Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR llla farið með Halldór STGtfUSlD' VERTU ekkert að taka þetta blaður nærrí þér, Dóri minn. Dressið fer þér ljómandi vel. Rýmum fyrir nýjum vörum -allt að 9 NINTENDO.64 LOEWE. BOSCH iþíndesíh Ö Husqvarna FINLUX AEG i- SANGEAN YAMflHA A þriðju hæð í verslun okkar að Lágmúla 8 B R Æ Ð U R N I R Lógmúla 8 • Sími 533 2800 NOKIA jamo; Nikon ORION ÆlasCoptx) Fjölskyldu og húsdýragarðurinn Þú átt þér vin í Laugardal Fjðlskyldu- og hús- dýragarðurinn er að hefja sumar- starfsemi um þessar mundir. Fjölskyldugarð- urinn er opinn á sumrin en Húsdýragarðurinn er opinn allt árið. Tómas Oskar Guðjónsson er for- stöðumaður garðanna, hann var spurður hvernig starfið yrði í sumar. „Það verður með líku sniði og undanfarin ár. Fjölskyldugarðurinn opn- ar 15. maí ár hvert og byggist sú tímasetning bæði á veðri og eins hvenær hægt er að fá sumarfólk til starfa. Það er mannfrekt að reka Fjölskyldugarðinn. Hús- dýragarðurinn er rekinn á sama hátt allt árið.“ - Eru einhverjar nýjung- ar í starfínu eigi að síður? „Við erum að taka í notkun nýja torfærubíla og nýja torfæru- braut sem virðist ætla að slá í gegn hjá krökkunum. A sama tíma erum við búnir að breyta gömlu torfærubrautinni, við er- um með því að sinna yngri börn- um betur, brautin sú er ekki lengur fyrir torfæruakstur held- ur komast börn fimm ára og yngri þar í rafmagnsbfla. For- eldrarnir geta fylgt þeim inn á brautina og aðstoðað þau. Helsta gagnrýnin sem við höfum fengið er að við mættum sinna yngstu bömunum betur, við erum með þessu að koma til móts við þær óskir.“ - Eru einhverjar nýj- ar dýrategundir til sýnis í Hús- dýragarðinum núna? „Við tókum þá afstöðu þegar við opnuðum 1990 að sinna ein- göngu íslensku dýrunum, með sérstakri áherslu á húsdýrin. Við leitumst við að sýna bæði kyn hverrar tegundar, afkvæmi og nokkur afbrigði og litbrigði. A þessum árstíma er ungviði hjá flestum dýrategundum þannig að garðurinn er einstaklega líflegur að heimsækja á þessum árstíma." - Hvemig veljið þið ný tæki í garðana? „Við notum ákveðin hugtök sem við vinnum eftir - að sjá, læra, vera og gera. Tómstunda- tilboðum er samkvæmt þessari hugmyndafræði raðað í ellefu flokka og við notum þetta sem hjálpartæki til að ná settum markmiðum, til þess að minnka líkur á vanrækslu eða ofurá- herslu á einhvern ákveðinn flokk tómstunda. Við tökum þannig til- lit til margra hluta, t.d. aldurs- skiptingar. Við notum líka ákveð- in lykilorð til að vinna eftir, svo sem fjölskyldan, ævintýri og sög- ur, leikir, umhverfísvænar fram- farir og fleira." - Hvað hefur verið vinsæl- ast hjá ykkur? „Fólk byrjar yfirleitt á að koma inn í miðasölu Húsdýra- garðsins, það heldur þaðan út í Fjölskyldu- garð. Markhópur okk- ar er fjölskyldan, segja má að fólk komi hingað þrisvar á æv- inni, þegar það er á barnsaldri, sem foreldrar og svo þegar það er afar eða ömmur. Af þessu leiðir að helmingur af okk- ar gestum er fullorðið fólk og því þarf að sinna ekki síður en böm- unum. Það þarf að skapa aðstöðu til að sinna börnunum, veitinga- aðstöðu, þannig að þetta á að vera góður staður fyrir fjölskyld- Tómas Óskar Guðjónson ► Tómas Óskar Guðjónsson er fæddur 19. ágúst 1959. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum f Reykjavík 1980 og BS-prófi í líffræði frá Háskóla ís- Iands 1985. Einnig lauk hann hálfu mastersnámi í University of Maryland í tómstundafræðum 1989. Hann starfaði sem for- stöðumaður í félagsmiðstöðinni Frostaskjóli 1985 til 1989 en varð forstöðumaður Húsdýra- garðsins 1990 til 1993 og hefúr verið forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins frá 1994 til dagsins í dag. Tómas er kvæntur Astu Meiittu Urbancic, deildar- stjóra á Hagstofu íslands, þau eiga þtjú börn. una til að sækja í tómstundum." - Hvað með framtíðaráætl- anir? „Stefnt er að því að gera rekst- urinn sjálfstæðari en nú er. Við er- um að vonast eftir að fá byggt fræðsluhús. Meginröksemdin fyrir starfsemi dýragarðs er fræðsla og við vonumst til að geta sinnt þeim þætti betur, einkum á vetuma, með því að fá fræðsluhús. Síðan er óbyggt stórt hús sem heita á Mímisbrunnur. Starfsemi í því húsi er nýjung á íslandi og ætti að geta orðið mjög vinsæl. Þetta er einskonar raunvísindasafn þar sem er eiginlega „leikur að læra“. Þar verða allskonar raunvísinda- greinar útfærðar í leiki og gerðar skiljanlegar fyrir böm og full- orðna. Eg hef sjálfur farið í svona vísindasafn og það er eitt það skemmtilegasta sem hægt er að taka sér fyrir hendur. Þama eru gerð skil eðlisfræði, efnafræði, líf- fræði, læknisfræði, stjömufræði og fleira. Ég man t.d. eftir einu tæki sem mælir hjartslátt, fingri var stungið í púlsmæh, í hvert skipti sem hjartað sló gat maður séð það með því að horfa á hátal- ara þeyta upp hveiti.“ - Hafa garðarnir meira um- fang en starfsemi sína í Laugar- dal? „Já, í starfsemi Húsdýragarðs- ins er reynt að vera til fyrirmynd- ar og í vaxtarbroddi í dýravemd, garðurinn hefur um- sjón með Þemey í Kollafirði og er eyjan nýtt sem orlofsstaður fyrir dýr garðsins. Stefnt er að því að þau dýr sem á annað borð eiga heimangengt fái að minnsta kosti jafnlangt sumar- leyfi og starfsmenn. Þess má geta að gestafjöldi hefur verið nokkuð stöðugur gegnum árin og ræðst einkum af veðri og áhugaverðum viðburðum í dagskrá. Um 200 þúsund manns sækja garðana ár- lega.“ Um 200 þús- und manns koma árlega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.