Morgunblaðið - 23.05.1999, Síða 10

Morgunblaðið - 23.05.1999, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ TRYGGINGAFÉLÖGIN UNDIRBÚA AÐ HÆKKA IÐGJÖLD LÖGBOÐINNA ÖKUTÆKJATRYGGINGA VEGNA BREYTINGA Á SKAÐABÓTALÖGUM GRUNDVOLLUR NN GJÖRBREYTTUR Tryggingafélögin eru meö í undirbúningi aö hækka iögjöld lögboöinna ökutækja- trygginga vegna hækkana á bótum vegna líkamstjóna í kjölfar gildistöku breytinga á skaóabótalögunum 1. maí síðastliðinn. í samantekt Hjálmars Jónssonar kemur fram aö forsvarsmenn tryggingafélaganna telja hækkun óum- flýjanlega þrátt fyrir mjög góöa afkomu tryggingafélaganna undanfarin ár. GREIÐA hefði þurft 58% hærri upphæð vegna lík- amstjóna sem urðu frá síð- ari hluta árs 1993 og voru að fullu bætt í lok árs 1997 og tryggð voru samkvæmt lög- boðnum ökutækjatryggingum ef greitt hefði verið samkvæmt ákvæðum nýju skaðabótalag- anna sem samþykkt voru á Al- þingi á útmánuðum og tóku gildi 1. maí síðastliðinn, en ekki lög- unum sem tóku gildi um mitt ár 1993, ef marka má útreikninga tryggingafræðings Sambands íslenskra tryggingafélaga þar að lútandi. Sigmar Armannsson, fram- kvæmdastjóri Sambands ís- lenska tryggingafélaga, segir að þetta sýni að fjárhagsleg áhrif nýju skaðabótalaganna séu stór- felld og að bersýnilegt sé að ið- gjaldagrundvöllur í stærstu og mikilvægustu vátryggingagrein- inni hér á landi sé gjörbreyttur. Hann hafi eftir að þessar upplýsingar lágu fyrir gert Fjármálaeftirlitinu grein fyrir þessari alvarlegu stöðu mála. í útreikningnum, sem unninn er af Bjama Guðmundssyni, trygginga- stærðfræðingi, eru lögð til grundvall- ar líkamstjón, sem urðu á síðari hluta árs 1993 og voru að fuliu uppgerð í árslok 1997. Gögnum um tjón var safnað af aðildarfélögum Sambands íslenskra tryggingafélaga og bóta- fjárhæðir umreiknaðar samkvæmt ákvæðum nýju skaðabótalaganna. Fram kemur að við umreikninginn hafi þurft að beita ýmsum nálgunum, en þeim helstum að ákveða þann dag sem miða ætti við mat fjárhagslegrar örorku og að ákveða fjárhagslega ör- orku í þeim málum sem ekki hefði komið til slíks mats samkvæmt eldri lögum. Gert er ráð fyrir að 40% af verðmæti örorkulífeyris frá lífeyris- sjóði dragist frá eingreiðslubótum. Ekki hefur hins vegar verið tekið til- lit til allra þeirra þátta sem breyst hafa frá núgildandi bótareglum og geta haft áhrif á bótagreiðslur, eins og hvað varðar frádrátt bóta al- mannatrygginga sem hefði væntan- lega takmarkaða þýðingu og sama gildir um bætur sjúkra- og lífeyris- sjóða íyrir tímabundið tjón sem hefði væntanlega einnig takmarkaða þýð- ingu þegar frá líður. Þá segir að auk þeirra hækkana sem hér hafi verið reiknaðar megi gera ráð fyrir nokkurri hækkun upp- gjörskostnaðar og hugsanlegt sé einnig að niðurfelling lágmarks við mat á miskastigi muni valda ein- hverri hækkun bóta. Bjami Guðmundsson hefur einnig reiknað út hækkun bótafjárhæða vegna hækkana launa umfram verð- lag á þessu tímabili, en launahækk- anir hafa áhrif á bætur fyrir tíma- bundið atvinnutjón svo og bætur fyr- ir varanlega örorku hjá þeim tjón- þolum sem fá ákvarðaðar bætur eftir eigin atvinnutekjum. Þegar einnig er tekið tillit til hækkunar launavísitölu umfram verðlag er hækkun bótafjár- hæða samkvæmt núgildandi skaða- bótalögum 66% miðað við skaðabóta- lögin sem giltu á árinu 1993. Bjami sagði í samtali við Morgun- blaðið að hann teldi að þessir út- reikningar gæfu nokkuð rétta mynd af áhrifum þeirra breytinga sem gerðar hefðu verið á skaðabótalög- unum í samanburði við lögin eins og þau hefðu verið úr garði gerð árið 1993 og væri í samræmi við annað sem hann hefði athugað í þessu sam- bandi. Hins vegar væri rétt að nefna að það væm ekki mörg stór tjón í því safni sem hann hefði haft til skoðun- ar og hækkun vegna þeirra væri minni en vegna litlu tjónanna. Þess ber að gæta að þarna er um samanburð að ræða á skaðabótalög- unum sem tóku gildi um mitt ár 1993 og nýju lögunum sem gilda frá 1. maí síðastliðnum. I millitíðinni hafa verið gerðar nokkrar breytingar á lögun- um árið 1996 sem breyttu tjóna- rammanum töluvert, auk þess sem dómsúrskurðir hafa orðið til þess að víkka bótasvið laganna á þessu tíma- bili með tilsvarandi hækkun skuld- bindinga tryggingafélaganna, sem endurspeglast meðal annars í vax- andi tapi þeirra á bifreiðatrygging- um undanfarin ár. Bjarni sagði að þama væri því ekki um að ræða reiknaða hækkun frá ástandinu fyrir 1. maí í þessum efnum heldur samanburð við lögin eins og þau hefðu verið úr garði gerð 1993. Það hefði orðið hækkun á bót- um á tímabilinu, þannig að breyting nýju laganna miðað við fyrra ástand væri að sama skapi minni. Samfelldur margfeldisstuðull Skaðabótalögin sem gildi tóku um mitt ár 1993 urðu tilefni harðrar gagnrýni og hefur nánast látlaust verið deilt um þau síðan. Kom gagn- rýnin úr ýmsum áttum og beindist að fjölmörgum atriðum laganna. Varð það til þess að allsherjamefnd Alþingis lagði fram frumvarp á þinginu 1995-96, þar sem auk nokk- urra breytinga, sem ekki vom taldar þola bið, lagt var til að dómsmála- ráðherra skipaði nefnd til að vinna að heildarendurskoðun skaðabóta- laganna og skyldi hann leggja fyrir Alþingi frumvarp til breytinga á lög- unum ekki seinna en í október 1997. Framvarpið kom fram ári seinna eða í fyrrahaust og varð að lögum á útmánuðum með gildistöku 1. maí síðastliðinn eins og áður sagði. Það fól í sér nokkrar meginbreytingar. Helstu breytingaraar vora að við út- reikning bóta fyrir varanlega örorku er notaður samfelldur margfeldis- stuðuil til 75 ára aldurs, en í fyrri lögum var fastur margfeldisstuðull sem lækkaði frá 26 ára aldri. I öðru lagi var við ákvörðun bóta fyrir var- anlega örorku miðað við fjárhags- legt örorkumat fyrir alla slasaða, en ekki einungis þá sem nýta vinnugetu sína til að afla tekna. í þriðja lagi miðast árslaun til ákvörðunar bóta við meðalatvinnutekjur hins slasaða síðustu þrjú almanaksárin fyrir slys, en áður var miðað við heildarat- vinnutekjur hins slasaða síðustu 12 mánuði fyrir slys, auk þess sem tek- in er upp lágmarkslaunaviðmiðun við útreikning bóta fyrir varanlega örorku, en hámark viðmiðunarlauna er óbreytt. í fjórða lagi er reglum um frádrátt frá skaðabótakröfu vegna varanlegrar örorku breytt þannig að auk þeirra greiðslna sem nú dragast frá koma greiðslur frá al- mannatryggingum til frádráttar og hluti örorkulífeyris frá lífeyrissjóði, en það atriði gagnrýndu verkalýðs- félög og lífeyrissjóðir í aðdraganda samþykktar laganna. Einnig var samkvæmt frumvarpinu bótaréttur 70 ára og eldri vegna varanlegrar örorku rýmkaður og breytt var orðalagi um tímamark þegar tíma- bundinni örorku lýkur. Þá eru gerð- ar verulegar breytingar á reglum um örorkunefnd í 10. gr. laganna. Meðal annars er lögð til sú aðalregla að málsaðilar afli sjálfir sérfræði- legra álitsgerða um örorku- og/eða miskamat, en hvor aðili hafi rétt til þess að skjóta slíkum álitsgerðum til örorkunefndar til endurmats. Ör- orkunefnd verði einungis matsaðili á fyrsta stigi þegar málsaðilar óska þess sameiginlega. Þá eru ársvextir af bótum skv. 16. gr. hækkaðir úr 2% í 4,5% og gildissvið miskabóta- reglunnar í 26. gr. laganna er rýmk- að. Veruleg áhrif Einar Sveinsson, framkvæmda- stjóri Sjóvár-Almennra trygginga, sagði ljóst að þessi breyting á skaða- bótalögunum hefði veruleg áhrif á af- komu lögboðinna ökutækjatrygginga, sem ekki hefði verið beysin fyrir. Það liggi fyrir útreikningar á því hver

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.