Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1999 *--------------------- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Balkanskaga- brölt / Eg spyr sjálfan mig aftur og aftur: eru þeir brjálabir eða er eitthvað sem ég geri mér ekki grein fyrir, spyr Ichak Adizis. Skiptir óttinn við hugsanlegt múslimaríki í miðri Evrópu e.t.v. máli? itt sýnist hverjum um hemaðarbrölt NATO á Balkanskaga. Is- lensk stjómvöld em því reyndar algjörlega sammála, ekki hafi annað verið hægt en grípa inn í gang mála með þeim hætti sem raun ber vitni og aðrir NATO-vinir hér- lendir virðast sama sinnis. Ekk- ert er hægt að gera við því þótt ein og ein sprengja missi marks og drepi saklaust fólk. En ekki má senda inn landher; þá gætu NATO-hermenn meitt sig og það má ekki. Ichak Adizis, bandaríski ráð- gjafinn sem ég nefndi í pistli síðasta sunnudags, kveðst hafa nefnt það við VIÐHORF yfirvöidí ----- Belgrad 1991 - Eftir Skapta þegar hann var Hallgrímsson fengilm til að veita þeim ráð sem gætu komið í veg fyrir að Júgóslavía leystist upp - að þau yrðu að efla almannatengsl; yrðu að koma sjónarmiðum sín- um á framfæri við umheiminn, en hafi fengið sömu svör og mörgum árum áður í Israel, nánast orðrétt: Þeir vilja drepa okkur hvort sem er og því stoð- ar ekkert að útskýra... Hann bendir síðan á að í stríðunum í Króatíu, Slóveníu, Bosníu og nú Kosovo hafi fréttaflutningur nánast einvörðungu komið frá Zagreb, Sarajevo og Pristina en h'tið sem ekkert frá Belgrad. Serbar hafi orðið fyrir gífurleg- um áföllum; grimmdarverk hafi verið unnið á þeim í Bosníu, nærri hálf miÚjón Serba hafi verið hrakin burt úr Krajina- héraði eftir að Króatar náðu því á sitt vald. Þar höfðu Serbar bú- . ið í hundruð ára en urðu skyndi- lega heimilislausir í Júgóslavíu. Og allt þetta, segir Adizis, fór furðanlega hljótt miðað við ann- að sem gerst hefur á Balkanskaga. Því má sem sagt ekki gleyma að Serbar eru ekki vondu karl- amir og allir hinir góðu karlarn- ir. Ekki dugir að alhæfa fremur en endranær. Hann skrifaði daginn sem NATO hóf loftárásimar: „Hvemig kemst NATO úr þessu stríði, sérstaklega ef reiknað er með því að ekki tak- ist að knésetja [Slobodan] Milosevic [forseta Júgóslavíu]? ' Hve margir þurfa að láta lífið til að NATO skynji gagnsleysi stríðsins? Verður grimmdar- verkunum að linna? Vitaskuld! Hvemig? Lýsa á yfir sjálfstæði Kosovo. íbúar landshlutans geta aldrei búið framar innan marka Júgóslavíu. Sérstaklega ekki eftir þetta stríð.“ Hann hvetur frekar til þess að fólki verði látin vopn í té en utanað- komandi aðilar stríði við Milos- evic. Borgarastríð brytist út, þau væru aldrei vinsæl og þetta * myndi verða til þess að steypa Milosevic. „Slíkt stríð yrði al- gjörlega tiigangslaust fyrir Serba og þeir yrðu að draga sig út úr Kosovo eins og Rússar fóm frá Afganistan. Eða ísrael- ar verða að draga sig út úr Suð- ur-Líbanon. Rússar hefðu ekki farið frá Afganistan og Israelar fara ekki frá Suður-Líbanon vegna harðra loftárása erlends ríkis.“ Hann bendir líka á að Serbar em geysilega stoltir og harðir af sér. Þeir áttu í höggi við Tyrki í 500 ár og í síðari heims- styrjöldinni hafi níundi hver Jú- góslavi látist. „Þeir munu bíta gras og lauf frekar en gefa eftir þótt á þá verði ráðist," skrifaði Adizis í lok mars. „Bandaríkja- menn gefast upp um leið og þeir sjá líkpoka. Séu Serbar særðir færast þeir hins vegar í aukana, kalla á hefndir og verða grimmari, en ekki öfugt.“ Adizis segir Slobodan Milos- evic, forseta Júgóslavíu, hafa spilað mjög vel úr því sem hann hafði á hendi en Vesturlönd aft- ur á móti illa. Og stóra málið er ef til vill þetta, sem gefa ætti meiri gaum en gert hefur verið: „Hann hreinsar til í Kosovo og Vesturlönd þakka honum síðan í hijóði vegna þess að þannig ger- ir hann að engu hættuna á nýju múslimaríki í Evrópu." Adizis spáði því, áður en stríðið hófst, að loftárásir yrðu til þess að breiða stríðið út en ekki halda því á afmörkuðu svæði, eins og markmiðið var. Astandið væri mjög viðkvæmt í þessum heimshluta, og þegar Albönum fjölgaði svo gífurlega í Makedóníu sem raun ber vitni gæti það orðið til þess að ástandið í landinu yrði mjög óstöðugt. „Grikkir yrðu hugsan- lega ánægðir því þeir vilja sjá slavneska Makedóníu hverfa en því myndu Búlgarar ekki íylgj- ast með aðgerðarlausir. Albanía er eins og púðurtunna, þar sem múslimar, kaþólikkar og Alban- ar í grísku rétttrúnaðarkirkj- unni búa saman. Kæmu milljón albanskir múslimar eða fleiri frá Kosovo til Albaníu myndi það auka mjög hættu á því að gera ástandið enn viðkvæmara en það er fyrir.“ Adizis segist raunar ekki komast hjá því að ímynda sér borgarastríð í Al- baníu. Og hann kveðst óttast að algjört öngþveiti skapist í heimshlutanum. Fljótlega eftir að loftárásim- ar hófust skrifaði Adizis svo: „Hvað er að gerast? Eru Vest- urlandabúar svona heimskir? Eg undrast ekki þótt ekkert samhengi sé í stefnu Banda- ríkjamanna, og hef skrifað um hemaðarfræðilegar ástæður þess í gegnum árin, en hvers vegna taka Grikkir þátt í þessu? Aukinn óstöðugleiki í Makedón- íu ógnar norðurlandamærum Grikklands, þar sem múslimar eru í meirihluta í norðri. Múslimar verða þá bæði fyrir norðan, í Makedóníu, og í suðri, í Tyrklandi. Hvers vegna tekur Ítalía þátt í þessu? Flutningur flóttamanna til Albaníu leiðir til þess að þeir halda áfram til Ital- íu yfir Adríahafið. Eg spyr því sjálfan mig aftur og aftur: eru þeir brjálaðir eða er eitthvað sem ég geri mér ekki grein fyr- ir?“ Er það nema von að maður- inn spyiji sjálfan sig þessara spuminga? Flem mættu leggja ámóta spumingar fyrir sig og reyna að finna svör. + Þórey Björk Ingvadóttir fæddist á Akureyri 27.10. 1966, hún lést á Fjórðungssjúkra- húsi Akureyrar 15.05. 1999. Foreldrar, Ás- gerður Snorradóttir f. 22.3. 1942 og Ingvi Svavar Þórð- arson f. 12.4. 1941. Systkini: Sigfús Baldvin f. 10.4. 1963, kvæntur Lauf- eyju Gfeladóttur f. 21.10. 1970. Þau eiga eina dóttur, Birtu Rut, f. 7.4. 1998. Ásdfs Ólöf f. 10.12. 1968, d. 13.12.1994. Fanney Sig- rún, f. 13.7. 1971, í sambúð með Halldóri Jóhannssyni f. 4.9. 1960. Þau eiga eina dóttur, Ás- Mig langar að minnast stóm systur minnar, hennar Þóreyjar Bjarkar, með örfáum orðum. Elsku Þórey mín, sárt er að missa þig og erfitt er að hugsa sér að ég komi ekki til með að sjá þig aftur. En ég veit að þú ert nú laus úr þeim fjötrum sem þú varst bundin síðustu æviár þín. Nú getur þú talað, heyrt, lesið og notið þess sem var svo grimmilega tekið frá þér. Eg veit að þér líður vel og nú hefur hún Ásdís systir okkar tekið á móti þér með opnum örmum. Þú fórst skyndilega frá okkur en þeg- ar ég lít raunsæjum augum á þetta veit ég að það var fyrir bestu. Það hefði verið þér og okkur svo erfitt að horfa á þig verða enn veikari en þú varst og sjá öll þín sérkenni hverfa smátt og smátt. Eg veit að bestu fullorðinsárin þín voru í Bandaríkjunum með strákunum þínum þeim Phips og James, þú varst þeim sem móðir í einu og öllu og fyrir þig að þurfa að kveðja þá var alveg örugglega eitt dísi Þóru, f. 26.7. 1996, úr fyrri sam- búð á Halldór, Önnu Rósu f. 23.2.1985 og Sigurgeir f. 2.10. 1991. Þórey vann við verslunarstörf eftir grunnskóla. Hún fluttist til Bandaríkjanna 1988 og vann þar sem bamfóstra. Haustíð 1990 kom hún til fs- lands og vann við saumastörf og var í kvöldskóla VMA. Haustið 1991 fhittíst hún aftur tíl Bandaríkjanna þar sem hún fór í skóla og vann einnig sem bamfóstra. Hún kom alkomin til Islands í janúar 1996. Utför Þóreyjar fór fram frá Akureyrarkirkju 21. maí. það erfiðasta sem þú gerðir í lífinu. Vonandi getur þú litið til þeirra núna og fylgst með þeim vaxa úr grasi. Þú varst stóra systir mín og þegar ég lít til baka koma minning- ar upp í hugann þegar þú varst að vinna í Hrísalundi. Stundum komstu heim með frostpinna eða eitthvað annað handa oklnir Ásdísi, alltaf var það jafn spennandi og gott. Þú varst okkur svo góð. Hlut- skipti þitt í lífinu var mjög erfitt og grimmilegt en þú tókst á við það með þögninni. Elsku Þórey mín, ég veit að þú ert frjáls og þér líður vel. Við sem eftir lifum geymum mynd af þér í hjörtum okkar um ókomna tíð. Þín systir, Fanney. Þórey Björk, kær mágkona mín og vinkona, er látin. Kynni mín af Þóreyju hófust árið 1988 þegar ég kom inn í fjölskylduna. Sama ár fluttist hún tii Bandaríkjanna til að vinna sem bamfóstra. Hún kom aftur heim tveimur árum síðar, á þeim tíma fór hún í rannsóknir til Svíþjóðar og kom þá í ljós að hún var einnig með sjúkdóm þann sem systir hennar Ásdís heitin var með. Það var mikið áfall fyrir Þóreyju og vildi hún sem minnst ræða um það. Sumarið 1995 fórum við hjónin í heimsókn til Þóreyjar og eigum við ótal dýrmætar minningar úr þeirri ferð. Þórey var ein af þeim sem blómstraði í Bandaríkjunum og leið henni mjög vel þar. Hún var frábær gestgjafi heim að sækja og hafði undirbúið komu okkar af mikilli kostgæfni. Hún sá um að okkur liði eins og hefðarfólki þann tíma sem við vorum hjá henni. Þama sá ég svo vel hvað allt sem Þórey gerði var unnið af mikilli ná- kvæmni og var hundrað prósent. Á þessum tíma truflaði sjúkdóm- ur Þóreyjar ekki daglegt líf hennar mikið. Hún gat séð um drengina tvo sem hún passaði og elskaði svo óendanlega mikið og gert allt sem gera þurfti við daglegan rekstur heimilis. Það eina sem hún fann verulega fyrir var að heymin hafði versnað. Þann tíma sem við dvöld- umst hjá henni áttum við tvær oft innilegt og gott spjall um lífið og tilveruna. Þórey var frekar Iokaður perónuleiki en þama ræddi hún um vonir sínar og ótta tengdan framtíðinni og sjúkdómnum. Hún var líka farin að hugsa meira heim til Islands og saknaði fjölskyldunn- ar. Lífið er oft svo undarlegt og óskiljanlegt. Það var í desember þetta sama ár að Þórey fékk heila- blæðingu og veiktist hastarlega. Hún kom fársjúk heim rétt eftir áramótin 1996 og var lengi að ná sér en veiktist svo aftur um vorið og varð aldrei söm eftir það. Fjöl- skylda Þóreyjar veitti henni alla sína ást og umhyggju og studdi hana og hvert annað í veikindum hennar. Það er ómetanlegt. Ég kveð Þóreyju með hryggð og sökn- uði og þökk fyrir allt. Guð blessi minningu Þóreyjar. Laufey Gísladóttír. ÞÓREY BJÖRK INGVADÓTTIR Blómastofa Friðjtnns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. OSWALDS sími 551 3485 ÞJÓNUSTA AIXAN SÓLARHRINGINN ADALS I RÆl l ÍB • 101 RHYKJAVÍK I.ÍKKISTlJVINNUS I ()FÁ Í.YVINDAR ÁRNASONAR JÓHANN ÞÓRIR JÓNSSON + Jóhann Þórir Jónsson fæddist 21. október 1941. Hann lést 2. maí síð- astliðinn og fór út- för hans fram frá Langholtskirkju 10. maí. Okkur langar til að minnast Jóhanns Þór- is í fáeinum orðum. Við kynntumst honum ungir í gegnum vin okkar og skólabróður Hannes sem er eldri sonur Jóhanns. Við áttum oft erindi á Meistara- vellina og það var alltaf gott að koma til Jóhanns og Siggu. Þar var tekið vel á móti okkur og oftar en ekki boðið upp á kók og prins, sem var vel þegið. Jóhann kom okkur fyrir sjónir sem einstaklega litríkur og skemmtilegur persónu- leiki og það var sjaldnast nein lognmolla í kringum hann. Við urð- um fljótlega varir við einstakar sagnagáfur Jóhanns sem bæði kitl- uðu hláturtaugamar en einnig höfðu sögur hans oft á tíðum ákveðinn boðskap sem hann vildi koma áleiðis til ungra drengja á mótunarskeiði. Jóhann gaf sér alla tíð tíma til að fylgjast með og ræða hvemig okkur vegnaði í því sem við væmm að gera hverju sinni. Hann hafði skoðanir á því og hvatti okkur áfram og við gátum iðulega treyst því að góð ráð fylgdu með í kaupbæti. Jóhann hafði mikla mannkosti að geyma. Hann var mikill hugsjóna- maður sem fór ekki troðnar slóðir hvorki í orði né á borði. Hann var sérlega bóngóður og örlátur, ávallt tilbúinn til að hjálpa og gera allt sem í hans valdi stóð til leysa þau vandamál og þær ósk- ir sem fyrir hann vom á borð bomar. Þá var Jóhann flestum mönn- um skarpari, vel lesinn og ótrúlega fróður um hina ýmsu hluti. Það var ekki oft sem komið var að tómum kofan- um hjá honum, um bæði menn og málefni, og hann kom sífellt á óvart með þekkingu sinni og inn- sæi. Við söknum allra notalegu stundanna með honum, ráðlegging- anna og kærleikans sem hann sýndi okkur. Við söknum í raun góðs vinar sem var kallaður burt allt of snemma. Það er þó huggun harmi gegn að hafa fengið tækifæri til að kynnast slíkum manni sem gerir minningar okkar ríkari af gleði og visku. Jóhann veiktist mik- ið haustið 1997 og náði sér aldrei á strik eftir það. Líklegt er að það hlutskipti að vera algerlega upp á aðra kominn hafi ekki fallið lífskúnstnemum og athafnamann- inum Jóhanni Þóri í geð. Vonandi nýtur hann þess nú að geta af full- um þrótti nýtt þá mannkosti sem honum voru gefnir, að þessu sinni á öðru tilverustigi. Við vottum Siggu, Hannesi, Kristínu, Steinari, fjölskyldum þeirra og öðrum aðstendendum okkar innilegustu samúð á þessari erfiðu stundu. Jóhann og Helgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.