Morgunblaðið - 18.05.1999, Page 74

Morgunblaðið - 18.05.1999, Page 74
■~W 74 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ & GÓLFEFNABÚÐIN Borgartúni 33 ^jyæða flísar ^yæða parket ^jjgióð verð ^jBióð þjónusta IFerðaskriistofa studenta v/Hringöraut Opið til ki. 20.00 á fimmtudogum. www.lerflir.fs.is FOLK I FRETTUM UNGU HUGVITI ENGIN TAKMÖRK SETT Fjölmenni var við verð- launaafhendingu í Nýsköpunarkeppni grunnskólanema í Gerðubergi á laugar- daginn var. Eyrún Baldursdóttir kíkti á sýninguna og skoðaði ýmis skemmtileg og óvanaleg verk. LÚÐRAHLJÓMAR bárust frá Gerðubergi þegar sýningargestir mættu til að skoða nýsköpun grunn- skólanema. Þetta er í áttunda sinn sem keppnin er haldin og að þessu sinni bárust um 700 hugmyndir í keppnina. Sjötíu verk eru á sýning- unni í Gerðubergi sem stendur yfir í allt sumar, en sjö þeirra fengu sér- stök verðlaun. í flokki formhönnunar hlaut Andri Haraldsson þriðju verðlaun fyrir hugmynd sína að skíðalyftu fyrir snjóbretti. Önnur verðlaun fékk Kristín Inga Vigfúsdóttir fyrir „bamaöryggi" og fyrstu verðlaun í sama flokki fékk Friðjón Júlíusson fyrir hugmynd að „fótahaldara", sem er stillanlegur skemill tengdur við bamabílstóla svo böm verði síður þreytt í fótum. í flokki uppfinninga féllu þriðju verðlaun í hlut Rúnu Sifjar Stefáns- dóttur en hún átti hugmynd að skó- haldara. Soffía Sólveig Halldórs- dótttir fékk önnur verðlaun fyrir „snjókubba- og sandskóflu" sem tryggir að snjóhúsin verði úr jafn- stórum kubbum. Fyrstu verðlaun í flokki uppfinninga fékk Sirrý Sif Stefánsdóttir sem hannaði hring- sigti. Auk þeirra fékk ung bresk Morgunblaðið/Ásdís FORSETI Islands með vinningshöfunum sjö. Frá vinstri: Fleur Driwer, Andri Haraldsson, Soffía Sólveig Halldórsdóttir, Andri Har- aldsson, Kristín Inga Vigfúsdóttir, Sirrý Sif Stefánsdóttir og Rúna Sif Stefánsdóttir. SIRRÝ Sif Stefánsdóttir fær hugmynd sína, hringsigtið, framleidda. ANDRI Haraldsson fékk hug- mynd að skíðalyftu fyrir snjó- brettafólk. NóbclwkiWið ' ati HALLDÓR > ' IAXNESS (lOÍðu Sjáístæíí íólk, bókaldarinnor, i stúdentsgjöf eöa ðnnur meislaraverk Nóbelsskálcfsins. VAKA-HELGAFELL Siduimila (>• Siini sso iOOO RÚNA Sif Stefánsdóttir með skóhaldarann sinn. stúlka, Fleur Driwer, sérstök auka- verðlaun fyrir hugmynd að brauðrist sem ristað getur brauðlengjur á öll- um hliðum. Forseti íslands hr. Ólaf- ur Ragnar Grímsson afhenti verð- launin sem voru vegleg peningaverð- Vigfúsdóttir við barnaörygg- ið, spegil sem settur er framan á barnakerru og sýnir hvað barnið er að gera. laun en sjálfur fór hann ekki tóm- hentur heim því hinir ungu hugvits- menn færðu honum „snjókubbaskóflu" að gjöf. Hringsigti á markað Samtök iðnaðarins velja eina hug- mynd á ári og kosta hönnun til að setja á íslenskan markað. Að þessu sinni varð hringsigti Sirrýjar Sifjar fyrir valinu. Aðspurð sagðist Sirrý alveg vera til í að hringsigtið yrði framleitt og að fólk myndi nota tæki sem byggt væri á hugmynd hennar. Hún sagðist hafa fengið hugmynd að hringsigtinu þegar frænka hennar skar sig á loki af niðursuðudós. Hr- ingsigtinu á að smella á dósina eftir opnun og þá má hella safanum af, án þess að spilla innihaldinu eða eiga á hættu að skera sig. Sirrý sagðist hafa orðið ánægð með að sín hug- mynd skyldi verða valin til frekari úrvinnslu en það hefði komið henni nokkuð á óvart. En það voru fleiri á því að þeirra hugmyndum væri þarft að koma í framkvæmd. Andri sem átti hug- mynd að skíðalyftu með snjóbretti benti á að það væri svo erfitt að taka diskalyftur þegar maður væri ný- byrjaður á bretti. Hann lagði til að í stað disksins yrði krókur sem mætti krækja um innanvert lærið. Rúna Sif sagði að verið væri að kanna í skól- anum hennar hvort hægt væri að framleiða skóhaldara sem varna því að „skórnir detti alltaf svona úr hill- unum“ sem er að hennar sögn hvim- leitt vandamál. Lausnin felst í því að klemma við þá keðju og útfæra þannig að þeir hífist sjálfkrafa upp. Fjölbreytni í fyrirrúmi A sýningunni eru verkefni sem bera vott um ríka sköpunargáfu grunnskólanemenda. Þar má finna hugmyndir að ýmsum hlutum sem leysa á einfaldan hátt dagleg vanda- mál t.d. sokkur sem vamar kusksöfn- un milli tánna, drykkjablandari, hjálparskíði, blindrahjólastafur, sjálf- neglandi hamar, lúsaryksuga, tónlist- arskór, regnþolin skrifbók, og næst- um allt sem nöfnum tjáir að nefna. Nú í ár var ákveðið að tvinna sam- norræna hönnunarkeppni Fantasi Design, sem er fyrir börn á grunn- skólastigi, við Nýsköpunarkeppnina. Af þeim 70 hugmyndum sem eru á sýningunni verða 40 sendar til áframhaldandi þátttöku í Fantasi Design. Hluti þeirra verka, sem keppa í Fantasi Design, verður val- inn á farandsýningu. Aætlað er að hingað komi hún í apríl árið 2000 og verði liður í dagskrá „Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000“. Þeir krakkar sem blaðamaður ræddi við voru á því að keppni af þessu tagi væri bæði skemmtileg og lærdómsrík og það var á gestum sýningarinnar að heyra að hér væru merkilegar uppfinningar á ferðinni. ............................. f T’ t f''' Jj — • • ' í Wt Fólk, viðtöl, dagskrá Skilafrestur auglýsingapantana í næsta blað er til kl. 16 miðvikudaginn 19. maí. Sími: 569 1111 * Bréfasími: 569 1110* Netfang: augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.