Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ 50 ár frá stofnun Sambandslýðveldisms Þýzkalands Frá niðurlægðu hemáms- svæði til nútúnastórveldis Sambandslýðveldið Þýzkaland, öðru nafni Vestur-Þýzkaland, var stofnað fyrir 50 árum er stjórnarskrá þess var undirrit- uð. Auðunn Arnórsson hugleiðir hér hvers Þjóðverjar hafa að minnast á þessum tímamótum. Reuters VESTUR-þýzkt ríki varð að veruleika hinn 23. maí 1949, þegar með- limir þingráðsins (Parlamentarischer Rat), kjörnir fulltrúar frá þeim héruðum Þýzkalands sem hemumin vom af Vesturveldunum, undir- rituðu stjórnarskrána sem ráðið hafði samið. Hér fylgist Konrad Adenauer, formaður ráðsins og síðar fyrsti kanzlari Sambandslýðveld- isins, með einum fulltrúanum undirrita hina nýju stjórnarskrá. Hún tók gildi 24. maí. JÓÐVERJAR minnast þess £ dag, að rétt fimmtíu ár eru liðin frá stofnun vestur-þýzka rítósins, með því að stjómarskrá Sambandslýð- veldisins Þýzkalands var undirrit- uð. Þeir h'ta með misjöfnum huga til baka til þessara fimm áratuga, en hinu fyrstu fjóra bjó þjóðin við stópt land, þar sem hvor hlutinn stóð andspænis hinum sem fram- verðir tveggja stærstu hemaðar- bandalaga heimsins og háðu kalt stríð. Nú er öldin önnur - landið sam- einað á ný og gegnir stóm og virku hlutvertó í heimsmálunum. Stofnun Sambandslýðveldisins - Vestur-Þýzkalands - var lýst yfir hinn 23 maí 1949, níu mánuðum eftir að Jósef Stalín þáverandi Sov- étleiðtogi lýsti því yfir að Berh'n ætti að verða höfuðborg Austur- Þýzkalands, sem stofnað var síðar á árinu. Þar með breyttust her- námssvæði Vesturveldanna og Sovétríkjanna formlega í tvö að- skilin ríki. Nú horfa þeir sem bjuggu og ól- ustu upp austanmegin landamær- anna aftur til fortíðar sem býr yfir mörgum óþægilegum minningum og kljást í nútímanum við margvís- legan vanda, svo sem mjög mikið atvinnuleysi. Þeir sem búsettir voru vestanmegin voru lánsamari; þeir horfu nú aftur til hálfrar aldar óshtins hagvaxtar og stöðugleika. Loks orðið „eðlilegt" ríki Er hemámssvæði Bandaríkja- manna, Breta og Frakka í Þýzka- landi breyttust í sjálfstætt ríki hafði það ekki yfir neinum eigin herafla að ráða og var ektó aðili að neinu vamarbandalagi. Hálfri öld síðar taka herþotur þess þátt í loft- árásum Atlantshafsbandalagsins á Júgóslavíu. Nú, tæpum áratug eftir sameiningu vestur- og austurhlut- ans árið 1990, fagnar hið nýja Þýzkaland afmælinu hvort tveggja sem forsætisríki Evrópusambands- ins (ESB) og G7-hópsins, samtaka sjö helztu iðnríkja heims, og þjónar þannig sem gestgjafi ráðamanna heimsstjórnmálanna. í júlí 1994 úrskurðaði þýztó stjómlagadómstóllinn að ekkert væri því stjórnlagalega til fyrir- stöðu, að Þýzkaland tæki þátt í hernaðaraðgerðum í umboði Sa- meinuðu þjóðanna eða NATO, einnig utan aðildarríkjanna, en harkalega hafði verið um það deilt meðal þýzkra stjórnmálamanna hvort heimilt væri samkvæmt stjómarskránni að þýzkir hermenn tækju þátt í slíkum aðgerðum. Margir álitu þessa ákvörðun dómstólsins beinlínis breyta Þýzkalandi í „eðlilegt" fullvalda rító, sem Vestur-Þýzkaland var aldrei. Vesturhlutinn hafði allt frá ósigiá herveldis nazista og endur- reisn lýðræðis og uppbyggingar efnahagslífs eftir stríðið unað því að vera efnahagslegt stórveldi en „pólitískur dvergur" sem eftirlét öðrum allt hemaðarbrölt umfram þjálfun herskylduhers með skýrt stólgreindu vamarhlutverki. Hið „betra“ Þýzkaland Austur-Þjóðverjar ólust upp í þeirri trú, að þeirra rító væri „betra Þýzkaland“ en hitt sem vestar lá. Vestanmegin var aftur á móti litið svo á, að „Þýzka alþýðu- lýðvelið" væri ekkert annað en leppríki Moskvuvaldsins, sem héldi 17 milljónum landsmanna „í gísl- ingu“. I Austur-Berlín væri glæp- samleg stjóm við völd sem hikaði ektó við að skjóta á eigin þegna, sýndu þeir tilburði til að reyna að flýja yfir landamærin til vesturs. Eftir að Berlínarmúrinn - helzta tákn kalda stríðsins - féll í nóvem- bermánuði 1989 lá Austur-Þjóð- verjum almennt mitóð á að öðlast frelsi og velmegun líkt og landar þeirra vestanmegin höfðu notið áratugum saman. Þegar samein- ingin var um garð gengin og betur kom í ljós hvað það þýddi að stópta úr vernduðu umhverfi áætlanabú- skapar í frjálsa samkeppni mark- aðsbúskaparins, tóku að renna tvær grímur á suma Austur-Þjóð- veija. í apríl sl., átta og hálfu ári eftir sameiningu, var atvinnuleysið í austurhluta landsins enn 17,8%. I nýlegri skoðanakönnun, sem birt var í dagblaðinu Berliner Mor- genpost, kom fram að þótt Austur- Þjóðveijar hefðu í upphafi þessa áratugar almennt litið svo á að þeir hefðu búið við kúgun hins komm- úníska ríkisvalds, þá eru margir famir að sigta það óþægilega úr minningunni og sjá gamla Alþýðu- lýðveldið í jákvæðara ljósi; í þá daga hefði betur verið séð fyrir fé- lagslegum þörfum fólks og fleira í þeim dúr. Kerfisumbóta er þörf en stjómarskráin lifir En það er ekki eingöngu meðal fortíðarfanginna Austur-Þjóðverja, sem efasemdir eru uppi um þróun hins „nýja Þýzkalands". Það kerfi sem reyndist Vestur-Þjóðverjum svo vel fyrstu áratugina, þar sem hið frjálsa markaðshagkerfi var tengt þéttriðnu neti, á undir högg að sækja. Áhrif hnattvæðingar iðnframleiðslunnar og almennt autónnar alþjóðlegrar samkeppni eru mitól í Þýzkalandi, og við það bætist að hlutfall eftir- launaþega hækkar stöðugt. Og at- vinnuleysi er fjarri því að vera bara vandamál Austur-Þjóðverja. Verið er að vinna að hægum umbótum, en þýzkir stjórnmálamenn eru mjög tregir til að hverfa frá þeim grundvallarsjónarmiðum, sem „faðir“ vestur-þýzka velferðarkerf- isins, Ludwig Erhard - sem var efnahagsmálaráðherra í fyrstu vestur-þýzku rítósstjóminni - lýsti sem „frjálsu athafnalífi, sem er sér meðvitað um félagslega ábyrgð sína“. Stjómarskráin sjálf, sem í dag er fimmtug, lifir hins vegar góðu lífi. Þrátt fyrir vissa efnahags- og þjóðfélagslega örðugleika leikur enginn vafi á því að Þjóðverjar bera almennt mitóð traust til stjómskipunar lýðveldisins og von- ast til að flutningur stjórnarseturs- ins frá Bonn til Berlínar, sem á að Ijúka í sumar, breyti því ekki næstu áratugina. Það sem helzt er hægt að ímynda sér að gæti valdið því að Þjóðverjar sæju á bak sínu ást- kæra „Grundgesetz" væri að Evr- ópusamruninn gengi svo langt, að rító Evrópu sameinuðust í „Banda- rító Evrópu" með eina sameigin- lega stjórnarskrá. Þótt sú hugsjón eigi sér marga fylgismenn í Þýzka- landi er þó sennilega óhætt að full- yrða, að þess sé langt að bíða að hún verði raunhæfur kostur í Hvalveiðiáform Færeyinga Fá engan stuðning Dana Þórshöfn. Morgunbiaðið. FÆREYINGAR munu ektó njóta neins stuðnings frá stjóm- völdum í Kaupmannahöfn, ákveði færeyska Lögþingið að gera alvöru úr áður samþykkt- um áformum um að taka aftur upp veiði á stórhvölum. Þetta gerði Niels Helveg Petersen, ut- anrítósráðherra Danmerkur, Færeyingum ljóst í heimsókn til Færeyja í gær. I viðtali við færeyska sjón- varpið sagði Petersen dönsk stjómvöld munu halda sig við fyrri afstöðu, sem gengur út á að rangt sé að stunda stórhvala- veiðar. Vísar Petersen til þess að meirihluti aðildarríkja Al- þjóðahvalveiðiráðsins (IWC) sé þeirrar skoðunar að ektó beri að heimila slíkar veiðar. Þar sem Færeyjar eru ekki sjálfstætt rító sitja fulltrúar þess ekki í IWC, heldur eru fulltrúar Dan- mcrkur þar jafnframt fulltrúar Færéyja. Þetta finnst Færey- ingum illa við unandi með tilliti til hinna augljóslega andstæðu hagsmuna sem Danir og Færey- ingar hafa að gæta á þessu sviði. Jorgen Niclasen, sjávarút- vegsráðherra landstjórnarinnar, segir áformin um að hefja hval- veiðar að nýju í samræmi við heildarsjávarútvegsstefnu Færeyinga, sem gangi út á að nýta á skynsamlegan hátt allar auðlindir hafsins sem umkringja eyjamar. Tafland Munkar styðja leið- toga sinn YFIR 10.000 Búdda-munkar víðsvegar að frá Taílandi söfn- uðust saman í höfuðborginni Bangkok á fimmtudag til að styðja leiðtoga sinn, Dhammachayo, sem sakaður er um trúvillu og svik. Dhammachayo hefur af æðsta muntó landsins og í ýmsum blaðagreinum verið sakaður um að boða trú sem er á skjön við opinbera Búddatrú og að auðg- ast á auðtrúa íylgjendum. Æðsta ráð Búdda hefur til þessa ektó komist að niðurstöðu um dóm í máli hans, þrátt fyrir að hafa gert til þess tvær tilraunir sl. vikur. Hefúr ráðið verið harð- lega gagnrýnt í fjölmiðlum iyrir seinagang og saka fylgjendur Dhammachayo það um að gefa leiðtoga sínum ektó færi á að verja sig. Meintir IRA- menn fá þunga dóma DÓMSTÓLL í Lundúnum dæmdi á íostudag þrjá írska námsmenn, sem taldir eru vera meðlimir í írska lýðveldishern- um (IRA), í 22 til 25 ára fang- elsi. Þeir voru fundnir sekir um að hafa ætlað að sprengja skot- mörk á breska meginlandinu en þeir voni handteknir áður en úr því varð. Sögðu piltamir, sem eru á aldrinum 20 til 26 ára, sprengingarnar hafa verið fyrir- hugaðar til að mótmæla friðar- samkomulagi á Norður-írlandi sem gert var á síðasta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.