Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ KÓLA-SKAGI í Norðvest- ur-Rússlandi, steinsnar frá landamærum Noregs, Finnlands og Svíþjóðar, er sá staður í veröldinni þar sem mesta magn kjamakleyfra efna er saman komið. Talið er að á svæðinu, sem liggur frá borginni Múrmansk í vestri, til Severodvinsk í suðri, til eyjarinnar Novaya Zemlya í austri, sé að fínna u.þ.b. 300 kjamakljúfa, ýmist í kjamorkuknúnum kafbátum rússneska Norðurflotans, kjam- orkuknúnum ísbrjótum eða kjarn- orkuverum; alls um fimmtung- kjamakljúfa veraldar. Þá er leit að landsvæði sem geymir jafnmikið magn af kjamorkuúrgangi hvort sem um er að ræða úrgang í föstu eða fljótandi formi. Fjölmiðlar, um- hverfisvemdarsamtök og opinberir aðilar hafa á stundum keppst við að kalla svæðið „tifandi umhverfisvá“; „hugsanleg upptök gríðarlegra um- hverfishamfara" - vanda sem sé óleysanlegur miðað við núverandi aðstæður í Rússlandi. Víst er að gíf- uryrði velqa athygli og þoka málum ofar á dagskrá þeirra er ákvarðanir taka. Eri um leið og raddirnar þagna og kastljós líðandi stundar beinist að öðm svæði, öðram mál- efnum, er hætta á að vandinn gleymist. Vandi sem í tilviki kjarn- orkuvárinnar á Kóla-skaga er bráð- ur - vandi sem þekkir engin landa- mæri. „Er ísinn þiðnar kemur ýmislegt í Ijós“ Viðhorf manna til kjamorku sem orkugjafa breyttust veralega eftir að einn kjamaofna Tsjémóbýl- kjarnorkuversins í Ukraínu, þá Sov- étríkjunum, bilaði árið 1986 með þeim afleiðingum að geislavirkur úrgangur breiddist út. Geislavirk ský hrönnuðust upp og bárust með vindum í suðurátt og í vestur til Skandínavíu. I Noregi urðu bændur víða illa úti, búfénaður varð fyrir mengun sem enn gætir á sumum svæðum Mið-Noregs. Slæmur að- búnaður borgaralegra kjamorku- vera víðs vegar um Sovétríkin stefndi öryggi þjóða fjarri upp- sprettunni í voða. í apríl árið 1989 gerðist annað at- vik sem undirstrikaði hættuna af kjamorku - í þetta sinn hemaðar- legs eðlis. Sovéski kjamorkukafbát- urinn Komsomolets K-278, sökk undan ströndum Bjamareyjar í Barentshafi eftir að eldur hafði komið upp í eldflaugageymslu. Hvíl- ir kafbáturinn nú á um 1.600 metra dýpi. Sérfræðingar telja að ef bát- urinn springur muni höggsúlan að- eins ná í um 700 metra hæð. Yfir- borði jarðar sé því óhætt. Fimm aðrir kjarnorkukafbátar - tveir þeirra bandarískir - hvíla í votum gröfum Barents- og Karahafs ásamt manni og mús, kjamaofnum og meðaldrægum eldflaugum bún- um kjamaoddum. Norðmenn hafa öðram fremur beint athyglinni að þeim fjölmörgu hugsanlegu hættum - leyndum og ljósum - sem stafa af kjarnorku- mannvirkjum á Kóla-skaga. Astæð- an er einföld. Norðurhluti Noregs liggur, auk norðurhéraða Finn- , □ / Á'; Stækkaö svæöi —.'•• •• ’—.f'u Svalbarði ‘&Z, Novaya BARENTS* HAF I Kjarnorkuver # Kjarnorkutilraunir V Kjarnorkuúrgangur Umtalsverð mengun í andrúmslofti Kola- skagi R Ú S S L A N ^•Arkhangelsk Hvitahaf f BARENTS- H AF Vardö Fortíðarvandi til framtíðar A kjarnorkuslóðum á Kólaskaga þar sem váin þekkir engin landamæri lands, að Kóla-skaga í vestri og hafa norsk stjórnvöld skilgreint hættuna af gömlum kjamorkuverum, bágri stjómun á geymslu og endurvinnslu geislavirks úrgangs og hugsanlegri geislamengun í norðurhéraðum, sem hreinræktuðu þjóðaröryggis- máli. Lok kalda stríðsins og þíða í sam- skiptum risaveldanna sefaði óttann við gereyðingarstríð þar sem lang- drægum kjarnorkuilaugum væri beitt á fjarlæga andstæðinga. „En er ísinn þiðnar kemur ýmislegt í ljós,“ líkt og einn viðmælenda blaða- manns Morgunblaðsins komst að orði. Lok kalda stríðsins sviptu hul- unni af víðfeðmum og brýnum vanda kjarnorkumannvirkja á Kóla- skaga þar sem náttúran og fólkið er hugsanleg bráð þögullar vár sem enn er langt frá því að vera að baki. Úrgangi fleygt í sjóinn í upphafi tíunda áratugarins komust sögusagnir á kreik þess efn- is að á áranum 1961-1991 hefðu Sovétmenn fleygt miklu magni af geislavirkum úrgangi í sjó norðan heimskautsbaugs. Um hafi verið að ræða kjamorkueldsneyti úr kjamakljúfum kafbáta Norðurflot- ans og sovéskra ísbrjóta sem héldu skipaleiðum opnum í Norður-íshaf- inu. Ollu gransemdimar miklu upp- námi í norðurhluta Noregs og víðar þar sem augljóst var að sögusagnir þessa efnis gætu haft mikil áhrif á verð fiskafurða. Að sögn Torbjöms Hvergi er að fínna meira magn af geisla- virkum úrgangi en á Kólaskaga í norðvest- urhluta Rússlands. Andri Lúthersson ferð- aðist um svæðið og kynnti sér stöðu mála og áhyggjur nágranna- ríkja af ástandinu. Norendals, háttsetts embættis- manns innan norska utanríkisráðu- neytisins, sem hefur kjamorkumál í sínum verkahring, vora það slíkar sögusagnir sem í raun mynduðu granninn að umfangsmiklu sam- starfi Norðmanna og Rússa sem miðaði að kortlagningu hættunnar af geislavirkni á norðurslóðum og síðar úrbóta í þeim efnum. Á áran- um 1992-1994 vora skipulagðir leið- angrar á þau hafsvæði þar sem granur lék á um að geislavirkum úr- gangi hefði verið fleygt og vora mælingar gerðar. Staðfest var að Sovétríkin losuðu sig við úrgang í sjó, hugsanlega jafnvel eftir að al- þjóðlegur sáttmáli um bann við los- un geislavirkra efna í höfin (Lund- úna-sáttmálinn) tók gildi árið 1992. Niðurstöður hópa vísindamanna fjölmargra þjóða hafa sýnt að ekki er bein hætta af úrganginum. Enn virðist leki ekki hafa komið að geymsluhylkjunum en varasamt er að áætla að hætta sé því ekki til staðar. Að sögn Andrejs Zolokovs, ráðgjafa Bellona-Murmansk-um- hverfisverndarsamtakanna, era ein- hverjir af þeim tæplega tíu kjama- ofnum sem á hafsbotni hvíla skemmdir. Sex þeirra hafi að geyma fullnýtt kjarnorkueldsneyti. Auk kjamaofnanna hvfli víða í Barents- og Karahafinu þúsundir geymsluhylkja fyrir geislavirkan úrgang. Upplýsingar um fjölda þeirra séu tilviljanakenndar ef þær þá séu til. Oragg geymslusvæði fyrir geisla- virkan úrgang frá borgaralegum og hernaðarlegum kjamorkuflota Rússa era af skomum skammti á Kóla-skaga. Þau sem fyrir era era komin til ára sinna og era oftar en ekki í hrikalegu ástandi. Þau bera merki þess að litlu hafi verið til kostað við smíði þeirra. I skýrslu norsku Bellona-umhverfisverndar- samtakanna segir t.d. að staðsetn- ing geymslusvæða á vegum Norður- flotans hafi verið ákveðin með til- viljunarkenndum hætti og að mark- mið stjórnvalda í Moskvu um að ljúka við smíði geymslusvæðanna á tilsettum tíma hafi bitnað á gæðum og öryggi þeirra. Ekkd hafi verið tekið mið af hörðum veðurskilyrð- um norðursins og að óbreyttir her- menn undir stjórn herforingja sem sett höfðu verið ströng tímamörk, hafi reist byggingamar í flýti. Forgangsröðun og gnægð verkefna Þessum fortíðarvanda Rússa hafa Norðmenn reynt að bregðast við með því að forgangsraða - í sam- vinnu við heimamenn og alþjóðlegar stofnanir - þeim brýnu verkefnum sem enginn hörgull virðist vera á. Fremst í forgangsröð Norð- manna er aukið öryggi í og við mannvirki sem hýsa kjarnaofna og kjarnakleyf efni. Markmiðið er að koma í veg fyrir óhöpp og tilvik þar sem geislavirk efni leysast úr læð- ingi og ná að berast út í andrúms- loft, vatn eða jarðveg. Á Kóla-skaga beina Norðmenn sjónum sínum helst að Kolatom-kjarnorkuverinu við Polyamye Zori, 30 ára gamla iðnaðarborg þar sem um 30.000 manns búa, um 200 km suður af Múrmansk. Kjamorkuverið er af gamalli gerð og var fyrsti ofninn af fjórum tekinn í notkun fyrir rúmum 25 áram. Er talið að kjamaofnar Kolatom-versins uppfylli ekki þá ör- yggisstaðla sem kjarnorkuverum era ætlaðir. Elstu kjamaofnarnir era af úr- eltri gerð og hafa Norðmenn knúið á um að þeim verði lokað er opin- bert leyfi til rekstrar þeirra rennur út árið 2003. Þá er geymslusvæði Kolatom fyrir geislavirkan úrgang ófullnægjandi og löngu gemýtt. Hefur frumkvæði Norðmanna beinst að því að auka öryggisvið- búnað kjamorkuversins og að út- vega nauðsynlegan tækjabúnað til að halda áhættu í lágmarki. Þá hef- ur verið leitast við að þjálfa starfs- menn og bæta öryggis- og umhverf- isvitund þeirra. Kolatom framleiðir u.þ.b. 45% raforku á Kóla-skaga og á meðan aðrir raunhæfir orkugjafar era ekki í augsýn er fyrirséð að þrýstingur verði á að halda rekstri kjamorku- versins áfram í sömu mynd. Geislavirkur úrgangur á at- hafnasvæðum Norðurflotans Ef steypa á hugtökunum öryggi og geislavirkur úrgangur í sama Helgarnómskeiðið UMBREYTING LÍFSINS Með frið í hjarta Förum saman á flug inn { kærleikann, sem býr í hjörtum okkar allra. Þú ert þinn gæfusmiður. lllft skoflum: Gleöina, frelsiö og hamingjuna. Orkustöövarnar, upplifum orku peirra og próunarferli. Orkukerfiö, tengingu orkustöðvanna og það setn gerist við hugljómun. Vitundina, hvernig hún opnast í tengslum við þróun einstaklingsins og mannkynsins. Sköpunarorkuna og snertijóga. Vi5 notum: Jóga - Dans - Hugleiöslu - Öndun - Leik - Slökun Kennari Kristbjörg Kristmundsdóttir, Vallanesi. Námskeiðið verður haldið: |úní nk. í Breiðabliksskálanum í Bláfjöllum. Upplýsingar og skráning bjá Kristbjörgu í sfma: 471 1545. ÓNSKÓLI SIGURSVEINS D. KRISTINSSONAR REYKJAVÍK innritun í forskólanóm veturinn 1999-2000 fer fram á skrifstofu skólans, Engjateigi 1, daglega milli kl. 13 og 17. Kennslustaðir eru; Engjateigur 1, Arbæjarskóli og Hraunberg 2 í Breiðholti. Umsóknir má einnig senda í faxi eða með tölvupósti. Taka þarf fram nafn, heimilisfang, síma og kennitölur barns og forráðamanns. Nánari upplýsingar: sími 568 5828 • bréfsími 568 5830 netfang tsdk@ismennt.is • veffang http://rvik.ismennt.is~tsdk Skólastjóri aP GÓLFEFNABÚÐIN Borgartúni 33 Yjyæða flísar ^jyæða parket ^jyóð verð ^jjpóð þjónusta KmversK heilsumeðrerð í boði eru ýmis afbrígði of kínverskum heilsumeðferðum sem hjálpo þér gegn ýmsum streitukvillum, s.s. vöðvobólgu, bakveiki, gigt, ofnæmi, rislilvondomólum, olmennum stirðleiku og fleiru. líinveish hcilsulind Ármúlo 17a • Sími 553 8282
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.