Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ mót verður útkoman í besta falli af- stæð. Á Kóla-skaga fá hugtökin enn víðari merkingu. Uppsöfnun geisla- virks úrgangs og fullnýtts kjarn- orkueldsneytis af ýmsum toga er einn stærsti vandinn sem lýtur að rússneskum kjamorkubúskap. Þau geymslusvæði sem fyrir eru í land- inu hafa þegar verið nýtt til fulls og hafa Norðmenn talið að eitt mikil- vægasta verkefni komandi ára sé smíði öruggra geymslna fyrir geislavirkan úrgang, hvort sem hann er sprottinn af borgaralegri eða hemaðarlegri starfsemi. Slíkt uppbyggingarstarf er þó mjög kostnaðarsamt og tekur lang- an tíma að koma í framkvæmd. Á Kóla-skaga er fyrst og fremst horft til þriggja uppsprettna; Kolatom- kjamorkuversins, kjamorkuknú- inna kafbáta Norðurflotans og kjarnorkuísbrjóta Múrmansk- skipafélagsins. Erfitt er að gera upp á milli þessara þátta, á öllum vígstöðvum er vandinn afar knýj- andi. Ástandið er einna verst - meðal jafningja - í hinum fimm kafbáta- höfnum Norðurflotans á Kóla-skaga sem standa við: Zapadnaya Litsa, Vidyaevo, Gadzhievo, Severomorsk og Gremikha. Ástæðan er ekki ein- göngu gífurlegt magn af geislavirk- um úrgangi sem til fellur hvert ár og safnast upp, heldur hefur al- þjóðastofnunum, erlendum aðilum og jafnvel fulltrúum rússneska geislavamaráðsins Gosatomnadzor, oft reynst afar erfitt að fá aðgang að svæðunum svo gera mætti grein fyrir umfangi vandans. Samkvæmt upplýsingum Bellona-samtakanna nemur geislavirkur úrgangur sem geymdur er á athafnasvæði Norður- flotans um 15-16.000 rúmmetmm, helmingur í föstu formi og hinn helmingurinn fljótandi. Oftar en ekki úti undir bera lofti. Eru þessar tölur varlega áætlaðar. Þá er talið að alls falli til um 11.000 rúmmetrar af geislavirkum úrgangi í fljótandi formi og yfir 3.000 rúmmetrar í fóstu formi ár hvert, bæði vegna úr- eltra kafbáta, sem verið er að taka úr umferð og svo vegna endumýj- unar á kjarnorkueldsneyti þeirra kafbáta sem enn era í notkun. Líða þrjú til fimm ár milli þess sem elds- neyti kafbátanna er endumýjað. Talsvert magn af þeim úrgangi sem fyrir er í heimahöfnum Norðurflot- ans er tilkomið vegna viðgerða á kjamorkukafbátum sem hafa orðið fyrir óhöppum af ýmsum toga og er hættan af óhöppum einna mest er verið er að skipta um kjarnorku- eldsneyti. Hafa menn rekið sig á að eldsneytiseiningar hafa brotnað á meðan kjarnakljúfar era enn í fullri vinnslu. Af því leiðir að skipta verð- ur oftar um eldsneyti en ella, úr- gangur eykst og áhættan sömuleið- is. Ófyrirsjáanleg keðjuverkun og ógnvænlegar afleiðingar Samkvæmt Bellona-samtökunum er erfitt að henda reiður á því í hverju mesta ógnin liggur, ein- göngu ef tekið er mið af kjamorku- búskap Norðurflotans. Ef kort- leggja ætti áhættuþætti til fulls þyrftu fullkomnar upplýsingar að liggja fyrir. Ekki má gleyma að um hernaðarlega starfsemi er að ræða og gætir því vissrar tregðu innan rússneska hersins til að láta uppi um starfsaðferðir sínar. Alþjóðlegar stofnanir hafa skipt hugsanlegri ógn í tvo þætti. Annars vegar væri um að ræða keðjuverkun sem ófært yrði að stjórna. Er þar með vísað til kjamorkukafbáta sem eru í fullri notkun, kafbáta sem bíða þess að verða teknir úr umferð og hafa að geyma kjarnorkueldsneyti innan- borðs, ófullkominna geymslusvæða flotans hvort sem er á landi eða sjó auk gáma og járnbrautarvagna sem kunna að geyma geislavirkan úr- gang. Mesta ógnin stafar af óhappi í einhverjum þessara þátta og er fyr- irséð að slíkt óhapp gæti leyst úr læðingi gífurlegt magn geislavirkra efna í umhverfíð. Dæmi um hugsan- legt keðjuverkandi óhapp er ef elds- neytisklæðning kjarnakljúfs í kaf- báti myndi rofna sem myndi leiða til þess að kjarnaofninn ofhitnaði, brynni, og versta tilfelli, spryngi. Hins vegar er rætt um leka á geislavirkum úrgangi þar sem upp- tökin væra önnur en í kjölfar ófyrir- sjáanlegrar keðjuverkunar, t.a.m. lekar úr kjarnakljúfum kafbáta, geymslubyggingum og geymslu- skipum fyrir kjarnorkuúrgang og geymslusvæðum fyrir fullnýtt kjarnorkueldsneyti. Hugsanleg at- vik af þessum toga gætu verið ef kjamorkukafbátar myndu rekast saman eða ef úreltir kafbátar, sem haldið er á floti með sérstökum jafnvægisflothylkjum, sykkju í einni af heimahöfnum Norðurflotans. Þá era ótalin hugsanleg áhrif þess ef Lepse, geymsluskip Múrmansk- skipafélagsins, sykki þar sem það hefur legið við bryggju í höfninni í Múrmansk undanfarin tuttugu ár. Um borð eru hundrað mislaskaðra hylkja sem geyma úraníum-kjarn- orkueldsneyti úr Lenín, elsta kjarn- orkuísbrjót Rússa. Norsk stjórnvöld hafa miklar áhyggjur af ásigkomulagi þeirra geymslusvæða sem fyrir era á Kóla- skaga og þeirri staðreynd að geysi- legur skortur er á öruggum geymsl- um á svæðinu. Hafa Norðmenn leit- ast við að aðstoða Rússa við upp- byggingu á öllu innra skipulagi sem lýtur að geymslu kjarnakleyfra efna. Er þar með talin smíði og við- hald bygginga, gerð fullkominna lestarvagna sem flutt geta úrgang og aðstoð við að koma á skilvirku stjórn- og fjárhaldskerfi. Þar eð af nægum verkefnum er að taka hafa Norðmenn t.d. gripið til þess ráðs að einbeita sér að nokkr- um ákveðnum verkefnum t.d. Lepse- geymsluskipinu og úreltum kjam- orkukafbátum auk annars, í þeirri von að aðrir aðilar, ríkisstjómir eða alþjóðastofnanir sjái sér fært að leggja úrlausn mála lið. Þetta fram- kvæði kallar á mikið fjármagn, viða- mikið skipulag og tímafrekar grunn- rannsóknir. Er því fremur hugsað til varanlegra framtíðarlausna í stað þess að reyna að skjóta vandamálum á frest með skammtíma lausnum. Aðrir utanaðkomandi aðilar sem lagt hafa hönd á plóginn við að koma kjamorkumálum á Kóla-skaga í ör- uggari jarðveg era t.d. Finnland, Svíþjóð, Bandaríkin, Frakkland og Bretland auk alþjóðlegi-a stofnana á borð við Alþjóðakjamorkumála- stofnunina (IAEÁ) og undirstofnanir og framkvæmdastjóm Evrópusam- bandsins (ESB). Hugarfarsbreytingar þörf f Ijósi reynslunnar hafa menn séð að ekki er ráðlegt að einbeita sér að vandanum á Kóla-skaga án þess að líta á kjamorkuvandann í Rússlandi í heildrænu samhengi. Skórinn kreppir- víða í þessum málum um þetta víðfeðmasta ríki veraldar og fjarlægð jaðarsvæða frá Moskvu margfaldast við hið varanlega fjár- leysi sem í höfuðborginni er að finna. Almenningur er ekki ýkja áhyggjufullur yfir ástandi kjarn- orkubúskaparins - viðurværi stend- ur fólki nær. Samábyrgð og skuld- bindingar alþjóðasamfélagsins era því ekki aðeins knýjandi heldur nánast eina úrræðið í stöðunni. Það er bersýnilegt að erfitt er að leysa vandamál ef upplýsingar era af skornum skammti. Vandi Kóla- skaga í heild sinni er margbrotinn, óræður og virðist oft á tíðum óyfir- stíganlegur - ef til vill aðeins hinn sjáanlegi toppur á ísjakanum. Ekk- ert er sem það sýnist vera. Þetta á einnig við um upplýsingar. Þær geta verið misvísandi eða hlutdræg- ar og þar langt fram eftir götunum. Vandanum hefur best verið lýst á eftirfarandi hátt: Á blaðamanna- fundi í Kolatom-kjarnorkuverinu var yfirverkfræðingur verksmiðj- unnar spurður um það hve mikil ógnin væri sem umhverfinu stafaði af orkuframleiðslunni. „Hún er í núllstöðu," sagði fulltrúinn. „Hve mikil hætta er í núllstöðu," spyr blaðamaður. „Lítil,“ svarar yfir- verkfræðingurinn. Punktur. Túlkui' greindi síðar frá því að hugtakið lít- ið getur í hugum heimamanna spannað frá litlu, til nokkuð mikils. Hvort sem stolti, tortryggni eða menningarmun er um að kenna er ljóst að hugarfarsbreytingar er þörf. Sú breyting er nú að byrja að eiga sér stað fyrir tilstuðlan örlátra erlendra aðila sem hafa ríkra hags- muna að gæta. En árangri verður ekki náð án upplýsinga. Stríð verð- ur ekki unnið orðalaust. Jafnvel ekki þögult stríð. Söluleyfi 17. júní 1999 í Reykjavík Þeir sem óska eftir leyfi til sölu úr tjöldum á þjóðhátíðardaginn 17. júní 1999, vinsamlegast vitjið umsóknareyðublaða á skrifstofu ÍTR Fríkirkjuvegi 11, opið kl. 08:20 - 16:15. Umsóknum skal skilað í síðasta lagi miðvikudaginn 2.júní fyrir kl. 16:00. Úthlutun verður fimmtudaginn 3. júní kl.16:30 á Fríkirkjuvegi 11. Vakin er athygli á því, að öll lausasala frá tjöldum og á hátíðarsvæðinu er stranglega bönnuð. Gjald v/ söluleyfa er kr. 3.000.- L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.