Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson. Aftur í tónlistina Sigtryggur Baldursson hefur eytt drjúgum tíma í ferðalög undanfarið, enda starfar hann jöfnum höndum að tónlist í Bandaríkjunum, Bretlandi og á Islandi. Hann sagði Arna Matthíassyni að hann hefði naumlega forðað tónlistarferli sínum frá algjörri vitleysu. FYRIR nokkrum árum fluttist Sigtryggur Bald- ursson til Bandaríkjanna með Sigrúnu konu sinni sem hélt til framhaldsnám í líf- fræði. Um það leyti var Sigtrygg- ur á hátindi frægðarinnar hér á landi sem söngvarinn síkáti Bogomil Font, en ytra hugðist Sigtryggur leggja Bogomil á hill- una og fara að vinna við annars- konar og frumlegri tónlist. Það hefur þó tekið hann tíma að finna fjölina sína; það var fyrst á síðasta ári að heyrðist frá honum ný tón- list og á næstu vikum berst annar skammtur, því stutt er í breiðskifu Dip, þar sem Sigtryggur er annar höfuðpaura. Eftir að Sykurmolamir lögðu upp laupana ræktaði Sigtryggur Baldursson, trommuleikari sveitar- innar, með sér aukasjálf sem orðið hafði til á plussklæddum bamum á Hotel Intercontinental í Zagreb nokkram áram áður. Bogomil hratt síðan af stað mambóæði á íslandi með Milljónamæringana sér til halds og trausts, sendi írá sér met- söluplötu og var á hátindi vinsælda og velgengni þegar Sigtryggur lagði hann í salt eins og áður er getið, haustið 1993. Sigrún hélt til náms í Madison, háskólaborgar skammt frá Chicago, og Sigtryggur íylgdi með. Hann lét þau orð falla áður en hann hélt utan að hann myndi hafa ýmis- legt fyrir stafni tónlistarkyns þar ytra, finna sér verkefni með tónlist- armönnum bandarískum og ýmist spila með þeim inn á plötur, stýra upptökum eða sinna eigin tónlistar- sköpun. Ekki vantaði tilboð um vinnu og spilamennsku þegar út var komið, en Sigtryggur segir að það hafi ekki alltaf verið spennandi ■*, STU D ENTAFAGNAÐU R Nemendasambands Menntaskólans í Reykjavík verður haldinn föstudaginn 4. júní nk. á Broadway og hefst kl. 19.00. Nýstúdentar og allir afmælisárgangar eru hvattir til þess að fjölmenna. Miðasala verður í anddyri Broadway miðvikudaginn 2. og fimmtudaginn 3. júní kl. 16-19 báða dagana. Samkvæmisklæðnaður. --— Stjórnin. Fréttir á Netinu mbl.is -ALLTAf= e/TTHV'AO NÝTT~ verkefni, aukinheldur sem hann gat ekki verið of mikið að heiman vegna dóttur sinnar. „Það var ekki fyrr en við fengum frænku mína til að koma út að sinna stelpunni fyrir tveimur áram að ég fór að stunda tónlist af meira kappi,“ segir hann. Stefndi í „aigjöra vitleysu" Hann komst í samband við tón- listarmenn í Chicago, hljóðritaði meðal annars með þeim Bogomil- skífu með lögum eftir Kurt Weill, og setti upp útibú af Smekkleysu í Bandaríkjunum sem var með nokkra starfsemi um hríð. Einnig lék hann undir hjá hinum og þess- um, meðal annarra Adrian Belew, og stýrði upptökum á nokkrum plötum minni spámanna. Lítið fór fyrir eigin tónsköpun og Sigtrygg- ur segist í raun hafa verið að missa feril sinn niður í „algjöra yitleysu", eins og hann orðar það. „Eg var að festast í því að vera stúdíódýr og lausaspilamaður í Madison. Ég var vissulega að vinna með mörgum listamönnum sem vora áhugaverð- ir í sjálfu sér, en mér fannst sem ég yrði að fara að vinna við eigin tón- list, að semja sjálfur tónlist, eða fara frekar að vinna sem trésmið- ur.“ Fyrsta skref í átt að skapandi iðju var samansafn af trommutökt- um sem Sigtryggur hljóðritaði og raðaði á skífu. Sú var ætluð fyrir danstónlistarsmiði sem notað gætu takthluta, sett saman í lykkjur og fléttur. Sigtryggur segir að það hafi aukið sér sjálfstraust til að vinna í hljóðveri og síðan hafi Didda komið honum af stað í tón- listinni fyrir alvöra; hringt í hann og beðið að leggja sér til eitt eða tvö lög á plötu sem hún var með í smíðum. Hann brást hart við, keypti sér hljóðsmala og forrit og byrjaði að vinna af krafti. Leitað til íslands í kjölfar lagasmíðanna fyrir Diddu tók Sigtryggur að vinna úr eigin taktasafni og setja saman granna að lögum. Þegar kom að því að vinna þá granna frekar fann hann ekki neinn til að vinna með í Madison eða miðríkjum Bandaríkj- anna almennt. „Menn þar eru ekki mjög inni í tæknivinnu, hljóðsmöl- um og sörpum, það er hálfgerður hippakeimur af þeirri tónlist sem nýtur mestra vinsælda þar,“ segir hann og hristir hausinn yfir áhuga Bandaríkjamanna á Grateful Dead. Því leitaði Sigtryggur hingað til lands og fékk Jóhann Jóhannsson, liðsmann Lhooq, til að vinna verkið með sér. A sama tíma tók hann upp samstarf við aðra tónlistarmenn hérlenda, Einar Öm Benediktsson og Hilmar Öm Hilmarsson, og vann með þeim aðra og hrárri gerð tónlistar. Það eru hugverk þeirra Jóhanns sem koma út á næstu dög- um undir nafninu Dip, en þeir Sig- tryggur, Einar og Hilmar kalla sig Grindverk og það kemur út síðar á árinu. „Grannhugmyndirnar era svipaðar," segir Sigtryggur, „en fá ólíka meðhöndlun. I Dip vinnum við Jóhann granna frá mér mikið og liggjum yfir þeim, en í Grind- verki er allt mun hrárra og vinnum við eftir grannum sem við leggjum allir til.“ Því má svo bæta við þetta að söngraddir á Dip-skífunni leggja til Sara Guðmundsdóttir, Emilíana Torrini, Asgerður Júní- usdóttir, Margrét Kristín Blöndal og Jón Þór Birgisson. Flakkað milli landa Þó eigin tónsmíðar séu þannig orðnar fyrirferðarmiklar í lífi Sig- tryggs heldur hann áfram að vinna með öðram eftir því sem verkast vill, leika inn á plötur og stýra upp- tökum, enda segist hann verða að lifa af einhverju. Meðal annars hef- ur hann starfað nokkuð með Howard Bernstein, Howie B, til að mynda leikið inn á nýja plötu Les Negres Vertes, sem Howie B stýrði upptökum á, og tekur nú þátt í gerð næstu skífu Howies, Daddy Longlegs. Þessu til viðbótar hefur Sigtryggur unnið talsvert með Emilíönu Torrini, sem hljóð- ritar nú tónlist fyrir breiðskífu sem hún hyggst gefa út með haustinu. Sigtryggur semur nokkur lög á plötunni með Emilíönu, en hefur einnig leikið inn á hana eftir því sem þörf hefur krafið. Vestur í Bandaríkjunum grípur hann svo í að leika inn á band með hinum og þessum og stýra upptökum þegar svo ber undir en einnig leikur hann með sígaunasveitinni Reptile Palace Orchestra sér til gamans, en hún er reyndar smám saman að vinna sér nafn vestan hafs. Meðal ábatasömustu verkefna Sigtryggs síðustu ár hefur þó verið annar trommutaktdiskur sem hann gerði fyrir fyrirtæki sem framleiðir tón- listarhugbúnað. Hann segir þá vinnu reyndar undirstrika að tölv- ur og forrit eigi ekki eftir að gera trommuleikara óþarfa, hver trommuleikari hafi sinn stíl og sinn hljóm og það sé ekki hægt að búa til í tölvu þó hluta megi niður takta frá þeim og nota sem undirstöðu fyrir önnur verk. Það kostar ferðalög og þvæling að starfa í þremur löndum og Sig- tryggur tekur undir það að það sé heldur slítandi. Verst af öllu þykir honum þó hvað hann er lengi fjarri fjölskyldu sinni, nokkrar vikur í senn og iðulega lungann úr árinu. Eins og fram hefur komið er Sigrún, eiginkona Sigtryggs, í doktorsnámi í líffræði. Þegar því er lokið segir Sigtryggur alls óvíst að þau flytji aftur til Islands, enda lít- ið fyrir hana að gera hér á landi á svo sérhæfðu sviði. Ekki telur hann þó líklegt að þau eigi eftir að ílengjast í Bandaríkjunum, verk- efni í Evrópu bíða úrlausnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.