Morgunblaðið - 18.05.1999, Síða 58

Morgunblaðið - 18.05.1999, Síða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 JÓHANN ÞÓRIR JÓNSSON + Jóhann Þórir Jónsson fæddist 21. október 1941. Hann lést 2. maí síð- astliðinn. títför Jó- hanns Þóris fór fram frá Langholts- kirkju mánudaginn 10. maí. í lokahófi helgarmóts tímaritsins Skákar, sem haldið var á Hótel Vala- skjálf haustið 1989, tók írægasti þátttakandi helgarmótanna, Bent Larsen, til máls og skýrði fyrir mðnnum að einn aðal- munurinn á skáklífi íslendinga og Dana væri sá að Danir hefðu aldrei eignast mann á borð við Jóhann Þóri Jónsson. Þegar fréttimar bárast af andláti Jóhanns um daginn fór ég að rifja þetta upp. Jóhann var um tví- tugt þegar hann varð formaður Tafl- félags Reykjavíkur. Samhliða rit- stýrði hann tímaritinu Skák. Þá þeg- ar hófst hann handa við að hrista upp í skáklífi hér, sem var furðu dauft í samanburði við hin miklu uppgangsár á sjötta áratugnum. Hann átti tvímælalaust stærstan þátt í að koma Reykjavíkurskákmót- unum á laggimar. Fyrsta mótið var haldið í Lídó 1964 og tókst sérlega vei, kannski ekki síst vegna þess að hi.igað til lands tókst að fá mesta snilling sinnar tíðar, Mikhael Tal. Þetta voru sennilega fyrstu afskipti Jóhanns af opinberu mótshaldi hér á laiidi en síðar varð hann stórtækur á því sviði. Það er t.d. ljóst að áhrif hans voru mikil þegar hugmyndin um að halda heimsmeistaraeinvígi Fischers og Spasskijs hér á landi kom til alvarlegrar umræðu haustið 1971. Jóhann var óþreytandi við að telja stjómarmenn í Skáksamband- inu á að bjóða til þess. Bramboltið eða það sem kallað var „duttlungar áskorandans", sem eina stundina var kannski á harðahlaupum undan blaðamönnum á göngum Kennedy- flugvallar og stuttu síðar í viðræðum við Henry Kissinger utanríkisráð- herra um bandarískt þjóðarstolt, setti einvígið í mikla óvissu. Hvemig Islendingum tókst að sigla skipinu til hafnar var mörgum hulin ráðgáta. Kannski þurfti sveigjanlegan fram- sóknarmann til. Guðmundur G. Þór- arinsson orðaði það svo í einvígis- blaði Skákar: „Við Islendingar lifum fyrir opnu úthafi, það era margar öldur á úthafinu. Við höfum aldrei ætlað okkur slétta sjóinn, en tökum við öldunum þegar þær koma.“ Aðalhlutverkin í þessu einvígi voru vitaskuld í höndum Spasskijs og Fischers en það vom mörg stór aukahlutverk: Guðmundur G. Þórar- insson og skáksambandsstjómin, Jim Slater, Lothar Schmid, Friðrik Ólafsson, Sæmundur Pálsson, Chester Fox, William Lombardy, Efim Geller, Freysteinn Þorbergs- son, Guðmundur Arnlaugsson og Jó- hann Þórir Jónsson. Jóhann fékk levfi til að smíða alveg sérstök híbýli fyrir starfsemi tímaritsins Skákar á efstu tröppum Laugardalshallarinn- ar. Útgáfa hans á einvígisblaðinu á þrem tungumálum, íslensku, ensku og rússnesku, vitnar ágætlega um metnað hans og smekkvísi. Blaðið var síðar bundið inn í kálfskinn, kjör- gripur sem í dag er ein besta heim- ildin um einvígið. Fram að 1980 hafði Jóhann einbeitt sér mest að vaxandi umsvifum fyrirtækis síns, sem ekki aðeins gaf út tímaritið og skákbækur heldur fjölda ljóðabóka og rita um önnur efni. Það ár hófust helgarmót- in, sem urðu 49 talsins. Þau vom haldin um land allt. Ekki hvarflaði að Jóhanni að undanskilja eyjamar í kringum landið. Þrjú helgarmót í Vestmannaeyjum, eitt í Hrísey, ann- að í Flatey og svo var haldið mót í Hrísey. Til tals kom að tefla í Papey en það reyndist óframkvæmanlegt. Síðasta helgarmótið sem ég tók þátt í var í Trékyllisvík sumarið 1997. Ég kynntist manninum einn best á þess- um ferðalögum um landið á ýmsum farskjótum, þ.á m. sendibifreið Torfa Ásgeirssonar, leiguvél frá Sverri Þóroddssyni, Herjólfi, flóabátnum Baldri eða spánnýum BMW 323i, sem Jóhann ók með sérleyfi frá lög- reglunni í einu hend- ingskasti á helgarmótið á Hellu 1982. Þótt Jó- hann hafi minnkað við sig skrif í tímaritið Skák, sem hann gaf út í meira en 35 ár, þá duld- ist engum að þar fór skemmtilegur penni og hann á sennilega ein- hverja fleygustu skák- skýringu sem um get- ur: grugga, gragga. Hann unni ljóð- um og var söngmaður góður. Hann greiddi oft götu manna sem kerfið hafði ekki beinlínis gert ráð fyrir, t.d. Benónýs Benediktssonar. Jó- hann hafði safnað saman kveðskap Benónýs og ætlaði að gefa út bókina um hann haustið 1997. En snemma í september það ár veiktist hann hast- arlega og náði aldrei heilsu aftur. Við Bragi Halldórsson færðum honum bókina núna um daginn og reyndist því miður síðasti fundur minn með Jóhanni. Helgi Ólafsson. Fyrir nokkram áram sat ég á skrifstofu Jóhanns Þóris og eins og svo oft áður áttum við Iangt spjall saman. Það er mér ógleymanlegt hvað útsýnið frá skrifstofiinni var tært og fagurt. Himinninn var heið- skír og fjöllin virtust sem aldrei fyrr glæsileg og tignarleg. Útsýnið minnti mig á manninn sem sat and- spænis mér. Fullur af lífi, hugmynd- um og bjartsýni. Eins og allir menn hafði hann sína galla, en líkt og hjá öllurn góðum mönnum stóðu kostir hans upp úr. Það er engum vafa undirorpið að nafn hans verður skráð á spjöld sög- unnar sem einn mesti skákfrömuður íslendinga. Fáir eða engir hafa haft það hugrekki sem hann oft á tíðum sýndi. An hans væra skákbókmennt- ir á íslensku varla til, engin helgar- mót né alþjóðleg mót á landsbyggð- inni haldin og síðast en ekki síst hefðu íslenskir stórmeistarar ekki orðið eins margir og raun ber vitni. Ég kynntist Jóhanni fyrst á ung- lingsárum mínum. Hann hafði þá þegar haldið flest af helgarskákmót- um sínum, en engu að síður fékk ég tæifæri til að taka þátt í fjóram þeirra. Á öllum þeirra sveif léttleik- andi andi hans yfir mótshaldinu og hafa þetta verið skemmtilegustu skákmótin sem ég hef teflt á. Fyrir hans tilstuðlan fékk ég eins og svo margir ungir og efnilegir skákmenn tækifæri til að tefla á alþjóðlegum mótum. Þó svo Jóhann sé nú geng- inn á vit feðra sinna munu verk hans lifa um ókomna framtíð. Öllum þeim sem fengu að kynnast honum er hann og verður ógleymanlegur per- sónuleiki. Blessuð sé minning hans. Helgi Áss Grétarsson. Ég vil með nokkram orðum minn- ast Jóhanns Þóris. Ég var tíður gestur á heimili Jó- hanns og Siggu fyrir um það bil ára- tug og ég heillaðist af þeirri sérstöku ró sem fylgdi þessum hjónum. Hið svokallaða lífsgæðakapphlaup var haldið einhvem óraveg frá heimi þessa fólks. Það vakti athygli mína og kenndi mér margt að finna mat Jóhanns Þóris á því sem raunvera- lega skiptir máli í lífinu, því að göfga andann. Fyrir óþekkt ljóðskáld sem höfðu ekki efni á að láta prenta verk sín var lausnin sú að tala við Jóhann Þóri. Ég veit ekki fjölda þeirra ljóða- bóka sem hann gaf út, án þess að ætlast til nokkurrar greiðslu fyrir, en mér virtist það ógrynni. Minnug þessa leitaði ég til hans um stuðning, mörgum áram seinna þegar ég stóð fyrir leiksýningu á nýju íslensku verki eftir Megas í Hafnarhúsinu í Reykjavík. Við þurftum að láta prenta leikskrá, plaköt og aðgöngu- ________________________________________MOEGUNBLAÐIÐ MINNINGAR miða. Fátækur leikhópur sem var búinn að ganga bónarveg til ýmissa fyrirtækja um stuðning og yfirleitt látinn finna rækilega fyrir því að við væram að sníkja og að viðkomandi fyrirtæki fengi lítinn frið fyrir alls konar beiðnum um styrki. Sjaldan sýndu stjórnendur minnsta áhuga á innihaldi verkefnisins. Svo kom ég til Jóhanns Þóris, kynnti honum okkar verk, og: Væri mögulegt að fá vera- legan afslátt af prentkostnaði? Jó- hann Þórir sýndi leikverkinu mikinn áhuga, og vildi fá að vita allt um það. Við spjölluðum heillengi um verkið, hvað lægi að baki tilurð þess, hvað við vildum segja með þessari upp- setningu og þar fram eftir götunum. Jóhann Þórir sýndi mér ekki á neinn hátt að ég væri að trafla hann í ann- ríki dagsins, eða að ég væri að biðja um eitthvað sem væri erfitt að sinna. Varla þarf að taka fram að Skák- prent prentaði allt fyrir okkur á vandaðan hátt sem sómi var að og... þau þáðu ekki eyri fyrir. Það tók mig sárt að heyra af veik- indum Jóhanns og ég get ekki einu sinni reynt að setja mig í spor Siggu, Steinars og annarra aðstandenda. Eina sem ég get sagt er: Megi Guð veita ykkur styrk í þessari sorg. Sigrún Sól Ólafsdóttir. Þegar tilkynningin um andlát Jó- hanns Þóris barst mér til eyma varð mér hugsað til alls þess sem Jóhann hafði lagt af mörkum, íslenskri skák- hreyfingu til gagns og framdráttar. Allar þær hugsjónir sem Jóhann hafði og allt það sem hann áorkaði og hafði kjark til að framkvæma. Jóhann gekk til liðs við skákhreyf- inguna ungur að áram. Hann var yngsti formaður Taflfélags Reykja- víkur og í hans stjórnartíð stýrði hann ýmsum stórviðburðum s.s. Reykjavíkurskákmótum. Hann rit- stýrði tímaritinu Skák og gaf út fjöldann allan af skákbókum sem ungir skákmenn njóta góðs af í dag. Þegar ég lenti í rökræðum við Jó- hann um skákmál, hvort heldur sem var um að ræða hvert skyldi stefna í íslenskri skákhreyfingu eða í fræði- legum umræðum um skáklög og skákkeppnir, varð ég þess áskynja að Jóhann leit ætíð á málin frá allt öðra sjónarhomi en venjulegur leik- maður. Og alltaf virtist hann hafa á réttu að standa. Það sem hreif mig samt hvað mest var að Jóhann hugs- aði ætíð um skák sem eina af mestu gersemum lífsins. Skákin mátti aldrei líða fyrir þras um deilur manna á milli eða peninga. Skákin var í hans augum list og ein hin göf- ugasta íþrótt. Skákhreyfingin hefur misst mik- inn athafna- og hugsjónamann. Verk Jóhanns lifa enn og eiga að vera hvatning til þeirra sem starfa að skákmálum í dag til að gera enn bet- ur. Fyrir hönd Taflfélags Reykjavík- ur sendi ég fjölskyldu Jóhanns inni- legar samúðarkveðjur. Ríkharður Sveinsson, formaður Taflfélags Reykjavíkur. Það er til í útlendum bókum ein heilög saga, af manni sem varð fullkominn af því að sá í akur óvinar síns eina nótt Sagan af Bjarti í Sumar- húsum er saga mannsins, sem sáði í akur óvin- ar síns allt sitt líf, dag og nótt Slík er saga sjálfstæðasta mannsins í landinu. (HalldórLaxness) Ég vil minnast vinar míns, Jó- hanns Þóris, með nokkrum fátæk- legum orðum. Það var í september 1997 að við keppendur í landsliðs- flokki á Skákþingi Islands á Akur- eyri fréttum af alvarlegum veikind- um og að tvísýnt væri um líf hans. Þetta vora alvarlegar fréttir. Drif- fjöður skáklífsins síðustu áratugi, blómatíma skáklistarinnar á íslandi, Jóhann Þórir, var eins og hendi væri veifað úr leik, langt um aldur fram. Við gerðum okkur Ijóst að mikil tímamót væra í uppsiglingu í ís- lensku skáklífi. Hugurinn leitaði ósjálfrátt til baka, það var í raun ótrúlegt hverju Jóhann Þórir hafði áorkað á æviferli sínum í þágu skák- listarinnar. Afrekaskráin var löng og glæsileg. Á hverjum degi reyndi hann að leggja eitthvað til skákmál- anna, hann var óþrjótandi upp- spretta hugmynda og hann sá til að þær hugmyndir gerjuðust og þróuð- ust. Á síðustu öld var það Daníel W. Fiske sem var velgjörðarmaður ís- lenskrar skáklistar og fylgdi henni úr hlaði. Á þessari öld hafa margir aðrir lagt hönd á plóginn og margt stórkostlegt gerst í íslenskri skák- hreyfingu. Það er mín skoðun að þar fór Jóhann Þórir Jónsson lang- fremstur í flokki, í hartnær hálfa öld nutum við íslenskir skákmenn öfl- ugrar liðveislu hans. Hann hélt úti íslensku skáktímariti, Skák, síðan 1962. Einvígisblaðið frá heimsmeist- araeinvíginu 1972 er gott dæmi um þá djörfung og stórhug sem ein- kenndi þennan mann. Svo ekki sé minnst á helgarmótin 49! Talan 7 þykir mikil happatala, 7x7 er skemmtileg og umhugsunarverð til- viljun!? Fyrsta helgarmótið var haldið í Keflavík 1980 og það síðasta undir stjórn Jóhanns Þóris var hald- ið á Borgarfirði eystra í ágúst 1997. Mótin voru haldin um land allt á 20 ára tímabili og voru ómetanlegt framlag. Tug alþjóðlegra skákmóta hélt hann sjálfur og hann kom að öll- um Reykjavíkurskákmótunum, m.a. með útgáfu mótsblaða, nema því síð- asta 1998, enJpar sveif andi hans yfir vötnunum. Eg gæti haldið áfram þessari upptalningu lengi enn, en það hefði hann ekki viljað sjálfur, hann vildi framkvæma hlutina en hann kærði sig lítið um hrós og orðagjálfur í sinn garð. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Jóhanni Þóri vel persónulega og ég veit vel hvaða mann hafði að geyma. Margar ferðimar fórum við saman bæði utanlands sem og innanlands. Það var gaman að skoða Island með Jóhanni Þóri. Hann þekkti landið sitt afburðavel og alls staðar komst hann í skemmtileg kynni við fólk og frásagnarlist hans var stórkostleg. Hann hafði líka frá svo mörgu skemmtilegu að segja og reynt svo margt. Þær minningar era vel geymdar. Veikindi Jóhanns Þóris stóðu í 20 mánuði, það var þrauta- ganga sem nú er lokið. Ég vil votta eiginkonu Jóhanns Þóris, Sigríði Vilhjálmsdóttur, innilega samúð mína. Börnum hans og fjölskyldu einnig. Minningin um hugheilan mann sem lifði lífi sínu af djörfung og þrótti lifir um ókomna framtíð. Gens una sumus. Sævar Bjamason. Æskuvinur minn, Jóhann Þórir Jónsson, er horfinn sjónum. Allt of snemma vil ég segja, því að hann bætti veröldina með glaðværð sinni, andríki og mikilli óeigingjarnri at- hafnasemi. Jóhann Þórir var óvenjulegur at- gervismaður, sem varð goðsögn í lif- anda lífi - maðurinn sem kleif þrí- tugan hamarinn og kom í verk hlut- um, sem aðrir létu sér ekki einu sinni detta í hug að gerlegir væra. Raunar var hann orðinn stofnun í lif- anda lífi, þótt það orð lýsi manninum alls ekki, því að til þess var alltof mikil hreyfing í kringum hann. Jóhann Þórir ólst upp í Vestur- bænum og þar kynntumst við í leik, skóla og starfi. Þótt hann héldi ekki í langskólanám varð okkur félögum hans ljóst, að hann lærði því meira í lífsins skóla. Þekking hans var víð- feðm og afar hagnýt. Úti í athafnalíf- inu hófst hann upp af sjálfúm sér og gerðist umsvifamikill prensmiðjueig- andi. Ekki fór framhjá neinum, að ímyndunarafl hans var mikið og hann dreymdi stóra drauma. Hin lat- nesku orð „ad astra“ - „til stjarn- anna“ - lýsa vel lífsviðhorfi hans. Hversdagsleg grámolla var honum fjarri skapi: „Make no small plans, they have no power to move man“. Hann færðist því snemma mikið í fang og tókst að koma ótrúlega miklu í verk. Hann var stórkostlegur í framkvæmdinni, þótt segja megi, að stundum hafi hann reist sinni miklu starfsorku og fjárhagsgetu hurðarás um öxl. Hann lifði eftir því kjörorði, að til þess að þekkja tak- mörk hins mögulega verða menn að hafa kjark til að takast á hendur leið- angur inn í hið ómögulega. Áður en lauk má því segja, að hann hafi verið orðinn gerkunnugur á landamæram þess sem gerlegt er og hins sem ógerlegt er í þessum heimi. Jóhanns Þóris verður lengi minnzt sem mannsins, sem drýgri þátt hefur átt í því að efla skáklíf á Islandi en nokkur annar - mannsins sem á hvert bein í stórmeisturanum okkar, svo að jafnvel sjálfu Skáksambandi íslands verður ekki við hann jafnað. Öll skákmótin - helgarskákmót og alþjóðleg skákmót - sem hann með óumræðilegum stórhug og þraut- seigju hleypti af stokkunum, hafa á síðustu áratugum fremur en flest annað orðið tO að gefa skákmönnum okkar tækifæri tU að safna skákstig- um og öðlast eftirsótta titla alþjóð- legra meistara og stórmeistara. Ekki aðeins lyfti Jóhann Þórir sjálfur Grettistökum, heldur var hann þeirri gáfu gæddur að geta blásið öðrum í brjóst bjartsýni og trú á lífið og eigin getu til að takast á við það, sem þeir nokkram augna- blikum áður höfðu talið hreinustu ófæra. Þess vegna var maðurinn, sem var í raun orðinn eins konar stofnun í lifanda lífi, mörgum sann- kallaður hugmyndabanki. Þangað fór margur maðurinn í öngum sín- um, en áttaði sig von bráðar á því, að þar mátti taka út af digram inn- stæðum til lausnar yfirþyrmandi daglegum vanda. Stundum var eins og þessi snilligáfa Jóhanns Þóris væri af öðrum heimi - eða að minnsta kosti var stundum eins og maður sæi sjónhverfingamanninn, sem töfraði kanínur upp úr hatti sín- um. Tómarúm það mikla, sem missir Jóhanns Þóris veldur í stóram vina- og kunningjahópi, verður aldrei fyllt. Blessuð sé minning hans. Sigurður Gizurarson. Kveðja frá Skáksambandi Islands Við Islendingar eram þekktir fyr- ir að vera mikO skákþjóð. Hvað eftir annað höfum við skotið margfalt fjölmennari þjóðum ref fyrir rass, með því að vinna glæsta sigra á er- lendum vettvangi og með því að halda á Islandi mót og aðra viðburði sem eftirminnOegir era. Þá standa skákmeistarar í eldlínunni en að baki þeim kraftaverkamenn og eld- hugar. Með Jóhanni Þóri Jónssyni er genginn sá þeirra er lengstan og glæstastan feril á að baki. Jóhann var ritstjóri og útgefandi Tímarits- ins Skákar í 35 ár og stóð á þeim tíma fyrir fjölmörgum stórviðburð- um á skáksviðinu. Hann var helsti hvatamaður þess að fyrsta alþjóð- lega Reykjavíkurskákmótið var háð árið 1964, en þau mót era nú orðin átján talsins. Af bjartsýni hans og áræði kviknaði hugmyndin um að halda hér á landi „einvígi aldarinn- ar“ 1972. Vísast hefur nafn íslands aldrei farið víðar um heiminn en það gerði í tengslum við þann viðburð. Það vora sömu eiginleikar sem gerðu upphafsmanni helgarmótanna kleift að halda 49 slík mót, víðsvegar um landið. Jóhann Þórir var hug- myndaríkur maður. Hann var ekki úrtölumaður eða efasemda heldur kom hugmyndum sínum í fram- kvæmd. Hann vildi halda helgar- skákmót í Grímsey, í Trékyllisvík og í Mjóafirði og fékk því áorkað eins og ekkert væri sjálfsagðara. Auk helgarskákmótanna stóð hann fyrir tíu alþjóðlegum skákmótum sem gáfu upprennandi kynslóð ungra skákmanna tækifæri að ná afdrifa- ríkum titiláföngum. Jóhanni Þóri var ekkert ómögu- legt. Engin hindran var í hans aug- um óyfirstíganleg þegar halda átti glæsilegan viðburð eða koma efni á prent sem lfldegt væri til að auka veg skáklistarinnar. í þeirri list að sannfæra aðra um ágæti hugmynd- anna var hann öðram fremri. Því fékk hann miklu áorkað. Jóhann Þórir var vinmargur mað- ur. Þótt oft gustaði um hann og hart væri deOt um sum verka hans safn- aði hann sér ekki óvinum. Til þess var hann of góðvOjaður maður og sáttfús. Segja má að allir hafi farið ríkari af fundi Jóhanns Þóris. Meist- uram okkar og skákáhugamönnum varð tíðfóralt til hans til skrafs og ráðagerða þar sem hann sat á rit- stjóraskrifstofu sinni í Skákprenti. Á slíkum fundum vora margar hug- mjmdir reifaðar og áform sem síðan var hrint í framkvæmd. Viðhorfið var ávallt hið sama; að auka veg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.