Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1999 27 Morgunblaðið/Kristinn JÓHANN Guðmundsson og Lára Vigfúsdóttir hafa stundað sjáifboðaliðastarf undanfarin 17 ár innan fangelsanna. „Setið inni“ sam- tals I fimm ár ISAUTJÁN ár hefur Jóhann Guð- mundsson, fyrrverandi flugum- ferðarstjóri og nú eftirlaunaþegi, sinnt íslenskum fongum og það sama hefur eiginkona hans, Lára Vigfus- dóttir, gert undanfarin tólf ár. Jóhann var mjög trúaður sem drengur og starfaði mikið með KFUM. Þegar frá leið hvarf hann frá þessum félagsskap eins og oft vill verða, en árið 1977 ákvað hann að fara á ráðstefnu sem KFUM hélt í Dómkirkjunni. „Ég hafði nokkru áður beðið Guð um að leyfa mér að hafa eitthvert hlutverk. A þeim tíma fannst mér ég ekki hafa lifað því lífi sem honum er þóknanlegt. Þegar ég sat þama í Dómkirkjunni þá heyri ég sagt: Jóhann, ég elska þig ennþá! Röddin var með fullum styrk eins og ég heyri til þín núna,“ segir Jóhann. Ég elska þig ennþá! Hann er þess fullviss, að þama talaði Guð til hans. „Ég grét af gleði og konan mín spurði hvort ég væri eitthvað veikur, en ég var hamingju- samasti maður í heimi. Ég var þess fullviss að nú mundi ég fá að gera eitthvað fyrir Guð.“ Nokkru síðar, eða árið 1982, hitti Jóhann kaptein Miriam Oskarsson í Hjálpræðishemum, sem sagði hon- um frá því að hún hefði verið að koma frá Litla-Hrauni og þar vant- aði Biblíur. „Við hjónin keyptum 50 Biblíur og fómm með austur, sem var upphafíð að starfí okkar með fíjngum. Síðan höfum við gefið hverjum einasta fanga Nýja testa- mentið,“ segir Jóhann. Lára fylgdi manni sínum ekki eft- ir í fangelsin fyrstu fimm árin, því henni fannst það erfitt og hún skildi ekki trúarkraftinn í Jóhanni. Síðan segist hún hafa fengið náð til að skilja hann og tekið þá ákvörðun að vilja vera bam Guðs. Upp frá þvi fylgdi hún Jóhanni reglulega í fangaheimsóknirnar. „Ég tók þetta nýlega saman og komst að raun um að ég er búinn „að sitja inni“ í fimm ár, ef ég tek saman allar heimsókn- irnar," segir Jóhann. Lára segir að eftir að hún tók þessa ákvörðun hafi sér ekki lengur þótt erfitt að heimsækja fangana. Hún dró einnig fram gamian gítar frá þvi hún var skáti og hefur síðan séð um tónlistina. „Jóhann les úr Guðs orði, við syngjum kristilega söngva og tölum svo við fangana. Við höfum jafnvel eignast persónu- lega vini meðal þeirra,“ segir Lára og Jóhann bætir við að tvívegis hafi fangar hringt í hann til að kveðja, þar sem þeir höfðu ákveðið að taka líf sitt. En eftir samtalið hafi þeir hætt við. „Það er á svona stundum sem maður fínnur að starfið er gef- andi,“ segir hann. Yfirfljótandi þjóðfélag Lára tekur fram að þeim finnist mikilvægast að fólk fái að heyra Guðs orð vegna þess að það sé það eina sem geti skipt sköpum um að fólk stefhi í aðra átt. Það hafi þau séð gerast. „Hér er starfið allt öðru vísi en úti í heimi þar sem verið er að safna fötum og mat. Við gáfum til dæmis jólagjafír til margra ára, en hættum því fyrir 3-4 árum, því allt var svo yfirfullt. Gjafir bárust til fanganna frá fyrirtækjum, líknar- stofnunum og það var ekki til neins að bæta við. Við búum í svo yfirfljót- andi þjóðfélagi.“ Jóhann og Lára eru bæði komin á eftirlaunaaldur og spurð, hvort þau hafi reynt að fá sjálfboðaliða til starfa segjast þau biðja Guð um að leiða fólk inn í starfið. „Við höfum oft fengið fólk, sem hefur viljað sinna sjálfboðaliðastarfi, en það hef- ur dottið út án þess að nokkur ákveðin ástæða sé fyrir því,“ segir Lára. Skortur á kærleika Hún bætir við að hinar miklu þjóðfélagsbreytizzngar sem hafi ver- ið á undanfömum árum sjáist á unga fólkinu inni í fangelsunum. ,Aðsókn- in að samverustundum okkar hefur minnkað og við höfum skrifað það á hversu gömul við erum, þannig að við næðum ekki til fólksins. Við fórum ásamt Ronald Nikkel í heimsókn á Litla-Hraun í vikunni og í samtali við forstöðumanninn kom fram, að unga fólkið hefur breyst svo ört meðal annars vegna þess að fjölskyldumar eru svo brotnar. Það vantar að einhver haldi utan um það og sýni því kærleika. Þetta endurspeglast í því að þegar þessir drengir koma inn þá lúta þeir engum aga og þeir verða sífellt yngri. En við gemm það sem við getum og það er að fara með Guðs orð inn í fangelsin. Síðan leggjum við framhaldið í Guðs hendur, því það er hann sem gefur árangurinn,“ segja hjónin Lára Vigfúsdóttir og Jóhann Guðmundsson. hræddur. „Ég hef hins vegar lent í erfiðum aðstæðum eins og í Malavíu fyrir tveimur ámm. Þetta var fyrsta heimsóknin mín í þetta fangelsi og ég vissi ekki hvemig aðstæður vom. Fangelsið var mjög stórt og aðstæður ömurlegar. Engin lyf voru tiltæk fyrir fangana og þeim hafði verið löfað j, ýmsum úrbótum í að minnsta kosti ár, u,án þess að nokkuð væri að gert. Ég var í fylgd biskups auk annars fólks, en heimsókn af þessu tagi vekur alltaf mikla athygli meðal fanganna. Áður en við vissum af höfðu meira en þúsund manns umkringt okkur og 1 ,engir verðir vom sjáanlegir. Eitt ;>i’augnablik hugsaði ég með mér: Hvað gerist nú? Því fanganir vom æfareiðir, þó ekki út í okkur, heldur út í aðstæður og aðgerðarleysi. Þeir hófu að hrópa upp kröfur sínar, en einhvem veginn tókst okkur að róa þá og fengum þá til að tala einn í einu. Við sögðum þeim af hreinskilni að við gætum ekki lofað breytingum, því við hefðum engin skilyrði til þess, við skyldum hins vegar tala þeirra máli við stjómvöld, sem við gerðum. Þetta vora mjög erfiðar aðstæður og meðal fanganna ríkti mikil örvænting og hjálparleysi. En okkur tókst að ná samstarfi við önnur alþjóðasamtök þannig að okkur tókst að útvega lyf og leysa hluta af vandamálinu. I því felst starf samtakanna og sjálfboðaliða þess.“ Beint fíug í sóiina aiia þriðjudaga tsBmn 22., 29. júní og 6. júlí 2 VIKUR Gisting á Gemalos II- 4 í íbúðj 2 fullorðnir og 2 börn Verðfrá kr. 2 í íbúð. Verð frá kr. 65.300 EL MELROSE - húsin 2 vikur - Gísting í húsí 3 svefnherbergí 6 í húsí, 2 fullorðnir og 4 börn kr. AO 840 fcjiæ ■ B V frá flu Innifalið: Flug, gísting, ferðir til og frá flugvelli erlendis, íslensk farar- stjórn og ALLIR FLUGVALLASKATTAR Pantaðu f síma 5523200 QATLAS^ TSTi EURC3C«ARD« h^S'i FERÐASKRIFSTOFA REYKJAVÍKLIR Aðaistræti 9 - sími 552-3200 barmnu þinu forskot í skólanum Þáttur tölva í daglegu lífi fer æ stækkandi og tölvukunnátta því nauðsynleg. Þess vegna er eins gott að byrja snemma að auka við sig þekkingu til að ná forskoti. Tölvuskóli Reykjavíkur býður upp á gagnleg og skemmtileg tölvunámskeið fyrir börn og ungiinga í ailt sumar. 1. Börn 6-10 ára, 24 stundir. Kynning á Windows og notendaforritum sem fylgja því. Ýmis kennslu- og leikjaforrit skoðuó og þar á meðal forrit sem þjálfa rökhugsun. Kynning á Netmu og kennd er leit þannig að nemendur getir sótt skrár, leiki o.fl. inn á Netið. Nauðsynlegt er að nemendur séu orðnir læsir. 2. Windows 10-14 ára, 24 stundir. Megin áhersla er lögð á að nýta tölvu sér til gagns og er kennt á PC tölvur. Farið er í fingrasetningu, vélritunaræfingar, Windows stýrikerfi, ritvínnslu, teikningu, almenna tölvufræði, töflureikni, Netið og leiki. Áhersla er lögð á að leita á Netinu og ná f skrár, eins og leiki o.fl. Námið miðar að almennri tölvuþekkingu þannig að nemendur geta að því loknu nýtt sér tölvuna við nám og leik. 3. Tölvuforritun fyrir 11-15 ára, 24 stundir Kr. 15.900,- Kennt er að forrita f Visual Basic. Farið er f grunnatriði forritunar og stefnt að því að nemendur geti sett saman einfalda leiki með hreyfimyndum og hljóði. f lok námskeiðs fá allir nemendur afrit af leikjunum sem hópurinn smfðar á námskeiðinu og um 1 MB af forritunarkóðum sem eru lítil forrit eða forritabútar sem nota má við frekari forritun. Kr. 13.900,- Kr. 13.900,- 4. Framhaldsnám fyrir 11-15 ára, 24 stundir. Vefsföugerð með Frontpage Express, vistun á Netið o.fl. Myndvinnsla með Photoshop og Microsoft Gif Animator, kennt að ná í myndir af Netinu, breyta þeim og laga og nota sfur. Hljóðvinna, tekin upp tónlist af geisladiskum, hljóði breytt yfir f Mp3, vinnsla með hljóðbrot og tónlistarheimasíður. Útyárpsstöðvar á Netinu skoðaðar. Kr. 15.900,- I Tölvuskóli L^Tl Reykjavíkur Borgartúni 28, sími 561 6699 www.tolvuskoli.is tolvuskoii @ tolvuskoli.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.