Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Útgerðin á auðfenginn Fæðubótarefni eru ákaft aug- r ft x ■ n / lýst og sölumenn tala ijálglega Sfroda OS aildlOSIIÖ ðClflO 'lm ágóðann scm af þeim megi Ö ° hafa. SIGRÚN DAVfÐSDÖTTIR kynnti sér aðstæður á þessum markaði heima og heiman. „Það sem er of gott til að vera satt er heldur ekki satt.“ Þessi gullvæga og einfalda varúðarregla á víða við og þá meðal annars um þann skjótfengna gróða, sem sölufólki er lofað fyrir að selja vör- ur eins og Herbalife. Og þetta á einnig við um nýtt og betra líf með fæðubótarefnum. „Þetta er algjört æði,“ sagði ein sölukona Herbalife um þann áhuga, er hún segist finna fyrir hjá kaupendum. Sölumenn giska á að um 400 seljendur Herbalife séu hér á landi og neytendur þess séu átta þúsund. Þó miklar auglýsingar í blöðum undanfarið gætu bent til að mettunarstigið náist brátt álíta sölumenn ekki að svo sé. „Við búumst við að neytendur verði tuttugu þúsund og þá þarf tvö þúsund sölumenn í viðbót," segir einn sölumaðurinn glaðbeittur. En spumingin er hvort þetta „æði“ skili sér til allra sölumanna, eða aðeins þeirra, sem sitja ofarlega í sölupýramídanum. I Bandaríkjunum er ærinni reynslu til að dreifa í þessum efnum, bæði hvað varðar þessa tegund sölumennsku almennt og sölu Her- balife og gæði efna frá þessu fyrirtæki. Auk þess að líta á íslenskar aðstæður er hér hugað að því hvað almennt gildir um sölumennsku af þessu tagi og feril Herbalife í Bandarfkjunum. Neytendavemd hefur um árabil verið keppikefli í nágrannalöndunum. Hún veitir sölufólki aðhald og neytendum verad. Andspænis harðsnúnu sölukerfi eins og hér um ræðir er spuming hvort íslenskir neytendur eigi nægilega góða kosti, álíti þeir sig hlunnfarna í viðskiptum. I Vs íslenskar gyllivonir BANNAÐAR vörur, ólöglegar auglýsingar og gylltar gróða- vonir er það sem blasir við augum, þegar dreifing Herbalife á íslandi er athuguð. Áróður Herbali- fe-sölumanna fyrir vörunni annars vegar og þó einkum og sérflagi að fólk fari í að útvega fleiri sölumenn er á sömu nótum og í Bandaríkjun- um, eins og kemur fram i kynningar- efni, sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Vamaglinn er að fólk verði að vera duglegt, en hvergi dregið úr því sem í vændum geti verið. En að- algróðaleiðin er ekki í sölu efhanna, heldur í útvegun nýrra sölumanna, rétt eins og opinberar bandarískar stofhanir vara við I íslenskum bæklingum og dreifi- efni, sem Morgunblaðið hefur undir höndum er samtals 21 vörutegund frá Herbalife. Af þeim eru tólf leyfð- ar, en níu bannaðar. Ingibjörg H. Halldórsdóttir hjá Lyfjaeftirlitinu segir að sér komi það á óvart að svo margar vörur séu auglýstar til sölu, án þess að leyfi sé til að flytja þær inn. Ein þessara afurða er svokallað orkute, NRG te, eða „Natural Raw Guarana" te. Guarana er runni, upp- runninn í Brasflíu og fræin hafa lengi verið notuð á þessum slóðum sem örvandi eftii. Sótt var um leyfi til inn- flutnings á teinu til Lyfjaeftirlitsins, sem hafnaði því í janúar, enda guar- ana ekki leyft hér. Sölumaður, sem er með þetta te í dreifingu, segir í samtali við Morgun- blaðið að hann hafi fengið teið inn við hefðbundinn innflutninginn og kann- aðist ekki við að teið væri bannað. „ftessi vara hefði greinflega ekki átt að fara í gegn,“ segir Matthías Berg deildarstjóri hjá rfldstollstjóra. „Hafi þetta te komið inn í gegnum toll eru það mistök. Hann bendir á að komi þessi vara tál dæmis inn í gegn- um skjallaus viðskipti þá renni upp- lýsingamar sjálfkrafa í gegn. „Varan sé ekki sérgreind í tollskrá, sem myndi auðvelda okkur að finna hana, heldur er innan um aðrar vörur.“ Matthías segir tollgæsluna ekki vamarlausa gegn innflutningi af þessum tagi, „en það er ekki hlaupið að eftirliti á þessu sviði, meðal ann- ars af því verið er að létta fyrir skjal- lausum viðskiptum. En við vitum að það er mikill áhugi á fæðubótarefn- um og það er verið að skoða innflutn- ing á Herbalife og líkum efnum.“ Það sem gerir eftirlit með inn- flutningi á Herbalife erfiðan er að vörur af þessu tagi geta komið inn í landið með mörgum hætti. Varan berst hingað til lands í bögglapósti, auk þess sem fólk á ferð í útlöndum getur keypt sér efni erlendis og sett í farangurinn. „Hægir á öldrun“ - ólögleg loforð í bæklingum og dreifiefni, sem Morgunblaðið hefúr undir höndum um Herbalife fæðubótarefni em ýmsar lýsingar á virkni þeirra. Efnin „styrkja ónæmiskerfið, hægja á öldr- un og hrömun fmmna, kólesteról- magn minnkar, blóðþrýstingur lækkar, vinnur á mígreni, tíðarverkj- um, bólgueyðandi, gott vegna vefja- gigtar og brjóskloss". Þegar þetta orðalag var borið und- ir Lyfjaeftirlitið fengust þær upplýs- ingar að óheimilt væri ,4 auglýsingum og kynningum á fæðubótarefnum og náttúmvömm að gefa til kynna að varan kunni að hafa lækningamátt. Með auglýsingum og kynningum er átt við allt efni, sem er birt eða dreift til kynningar á vöranni, svo sem í fjöl- miðlum, í bæklingum, á kynningum og áletranir á umbúðum vöra“. í svari Lyfjaeftirlits við fyrirspum Morgunblaðsins er enn fremur tekið fram að upplýsingar „þess efnis að vara geti haft áhrif á heflsu viðkom- andi hvort sem er til að fyrirbyggja, lækna eða draga úr einkennum sjúk- dóma era óheimilar. Þannig er óheimilt að fullyrða að vara styrki ónæmiskerfið". Af þessu má greinflega marka að ekki er hægt að skjóta sér bak við að þessar fullyrðingar komi ekki fram í fjölmiðlum. Það er einfaldlega óheimilt að dreifa upplýsingum af þessu tagi og merkja vörar með þessum hætti. Undanfarið hafa ýmsir aðilar birt auglýsingar í íslenskum blöðum, þar sem fólki er boðin borgun fyrir að léttast. Af texta auglýsinganna má ætla að leitað sé eftir fólki, sem vilji léttast og fá borgað íyrir það. Er Morgunblaðið grennslaðist fyrir um hvemig í pottinn væri búið kom í ljós að fólk átti að borga 11.900 fyrir mánaðarskammt af Herbalife-fæðubótaefnum, en síðan fá 300-500 krónur til baka fyrir hvert ldló sem hyrfi. Þar sem fólk getur í mesta lagi misst sex kíló á mánuði með þessum efnum gat frá- drátturinn því ekki numið meiru en 1.800-3.000 krónum. Þessi tilboð eru liður í þátttöku í einhvers konar stuðningshópum. Anna Bima Halldórsdóttir hjá Samkeppnisstofnun bendir á að samkvæmt íslenskum lögum séu rangar og villandi auglýsingar bann- aðar og við þau lög gætu slíkar aug- lýsingar varðað. I smáauglýsingum dagblaðanna er töluvert um auglýs- ingar, sem snerta fæðubótarefni. Þar sem Herbalife Int. bannar að efnið sé auglýst þá er það hvergi nefnt opinberlega í auglýsingum, aðeins í bæklingum og öðru dreifi- efni, sem sölumenn eru með. Þar sem slíkt efni gengur manna á mill- um er erfitt fyrir yfirvöld að hafa eftirlit með þvi. í einu kynningarbréfi frá íslensk- um söluaðila Herbalife segir að í boði sé vinna hjá fjárhagslega stöðugu fyrirtæki, sala upp á mflljarða dala og borguð frí á fjarlægum slóðum. „Okkur ber skylda að segja þér að aldur, kunnátta, bakgrannur, reynsla og menntun skipta ekki máli.“ I augsýn séu „meiri peningar, meiri tími, meiri eftirvænting yfir líf- inu, fleiri ástæður tfl að hlakka tfl ffamtíðar þinnar“. Síðan era fullyrðingar eins og „Fólk, sem nær langt, gerir það sem þeir, er ekki ná langt, gera ekki“ og „Aðgerðir era vald, en þekking ekki“. Anna Bima Halldórsdóttir hjá Samkeppnisstofnun segir, að þetta séu sterkar yfirlýsingar. „Spuming- in er hvort verið sé að veita villandi upplýsingar og hvort þeir, sem koma þeim á framfæri geta staðið við þær.“ Að sögn Önnu Bimu er starfandi norrænn samstarfshópur, sem hún á sæti í. Þar er verið að fara í saumana á því hvað talist geti eðlflegir við- skiptahættir á sviðum, sem tengjast fjölþrepasölu. í öðram bæklingi era sett upp margs konar dæmi um hvað hægt sé að hafa upp úr sölu Herbalife. Nefndar era tölur frá nokkur hund- rað dölum upp í tugi þúsunda á mán- uði. Mánaðartekjur geti numið 65-85 þúsundum „og hækka ört“. Arstekj- ur geti verið 780 þúsund upp í 1.120.000. „Jafnvel á ameríska vísu ert þú orðinn mflljónamæringur! Eins og kemur ffam í bandarísk- um viðvöranum hér á síðunni er orðalag af þessu tagi vel þekkt þar. Það er einmitt talið eitt þeirra atriða, sem hægt er að nota tfl að þekkja úr vörur og söluaðferðir, sem beri að varast. I bandarískri umfjöllun um fjöl- þrepasölu er bent á að sala vörannar til einstaklinga sé oft aðeins yfir- varp. Mestur hagnaður felist í að fá sölumenn inn í kerfið. Kynningarefni frá íslenskum sölumanni Herbalife ýtir undir þennan gran, því þar seg- ir: „Markaðsplan Herbahfe byggir á MLM (multi-level marketing) mark- aðssetningu og því duglegri sem þú ert að finna, ráða og skrá sölufólk ásamt því að kenna því og styðja í sölunni, því betur vegnar þér.“ Herbalife dýrara á íslandi en víðast annars staðar Að sögn kunnugra era Herbalife vörur allt að fjórðungi dýrari á Is- landi en erlendis. Það þekkist reynd- ar úr ýmiss konar verslun að vörar séu seldar misdýrt eftir löndum og þá tekið með í reikninginn hver greiðslu- geta sé í viðkomandi landi. Sölumaður Herbalife hérlendis gaf þó Morgunblaðinu aðra skýringu. Að hans dómi er ástæðan sú að efiiið, sem hingað komi, komi um Svíþjóð. Því sé fyrst borgaður af því söluskatt- ur þar og síðan aftur hér. Til standi hins vegar að koma upp vörahúsi á vegum Herbalife hér og þá muni verðið lækka um 25-30 prósent. Siguijón Högnason á skrifstofu ríkisskattstjóra kannaðist ekki við að slík skýring gæti staðist. „Ef vam- ingur er fluttur til landsins eftir hefðbundnum leiðum þá er vara seld úr landi án söluskatts. Það ætti ekki að vera um neina tvísköttun að ræða í verslun milli íslands og Svíþjóðar," segir Sigurjón. Skattar og skyldur Það sem er selt í hússölu og kynn- ingum er að sögn Siguijóns að sjálf- sögðu virðisaukaskattskylt. Undan- tekning frá því er þó ef viðkomandi selur ekki fyrir meira en 220 þúsund á tólf mánuðum. Þetta er gert til að losa kerfið við að elta uppi óveruleg- an söluhagnað. í upplýsingaefni, sem Morgun- blaðið hefur undir höndum og sem ætlað er væntanlegum stjómendum, en svo kallast þeir, sem selja visst mikið magn af Herbalife, er sagt að til að ná því stigi þurfi viðkomandi að kaupa vörur fyrir 350-370 þúsund. Því til viðbótar þurfi að greiða 90 þúsund „fyrir tolla, vöruflutning og virðisaukaskatt“. En ef hugað er betur að þessu virðist tæplega gert ráð fyrir ríflegum gjöldum, því bara virðisaukaskattur af 350 þúsundum er 85.750 krónur. Virkar Herbalife? „Flest megranarduft virka,“ segir Laufey Steingrímsdóttir næringar- fræðingur, „en ég veit ekki hvort Herbalife er betra en önnur efni. Spumingin er hins vegar hvort ár- angurinn, sem náð er með slíkum efnum er varanlegur. Það væri fróð- legt að fylgjast með fólki eftir að það hættir að nota efnin.“ Laufey segist ekki mæla með notkun megrunardufts, þó notkun þess geti átt rétt á sér til að komast af stað í megran. „Mikil eftirsókn í Herbalife og svipuð efni sýnir hvað áhyggjur af offitu hvfla þungt á mörgum, en jafnframt að það virðist þurfa betri lausnir." Laufey segist ekki vera með neina töfralausn, en breyttar matarvenjur, hreyfing og reglulegir matmálstímar séu oft skref íyéttaátL........ . Hvað er selt í ÝMSAR aðrar vörur en Herbalife eru seldar í fjölþrepasölu á Islandi. Þar má meðal annars nefna Nature’s Own, sem er einnig fæðubótarefni, NuSkin fjölþrepasölu snyrtivörur, Clear Trend afþurrkunarklúta, Tupperware-flát, Waves- heilsuúða og Rainbow- ryksugur. ■ Viðvörun um sölu og kaup fæðubótar- og hollustuefna NATIONAL Council Against Health Fraud“, NCAHC, er op- inber bandarísk stofnun, sem fylgist með svikum og prettum á heilbrigð- issviðinu. í fréttabréfi stofnunarinn- ar í mars-apríl 1993 stendur að sök- um tíðra fyrirspuma um alls kyns fæðubótarefni, seld af „sjálfstæðum dreifingaraðilum", hafi verið teknar saman nokkrar almennar ábending- ar. Meðfylgjandi atriði eru byggð á þeim ábendingum. Viðvörun til neytenda 1. Vörur sem seldar era með þessum hætti verða að vera á of háu verði til að fjármagna freklegan ágóða, sem dreifiaðilum er lofað. 2. Sölufólk með lítið annað en þjálfun frá fyrirtækinu er oft rang- lega kynnt sem „heilsuráðgjafar“, þótt eina takmark þeirra sé að selja vöruna. Jafnvel þegar sölumaður er hæfur og varan í lagi þá felur það í sér alvarlegan hagsmunaárekstur að vera bæði ráðgefandi og seljandi. 3. Sölufólk er hvatt til að koma með munnlegar fullyrðingar um gagnsemi vörunnar, meðan fyrir- tækið leitast við að firra sig ábyrgð með athugasemdum í smáu letri bæklinga. Viðvörun til þeirra sem hugieiða sölu 1. Sum fjölþrepasala er dulbúin pýramídasala. Mikilvæg viðmiðun er að megnið af sölupni fer ekki tiL^ neytenda, heldur til vongóðra dreif- enda, sem þurfa að kaupa lágmarks skammt til að fá að byrja. 2. Sá sem tekur þátt í sölu heilsu- efna getur hugsanlega gerst sekur um skottulækningar. Rannsóknir sýna að algengasta ástæðan til að fólk notar skottulækningar eða vafasöm efni til heilsubótar er að það hefur heyrt af þeim hjá vinum og kunningjum. Seljendum hollustu- og fæðubót- arefna er ráðlagt að neyta eftianna sjálft svo það geti vitnað af sann- færingu um gagnsemi þeirra. Mörg þessara efna era unnin úr jurtum, sem hafa lyfjaverkanir, auk þess sem lyfleysuáhrifa gætir oft. Einnig getur ábatavon oft ýtt undir þá til- finningu að efnin virki eins og lofað er. 3. Verðið, sem goldið er fyrir sölumennsku af þessu tagi getur oft verið hátt, þar sem sölumanna er oft leitað í hópi vina, ættingja, vinnufélaga og annarra kunningja. Fólk ætti því að hugleiða hversu mikils það metur góðan orðstír sinn í þessum hópi. 4. Læknar, sem taka að sér að dreifa efnum af þessu tagi, geta gert sig seka um athæfi, sem ekki samrýmist starfi þeirra. Sama gildir um annað starfsfólk í heilbrigðis- stétt, auk þess sem það getur á þennan hátt eyðilagt samband sitt við sjúklinga og aðra, sem það um- gengst íkrafti vinnu sinnar. mu i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.