Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1999 51
I DAG
BRIDS
llmsjón GuAimindiii'
l’áll Arnarson
TÍMARITIÐ The Bridge
World hefur komið út sam-
fleytt í 70 ár, eða frá því Ely
Culbertson stofnaði það árið
1929. Fyrir 20 árum fóru
ritstjórar blaðsins að líta
aftur í tímann og endurbirta
stuttai- greinar úr fyrstu
tölublöðunum. Þeir nefna
þessa pistla „Fyrir 50 ár-
um“. Hér er spil sem nýlega
varð 50 ára og var vakið til
lífsins í síðasta tölublaði:
Norður
* -
¥ 642
♦ D108642
* 8642
Suður
A-
¥ ÁD7
♦ ÁKG9753
*ÁD7
Suðui' spilar fímm tígla
og fær út spaðakóng. Við-
fangsefnið er að tryggja
vinning í öllum legum og
hvernig sem vörnin spilast.
Gerðu svo vel!
Þetta virðist vera einfalt:
Henda hjarta úr borði og
laufi heima, og bíða svo með
gapandi skoltana eftir frek-
ari hjálp. En það leynist
gildra í spilinu: Austur gæti
yfirdrepið spaðakónginn
með ás!
Með þann möguleika í
huga er rétt að trompa í
borði og henda hjarta
heima. Spila svo laufi úr
blindum og láta sjöuna duga
ef austur fylgir með smærra
spili. Annars er drottningin
lögð á millispil austurs. Ef
við gerum ráð fyrir að vest-
ur drepi með kóngi verður
hann að spila laufi til baka,
en það gefur sagnhafa færi
á að fría laufáttuna, svo
hjartasvíningin verður
óþörf.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar
um afmæli, brúð-
kaup, ættarmót og
fleira lesendum sín-
um að kostnaðar-
lausu. Tilkynningar
þurfa að berast með
tveggja daga fyrir-
vara virka daga og
þriggja daga fyrir-
vara fyrir sunnu-
dagsblað. Samþykki
afmælisbarns þarf
að fylgja afmælistil-
kynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns
og simanúmer. Fólk
getur hringt í síma
569-1100, Sent í
bréfsíma 569-1329,
sent á netfangið rit-
stj @mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík.
Arnað heilla
OflÁRA afmæli. Áttræð
Ov/verður á 2. í hvita-
sunnu, 24. maí, Ásdís Frið-
bertsdóttir frá Suðureyri
við Súgandafjörð. Hún
dvelur í sumarbústað Súg-
firðinga í Ölfusborgum á af-
mælisdaginn og verður heitt
á könnunni.
fTOÁRA afmæli. í dag,
t/v/sunnudaginn 23. maí,
verður fimmtugur Kjartan
Ásmundsson, Rekagranda
7. Eiginkona hans er Sig-
rún Ásmundar. Þau hjónin
dvelja í París á aímælisdag-
Með morgunkaffinu
káetunni.
SKAK
Umsjón Margcir
Pétursson
STAÐAN kom upp á stór-
móti sem nú stendur yfir í
Sarajevo í Bosníu.
Alexander Morosjevit-
sj (2.720), Rússlandi,
hafði hvítt og átti leik
gegn Ivan Sokolov
(2.620), Bosníu.
36. Hh3! - Bxf2 (Það
reynist ekki vel að
þiggja mannsfómina.
Líklega veitti 36. - gxí5
mesta mótspymu) 37.
fxg6 - Hxd2 38. Rxd2
- RxdO 39. Re4 - Rxe4
40. Hh8+ - Kg7 41.
Hxc8 og svartur gafst
upp.
*
'Ast er...
...aðannast hana
þegar hún er veik.
HVITUR leikur og vinnur.
Stefán frá
Hvítadal
(1887/1933)
Brot úr
Ijóðinu
Vorsól
LJOÐABROT
VORSOL
Svanir fljúga hratt til heiða,
huga minn til fjalla seiða.
Vill mér nokkur götu greiða?
Glóir sól um höf og lönd.
Viltu ekki, löngun, leiða
litla bamið þér við hönd?
Nú finn ég vorsins heiði í hjarta.
Horfin, dáin, nóttin svarta.
Ótal drauma blíða, bjarta
barstu, vorsól, inn til mín.
Það er engin þörf að kvarta,
þegar blessuð sólin skín.
í vetur gat ég sagt með sanni:
Svart er yfir þessu ranni.
Sérhvert gleðibros í banni,
blasir næturauðnin við.
Drottinn, þá er döprum manni
dýrsta gjöfin sólskinið.
ORÐABÓKIN
Að loka sig af
í Mbl. 13. marz sl. stóð
þessi fyiirsögn: „Lafont-
aine lokar sig af‘. Þar
segir írá úrsögn hans úr
öllum embættum. Svo
kom fram, að hann léði
ekki máls á því að tala
við fjölmiðlamenn og
jafnvel ekki heldur við
sjálfan forsætisráðheri'-
ann. Hann lokaði sig
þannig inni frá umhverf-
inu. Hér er um tökuþýð-
ingu úr dönsku, þar sem
talað er um at lukke af
= læsa. Við getum
bjargazt við ögn ís-
lenzkara orðalag, svo
sem að læsa sig inni eða
að loka að sér.
Lafontaine lokar að sér.
Það sakar þvi ekki að
benda á öllu íslenzkara
orðalag, sem hljómai'
sízt lakar í eyrum en tala
um að loka sig af.
J.A.J.
STJ ÖBJVU SPA
eftir Frances Urake
TVIBURAR
Þú ert gæddur góðri eðlisá-
vísun sem ef þú treystir
henni mun leiða þig farsæl-
lega í gegnum lífíð.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Einhverjar spurningar
kunna að vakna um heilsufar
þitt. Hlustaðu því vel á lík-
ama þinn og hunsaðu ekki
það sem hann segir þér.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Allir uppskera svo sem þeir
hafa sáð til og þú auðvitað
líka. Sýndu því umhverfi
þínu umhyggju og hún mun
skila sér margföld.
Tvíburar ^
(21. maí - 20. júni) nA
Þínir nánustu kunna að velta
því fyrir sér hvert þú stefnir
en ef þú ert heiðarlegur og
segir þeim nákvæmlega þinn
hug þá munu þeir standa
með þér.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Fyrr eða síðar munu öll kurl
koma til grafar og því engin
ástæða til þess að vera að
herða á hlutunum. En þegar
myndin er ljós þarftu að
bregðast skjótt við.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Það verður ekki bæði sleppt
og haldið svo þú þarft að
gera það upp við þig hvað þú
raunverulega vilt. Láttu svo
annað lönd og leið en stefndu
ótrauður að takmarkinu.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) vBfL
Það getur reynst fyrirhafn-
arsamt að láta drauminn
rætast en þó er engin ástæða
til þess að leggja árar í bát.
Vog rrx
(23. sept. - 22. október) 4i tíi
Þér kann að finnast þú fær-
ast hratt úr stað en stað-
reyndin er nú sú að hlutirnir
gerast ósköp rólega. Það er
hinsvegar hið besta mál því
sígandi lukka er best.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Allir þurfa að finna hugsun-
um sínum farveg hvort sem
menn skrifa nú fyrir sjálfan
sig eða leyfa öðrum að njóta.
Bogmaður 9 ^
(22. nóv. - 21. desember) Jkí
Það eru mörg handtökin sem
þarf til þess að koma heilu
verki í höfn. En láttu það
ekki aftra þér heldur brettu
upp ermarnar.
Steingeit
(22. des. -19. janúar) áílí
Þótt miklu skipti að aðrir
kunni að meta störf þín er
það þó þýðingarmest að þú
sért sáttur við sjálfan þig og
leggir þig fram.
Vatnsberi
(20. janúar -18. febrúar)
Það getur reynst nauðsyn-
legt að leita viða til þess að
finna sannleikann og þá kann
margt miður fallegt að koma
í ljós. En sannleikurinn mun
gera þig frjálsan.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Varastu að gagnrýna aðra
um of því þú ert nú svo sem
hvorki betri né verri sjálfur.
Mundu að allir hafa eitthvað
til sfns ágætis.
Stjörnuspánn á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru eicici byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
MO RGUNHANI
GLERAUGNABÚDIN
Hebnout KickOer
Laugavegi36
!)
fær 20% aíslátt af
viðskiptum milli
kl. 9 og 11
Vantar örtfl1* Ertu oft þreytt/un a kvöfdin?
Er erfitt að koma sér í gang á morgnana?
Hringdu núna og fáðu upplýsingar um það hvað
rétt næring getur gert fyrir þig.
-27 milljónir manna bera vitni um árangur!-
Svava - 898 8881 / 552 9062
Ráðgjöf - Aðhald - Árangur
Líföndun
Að anda er að lifa
i?V
Guðrún Arnalds verður með helgarnámskeið í líföndun
helgina 20. og 21. mars.
Hvernig væri að taka á móti hækkandi sól með því að fylla þig af orku?
Losa um það gamla og búa til pláss fyrir meiri gleði og kærleika?
Líföndun hjálpar við að ná djúpri slökun, takti við okkur sjálf
og er um leið góð leið til að kynnast okkur sjálfum.
Guðrún Arnalds. símar 551 8439 og 896 2396
Ef við lærum að anda léttar verður Iff okkar ósjálfrátt léttara.
TILBOÐSDAGAR Kíktu á verðin!!!
Full búð af vörura
Verslun Kays listans
Hólshrauni2,Hfj.i
SÖFNUNARSJÓÐUR
LÍFEYRISRÉTTiNDA
Ársfundur
1999
Ársjfundur Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda
veráur kaldinn á Grand Hótel,
Sigftúni 38,Reykjavík, í sal sem keitir Dalurinn,
iniðvikudaginn 26. maí 1999 og kefst kl. 16.00.
Dagsle rá fundarins er:
1. Flutt skýrsla stjómar.
2. Kynntur ársreikningur.
3. Gerá grein fyrir tryggingafræðilegri úttekt.
4. Fjárfestingastefna sjóðsins skýrð.
5. Onnur mál.
Allir sjóðfélagar, jafnt greiðendur sem lífeyrisjiegar,
eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum.
Sjóðfélagar eru kvattir til að mæta á fundinn.
Stjorn
SÖFNUNARSJÓÐS LÍFEYRISRÉTTINDA