Morgunblaðið - 18.05.1999, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 18.05.1999, Qupperneq 66
66 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens So+t, mig er farið aá kenna til < í andlitinu I GÆft HEYRÖIE6 EINN GOÐAN... NÁUIj^I FÓRINN í BANKA 06 SÁ.. SÁ... "7 BÍDDU ADEINS, ÉG ER UN§I FORINNIBANKA FQRINNIBANKA... BIDDU ADEINS... Ferdinand BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Siðferði stjórn- málamanna Frá Sigurði R. Þórðarsyni: ÞAÐ ER dapurlegt að horfa upp á sjálfan forsætisráðherra þjóðarinnar telja sig knúinn til að leggjast í vöm vegna taps Framsóknarflokksins í kosningunum á sjálfa kosninganótt- ina og daginn eftir. Hér er átt við ummæli forsætisráðherra um hina meintu aðfór að utanríkisráðherra, vegna kvótaeignar fjölskyldu hans á Höfn, og væntanlegrar hlutdeildar utanríkisráðherra í milljarða kvóta- arfí. Þær eru sérkennilegar mælistik- urnar sem virðast gilda í stjórnmál- um, þegar á jafn opinskáan hátt er horft framhjá jafn augljósum hags- munaárekstrum og hér eru á ferð- inni og forsætisráðherra lætur sér sæma að skamma fjölmiðla fyrir. íslendingum er tamt að bera sig saman við frændþjóðimar á Norður- löndunum. Þar höfum við mörg dæmi um stjómmálamenn sem hafa orðið að segja af sér áhrifastöðum innan sinna flokka og í stjómmálum. T.d. Monika Selen, sem varð að segja af sér, þegar hún var orðin forsætisráð- herraefni sænska Jafnaðarmanna- flokksins, vegna þess að hún hafði notað kreditkort embættis síns til að kaupa bleiur á nýfædda dóttur sína. Ritt Bjærregaard sagði af sér ráð- herradómi í danska þinginu fyrir nokkrum árum, vegna þess að hún hafði keypt silkislæðu í París fyrir opinbera fjármuni. Guðrún Helga- dóttir fékk alvarlegar ákúrur, án þess þó að missa starfið sem þing- maður, fyrir að hafa fengið lán frá launadeild Alþingis til að kaupa kjól. Sverrir Hermannsson var sviptur embætti og æm, fyrir að hafa tekið þátt í hefðbundnum veisluhöldum fyrirrennara og meðreiðarsveina sinna í Landsbankanum. Forsætis- ráðherra sá ekki ástæðu til að nefna aðförina að honum, þrátt fyrir að fjöl- miðlum tækist, á sérdeilis áhrifarík- an hátt, að gera brotthvarf Sverris Hermannssonar úr bankanum að að- alkosningamáli Frjálslynda flokks- ins. I þeim slag var heldur aldrei nefnt, að þegar upp var staðið átti bankinn ekkert sökótt við Sverri. Munurinn á þeim ávirðingum sem beint hefur verið að Halldóri As- grímssyni og Sverri Hermannssyni er sá, að hinn síðarnefndi settist að allsnægtaborði spillingar, sem verið hafði við lýði um langan aldur í Landsbanka Islands, sást ekki fyrir og fór að eins og hinir. Halldór Ás- grímsson fór hins vegar fyrh’ hópi hagsmunaaðila, sem undir því yfir- skini að koma ofveiddum fískistofn- um til vemdar hefur nú rænt þjóðina sameiginlegri auðlind sinni, fiski- stofnunum eins og þeir leggja sig. Að mínu áliti skiptir það engu máli hvort Halldór Asgrímsson er skrif- aður fyrir eins eða tíu prósenta hlut í fjölskyldufyrirtækinu Borgey á Hornafirði, hann hefur frá fyrsta degi hinnar pólitísku umræðu um löggjöf varðandi kvótakerfið verið bullandi vanhæfur til verksins. Ef þessi eyþjóð okkar byggi við einhver viðlíka siðferðistakmörk og ná- grannaþjóðir okkar væri Halldór As- grímsson löngu fokinn úr störfum hjá hinu opinbera. Það eru sterkar líkur á að starfandi forsætisráðherra í nágrannalöndunum hefði ekki farið út á þær brautir að verja kollega sinn í þessari stöðu, enda gæti hann þá átt von á að fara sömu leið. Það er greinilegt að þjóðin verður víst enn um hríð að búa við einhverja alveg séríslenska siðferðisstaðla, sem ekki ganga annars staðar. Islenska þjóðin þarfnast nýrra viðhorfa í þessum efnum, sem kannski koma með nýj- um stjórnarherrum framtíðarinnar. Á meðan getur hún beðið og vonað að núverandi stjórnarherrar efni kosningaloforðin til sátta um fisk- veiðistjórnunina og kvótakerfið. SIGURÐUR R. ÞÓRÐARSON, matvælafræðingur. Þetta kallast „egg í runnanum" Maður reynir að giska á hve .. klónum margar marmarakúlur hinn aðilinn er með í hendinni.. Misheppnað dulargervi íslenskrar öfundar Frá Leó M. Jónssyni: SUNNUDAGSKVÖLDIÐ .2. maí mættust til kappræðna á Stöð 2 þeir Sigmundur Guðbjarnason, dr. rer nat. efnaverkfræðingur og fyrrver- andi rektor HÍ, og dr. Kári Stefáns- son, læknir og forstjóri íslenskrar erfðagreiningar ehf. Umræðuefnið var „Miðlægur gagnagrunnur" og málefni honum tengd. Ég tek ofan fyrir Kára Stefáns- syni. Málflutningur hans var til fyr- irmyndar, að mínum dómi; hann svaraði spurningum málefnalega og skýrði ýmis atriði á rökrænan og traustvekjandi hátt þannig að mér fmnst ég mun betur upplýstur um kjarna málsins varðandi þetta fram- tak Kára og hans fyrirtækis. Ég get ekki sagt það sama um Sigmund Guðbjamason. Hans mál- flutningur var ruglingslegur, óskipu- lagður, illa fram settur auk þess sem mér fannst blasa við að Sigmundur hafi nánast mætt „ólesinn“ og varð sér, sem vísindamanni, til skammar. Sem formaður félagsskaparins „Mannvemdar" (sem ég legg til að verði gert að hlutafélagi og nefnt „íslensk öfund ehf.“) stóð Sigmund- ur á gati. Honum hafði jafnvel láðst að lesa yfir það sem Mannvemd býð- ur upp á á vefsíðu sinni: Þar er að finna róg sem er ekki sæmandi fé- lagsskap sem ætlar að stuðla að mannvemd undir fána vísindanna. Sigmundur Guðbjamason er ef- laust hinn mætasti vísindamaður. En áður en hann tekur að sér að vera málsvari „íslenskrar öfundar“ undir flaggi Mannverndar í beinni útsendingu í sjónvarpi ætti hann að bregða sér á námskeið í tjáskiptum og ræðumennsku. LEÓ M. JÓNSSON, Nesvegi 13, Reykjanesbæ. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.