Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1999 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTÍU ÁRA STRÍÐ UM SKRIÐUKLAU STUR GUNNARSHÚS á Skriðuklaustri. KLAUSTURHÁTÍÐ, sem haldin var 20. ágúst 1989. ALLT FRÁ því er Franzisca og Gunnar skáld Gunnarsson gáfu ís- lenska ríkinu hið fomfræga höfuð- ból, Skriðuklaustur í Fljótsdal, haustið 1948, hefur staðið styrr um afnot hennar og umráðarétt. Þetta fáránlega stríð hefur nú staðið í hálfa öld. Það hefur aðallega verið háð milli tveggja ráðuneyta suður í Reykjavík, en Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Safnastofnun Austurlands hafa blandast inn í það, svo og einstakar persónur. Samþykkt ríkisstjórnar 1949 Eysteinn Jónsson, þáverandi ráðherra menntamála, veitti gjöf- inni viðtöku, og 28. apríl 1949 ritar hann starfsbróður sínum í land- búnaðarráðuneyti eftirfarandi bréf: „Ríkisstjómin hefnr ákveðið, að Skriðuklaustur í Fljótsdal, sem Gunnar Gunnarsson rithöfundur ogfrú Franzisca kona hans gáfu ís- lenska ríkinu til ævar- andi eignar, með bréfi dagsettu 11. des. 1948, skuli hagnýtt fyrir til- raunastarfsemi í þágu landbúnaðarins, þ.e. að tilraunabúið, sem nú er rekið á Hafursá í Vallahreppi, Suður- Múlasýslu, skuli flutt að Skriðuklaustri. Jafnframt ákvað ríkis- stjórnin, að hluti af íbúðarhúsinu skuli vera til afnota fyrir byggðasafn Austur- lands, og einnig að is- lenzku eða erlendu skáldi, rithöfundi eða listamanni skuli ætluð vistarvera í húsinu. Byggðasafnið hefur tii umráða fimm herbergi á aðalhæð hússins (nánar markað á teikningu, sem geymd er hér) og einnig rishæðina. Síðar verður ákveðið af þessu ráðuneyti, hvar í húsinu listamanni verður búið að- setur. Þetta ráðuneyti hefur yfir- umsjá byggðasafnsins og húsnæðis iistamannsins, en að öðru leyti af- hendist Skriðukiaustur landbúnað- arráðherra hér með, til umráða og hagnýtingar, í samræmi við fram- angreinda ákvörðun og ákvæði gjafabréfsins fyrir jörðinni, er fylg- ir bréfi þessu í afriti. Þetta ráðu- neyti mun annast viðhald innan stokks á þeim hluta hússins, sem það hefur til umráða, en ekki við- hald eða endurbætur að öðru leyti. Vekur ráðuneytið athygli á leið- beiningum þeim, er felast í bréfí Gunnars Gunnarssonar hingað, dags. 7. des. s.l., varðandi viðhald hússins o.l1“ Bitbein ráðuneyta Bæði „byggðasafn" og „tilrauna- starfsemi í landbúnaði“ voru til- nefnd sem mögulegir notendur jarðarinnar í gjafabréfi Gunnars og Franziscu, enda hvort tveggja óskaböm Gunnars. Því var ekkert við þessa ákvörðun ríkisstjómar að athuga. Minjasafnið var fyrir í hús- inu, og tilraunastöðin á Hafursá var flutt í Klaustur þetta vor. Auk þess var bamaskóli Fljótsdæla á Klaustri á sjöunda og áttunda ára- tugnum. Varla hefur þá nokkum gmnað, að þessi stjómargerð frá 1949 yrði upphaf að eilífðarstríði milli þeirra tveggja ráðuneyta, sem hér um ræðir. Árið 1972 var Safnastofnun Aust- urlands sett á fót, og hóf hún samn- ingaumleitanir við ráðuneytin tvö. Þann 6. des. sama ár samþykktu all- ir viðkomandi aðilar, að byggt Saga Skriðuklausturs þá hálfu öld, sem liðin er frá því að Gunnar og Franzisca gáfu þjóðinni jörðina, segir Helgi Hallgrímsson, til „menningarauka“ hefur verið með ólíkindum. skyldi annað hús fyrir tilraunastöð- ina, og Gunnarshús yrði afhent Saftiastofnun „til umsjár og afnota fyrir Minjasafn Austurlands, bún- aðarsögusafti og fleira“. Nokkur upphæð var veitt á fjárlögum næstu ár til nýbyggingar á Klaustri, en RALA fékk óáreitt að ráðstafa þeim í fjósbyggingu á Möðruvöllum í Hörgárdal. Matthías Eggertsson tilraunastjóri byggði hins vegar annað íbúð- arhús á Klaustri 1967, sem kallað er „Skriða“. Minjasafninu úthýst Niðurstaðan varð sú að stjóm Safnastofn- unar ákvað að falla frá öllu tilkalli um hús- næði fyrir safnið á Klaustri, gegn því að ríkið legði fram fé til byggingar safnahúss á Egilsstöðum, enda hafði safninu verið lok- að 1966 og síðan að mestu verið flutt burtu frá Klaustri. í sam- komulagi sem undirrit- að var af ráðhermm menntamála, landbúnaðar og fjármála, 12. okt. 1979 var þessi niðurstaða staðfest. RALA var falin umsjá húsa og jarðar, í umboði landbúnaðarráðu- neytis, sem gert er að ljúka við byggingu Gunnarshúss, með bygg- ingu svala o.fl. Einnig em ákvæði um minningastofu um Gunnar og Franziscu. I 6. grein segir: „Fari svo að landbúnaðarráðu- neytið hætti tilraunastarfsemi á Skriðulaustri, og þar með nýtingu jarðar og mannvirkja í samræmi við samkomuiag þetta, skal landbúnað- arráðuneytið afhenda menntamála- ráðuneytinu til ráðstöfunar þær eignirsem gjafabréfíð tekur til.“ Umræddar svalir vom svo byggðar við húsið á ámnum 1975- 1982. Endurreisn hafin Árið 1985 markar þáttaskil í starfseminni á Skriðuklaustri, en þá tók Þórarinn Lárusson við starfi tilraunastjóra, og flutti þangað, ásamt konu sinni Guðborgu Jóns- dóttur og bömum þeirra. Þau hjón settu sér í upphafi það markmið að hefja staðinn aftur tii vegs og virð- ingar og gera hann að því menn- ingarsetri, sem gefendur höfðu í huga. Sama ár settum við Þórarinn fram „Tillögur um stofnun fræða- seturs á Skriðuklaustri". Tveir þingmenn Austfirðinga (Helgi Selj- an og Jón Kristjánsson) bám í árs- lok fram tillögu til þingsályktunar „Um menningar- og fræðasetur á Skriðukiaustri“, og fylgdu tillögur okkar Þórarins sem greinargerð. Tillagan var svo hljóðandi: Iþingi ályktar að fela ríkis- stjóminni að minnast þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu Gunnars Gunnarssonar skálds 1989, með því að gera Skriðuklaustur, gjöfskálds- ins til íslenska ríkisins, að menning- ar- og fræðasetri, griða- og vinnu- stað hstamanna og vísindamanna. Samstarf verði haft við heimaaðila, félagasamtök lista- og vísinda- manna og afkomendur skáldsins um framkvæmd þessa, svo og að tryggt verði, að aldarafmælis skáldsins verði minnst á veglegan hátt.“ Árið eftir birtist í helstu dag- blöðum landsmanna og vikublöðum Austurlands „Ávarp til Austfirð- inga um eflingu fræðaseturs á Skriðuklaustri í Fljótsdal“, undir- ritað af nokkmm valinkunnum mönnum, þar á meðal þingmönnum Austurlands og birtist það í Morg- unblaðinu á afmælisdegi Gunnars, 18. maí 1986. Aldarafmæli Gunnars Aldarafmælis Gunnars var minnst með viðeigandi hætti á Skriðuklaustri 20. ágúst 1989, og kom Svavar Gestsson þáverandi menntamálaráðherra fram fyrir ríkisins hönd. Þá var loksins hrint í framkvæmd ákvæði ráðherrabréfs- ins frá 1949, um „vistarvem" skálda og listamanna, og sérstök gestaíbúð standsett í húsinu, sem hefur verið rekin þar síðan. Fyrir þessa afmælishátíð höfðu ýmsar framkvæmdir átt sér stað á Klaustri, bæði innan og utan húss. Gunnarshús var nú fært í upphaf- legt horf, með því að aftur var sett á það torfþak, með vökvakerfi, og veggir vom málaðir á milli steina. Einnig var nú í fyrsta skipti gengið frá lóðinni kringum húsið, hellulagt og plantað mnnum og trjám. Þau Guðborg og Þórarinn stóðu fyrir þessum verkum af áhuga, myndar- skap og óþreytandi elju, sem seint verður fullþakkað. Millibilsástand í árslok 1990 ákvað Rannsókna- stofnun landbúnaðarins að leggja tilraunastöðina á Skriðuklaustri niður. I framhaldi af því var sauð- fjárkvótinn tekinn af jörðinni, svo hún varð óhæf til hefðbundis bú- skapar. Gunnarshús með ótiltek- inni lóð var afhent menntamála- ráðuneyti árið 1992, en þrátt fyrir samþykktina frá 1979, vom jörðin og húsið Skriða eftir sem áður í umsjá landbúnaðarráðherra. Þórarinn gerðist ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Austurlands, en bjó áfram í Gunnarshúsi. Jón Bjömsson, er verið hafði bústjóri frá 1985, bjó í húsinu Skriðu, og rak nú búskap á jörðinni með eigin kvóta. Síðan hafa þau Guðborg og Þór- arinn séð um allan rekstur og við- hald á Gunnarshúsi, fyrst með leyfi landbúnaðarráðuneytis (1991), en frá 1996 skv. sérstökum samningi við menntamálaráðuneytið. Jafn- framt hafa þau staðið fyrir marg- háttaðri menningarstarfsemi, svo sem námskeiðum í samvinnu við búnaðarskólana og fleiri aðila. Tvær minjasýningar hafa verið settar upp í húsinu, önnur 1993 í samvinnu við Safnastofnun (Minja- safn), hin 1998, og hafa þær staðið sumarlangt. Húsið hefur að jafnaði verið opið almenningi til skoðunar, og síðustu sumur hefur Guðborg haft þar veitingar á boðstólum, og gistingu fyrir hestaferðahópa. Þá hafa nokkrir dvalargestir haft eig- in listsýningar eða fyrirlestra. Gunnarsstofnun Stofnun Gunnars Gunnarssonar á Skriðuklaustri var komið á fót 9. des. 1997, með því að Bjöm Bjamason menntamálaráðherra undirritaði reglur um stofnunina, en hann hefur frá upphafi ráð- herrastöðu sinnar látið sér annt um málefni Skriðuklausturs. Þar með voru að nokkru staðfestar þær tillögur sem við Þórarinn lögðum fram 1985, um „fræðasetur á Skriðuklaustri". Stofnunin hefur staðið fyrir nokkmm fyrirlestrum Hallgrfmsson á Klaustri, sem hafa verið vel sótt- ir. Undirbúningsnefnd undir for- stöðu Helga Gíslasonar hefur farið með stjóm hennar. (Skv. nýjustu fregnum er búið að endurskipa stjómina, og auglýsa starf for- stöðumanns.) Sýnt er að landbúnaðarráðu- neytið vill ekki sleppa tangarhaldi sínu á jörðinni Skriðuklaustri, eins og eðlilegt hefði verið og því bar skylda til. Nýlega hefur Guðmund- ur Bjamason ráðherra landbúnað- armála ráðstafað henni til hjóna, sem hafa ábúð og búsetu á annarri jörð í sveitinni, og telur sig vera að efna þar gamalt loforð (sbr. Mbl. 17.4.). Þetta var gert án samráðs við heimamenn og hreppsnefnd Fljótsdalshrepps, sem er þessu mjög andsnúin, og hefur ráðið sér lögfræðing til að hnekkja því. Ómaklegar aðdróttanir Síðustu fregnir af málefnum Skriðuklausturs hafa vakið mikla athygli, en þær er að finna í Morg- unblaðinu 24. apríl, þar sem Pétur Gunnarsson blaðamaður ræðst með ósmekklegu orðbragði að nú- verandi ábúendum, Þórarni og Guðborgu. Hann hefur það eftir ónafngreindum „heimildarmanni í stjórnkerfinu" að þau séu „hús- tökufólk", er búi í „algjöru heimild- arleysi“ í Gunnarshúsi. Þessi grein blaðamannsins er öll með ólíkind- um, og hann virðist ekki hafa haft fyrir því að afla sér heimilda frá öðrum en óvildarmönnum þeirra hjóna. Slík skrif eru sem betur fer fágæt í nútíma blaðamennsku, og fáséð að slíkar greinar birtist í Morgunblaðinu, sem er þekkt fyrir vandaðan málflutning. Þó tekur steininn úr í ritstjórn- argrein sama blaðs 27. apríl sl., en þar stendur orðrétt: „Lengi vel rak ríkið reyndar til- raunabú í sauðfjárrækt og jarð- rækt á jörðinni, en sá rekstur logn- aðist út af fyrir röskum áratug. Síðan það gerðist hefur fátt verið til menningarauka ájörðinni. Fyrr- verandi starfsmaður tilraunabúsins og fjölskylda hans, eru hins vegar enn búsett í húsinu í algjöru heim- ildarleysi." Þórarinn svaraði þessum að- dróttunum í Mbl. 1. maí sl., og er litlu við það að bæta. Eins og hér hefur verið rakið, eru þetta hin mestu öfugmæli, sem vissulega eru ekki sæmandi ritstjóra stærsta dagblaðs Islendinga. Verður að ætlast til að hann taki orð sín aftur og biðjist afsökunar á þeim. Þau Guðborg og Þórarinn eiga vissu- lega betra skilið en að vera borin slíkum rógi, eftir allt sem þau hafa gert fyrir endurreisn Skriðuklaust- urs undanfarin 15 ár. Dæmalaus saga Saga Skriðuklausturs þá hálfu öld sem liðin er frá því að Gunnar og Franzisca gáfu þjóðinni jörðina til „menningarauka“ hefur verið með ólíkindum. Þar hefur mestu valdið hið furðulega valdatafl og metingur milli ráðuneyta í Reykja- vík, sem ekki er á færi meðal- manns að skilja. Helst er hægt að líkja því við samskipti óvinveittra þjóða eða ríkja. Því miður eru litlar horfur á að þessi furðulega tog- streita verði látin niður falla á næstunni. Skipting jarðarinnar milli Gunn- arsstofnunar í umsjá menntamála- ráðuneytis og bújarðar í umsjá landbúnaðarráðherra gefa tilefni til áframhaldandi deilna, sem verða dragbítur á alla starfsemi á þess- um fomfræga stað. Engin lausn er sýnileg í því máli nema að mennta- málaráðuneyti fái full og óskoruð umráð húsa og jarðar, eins og sam- þykkt var af þremur ráðherrum 12. okt. 1979. Eðlilegt væri í framhaldi af því, að umrætt ráðuneyti fæli Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri umráð og umsjá húsa og jarðar og að Gunnarsstofnun verði gerð að sjálfseignarstofnun. Höfundur er Hffrœdingur og býr á Egilsstöðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.