Morgunblaðið - 23.05.1999, Page 50

Morgunblaðið - 23.05.1999, Page 50
50 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA í DAG Talað tungum Vorið er að leysa gróðurríkið úr klakaböndum. Stefán Friðbjarnarson segir vorið tala til okkar um sigur lífs og ljóss yfir dauða og myrkri. HVITASUNNAN er haldin til minningar um þann atburð, er heilagur andi kom yfir post- ula Krists og þeir „tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla.“ Postulasag- an segir að á þessum tíma hafi verið fjölmenni í Jerúsalem, víðsvegar að úr heiminum, og að langt að- komnum mönnum hafi brugðið, „því hver og einn heyrði þá mæla á eigin tungu.“ Orð- rétt segir í postulasög- unni: „Vér erum Partar, Medar og Elamítar, vér erum frá Mesópótamíu, Júdeu, Kappa- dókíu, Pontuns og Asíu, frá Frýgíu og Pamfýlíu, Egyftalandi og Lýbíubyggð- um við Kýrene, og vér sem hingað er- um fluttir frá Róm. Hér eru bæði Gyðingar og þeir sem tek- ið hafa trú Gyðinga, Kríteying- ar og Arabar. Vér heyrðum þá tala vorum tungum um stór- merki Guðs.“ Allar kirkjuhátíðir tala til okkar, ef við leggjum við eyru, og flytja okkur boðskap, sem hægt er að draga af dýrmæta lærdóma. Hvítasunnuboðskap- inn má efalítið leggja út með ýmsum hætti. Það er þó einkum þrennt, sem í þessum pistli verður lesið út úr frásögn Post- ulasögunnar. í fyrsta lagi að kristinn boð- skapur á erindi við alla kyn- þætti, allar þjóðir, alla menn, hvaða tungu sem þeir tala. í annan stað að allar þjóðir og allir menn eru jafnir frammi fyrir skapara sínum, geta heyrt og skilið boðskap hans, ef vilji stendur til þess. Sérhver ein- staklingur getur gengið inn um þær eilífðardyr sem Kristur er, þangað sem kærleikurinn ríkir einn. Síðast en ekki sízt minnir hvítasunnan okkur á að heilagur andi Guðs á erindi við hvert og eitt okkar. Eða eins og Sigur- björn biskup Einarsson segir í erindi um hvítasunnuna (Helgar og hátíðir, 1976): „Hann (Krist- ur) vill fá að fæðast hið innra með mér og þér. Hann vill sigra dauðann í mér og þér - Hann vill gera oss að nýjum mönnum. - Þetta er hvítasunnan." Flest hefur breytzt í mann- heimi á þeim tvö þúsund árum sem liðin eru síðan postulamir töluðu tungum í Jerúsalem. Fjarskipta- og samgöngutæknin hefur þurrkað út fjarlægðir og fært þjóðir heims í nábýli, í tún- fót hver annarrar. Drjúgur hluti mannkyns skilur og talar tvær eða fleiri þjóðtungur, er tví-, ÚR Matthíasarkirlq'u á Akureyri þrí- eða jafnvel margtyngdur. Menn tala gjaman um heims- byggðina sem „alheimsþorp" - þorpið jörð. Þrátt fyrir gjörbreytta heimsbyggð er breyskleiki mannanna samur sem fyrr, hef- ur staðið af sér allar breytingar og allar fram- farir. Það sýna m.a. styrjaldir og hermdarverk í lok 20.aldar, hatur þjóða og manna í milli, ofstæki og öfgar, hleypi- dómar og hindurvitni. Náungakær- leikurinn ræð- ur of sjaldan ríkjum. Þessvegna á hvítasunnu- boðskapurinn um jafnstöðu þjóða og manna og kærleika milli þjóða og manna jafn- ríkulegt erindi við okkm- í dag eins og fyrir tvö þúsund ámm, jafnvel enn brýnna erindi. Þessi boð- skapar þarf að hljóma á öllum heimstungum, eins og hjá postulunum forðum, og hann þarf að verða vegvísir að friði og velvilja manna og þjóða á milli - í hugum og hjörtum okkar. Það er og talað til okkar í sköpunarverkinu sjálfu - í nán- asta umhverfi okkar. Það er tal- að til okkar í vorkomunni. Vorið er þessa dagana að leysa gróð- urríkið í umhverfi okkar úr klakaböndum, vekur það til nýs lífs, fegurðar, lita og anganar. Það flytur okkur í raun og sann- leika gleðiboðskapinn, páska- boðskapinn, um sigur lífsins yfir dauðanum. Það gildir sama máli um tjáningu vorsins, eins og hljómlistina, hún nær til allra, tengir alla, skils't af öllum. Og hljómkviða vorsins er sömu teg- undar og boðskapur postulanna á hvítasunnunni í Jerúsalem, talar til okkar um fegurð sköp- unarverksins og lífríkisins, þeg- ar réttum lögmálum er fylgt. Það er engin furða að skáld kynslóðanna lofsyngja vorið og kærleikann. Og „fegursta vísan um vorið er vísan um fræið í moldinni“, segir Davíð skáld Stefánsson. Það er við hæfi að enda þenn- an pistil um hvítasunnuna og vorið á eftirfarandi ljóðlínum Guðmundar Guðmundssonar: Hve lifnar hugur og léttist brá og lífið verður allt fegra, er geislamir hefja hjartans þrá til hásala guðdómlegra. Pá gleymist bágindi, basl og þröng í birtunni vonarskærri,- ég fagna árijóma og fuglasöng, nú finn ég að Guð er nærri! Höfundur er fyrrverandi blaða- maður við Morgunblaðið. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Hver kannast við konurnar? Ef einhver kannast við konurnar á þessum myndum er hann vinsamlega beðinn að hafa samband við Jónfnu Guðmundsdóttur í síma 431 4131. Leit að loforði í GÆR, 17. maí, var sagt frá því í fréttum í Ríkis- sjónvarpinu að Birgir Is- leifur Gunnarsson, seðla- bankastjóri, væri með að- vörun til þjóðarinnar vegna vaxandi verðbólgu. Hann taldi að verðbólgan mundi fara upp í rúmlega 6% á þessu ári. Minn ótti er að ef til vill gæti hún orðið mun meiri. Mér brá ónotalega þegar fréttist að kjararáð hafði dæmt þingheimi og vellaunuðu opinberu starfsfólki ríkis- ins 30% launahækkun, varla lækkar það kom- andi verðbólgu. Launahækkunin ein og sér þýðir að forsætisráð- herra fær næstum tvisvar sinnum hærri kauphækkun en mánað- arlaun venjulegs verka- fólks, og rúmlega þrisvar sinnum meira en ég fæ til mánaðarlegs lífsviður- væris, sem er ellilífeyrir kr. 15.145 og tekjutrygg- ing kr. 28.937, samtals 44.082. Ég verð að velta hverri krónu milli fingra mér í viðleitni við að spara, til að endar nái saman í gjöldum og tekj- um. Ef ég fengi nú líka 30% hækkun á tekjur mínar eins og forsætis- ráðherra, þá yrðu það að- eins skitnar 14 þús. kr. og hefði ég þá 58 þús. kr. á mánuði, sem reyndar er ekki nein ósköp, en þó mundi ég bera minni kvíða fyrir hverjum mán- aðamótum. Hvers konar þjóðfélag er að myndast á minni ástkæru fóstur- mold? Er þjóðin að klofna í tvennt, hálaunaþjóðfé- lag og láglaunaþjóðfélag? Fyrir nýafstaðnar kosningar lofuðu allir stjómmálaflokkar ýms- um lagfæringum á þjóð- félaginu fyrir kjósendur, þar á meðal öldruðum og öryrkjum hækkun á líf- evi'i. Sjálfstæðisflokkur- inn lofaði einna minnstu, enda voru loforðin þar nokkuð loðin og torskilin fyrir karlskrögg sem verður 85 ára á þessu ári og sakir ellinnar er skOn- ingur kannski farinn að dofna, eða kannski hefur greindarvísitalan aldrei verið á háu plani. Fram- sóknarflokkurinn lofaði mestu að mér skildist, það skipti milljörðum. Hvemig skyldi það nú ganga upp hjá þeim? Nú er Framsóknarflokkurinn í ríkisstjórn með Sjálf- stæðisflokki og Fram- sókn lofaði að gera vel við aldraða og öryrkja. Ég er að leita eftir því loforði. Getur ekki Halldór feng- ið Davíð til að samþykkja lagfæringu á kjöram okk- ar. Stattu nú við loforðið, Halldór, ég vil fá 30% hækkun eins og þú, það dugar ekki minna. Sofus Berthelsen, eldri. Léttvægar afsakanir skóla ÉG á barn sem á að vera í vorskóla í Setbergsskóla núna í vor. Auglýst var af skólaskrifstofu Hafnar- fjarðar að boðið yrði upp á vorskóla í öllum skólum bæjarins á tímabilinu 26.- 28. maí nk. Gerði ég ráð- stafanir vegna þessa því bamið þarf að hafa fylgd í skóla. En svo gerist það í lok vikunnar að bréf barst frá Setbergsskóla, dagsett 14. maí en póst- sett 19. maí, þar sem seg- ir að vorskólinn skuli vera 25. og 26. maí. Finnst mér þetta dóna- skapur gagnvart börnun- um og foreldrum þeirra að breyta þessu á síðustu stundu. Það er eins og stjómendur skólans séu ekki í sambandi við dag- legt líf, viti ekki að á flestum heimilum vinna báðir foreldrar og þurfa einhvern fyrirvara til að fá sig lausa úr vinnu. Finnst mér að það hefði mátt láta foreldra vita með meiri fyrirvara. Hringdi ég 1 skólann og bað um skýringu og var mér þá sagt að þetta væri vegna afmælissýningar hjá skólanum. Finnst mér þetta frekar léttvægar af- sakanir sem foreldrar fá vegna þessara breytinga. Hanna Björk Ragnarsdóttir. Víkverji skrifar... JIM Rogers og Paige Parker, unnusta hans, sem hófu þriggja ára heimsreisu sína á gulri Mercedez Benz-bifreið hér á landi um síðustu áramót, voru um miðja síðustu viku stödd í Shang- hai í Kína. Þá höfðu þau lagt að baki rúmlega 22 þúsund kílómetra síðan ferðin hófst í Reykjavík 31. desember. Frá Islandi fóru þau til Skotlands, þaðan til Irlands og síðan yfir til Englands. Þaðan lá leiðin yfir á meginlandið; til Þýskalands, Austurríkis, Ung- verjalands, Serbíu og Búlgaríu. Síðan áfram gegnum Tyrkland, Georgíu, Azerbaijan, Turkmenist- an, Uzbekistan, Kyrgyzstan og Kazakhstan en þaðan fóru þau inn í Kína á fyrsta degi aprílmánaðar. XXX PAIGE Parker fer lofsamleg- um orðum um ísland og Is- lendinga á vefsíðu þeirra ferða- langanna, sem Víkverji hefur skoðað reglulega síðan þau lögðu af stað. Island var ákjósanlegur staður til að hefja ferðina, segir Paige, „og fólkið rausnarlegra og hjálp- legra en ég hefði getað ímyndað mér“. Hún dásamar einnig íslenska matinn og veitingar allar en ósannindi væru að halda því fram að hún hefði hrifist af verðlaginu, sem hún hrósar ekki beinlínis! Þau skötuhjú gistu á Hótel Esju og nýttu sér oft aðstöðuna í Planet Pulse-heilsuræktarstöð- inni. Og þau urðu að vera dugleg að æfa, segir hún, vegna þess hve maturinn hér á landi var stórkost- legur. „Ég gleymi aldrei einu at- viki í líkamsræktarstöðinni," segir Paige. „Ég áttaði mig á því að fólk benti á Jim í forundran yfir því að hann skyldi vera að lesa Financial Times meðan hann var á æfinga- hjólinu. Því fannst eðlilegt að horfa á sjónvarpið meðan það var á hjólunum en að lesa á meðan virtist því finnast heimskulegt. I hvert skipti sem ég sá fólkið glotta yfir því að Jim væri að lesa á hjólinu hló ég innra með mér og hugsaði sem svo að það yrði ef- laust fljótlega farið að lesa á með- an það æfði á hjólinu. Paige segir besta hluta æfing- anna (!) hafa verið að fara í heita pottinn á eftir og slaka á. „Ég hélt ég væri dáin og komin til himna þegar starfsmaður kom aðvífandi og spurði hvort hann mætti ekki nudda á mér axlirnar." XXX PAIGE dásamar íslenska mat- inn, sem fyrr greinir, en bestu máltíðina hér á landi segist hún hafa fengið á nýársdag á sveitabæ suðaustanlands. „Þegar við kom- um bauð bóndakonan okkur fyrst te og sætindi og í kvöldverð var síðan humar, lambakjöt, kartöfl- ur, spergilkál, gulrætur, baunir, brauð og smjör.“ I eftirrétt segist hún svo hafa fengið syndsamlega góða böku, fyllta búðingi og ávöxtum. Þau nutu svo annarrar ómót- stæðilegrar máltíðar á Hótel Sögu, þar sem humar var einnig á boðstólum - besti humar sem hún segist nokkru sinni hafa smakkað; - í kjölfarið fylgdi besti skötusel- ur sem hún hefur borðað og í eft- irrétt fékk hún súkkulaðimús; þá bestu sem nokkru sinni hefur ver- ið búin til! Hvorki meira né minna. Aðrar frásagnir af mat á Islandi eru á sömu nótum. XXX HUN nefnir enn eina ógleym- anlega stund hérlendis. Eina rólegustu og yndislegustu stund lífs síns, eins og hún orðar það, á leiðinni frá Egilsstöðum til Akur- eyrar 8. janúar, skömmu áður en þau komu til höfuðstaðar Norð- urlands. Skv. lýsingunni að dæma hefur það verið þegar þau óku niður Víkurskarðið: „Beint framundan var mjór fjörður og til beggja hliða fjallatoppar þakt- ir nýföllnum snjó. (Sem barn gerði ég stundum snjóengla, sjaldan þó í Norður-Karólínu, og ég stóðst ekki mátið að stökkva út úr bílnum, út í þennan ósnerta, íslenska snjó, [leggjast á bakið] og gera almennilegan eng- il með því að sveifla höndum og fótum í snjónum!)“ Hún bætir því við að 9. sinfónía Beethovens hafi hljómað úr geislaspilara bílsins. Tilfinningarnar hafi ólgað innra með sér og um stund hafi henni fundist hún upplifa einhvers kon- ar fullkomnun; stórkostlegan samhljóm. Víkverji varð beinlínis klökkur við lesturinn. Ef þetta er ekki góð landkynning (að verðinu slepptu), hvað þá?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.