Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Ríflega helmingur af okkar verkefnum síðustu misserin tengist kvikmynda- og auglýsingagerð. Það hefur orðið gríðarleg aukning á því sviði og það er nóg að gera. færi sem gefur víðsýni, hæð og hraða. Við landslagsmyndatökur, t.d. í kvikmynda- og auglýsinga- gerð, þá einfaldlega flýgurðu þyrl- unni á ákveðinn stað eða staði, tek- ur myndimar og ekki meira með það. A meðan menn notuðu fiugvél- ar þurfti e.t.v. að fara margar ferð- ir. í stuttu máli þá næst ný vídd á skemmri tíma við vissar aðstæður. Þetta kunna menn að meta, nýtt sjónarhom.“ Er ekki erfítt að stjórna slíku tæki? „Það lærist eins og annað, en það er ljóst að það er gerólíkt því að stjóma flugvél. Þyrla getur verið kyrr í loftinu og farið í allar áttir úr kyrrstöðunni. Þetta er svona jafn- vægisdæmi fyrir flugmanninn sem verður að hafa stjórn á fínum hreyf- ingum. En eins og ég gat um áðan þá er þetta ekki meira hættuspil heldur en að fljúga flugvél og sumir kalla þyrlurnar ömggustu eins hreyfíls vélamar." Hvað með vöxt og viðgang? „Það era í sjálfu sér ekki sérlega margir viðskiptavinir þótt þeim hafí fjölgað, en verkefnin era iðulega tímafrek. Við höfum t.d. til skoðun- ar framtíðarverkefni sem fæli í sér að stærri þyrlan væri úti á landi hjá viðskiptavininum allt sumarið." Kaliar það ekki á að þið bætið við fíotann ykkar? „Við gætum þurft að skoða þann möguleika. Og við höfum velt því fyrir okkur. Það verður þó tæplega gert á þessu ári, en við þurfum að skoða það mál, sérstaklega með til- liti til framtíðarverkefna. Það er nefnilega þannig, að viðskiptavin- imir sjá þyrluna sem tæki til að lengja vinnutíma, sérstaklega til fjalla þar sem aurbleyta og frost í jörðu kemur í veg fyrir að menn geti notað bifreiðar. Tíu ára þekk- ing og reynsla með þyrlur á íslandi hafa vísað mönnum inn á þá braut. En það liggur einig á borðinu að það er svolítið annað að kaupa þyrlu en flugvél. Ef þú ert með sambæri- lega þyrlu og flugvél, þ.e.a.s. báðar taka jafn marga auk flugmanns, þá er þyrlan tíu sinnum dýrari í inn- kaupum en flugvélin. Minni þyrlan okkar, kennsluvélin, kostaði notuð 10 milljónir. Stærri þyrlan 35 millj- ónir.“ Hvers vegna er þetta svo? „Þyrlan er einfaldlega flóknari smíð. Hún getur stoppað í loftinu. í þyrlu era fleiri hlutir tímasettir fyr- irfram. Fleiri hluti þarf að skipta um og það era fleiri hlutir sem snú- ast. Fyrir vikið þarf hún meira eft- irlit.“ Breytt umhverfi Halldór talar um breytt starfs- umhverfi og aukin verkefni fyrir kvikmyndatökur, en ríflega helm- ingur verkefna Þyrluþjónustunnar snýst nú í kring um þess háttar starfsemi. Osnortin náttúran hafí þegar laðað að erlenda aðila, m.a. erlenda bílaframleiðendur. Þetta þekki hérlendir sjónvarpsáhorfend- ur sem hafí margséð land sitt í þessu samhengi hin síðari misseri. Hefur bragðið íyrir Jökulsárlóni, Skógafossi, Kleifarvatni o.m.fl. Það læðist að manni að þrátt fyrir aukið verkefnaframboð þá sé þyrlu- þjónusta mjög árstíðabundin? „Það er alveg rétt, verkefnin eru meira og minna í gangi frá vori fram á haust. Á veturna er lítið við að vera nema kennslan og í hana er gengið alltaf þegar veður leyfir. Ekki að við gætum ekki oft verið á ferli á vetram. Það er mesta furða hvaða veður þyrlumar ráða við. Það sem við reynum ævinlega að kom- ast hjá er mikið hvassviðri í fjall- lendi, en góðar þyrlur ráða við furðu margt." eftir Guðmund Guðjónsson Halldór er fæddur í Kópa- vogi á nýársdag 1956. Skólaganga hans var nokkuð hefðbundin og lauk í Oklahoma í Bandaríkjunum með flugvirkjagráðu árið 1980. Hann starfaði síðan sem flugvirki til ársins 1988, að hann hélt til Kanada til að nema þyrluflug. Vor- ið 1989 kom hann heim aftur með fiugprófíð í vasanum og fljótlega hafði hann stofnað Þyrluþjónust- una. Jón Kjartan Björnsson hefur verið yfírflugstjóri frá upphafi og síðar bættist í hópinn Walter Er- hrat yfirflugkennari. Fyrsta þyrla Þyrluþjónustunar var bandarísk, Bell Long Ranger, sem tekur sex farþega auk flug- manns. Halldór hitti umboðsmann hér á landi sem seldi honum vélina sem var notuð og hafði verið í notk- un í Frakklandi. „Þetta var gullfalleg og lítið flog- in þyrla. Passaði alveg til að byrja með. Eg gekk með það í maganum að stofnsetja svona þjónustu þegar ég fór út í flugnámið og taldi mig vera í góðum málum að halda utan um slíkt með flugvirkjanámið einnig í bakhöndinni." Árið 1991 leigði Halldór þyrluna til Grænlands og fékk nýja í rekst- urinn hér á landi, minni vél að nafni Bell Jet Ranger, sem tekur fjóra í sæti auk flugmanns. Fyrsta vélin var síðan ýmist á Grænlandi eða heima uns hún kom alkomin heim eftir að minni þyrlan fórst á Austfjörðum árið 1997. Ný vél bættist síðan í flotann, Hughes 300, þriggja manna þyrla með flug- manni. Sú er einkum notuð við kennslu. Halldór segir þessar þyrlur vera „öraggar“ og til marks um það séu Bell-þyrlurnar nánast óbreyttar í dag frá frumútgáfunni árið 1964. eins hreyfíls vélar sem fáanlegar eru,“ segir Halldór. Breyttist fljótt Halldór segir að til hafi staðið í byrjun að stunda útsýnisflug og ým- is mælingarverkefni fyrir stofnanir á borð við Landsvirkjun og Orku- stofnun. „Mælingarverkefnin voru og era enn til staðar og þau hafa aukist fremur en hitt. Utsýnisflugið var hins vegar minna hægt að byggja á, enda byggist það á góðu veðri og þá vilja allir fara af stað. Hins vegar kemur fyrir að við getum ekki ann- að en svarað kalli, t.d. þegar eldgos- ið varð í Vatnajökli, það fyrra, þá voram við dögum saman með báðar þyrlurnar í Freysnesi. Þetta eru þó undantekningar, en segja má að enn meiri fjölbreytileiki verkefna hafi vegið það algerlega upp og vel það.“ Hver er þessi aukni fjölbreyti- leiki? „Ríflega helmingur af okkar verkefnum síðustu misserin tengist kvikmynda- og auglýsingagerð. Það hefur orðið gríðarleg aukning á því sviði og það er nóg að gera. Annað sem hefur aukist er alls konar híf- ingarvinna, t.d. fyrir Símann, þá er- um við að fljúga með senditæki hingað og þangað. Þá eru alls konar smærri verkefni, eins og t.d. að fljúga með timbur, rotþrær og fleira vegna sumarbústaðagerðar þar sem erfítt er að koma bílum við, t.d. vegna skóglendis." Er það einhver tíska að nota þyrl- ur í kvikmynda- og auglýsingagerð? „Ekki veit ég hvort rétt sé að kalla það tísku, en það er ljóst að menn hafa verið að átta sig á því í ríkari mæli í seinni tíð hverju hægt er að ná út úr þyrlunotkun. Þyrlan er ekkert annað en verkfæri. Verk- VIÐSKIPTIAIVINNULÍ F ÁSUNNUDEGI ►Þyrluþjónustan á Reykjavíkurflugvelli hefur nú starfað í áratug og forstjórinn, Halldór Hreinsson, marga fjöruna sopið í rekstrinum á þeim tíma. Miklar breytingar hafa orðið á starfsumhverfinu og verkefnum hefur mjög fjölgað með því að nýjar starfsgreinar nýta sér þyrluna sem verkfæri. Morgun- blaðið hitti Halldór í vikunni til að ræða um Þyrluþjónustuna á fyrrnefndum tímamótum. Morgunblaðið/Árni Sæberg F.V. Halldór, Jón Kjartan Björnsson og Walter Erhrat, þyrlukennari. Þar hafl menn greinilega ratað á klassíska útfærslu strax í byrjun og gert svo vel að varla sé hægt að gera betur. „Þetta eru í aðalatriðum sömu vélarnar og notaðar voru í Ví- etnam-stríðinu. Bara minni,“ segir Halldór og getur þess að andstætt trú margra séu þyrlur engan veg- inn hættumeiri farartæki heldur en flugvélar. „Þvert á móti er oft talað um þessar vélar sem öruggustu w// //// ÞYRLUR ERU EKKERT ANNAÐ EN VERKFÆRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.