Morgunblaðið - 23.05.1999, Page 23

Morgunblaðið - 23.05.1999, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1999 23 Hvað er þá til ráða? HVAÐ er til ráða til að grenna sig annað en fæðubótarefni? Ráðleggingarnar eru margar og margvíslegar og margar slikar má finna á Netinu. Á slóðinni http://www.puebIo. gsa.gov/cic_text/health/weight lossálife/wtloss.htm er að finna greinargott yfirlit yfir allt sem lýtur að megrun og hollu líf- erni. I stuttu máli þá eru engir töfrakúrar til, fæðubótarefni geta verið dýr lausn og besta ráðið er að borða reglulega, borða ríkulega af grænmeti og ávöxtum, leiða hjá sér sætan og þungan mat - og hreyfa sig. Aukakílóin standast ekki sli'kt... og þau fara eins og þau hafa komið: Hægt. Skynsamleg viðmiðun um að léttast er 500 g á viku. Starfsemi Herbalife í Bandaríkjunum og víðar FYRIRTÆKIÐ Herbalife var stofnað í Bandaríkjunum 1980 af manni að nafni Mark Hug- hes. Það leið ekki á löngu áður en at- hygli heilbrigðisyfirvalda beindist að fæðubótarvörum og söluaðferðum fyrirtækisins. Fyrirtækið þrífst enn, en Hughes býr ekki lengur í Banda- ríkjunum eftir röð dómsmála gegn fyrirtækinu. Söluhrun í Frakklandi og Þýskalandi „En hvar eru snekkjur dreifend- anna?“ er fyrirsögnin á grein í tíma- ritinu Forbes 20. október 1997 í til- efni af málaferlum dreifanda gegn Herbalife. Síðan segir: „Mark Hug- hes er meistari í hinni hárfínu list að komast af. Fyrirtæki hans, Herbalife International Inc., með aðsetur í Los Angeles, er pýramídaskipulag, sem prangar út megrunar- og fæðuefna- blöndum af vafasömum gæðum. Nei- kvæð umfjöllun og lagaaðgerðir komu sér illa fyrir viðskipti hans seint á síðasta áratug. En Hughes, 41 árs, heldur áfram að lifa í munaði í 20 milljóna dala glæsihúsi í Beverly Hills.“ Síðan segir að Hughes geti haldið uppi munaðarlífi sínu á kaupi og bónus einum saman, sem 1996 hafi numið 7,3 milljónum Bandaríkjadala. „Hann lifði af vandann í Bandaríkj- unum með því að flytja yfir hafið, þar sem löggjafarvaldið er ekki eins nákvæmt og neytendur enn trú- gjarnari, að minnsta kosti í upphafi.“ Sagt er að 1996 hafi hagnaður Her- balife tvöfaldast í 45 milljónir dala og salan hafi numið 632 milljónum dala. „Útlendingar eru ekki heimskir. Á endanum átta þeir sig á hvenær þeir hafa verið gabbaðir,“ segir í Forbes. í Frakklandi náði salan 97 milljónum dala 1993, en var komin niður í 12 milljónir 1996.1 Þýskalandi nam Her- balife-salan 159 milljónum 1994, en var komin niður í 54 milljónir 1996. Söluverð sjöfalt framleiðsluverð Dómsmálið sem var Forbes tilefni greinarinnar snerist um að Herbalife- sölumaðurinn Dan Fallow, sem að sögn Forbes var nú enginn engill, höfðaði mál í Arizona með ásökunum um að Herbalife hlunnfæri Herbalife- dreifendur, að smásöluverðið væri sjö- falt framleiðsluverðið, auk þess sem Fallow ásakaði Hughes um að nota sambönd við rússnesku mafíuna til að komast inn á rússneska markaðinn. Dómur í þessu máli féll 1998. Her- balife var dæmt til að greiða Fallow 620 þúsund dali fyrir að hafa ekki staðið við samninga um bónus fyrir sölu í sölulínu hans og konu hans, auk þess sem honum voru dæmdar 22.500 dala skaðabætur vegna ann- arra greiðslna. Á móti þurfti Fallow að greiða Herbalife 61 þúsund dali fyrir brot á dreifingarreglum fyrir- tækisms. Um þetta má lesa á slóðinni www.herbalawsuit.com, sem fjöl- skyldan setti upp. Þar er birt mikið af bréfum, sem fjölskyldunni barst frá ýmsum öðrum dreifendum. Þá birtingu reyndi Herbalife að stöðva að sögn Forbes. í bréfunum er bæði hrifningaróður um Herbali- fe, en einnig sögur þeirra, sem álíta sig hlunnfarna eins og Fallow. For- bes ályktar sem svo að þessi og önn- ur málaferli, sem gætu fylgt í kjöl- farið, gætu reynst Hughes erfið. „Mun Hughes enn komast af? Treystið ekki á það í þetta skiptið," segir í lok greinarinnar. Aukaverkanir álitnar merki um góöa virkni í fréttabréfi National Council Against Health Fraud, NCAHF, hefur iðulega verið fjallað um Her- balife. í mars-aprílheftinu 1993 er sagt frá að í fjölþrepasölu fæðubót- arefna tíðkist iðulega að fólki sé ráð- legt að leiða hjá sér aukaverkanir. Því sé jafnvel haldið fram að auka- verkanir eins og höfuðverkur, hiti, útbrot, hægðateppa, niðurgangur, þreyta, slappleild, taugaóstyrkur, þunglyndi og fleira séu af hinu góða, því þau stafi af því að líkaminn sé að losa sig við eiturefni. Síðan er rifjuð upp frásögn í fréttabréfi frá 1986 um að Herbalife hafi samið um bótagreiðslur í kjölfar dauðsfalls sölumanns. Maðurinn er talinn hafa leitt hjá sér einkenni, því hann áleit þau merki um góða virkni efnanna. Einkenni sem undir venju- legum kringumstæðum hefðu orðið til að hann leitaði til læknis. í fréttabréfi NCAHF í júlí-ágúst 1996 er vitnað í tímaritið „Healthy Weight Journal11, sem útnefndi vörur frá Herbalife sem sérstaklega slæm- ar vörur, þar sem í þeim væri ephedrin, örvandi efni. Efnið er bannað hér og vörur með ephedrini gerðar upptækar, ef þær finnast. Á vef „Food and Drug Ad- ministration", „Center for Food Sa- fety and Applied Nutrition" httpv7vm.cfsan.fda.gov, er að finna miklar upplýsingar um ýmsar vörur Herbalife og margvíslegar aukaverk- anir þeirra. Er fjölþrepasala sama og pýramídasala? Oft er mjótt á munum fjölþrepasölu og pýramídasölu FRÆÐILEGA séð er fjöl- þrepasala, „multi-level mar- keting“, ekki það sama og pýramídasala, en í raun vill oft verða mjótt á mununum. Selt er í gegnum sjálfstætt starfandi dreif- endur, ekki í gegnum verslanir. Ágóði dreifenda felst ekld aðeins í því sem þeir selja sjálfir, heldur einkum og sér í lagi af sölu þeirra, sem þeir fá til að selja vöruna. Sá sem aflar sölumanns, fær ágóða af sölu hans. I Bandaríkjunum hefur sala af þessu tagi verið stunduð í rúman aldarfjórðung. Þar er pýramídasala víðast bönnuð, en síðan þarf auðvitað úrskurð í hverju tilfelli hvort tiltekinn dreif- andi stundi pýramídasölu, eða fjöl- þrepasölu, sem ekki stangast á við lög. Á Netinu er auðvelt að nálgast viðvaranir um sölu af þessu tagi, bæði frá „Federal Trade Commission", FTC og bandarísku póstþjónustunni. „Af hverju er pýramídamyndun bönnuð?“ segir á vefsíðu FTC. „Af því að áætlun, sem felur í sér að greitt er fyrir að fá nýja dreifendur hlýtur að hrynja þegar ekki er hægt að fá fleiri dreifendur. Og þegar áætlunin hrynur, tapa flestir peningum - nema þeir sem eru á toppi • pýramídans." Eftir nokkur dómsmál í Banda- ríkjunum er að skapast föst við- miðunarskilgreining um mun fjöl- þrepasölu og pýramídasölu, sem kölluð er 70 prósent reglan. I henni felst að að minnsta kosti 70 prósent af ágóða fjölþrepasölu verða að koma frá sölu til einstaklinga, sem ekki eru dreifendur sjálfir. Annars er um pýramídasölu að ræða. Verslunarhættir á skjön við það sem tíðkast I venjulegri sölu, sem gengur í gegnum verslanir, er áhersla lögð á að dreifa vörunni í gegnum sem fæsta milliliði. Að baki þessu liggja þau einföldu rök að hver milliliður þarf að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Færri milliliðir þýða að öllu jöfnu lægra verð. Fjölþrepasala gengur þvert á þessi rök. í Bandaríkjunum er það talið merki um að það sé í raun ekki salan til einstaklinga, sem skipti höfuðmáli, heldur að ná í milliliði, hafa sem flesta í sinni línu og fá þá ágóða af sölu þeirra. Um leið verður varan og sala hennar ekki aðalatriðið, heldur það að ná í sölumenn. Upplýsingar til væntan- legra íslenskra sölumanna hníga í þessa átt. Venjulegt fyrirtæki, sem ræður sölumenn, leggur að öllu jöfnu áherslu á reynslu af sölustörfum. Þegar verið er að leita að sölufólki til fjölþrepasölu skiptir reynsla sjaldnast máli. Allt sölukerfið byggist á viðvaningum. I hefðbundinni sölustarfsemi tekur fyrirtæki rækilega með í reikninginn að ekki sé verið að hrúga vöru á markað, heldur að eðlilegt samband sé milli framboðs og eftirspurnar. Mettunarstig er rækilega kannað. Fyrirtæki eins og McDonald’s gætir þess að það séu ekki settir upp margir McDonald’s staðir á sama götuhomi. í fjölþrepasölu þekkist fyrirhyggja af þessu tagi sjaldnst. Allir geta fengið að selja vöruna, svo vemd sölumanna er engin. Reikningsdæmi, sem ekki gengur upp „Sölukerfi af þessu tagi líkist keðjubréfum að því leyti að það þarf gríðarlegan markað til að allir hagnist,“ segir Anna Bima Hall- dórsdóttir, en eins og kunnugt er er fjársöfnun með keðjubréfum bönnuð á Islandi eins og víðar. Áætlunin er einfóld. Þú tekur boði um að selja og þá einnig að fá aðra til að selja, því að þannig færð þú ekki aðeins ágóða af þinni sölu, heldur einnig sölu þeirra. Og þegar þeir fara að fá aðra til að selja færðu líka ágóða af þeirra sölu, því þeir eru í þinni „línu“, eins og það kallast á fagmálinu og svo koll af kolli niður alla línuna. Ef litið er á stærðfræðina að baki þessum gylliboðum koma skondnar staðreyndir í Ijós. í ís- lenskri kynningu á hugsanlegum sölumöguleikum Herbalife-dreif- enda er talað um að viðkomandi nái í 3-5 sölumenn, sem hver um sig nái í 3-5 sölumenn, sem hver um sig nái í 3-5 sölumenn og svo fram- vegis. I fyrsta þrepinu em því 3-5. í öðru þrepi eru þá 9-25, sem er svona á stærð við góðan kunningja- hóp upp í lítinn vinnustað. I þriðja þrepi em 27-125, sem er á við lít- inn upp í fremur stóran vinnustað. Þetta lítur kannski ekki sem verst út, en þú ert ekki einn um söluna á Islandi, þar sem reiknað er með að um 400 manns selji Her- balife. Sala af þessu tagi minnir á góða berjalaut. Sá sem kemur fyrstur í lautina fær ömgglega góða uppskera. Þeir sem koma seinna fá lítið eða ekkert. Þeir sem em ofarlega í sölukeðj- unni geta fengið mikið, en eftir því sem fleiri bætast við og fleiri fara að selja takmarkast möguleikarnir, því það verða æ færri til að fá til að selja og æ færri, sem vilja kaupa. Þessum raunvemleika er ekki lýst í kynningu fyrirtækja eins og Her- balife. Útgerðin á vini og kunningja „Söluaðferðin er óaðlaðandi," segir Jóhannes Gunnarsson for- maður Neytendasamtakanna. „Það er maður-á-mann aðferðin og ekki neytandinn, sem leitar eftir vör- unni, heldur leitar söluaðili á vini og kunningja.“ Þar sem það em einstaklingar, sem með fjölþrepasölu gerast sölu- menn þá er markhópur þeirra vin- ir, kunningjar, ættingjar, vinnufé- lagar og nágrannar. Með öðmm orðum þá breytast vináttu- og ætt- arsambönd í viðskiptasambönd með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. „Varðandi þessa söluaðferð má velta því fyrir sér hvar ábyrgðin á vömnni liggi,“ segir Jóhannes. „Getur það verið að einstaklingar séu í þessu tilfelli að taka ábyrgð á efnunum? Þessu er vandsvarað, en ég óttast að neytendur fari flatt á þessari tegund viðskipta.. Viðvörun við fjölþrepasölu „FEDERAL Trade Commission" er opinber bandarísk stofnun, sem fylgist með verslun og viðskiptum í Bandarfkjunum. Á heimasíðu hennar, www.ftc.org/bcp/on- line/pubs/invest/mlm.htm, er að finna viðvörun við fjölþrepasölu. Fólk er hvatt til að nota heilbrigða skynsemi og bent á eftirfarandi at- riði ef það hugleiðir að taka þátt í sölustarfsemi: 1. Foröist allt skipulag, sem fel- ur í sér umboðslaun fyrir að út- vega dreifendur. Það getur verið ólöglegur pýramfdi. 2. Gætið ykkar á skipulagi, sem felur í sér að nýir dreifendur festi kaup á tækjum, upplýsing- um eða öðru til að geta selt. Slíkt skipulag getur hrunið fyrr en varir - og getur verið illa falinn pýramídi. 3. Gætið ykkar á skipulagi, sem felur í sér hagnaö af stöðug- um vexti í „línu" ykkar (þeim, sem eru fyrir neðan ykkur í sölu- skipulaginu) - umboðslaunum af sölu nýrra dreifenda, sem þið eig- ið að ná í - fremur en hagnað af beinni sölu ykkar. 4. Gætið ykkar á áætlunum, sem fela f sér sölu töfravara eða lofa miklum hagnaði. Það er ekki endilega satt þó að seljandi haldi því fram! Biðjiö þann, sem aö sölunni stendur, að styðja fullyrð- ingar sínar áþreifanlegum vís- bendingum. 5. Gætið ykkar á gylliboöum - vafasömum yfirlýsingum seljenda um það hvað þeir hafi hagnast á sölu. 6. Borgið hvorki né undirritiö neitt á „tækifærafundi" eða við aðrar aðstæður, sem fela í sér þrýsting. Farið fram á tíma til að hugsa ykkur um, hvort þið viljiö slást í hópinn. 7. Vinnið heimavinnuna ykkar! Hafið samband við yfirvöld um þá áætlun, sem ykkur býðst - sér- staklega ef um er að ræða full- yrðingar um vörur eða tekjumögu- leika, sem virðast of góöir til að vera sannir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.