Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 64
www.varda.is ■Ék Aivöru þjónusta fyrir alvöru fólk Landsbankinn MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Veiðistofn þorsks 1.031.000 tonn á þessu ári að mati Hafrannsóknastofnunar Leyfílegur þorskafli á næsta fiskveiðiári sá sami og í ár ÞORSKAFLAMARK á næsta fisk- veiðiári verður um 250.000 tonn, eða það sama og á þessu ári, samkvæmt mati Hafrannsóknastofnunar . á stofnstærð þorsksins á þessu ári. Er þá stuðzt við aflaregluna svokölluðu, sem heimilar veiði á 25% af veiði- stofni. Tveir árgangar, að minnsta kosti meðalstórir, eru nú að komast á legg, en mörg undanfarin ár hafa árgangar þorsksins verið undir með- allagi og segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, að i j*stofninn sé á uppleið. Veiðistofn þorskins er nú talinn 1.031.000 tonn, en var í fyrra talinn vera 1.028.000 tonn. Samkvæmt aflareglunni verður afli á næsta físk- veiðiári því 247.000 tonn og 249.000 á því þarnæsta. Veiðistofn mun þá vaxa og verða um 1.150.000 tonn í ársbyrjun 2002. Samkvæmt tillögum Hafrann- sóknastofnunar um veiðar úr öðrum fiskistofnum er um litlar breytingar að ræða. Lögð er til meiri sfldveiði, eða 100.000 tonn, minni afli af ufsa og karfa og upphafskvóti loðnu er nú nokkru lægri en í fyrra. Þá verð- ur sú breyting á að nú er lagður til bráðabirgða kvóti fyrir rækju, en endanleg ráðgjöf verður lögð fram í haust að undangenginni stofnmæl- ingu. I öðrum tilfellum er um sömu tillögur að ræða og fyrir núverandi fískveiðiár. Þorskstofninn á uppleið „Það eru bæði jákvæðir punktar í þessu og neikvæðir,“ segir Jóhann Sigurjónsson. „Spár okkar frá fyrra ári um þorskstofninn standast vel. Það má gera ráð fyrir að þorskafla- mark á næsta fiskveiðiári verði nán- ast það sama og á þessu ári. Mat okkar á ástandinu nú er svipað og það var í fyrra, eins og við spáðum þá. Varðandi þorskinn eru það góðar fréttir að minnsta kosti tveir meðal- stórir árgangar séu að komast á legg, árgangarnir frá 1997 og 1998, þótt það sé kannski heldur snemmt að segja til um framvinduna. Reyndar er komin svolítil reynsla á 1997 áranginn og hann virðist að minnsta kosti vera meðalárgangur, sem er mjög mikilvægt. 1998 ár- gangurinn sem samkvæmt seiða- talningu átti að vera mjög sterkur, virðist ætla að verða að minnsta kosti í meðallagi. Það ásamt þeirri staðreynd að við erum með mjög bragglegan loðnustofn, gefur til kynna að við getum verið með svolitlar væntingar fram í tímann. Þetta eru auðvitað jákvæðar fréttir og jákvætt að þorskstofninn er á uppleið og við höfum náð stýringu á nýtingu hans. Þá er sfldin komin í fyrra horf. Endanleg ráðgjöf fyrir rækju liggur ekki fyrir vegna þess að stofnmæl- ingar vantar, en upphafskvóti er gefinn út miðað við áætlaðan afla á þessu ári. Rækjan er almennt á nið- urleið og ætti engum að koma það á óvart og verður endanleg ráðgjöf gefin út í haust. Asfandið er almennt gott, en skynsamlegrar varúðar er þörf í nýtingu margra minni stofna hér við land, svo sem flatfiskstofna,“ segir Jóhann Sigurjónsson. Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambands Islands, var ekki ánægður með niðurstöðumar og sagði að þrátt fyrir að talað væri um besta fiskveiðistjómunarkerfi í heimi væri sú ekki raunin á meðan ekki næðist betri árangur en þessi skýrsla bæri vitni. Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, sagði að þetta væru ákveðin vonbrigði. „Við höfum mælt með að fylgja þessari ráðgjöf og ég geri ekki ráð fyrir að á því verði breytingar,“ sagði hann. „Við héldum að við myndum uppskera meira, en við höfum sáð til, en það verður að bíða þar til síðar.“ Bönnuð efni og brotnar reglur „FLEST megmnarduft virka,“ seg- ir Laufey Steingrímsdóttir næring- arfræðingur, „en ég veit hins vegar ekki hvort Herbalife er betra en önnur efni.“ í athugun Morgun- blaðsins kemur í ljós að á markaði á íslandi em efni, sem eru bönnuð af Lyijaeftirlitinu. Einnig em brotnar reglur um að ekki megi auglýsa læknisáhrif slíkra vara. Fjölþrepasala fæðubótarefna hef- ur fyrir löngu dregið að sér athygli bandarískra yfirvalda og þykir í ýmsu nálgast pýramídasölu, sem er bönnuð. Anna Birna Halldórsdóttir hjá Samkeppnisstofnun situr í nor- rænum starfshópi, sem er að gera úttekt á þessum málum á Norður- löndum, þar sem ástæða þykir til að hafa auga með þessari söluaðferð. I íslensku kynningarefni, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, koma fram stóryrtar fullyrðingar um hve ábatasamt sé að selja þessi efni. Aðaláherslan er þó lögð á sölu til annarra seljenda, rétt eins og tíðkast í pýramídasölu. ■ íslenskar gyllivonir/22 Baugur kaup- ir verslana- keðjuna 10-11 BAUGUR hf. sem rekur verslana- keðjumar Hagkaup, Nýkaup, Hrað- kaup og Bónus hefur, samkvæmt Mieimildum Morgunblaðsins, keypt ^Vöruveltuna hf. sem rekur versl- anakeðjuna 10-11. I tengslum við kaupin mun Baugur selja eignir og mun standa til að selja tvær af nú- verandi verslunum fyrirtækisins. Verslanakeðjan 10-11 er með þrettán matvöruverslanir á höfuð- borgarsvæðinu með löngum af- greiðslutíma. Velta hennar nam rúmum þremur milljörðum kr. á síðasta ári og fram hefur komið að gert hefur verið ráð fyrir umtals- vert meiri veltu í ár. Fyrirtækið er átta ára gamalt, fyrsta verslunin með þessu nafni var opnuð árið 1991. Stofnendur og aðaleigendur 10-11 eru hjónin Eiríkur Sigurðsson ^og Helga Gísladóttir. Bónus tók þátt í stofnun fyrir- tækisins og átti aðild að því fyrstu árin en lengst af voru Eiríkur og Helga einkaeigendur, eða þangað til í nóvember sl. Þá seldu þau 70% hiutafjár, annars vegar til Eignar- haldsfélagsins Alþýðubankinn hf. og fleiri aðila og hins vegar til fjár- festingarfélagsins Fjárfars. Helga og Eiríkur áttu áfram 25%. Skömmu áður höfðu kaup Kaupfé- lags Eyfirðinga á verslunum fyrir- tækisins gengið til baka að kröfu MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út miðvikudaginn 26. maí. Fréttaþjónusta verður á Fréttavef Morgunblaðsins yfir hvítasunnuna. Slóðin er www.mbl.is. -_______________________________ Eiríks og Helgu, að því er fram kom í frétt Morgunblaðsins á þeim tíma. Að loknum breytingum á eignar- haldi í lok síðasta mánaðar höfðu Eiríkur og Helga aftur eignast 70% í félaginu, í eigin nafni og Fjárfars sem þá var í eigu þeirra og fleiri að- ila. Islandsbanki og Kaupþing áttu 12,5% hvor aðili og 5% voru í eigu fyrirtækisins sjálfs. Tvær verslanir seldar 10-11 verslanirnar hafa verið í viðskiptum við Baug frá því á síð- asta ári að það hóf að kaupa vörur af Aðfóngum, innkaupa- og dreif- ingarfyrirtæki Baugs. í gær keypti síðan Baugur öll hlutabréfin í Vöru- veltunni hf., samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Mun hafa verið til- tölulega stuttur aðdragandi að kaupunum, eða frá því í síðustu viku. Ekki tókst í gærkvöldi að fá opinbera staðfestingu á kaupum Baugs eða kaupverði. í því sam- bandi má geta þess að rætt var um að KEA hefði ætlað að kaupa versl- animar á 900 milljónir í október síð- astliðnum og að 70% hlutur hafi verið seldur á 1500 milljónir mánuði síðar en hvorug talan fékkst stað- fest á sínum tíma. Baugur rekur sem kunnugt er fjórar gerðir af verslunum, Hag- kaup, Nýkaup, Hraðkaup og Bón- us. Hraðkaupsverslanirnar eru með líkan afgreiðslutíma og 10-11 en þær eru allar úti á landi. Virðast 10-11 verslanirnar þess vegna geta fallið vel að annarri starfsemi fyrir- tækisins. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins stendur til hjá Baugi að selja eignir í tengslum við kaupin á 10-11, þar á meðal tvær af núverandi verslunum fyrirtækis- ins. VtMAi rnmmm Ém sas Morgunblaðið/Golli ENN er mikill snjór í Esj- unni og sumarið virðist ætla að láta bíða eftir sér. Ólík- QmOT* Lv yi UnniMQ legt er að mikið sjáist til sól- OIlJ Uí Ilj 1UI i J bj UIlci ar næstu dagana, ef marka má spá Veðurstofúnnar. Undirbúa hækkun lög- boðinna ökutrygginga TRYGGINGAFELOGIN eru með í undirbúningi að hækka iðgjöld lögboðinna bifreiðatrygginga vegna gildistöku breytinga á skaðabótalögum 1. maí síðastlið- inn og er þess að vænta að til- kynnt verði um hækkanirnar fljót- lega. Forsvarsmenn tryggingafé- laganna segja að óumflýjanlegt sé að iðgjöldin hækki þar sem nýju lögin feli í sér verulega hækkun á bótum vegna líkamstjóna eða um 58% hærri bætur en greiða þurfti samkvæmt þeim, sem áður giltu. Verulegt tap var á lögboðnum ökutækjatryggingum hjá öllum stóru íslensku tryggingafélögun- um á síðasta ári. Hins vegar stóð hagur félaganna í heild með mikl- um blóma og nam hagnaðurinn samanlagt á síðasta ári rúmum einum milljarði króna, en hann má að meirihluta rekja til tekna af umsýslu með fjármuni. 58% hærri upphæð Bjarni Guðmundsson, trygg- ingastærðfræðingur, hefur reikn- að út, fyrir Samband íslenskra tryggingafélaga, kostnaðaraukann samfara breytingum á skaðabóta- lögunum nú í samanburði við lögin eins og þau voru úr garði gerð við upphaflega gildistöku þeirra á miðju ári 1993. Við útreikninginn leggur hann til grundvallar tjón sem urðu eftir mitt ár 1993 og voru að fullu uppgerð í árslok 1997. Niðurstaða hans er sú að greiða hefði þurft 58% hærri upp- hæð vegna þessara tjóna ef ákvæði nýju skaðabótalaganna hefðu gilt, í samanburði við þau sem áður giltu. Gerðar voru breytingar á skaða- bótalögunum árið 1996 og dómsúr- skurðir hafa orðið til þess að víkka bótasvið laganna á þessu tímabili. Bjarni sagði í samtali við Morgun- blaðið að þama væri um að ræða samanburð við lögin frá 1993. Það hefði orðið hækkun á bótum á tímabilinu, þannig að breyting nýju laganna miðað við íyira ástand væri að sama skapi minni. ■ Iðgjaldagrundvöllur/10-11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.