Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ
39 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1999
Telja dóm Mannréttindadóm-
stólsins hæpinn hérlendis
Dómur sem kveðinn
var upp af Mannrétt-
indadómstól Evrópu í
Strassborg á dögunum
hefur vakið upp spurn-
ingar. Mannréttinda-
- sáttmáli Evrópu taldist
vera brotinn í Frakk-
landi með því að land-
eigandi þurfti landslög-
um samkvæmt að lúta
vilja veiðifélags. A Is-
landi er skylduaðild
veiðiréttareigenda að
veiðifélögum og þar
þurfa þeir að lúta
« meirihluta hópsins.
Guðmundur Guðjóns-
son rifjar hér upp dóm-
inn og ræðir við nokkra
aðila sem málið varðar
hér á landi
MENN telja skipulag stangaveiðimála hér á landi eiga vel við.
í FRAKKLANDI þarf væntanlega að stokka upp skipulag skotveiði-
mála, en hér á Iandi eru slík mál í föstum skorðum.
FORSAGA málsins í Frakk-
landi er sú, að nokkrir land-
eigendur í héruðunum Creu-
se og Gironde, sem mótfallnir
eru skotveiðum, reyndu árangurs-
laust að loka jörðum sínum fyrir
skotveiðimönnum. Þeir sendu
kæru til Mannréttindanefndarinn-
ar í Strassborg og þaðan fór málið
fyrir Mannréttindadómstólinn.
Landeigendumir voru í þessari
klemmu vegna laga sem sett voru
árið 1964. Samkvæmt þeim eru
eigendur lítilla jarða í Frakklandi
sums staðar skyldaðir til að afsala
sér veiðiréttindum til félagsskapar
landeigenda. Tilgangurinn er að
hafa betri stjóm á veiðunum, því
skotveiðar krefjast aðgangs að
• stómm samfelldum svæðum, koma
í veg fyrir veiðiþjófnað og auðvelda
fækkun meindýra. Lögin ná ekki
til jarða sem stærri em en 20 hekt-
arar, þannig að eigendur stóijarða
em ekki undir neinar slíkar eglur
seldir.
Mannréttindadómstóllinn komst
að þeirri niðurstöðu að þessi lög
gætu ekki staðist gagnvart Mann-
réttindasáttmála Evrópu, þar sem
ekki væri tekið nægilegt tillit til
réttinda jarðareigenda til að
standa utan félaga. Dómstóllinn
tók fram í dómsforsendum sínum
að óumdeilanlega hefði eignarrétt-
ur kærenda verið skertur með lög-
unum frá 1964. Þeim hefði verið
gert að afsala sér veiðirétti sem
væri tengdur eignarrétti á jörðum
þeirra og þyrftu að auki að þola
umferð skotveiðimanna og veiði-
hunda þeirra um land sitt drjúgan
hluta ársins. Landeigendur hefðu
ekki haft neinn raunhæfan mögu-
leika á því að halda í veiðiréttinn.
Þá gerðu lögin að vísu ráð fyrir
því að viðkomandi landeigendur
hlytu í staðinn veiðiréttindi á yfir-
ráðasvæðum veiðifélagsins. Það
hefði hins vegar litla þýðingu í
dæmi sem þessu þar sem í hlut
i*eiga menn sem eru andvígir skot-
veiðum. Þá væri þess og að geta að
þetta fyrirkomulag gilti aðeins í
hluta Frakklands. Ekki yrði hjá
því komist að telja að brotið hefði
verið gegn l.grein 1. viðauka við
mannréttindasáttmálann sem
vemdar eignarrétt.
, Þá gat dómstóllinn þess að ell-
efta grein mannréttindasáttmálans
vemdaði rétt manna til að standa
utan félaga. Telja yrði að veiðifé-
lögin væra félög að einkarétti og
því féllu þau innan gildissviðs sátt-
málans. Að mati dómstólsins væri
ekki hægt að líta svo á að skyldu-
aðild, sem einungis væri við lýði í
fjórðungi franskra sveitarfélaga,
væri í réttu hlutfalli við það mark-
mið sem að var stefnt, þ.e. að
tryggja lýðræðislega þátttöku í
veiðum.
Ekki sé heldur hægt að sjá hvers
vegna nauðsynlegt hafi verið að
grípa til þessara ráðstafana gagn-
vart eigendum smærri jarða en
ekki eigendum stórra jarða. ,Að
þvinga mann með lögum til að
ganga í félag sem gengur gegn
grandvallarsannfæringu hans og
skylda hann til að yfirfæra réttindi
sín til jarðarinnar til þess félags
svo það geti náð markmiðum sem
hann er andvígur gengur lengra en
nauðsynlegt getur talist til að
tryggja hæfilegt jafnvægi milli
andstæðra hagsmuna,“ sagði í
dómsforsendum. Því hefði 11. grein
mannréttindasáttmálans einnig
verið brotin.“
Hættulegt að raska
fyrirkomulaginu
Ekki verður sagt að vandamál af
þessu tagi blasi við hér á landi
gagnvart skotveiði. Þar er fremur
deilt um það hvað sé almenningur,
eignarland og afréttur og hvað
ekki. En spumingar vakna gagn-
vart veiðiréttindum í vötnum og
ám þar sem eigi ósvipað skylduað-
ildarfyrirkomulag er hér á landi.
Því er ekki til að dreifa á íslandi að
veiðiréttareigendur verði að afsala
sér veiðiréttindum til veiðifélags-
ins, en þeir verða hins vegar að una
því með hvaða hætti meiri hluti
veiðifélagsins vill nýta hina sam-
eiginlegu auðlind sem veiðivatnið
er. Það er í sjálfu sér ekki ýkja
breitt bil þar á milli. Veiðiréttar-
eigendur sem vilja t.d. nýta veiði-
réttindin sjálfir, geta það ekki ef
veiðifélagið hefur meirihluta til að
t.d. bjóða veiðiréttinn út.
Böðvar Sigvaldason, formaður
Landssambands veiðifélaga, sagði í
samtali við Morgunblaðið að það
væri alvarlegt og beinlínis hættu-
legt að raska því fyrirkomulagi
sem hér ríkir. „Eg ætla nú ekki að
fara að mála þetta of sterkum lit-
um og ekki að hafa áhyggjur af því
nema ég sjái það skjóta hér upp
kollinum, en meginhugsunin í okk-
ar fyrirkomulagi er að fiskurinn
nýtir sér alla ána. Hann gengur
upp hana, jafnvel mjög langt inn í
land. Lífríkið verður að fá notið sín
og það myndi ekki ganga að fiskur-
inn væri allur drepinn einhvers
staðar neðarlega í vatnakerfinu.
Þetta er því stjómtæki til að
tryggja það að fiskistofnar njóti
þeirrar verndar sem nauðsynleg er
til að þeir geti vaxið og dafnað,
a.m.k. í ánum því ekki getum við
ráðið við hver afdrif laxa og silunga
verða í hafinu. Á sama tíma er
þetta tekjuskapandi og hagsmuna-
vemdandi kerfi fyrir alla þá sem
aðild eiga að viðkomandi veiðifé-
lögum. Eg er ekki að segja að þetta
fyrirkomulag sé fullkomið og að
það megi ekki bæta einhvem veg-
inn ef út í það færi, en það hefur
þjónað heildarhagsmununum mjög
vel og þarf að fá að halda þeim
sessi,“ segir Böðvar.
Þannig er mál með vexti, að í
flestum tilvikum era laxveiðiár
leigðar út í heilu lagi hér á landi. í
sumum tilvikum þó í bútum ef
þannig mætti að orði komast. Má
nefna Laxá í Aðaldal í því sam-
bandi og lengi vel var Langá undir
sömu sök seld. Þar sem þannig
hagar til era landeigendur sam-
mála um að menn breyti eftir eigin
vilja hver rnn sig. Við Laxá hafa
nokkrir eigendur fylkt liði og leigt
ána Laxárfélaginu á meðan aðrir
hafa safnast undir merkjum Nes-
bænda og leigt veiðiréttinn að
stærstum hluta til útlendinga. Svo
era aðrir sem standa einir. Það fyr-
irkomulag er vel Jiekkt í silungs-
veiðiám og -vötnum. Telur Böðvar
að dómur af því tagi sem féll hjá
Mannréttindadómstólnum geti leitt
til þess að menn láti á slíkt reyna
hér á landi og brjóti þar með upp
kerfið sem fyrir er?
„Eg sé ekki ástæðu til að hafa af
því áhyggjur eins og sakir standa,
en ef eitt fellur þarf annað að koma
í staðinn og ef þessi staða kæmi
upp, væri það grafalvarlegt mál.
Eins og þetta er lagt upp í Frakk-
landi sé ég ekki að þetta megi
heimfæra hjá okkur, a.m.k. þyrfti
mikil rök til að halda því til streitu
og þau sé ég ekld,“ sagði Böðvar.
Vífill Oddsson, stjómarformaður
Veiðimálastofnunar, tók í sama
streng, en Vífill er ekki einungis í
stjómarformennsku fyrir stofnun-
ina heldur er hann einnig veiðirétt-
areigandi bæði við Langá á Mýram
og Selá í Vopnafirði. „Eg skil sjón-
armiðið ef veiðiréttareigandi er
sjálfur harður veiðimaður, að hann
vilji nýta veiðiréttinn sjálfur. Ég
hef sjálfur verið í þeirri stöðu í
Langá, að þurfa að lúta meirihluta
veiðifélags Langár er ákveðið var
að bjóða ána út í heilu lagi eftir að
hún hafði verið með ýmiss konar
fyrirkomulag um árabil. Á móti
kemur að veiðifélögin era bráð-
nauðsynleg og það er margt sem
þar kemur saman, ræktunar- og
vemdunarmál, útleigu- og önnur
hagsmunamál veiðiréttareigenda
og fleira, allt verður þetta að vera
undir sama hatti, annars er hætta
á að í óeftii fari.
Þess vegna er full ástæða til að
fylgjast vandlega með framvindu
þessa máls. Samt sem áður yrði
svona reglum aldrei breytt hér á
landi nema að einhver færi með
mál fyrir dómstóla og slíkt færi alla
leið fyrir Hæstarétt. Ég myndi
ekki hafa áhyggjur nema að ég sæi
mál fara þá leið, því það má alls
ekld gerast að við gefum okkar
kerfi upp á bátinn,“ sagði Vífill.
Tæpast fordæmisgildi
Jón Steinar Gunnlaugsson hrl.
sagði í samtali við Morgunblaðið að
dómur Mannréttindadómstólsins
hefði ekki að sínum dómi fordæm-
isgildi hvað varðaði þann þátt sem
fjallaði inn skylduaðild að veiðifé-
lögum. Það sem hugsanlega gæti
verið skylt þessu í íslenskum rétti
séu ákvæði Iax- og silungsveiðilaga
um skylduaðild veiðiréttareigenda
að veiðifélögum.
„Það er hins vegar meira og
nauðsynlegra samhengi milli nýt-
ingar veiðinnar milli staða í ánni
en er á landi þar sem verið er að
veiða villt dýr. Fiskurinn gengur
upp ána sem getur legið um
margar jarðir. Aðstæðumar eru
að því leyti frábrugðnar. Mér
finnst dómurinn vera athyglis-
verður að því er snertir hugleið-
ingar um aðild að veiðifélögum
þótt mér sýnist hann áreiðanlega
ekki hafa beint fordæmisgildi fyr-
ir það. Með því er ég ekki að segja
að það fyrirkomulag standist. Mér
fínnst hins vegar munurinn sá að
líklegra sé að íslenska fyrirkomu-
lagið um veiðiár standist fremur
en frönsku lögin,“ segir Jón
Steinar.