Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bandarísk fjölskylda lenti í hrakningum í jöklaferð Kona á sjötugsaldri villtist og gekk 35 km í snjóbyl BANDARÍSK kona á sjötugsaldri gekk á föstu- dag um 35 km til byggða í vondu veðri og gegn hvassri norðanátt til að láta vita af eiginmanni sín- um og tvítugri dóttur sem sátu fóst í bíl í Kalda- dal. Konan var um fjóra tíma á leiðinni og segir Kristleifur Þorsteinsson hreppstjóri að það sé ein- stakt afreksverk af konu á þessum aldri en í ljós kom að hún er margreyndur maraþonhlaupari. Fjölskyldan var á heimleið á bílaleigubfl eftir jöklaferð með fyrirtækinu Langajökli hf. Þau villt- ust á leiðinni og fóru niður Kaldadal í stað þess að halda að Húsafelli. „Vegurinn um Kaldadal er ófær og lokaður," segir Kristleifur. „Þau komust um hálfa leið, að Kerlingu, sem er um 35 kflómetra frá Húsafelli. Þar festu þau bflinn í snjó. Þá var ekki annað að gera en að leita sér hjálpar og kon- an fór af stað í roki og slyddu. Eftir fjóra tíma kom hún norður að Húsafelli. Fimm kflómetrar á klukkustund eru ágætur gönguhraði þannig að þetta var mikið afrek hjá þessari konu sem að auki var aðeins í strigaskóm og léttklædd.“ Jafnaði sig fljótt Kristleifur segir að konan hafí ekki verið orðin mjög köld þegar hún kom á áfangastað en töluvert þreytt. „Hún fór svo í heita pottinn í sundlauginni og fékk súpu og hressingu og var svo eldhress á eftir.“ Haft var samband við starfsmenn Langajökuls hf. þegar konan kom og lögðu þeir strax af stað á jeppa til að sækja eiginmann hennar og dóttur og bílinn. „Þau höfðu vit á því að halda kyrru fyrir í bflnum, en ef konan hefði ekki komist á leiðar- enda hefði enginn vitað af þeim þarna,“ segir Kristleifur. Hann segir að konan hafí verið afskaplega þakklát heimamönnum í Húsafelli sem tóku á móti þeim. Fjölskyldan hélt til Reykjavíkur strax um kvöldið og fór með flugi frá landinu í gærmorgun, áleiðis til Parísar. Kristleifur segir að mikið sé af ferðamönnum í Húsafelli um þessar mundir og í gær fóru um hundrað manns í ferð upp á Langjökul. Hann seg- ir ekki algengt að ferðamenn villist á þessum slóð- um. Banaslys í Borgar- firði BANASLYS varð í Borgarfirði þeg- ar bfll með fimm piltum fór út af Borgarfjarðarbraut rétt við Varma- land og valt nokkrar veltur. Slysið varð um kl. hálfeitt aðfaranótt laug- ardagsins. Einn piltur, sem var far- þegi í bflnum, var úrskurðaður látinn á vettvangi slyssins. Tveir aðrir slös- uðust alvarlega og voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Þá voru tveir piltar fluttir á heilsugæslustöðina í Borgar- nesi með skrámur og mar. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Féll út úr bfl á ferð STIJLKA féll út úr bíl á ferð í Borg- amesi um kl. fjögur aðfaranótt laug- ardagsins á Borgarbraut við bfla- stæði fyrirtækisins Vírnets. Bfla- stæðið er viðkomustaður á rúntinum í Borgamesi. Stúlkan rotaðist og var meðvit- undarlaus þegar að var komið. Að sögn lögreglu var stúlkan flutt á heilsugæslustöðina í Borgarnesi. Viðgerð Herjólfs að ljúka Kostnaður skiptir miBjónum króna Fegurðardrottning íslands 1999 Katrín Rós fegurst KATRÍN Rós Baldursdóttir, átján ára stúlka frá Akranesi, var valin fegurðardrottning íslands 1999 úr hópi 23 stúlkna á veitingahús- inu Broadway sl. föstudagskvöld. Guðbjörg Hermannsdóttir, feg- urðardrottning íslands 1998, krýndi Katrínu Rós en í öðru sæti hafnaði Ásbjörg Kristinsdóttir frá Reykjavík en þriðja sætið kom í hlut Bryndísar Bjargar Einars- dóttur. ■ Rjóð rós/58 KOSTNAÐUR við viðgerð á öðrum veltiugga Herjólfs skiptir milljónum króna að sögn Gríms Gíslasonar, stjórnarformanns útgerðarinnar. Reikningur liggur þó ekki fyrir fyrr en viðgerð lýkur sem reiknað er með að verði í dag. Annar veltiuggi Herjólfs skemmd- ist fyrir um mánuði og hefur skipið verið í viðgerð í Rotterdam í rúma viku. Grímur segir að verkið sé allt unnið í tímavinnu og því liggi reikn- ingur ekki fyrir fyrr en eftir helgina. Grímur kveðst vona að tryggingar nái yfír einhvern hluta kostnaðarins. „Við verðum hins vegar fyrir miklu tekjutapi, þurfum að greiða leigu fyrir Fagranes og fáum minni tekjur þar sem skipið er minna. Það er slæmt að missa hvitasunnuhelgina því hún er ein af fjórum bestu helg- um ársins í flutningum," segir Grím- ur ennfremur. Aðrar tekjumiklar helgar Herjólfs eru þjóðhátíðin og helgarnar sem Shellmótið og pæju- mótið í knattspyrnu eru haldin. Þess er vænst að Herjólfur geti haldið frá Rotterdam síðdegis í dag og sigli fyrstu áætlunarferð sína á ný næstkomandi fimmtudag. mgnum HELDUR virðist hafa dregið úr inn- flutningi á fólksbflum til landsins. Fluttir höfðu verið inn 1.093 nýir fólksbflar 21. maí sl., en allan maí- mánuð í fyrra var innflutningurinn 1.448 bflar. Jónas Þór Steinarsson, framkvæmdastjóri Bílgreinasam- bandsins, segir útlit fyrir að inn- flutningur í maí verði svipaður og í fyrra, þ.e. lítil sem engin aukning. Það sem af er árinu hafa verið fluttir inn 6.307 nýir fólksbflar en fyrstu fimm mánuði ársins í fyrra nam innflutningurinn 5.224 bflum. Aukningin það sem af er árinu er því 20,73%. Þetta er mun hægari aukn- ing en á fyrstu mánuðum ársins. I marsmánuði varð til dæmis 75% aukning á innflutningi miðað við sama mánuð 1998. Þann mánuð voru fluttir inn 1.609 bflar í samanburði við 920 í mars 1998. Jeppamenn á Grænlandsjökli Sváfu í tjöldum í 35 gráða frosti LEIÐANGURSMENN á jeppum yfir Grænlandsjökul höfðu lagt að baki 350 km á hádegi í gær og sóttist ferðin vel. Þeir gistu aðfaranótt laug- ardagsins í tjöldum uppi á jöklinum í 35 gráða frosti. Þegar þeir fóru á stjá sáu þeir spörfugl sem hafði sest á stuðara eins jeppans og frosið í hel. ICE225-jeppaleiðangurinn var staddur á hábungu jökulsins þegar rætt var við Arngrím Hermannsson, einn leiðangursmanna í gær. „Við höfum ekið um 50 km síðan í morgun. Hér er blankalogn og 35 gráða frost var í nótt. Við tókum fram alla svefnpoka sem til voru. Það var hrollur í einhverjum en flestir höfðu það bara mjög gott í nótt. Við ætluðum reyndar ekki að fá bflana í gang í morgun en það hafðist með því að hella volgu vatni á soggreinar vélanna,“ sagði Arngrímur. Alls er leiðin 850 km og ráðgerir leiðangurinn að vera kominn niður af jöklinum austan megin á föstudag í næstu viku. Búist er við að færið versni talsvert mikið þegar austar dregur því þar er vindasamara og skefur meira. Einnig er þar brattara og sprungurnar stærri. Morgunblaðið/Árni Sæberg I Húsdýra- garðinum VINSÆLT er meðal skóla- barna að heimsækja Húsdýra- garðinn á vorin. Algengt er að starfsmenn þar taki á móti tveim til fimm bekkjum á hveijum degi á vorin. Heim- sóknirnar eru liður í skóla- starfinu og þarna fræðast börnin jafnt um algeng húsdýr sem meira framandi málleys- ingja, eins og kalkúninn sem þessi börn fylgdust með spígspora í grasinu. ----------- Hægir á bflainnflutn- Iðgjaldagrundvöllurinn gjörbreyttur ►Tryggingafélögin undirbúa að hækka iðgjöld lögboðinna öku- tækjatrygginga vegna breytinga á skaðabótalögum. /10 Fortíðarvandi tii framtíðar ►Á kjarnorkuslóðum á Kóla- skaga þar sem váin þekkir engin landamæri. /12 Starfað í þágu fanga ► Rætt við Ronald Nikkel for- mann samtakanna Prison Fellow- ship International. /26 Þyrlur eru ekkert annað en verkfæri ►Viðskiptaviðtalið er við Halldór Hreinsson í Þyrluþjónustunni. /30 ► l-16 Víkingar á Vináttueyjum ►Af ferð eyjaskeggjanna Páls Steingrímssonar kvikmyndagerð- armanns og Sigurðar Halldórs- sonar flugstjóra til Tonga-eyja. /1&2-5 Halldór í Hvíta húsinu ► Halldór Guðmundsson auglýs- ingamaður stendur á margföldum tímamótum. /6 Lífsbrot ►Það hefur gengið á ýmsu í lífi Jónmundar Olafssonar, bónda í Kambakoti á Skagaströnd. /8 c FERÐALOG ► l-4 Skotland ► Fríið skipulagt á Netinu. /2 Hótel Framtíð stækkar ►Verið er að leggja lokahönd á stækkun hótelsins á Djúpavogi. /4 D BÍLAR ► l-4 Netið þvingar fram samræmi í verði ►Evrópskir bílaframleiðendur eftirbátar hinna bandarísku í notkun Netsins /2 Reynsluakstur ►Yfirdrifið afl og þægindi í Grand Cherokee. /4 ATVINNA/ RAD/SMÁ ► l-24 Nýtt rit um ráðningaferli ► Leiðaivísir fyrir fólk í atvinnu- leityi FASTIR ÞÆTTIR Fréttir W4/8/bak ídag 50 Leiðari 32 Brids 50 Helgispjall 32 Stjömuspá 50 Reykjavíkurbréf 32 Skák 50 Skoðun 34 Hugvekja 50 Minningar 39 Fólk í fréttum 54 Viðhorf 40 Útv/sjónv. 52,62 Myndasögur 48 Dagbók/veður 63 Bréf til blaðsins 48 Dægurtónl. 14b INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.