós að menn hafa ver- ið að fikta við reikninga, bakfæra bókhald, stunda falsanir eða gefið tollyfirvöldum þar upp rangar upp- lýsingar, verða til sjálfstæð sakamál í þessum löndum. Við vitum um all- mörg dæmi um slíkt,“ segir Jón. Rannsóknarlögreglumennirnir eru aldrei færri en tveir saman og hafa þeir aðallega farið til Þýskalands, þar sem flest bflaviðskiptin, sem til rannsóknar eru, fóru fram, en einnig til Kanada og Bandaríkjanna. „Þetta eru vinnubrögð sem við höfum tekið upp og munum stunda þau áfram og sem betur fer hefur okkur verið gert kleift að standa straum af rannsókn- unum með stuðningi ráðuneytisins," segir Jón. Jón segir mikla þörf á að afla þessara upplýsinga og bendir á að á fimmtudaginn seinasta hafi fallið dómur í Hæstarétti vegna svika í bflainnflutningi, þar sem sönnun hafði fengist um skjalafals í tengsl- um við bflainnflutning en ekki var fullsannað hversu háan toll sakbom- ingar komu sér undan að greiða þar sem ekki var ljóst hvert verð bifreið- anna var úti í Þýskalandi. „Við gáfum út ákæiu fyrir um ári í því máli sem dómur féll í fyrir helgi og í ljósi þess máls höfum við í þeim málum sem við erum að vinna að, ákveðið að fara til þeirra landa sem bflarnir voru keyptir í og rannsakað kaupin þar með atbeina þarlendra lögregluyfirvalda og á stundum toll- yfirvalda. Við yfnheyrum alla þá sem tengjast þessum málum ytra, húsleitir eru gerðar ef því er að skipta o.s.frv. Þessar rannsóknir hafa borið mikinn árangur og þegar leitt til að við höfum aflað okkur góðra og traustra sönnunargagna,“ segir hann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.