Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1999 11 áhrif lagabreytingamar hafi á hækk- un slysabótanna og það segi sig sjálft að taka verði iðgjöldin til endurskoð- unar til samræmis ef ekki eigi illa að fara. Þeir líti þessar breytingar mjög alvarlegum augum og sé nauðugur einn kostur að bregðast við með því að hækka iðgjöldin. Það sé nú til mjög ítarlegrar skoðunar hjá félaginu og hann eigi von á því að niðurstaða í þeim efnum liggi fyrir fyrr en seinna. Lagabreytingamar hafi tekið gildi 1. maí síðastliðinn og frá þeim tíma sé félögunum skylt að bæta tjón sam- kvæmt þeim vegna allra þeirra trygg- inga sem í gildi séu. Því sé nauðsyn- legt að bregðast við þessu eins fljótt og nokkur tök séu á. Aðspurður hvort íslensku trygg- ingafélögin væm ekki vel í stakk bú- in að mæta þessum breytingum í ljósi mikils hagnaðar síðustu ára, sagði Einar að það væri lykilatriði í öllum rekstri að hann skili hagnaði. Ef hann gerði það ekki færi illa, eins og dæmin sönnuðu, og allur hagnað- ur íslensku tryggingafélaganna dygði ekki til þess að mæta þeim hækkunum á bótum sem nýju skaða- bótalögin hefðu í för með sér. Það væri lykilatriði í tryggingarekstri að iðgjöld í hverri tryggingagrein stæðu undir tjónum og rekstrar- kostnaði og það væri óábyrgt annað en bregðast við þeim aðstæðum sem nú væm uppi í kjölfar gildistöku lag- anna. „Málið er að Alþingi setur lög um það hvernig skaðabótarétti skuli háttað og það er gott og gilt. Dóm- stólar túlka síðan ýmsa þætti hans og það verður til einhver reikningur og okkur er falið að innheimta hann hjá bíleigendum í landinu,“ sagði Einar. Unnið að endurskoðun Axel Gíslason, forstjóri Vátrygg- ingafélags Islands, sagði að unnið væri af krafti að því að endurskoða gjaldskrá vegna lögbundinna öku- tækjatrygginga innan fyrirtækisins. „Lögin eins og þau vom afgreidd í þinginu fela í sér mikinn kostnaðar- auka frá því sem var í frumvarpinu þegar það var lagt frarn. Fmmvarpið breyttist í meðforam þingsins og það er alveg ljóst að breytingamar koma til með að hafa í för með sér mikla aukningu tjónagreiðslna og samsvar- andi hækkun iðgjalda. Það er óhjá- kvæmilegt og í því erum við að vinna,“ sagði Axel. Hann sagði að stefnt væri að því að ljúka þessari vinnu fyrir lok mán- aðarins. Það væri óhugsandi annað en að iðgjöldin hækkuðu og þau þyrftu að hækka nokkuð mikið, „enda setur löggjafinn þama vem- lega kvöð á þessa skyldutryggingu. Samkvæmt lögum er skyldutrygging á ökutækjum og frá henni verður ekki vikist. Líkamstjón samkvæmt þessum tryggingum verður að gera upp samkvæmt þessum nýju skaða- bótalögum og þegar þeim er breytt í einu vetfangi breytist algjörlega all- ur grandvöllur tryggingarinnar og hana þarf að skipuleggja upp á nýtt. Iðgjaldagrundvöllurinn er orðinn all- ur annar en hann var. Þetta er nú bara eins og þegar olíufélögin verða að sæta því að olíuverð á heims- markaði hækkar þá er ekkert um annað að ræða en það endurspeglist í verðinu á markaðnum hér,“ sagði Axel. Hann sagðist ekki vilja að sinni ræða um það hvað hækkunin þyrfti að vera mikil. Aðspurður um hvort félagið, í Ijósi góðrar afkomu, gæti ekki tekið á sig þær hækkanir sem skaðabótalögin hefðu í för með sér sagði hann að allur hagnaður VIS á síðasta ári myndi ekki duga tO þ’ess að mæta þeim áhrifum sem breyt- ingar á skaðabótalögunum hefðu, þó hann yrði allur látinn ganga til þess. Hins vegar væri við mat á iðgjalda- þörfinni fullt tillit tekið til ávöxtunar fjármuna. Hljóta að breytast Gunnar Felixson, forstjóri Trygg- ingamiðstöðvarinnar, sagði að hjá fé- laginu væri verið að skoða þau áhrif sem breytingar á skaðabótalögunum hefðu með það fyrir augum að breyta gjaldskrám. Þeirri vinnu tengdist að vísu einnig fyrirhuguð sameining Tryggingamiðstöðvarinn- ar og Tryggingar, en í því fælist meðal annars undirbúningur að sam- eiginlegri gjaldskrá fyrir bæði félög- Dæmi um skyldutryggingu bifreiðar Toyota Corolla bifreið, 1995 árgerð, með 1.300 rúmsm. vél. Ökumaður eldri en 25 ára og býr á höfuðborgarsvæði. Hæsti bónusflokkur. Lægsta mögulega iðgjald. íslensku tryggingafélaganna Afkoma árið 1998 Fjárhæðir eru í milljónum króna Mr <g) vís Trygginga- miðstöðin Sjóvá- Almennar Bókfærð iðgjöld 1.419,2 646,2 1.422,5 Iðgjöld ársins 1.397,5 622,2 1.341,3 Tjón ársins (1.630,8) (897,2) (1.423,1) Ágóðahlutdeild (1,0) (31,6) Rekstrarkostnaður (350,5) (157,9) (308,9) Til endurtryggjenda 20,8 0,2 31,5 Breyting á útjöfnunarskuld 155,0 Fjárfestingartekjur 481,0 161,2 404,8 Hagn. (tap) af vátrygg.rekstri (124,6) (271,6) (141,0) in. í þeirri gjaldskrá væri tekið mið af ákvæðum skaðabótalaganna og líka því tapi sem verið hefði á ábyrgðartryggingum. „Það er náttúrlega ljóst að iðgjöld hækkuðu ekki vegna breytinga á skaðabótalögunum 1996, sem juku þá tjónabætur. Síðan hefur verið launaskrið í landinu allt þetta tíma- bil. Iðgjöld ábyrgðartrygginga hafa á sama tíma ekkert hækkað og það kemur síðan fram í slæmri afkomu þessara trygginga, þannig að þetta hlýtur að breytast,“ sagði Gunnar. Halldór Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Alþjóðlegrar miðlunar, sem hefur umsjón með FIB-tryggingu, sagðist telja að nýju skaðabótalögin kölluðu á breytingar á iðgjöldum hjá öllum félögunum sem seldu lögboðn- ar ökutækjatryggingar. „Utreikn- ingsgmndvöllminn breyttist það mikið að ég held að það sé óhjá- kvæmilegt. Það er bara spuming hvenær það verður,“ sagði Halldór. Hann sagði að breytingamar snem fyrst og fremst að varanlegri örorku og snertu þar af leiðandi þann hluta bílatrygginganna. „Það urðu það miklar breytingai' og hækkanir á stuðlum að það fer ekki hjá því að tryggingarnar þurfi að hækka,“ sagði Halldór. Hann sagði að umbjóðendur þeirra, sem væm Lloyd’s í London, hefðu fengið allar upplýsingar í hendur í þessum efnum og þar væri einnig verið að skoða þessi mál, en hann vissi ekki hvenær niðurstaða lægi fyrir. FÍB-trygging hóf göngu sína síðla í september árið 1996 og sagði Hall- dór að reksturinn hefði gengið ljóm- andi vel. Allh' aðilar á mai'kaðnum hefðu lækkað sig í kjölfarið og f'ai'ið mjög nálægt þeim iðgjöldum sem Lloyd’s væra með. Það hefði sýnt sig hingað til að þau iðgjöld sem Lloyd’s hefðu verið að bjóða hefðu verið raunhæf, en nú væra skaðabótaregl- urnar að breytast og það hlytu allir að þurfa að laga sig að því. Hann sagði að upplýsingar um rekstur FIB-tryggingar lægju ekki fyrir hér á landi, enda væri um er- lent tryggingarfélag að ræða. Séu sanngjörn og I samræmi við áhættu Fjármálaeftirlitið tók yfir verkefni bankaeftirlits Seðlabanka íslands og Vátryggingaeftirlitsins um síðustu áramót. Hlutverk þess hvað trygg- ingafélögin varðar er meðal annars að fylgjast með að tryggingafélögin geti staðið við þær skuldbindingar sem þau taka á sig gagnvart við- skiptavinum sínum, þ.e. að iðgjöldin séu í eðlilegu samræmi við kostnað og þá áhættu sem um er að ræða. I lögum segir að það skuli fylgjast með iðgjaldagmndvelli vátrygginga með það fyrir augum að iðgjöld sem í boði era hér á landi séu sanngjöm í garð vátryggingataka og í samræmi við þá áhættu sem í vátryggingum felst og eðlilegan rekstrarkostnað. Fjármálaeftirlitið fylgist með ís- lensku félögunum, en FIB-trygging, sem rekin er af breska tryggingafé- laginu Ibex hjá Lloyd’s, er háð þar- lendu eftirliti. Það hefur raunar orð- ið tilefni til athugasemda. í ársský- slu Sjóvár-Almennra segir til að mynda, að nokkur munur sé á starfs- aðstöðu innlendra og erlendra aðila í þessum efnum, þar sem upplýsingar um innlendu félögin séu aðgengileg- ar öllum í ársreikningum þeirra og skýrslum Fjármálaeftirlitsins. Slíkar upplýsingar liggi ekki fyrir um þau erlendu félög sem hér starfi. „Þessi munur skekkir að sjálfsögðu sam- keppnisstöðuna en mikilvægt er að eitt gangi yfir alla í þeim efnum,“ segir síðan. Að öðra leyti ríkir frjáls sam- keppni og virkur samkeppnismark- aður milli tryggingafélaganna um ið- gjöld og þá þjónustu sem þau bjóða. Þau þurfa þannig ekki að sækja um eða tilkynna Fjármálaeftirlitinu um fyrirhugaðar breytingar á iðgjöldum sínum, heldur geta tilkynnt um þær hvenær sem er. Breytingin kemur þá til framkvæmda þegar næst kem- ur að endurnýjun tryggingarinnar. Þegar um lögbundnar ökutækja- tryggingar er að ræða era þær alla jafna annaðhvort til 6 eða 12 mán- aða. Þær gilda frá þeim tíma sem trygging er keypt og eru uppsegjan- legar með mánaðar fyi-irvai'a. Rúnar Guðmundsson, lögfræðing- ur hjá Fjármálaeftirlitinu, segist eiga von á þvi að tryggingafélögin séu að kanna hvort þau þurfi að grípa til ráðstafana vegna breytinga á skaðabótalögunum sem gildi tóku 1. maí síðastliðinn. Fjármálaeftirlitið hafi ekki enn sem komið er gert könnun á því hvað lagabreytingam- ar þýði í samanburði við eldri lög, en slíkur samanburður kunni að vera fyrirhugaður. „Við getum þurft að vega það og meta hvaða áhrif skaða- bótalög hafa á tjónakostnað og því um líkt og um leið iðgjöld," sagði Rúnar ennfremur. Hagnaður meiri en milljarður Þó hagur tryggingafélaganna hafi staðið með miklum blóma undanfar- in ár og afkoma greinarinnar líklega aldrei verið jafngóð og í fyrra hefur afkoma lögbundinna ökutækjatrygg- inga verið slæm og þær ein fárra tryggingagreina sem reknar vora með tapi á síðasta ári. Þrátt fyrir það var sameiginlegur hagnaður al- mennu tryggingafélaganna á árinu 1997 nærfellt einn milljarður króna. Hagnaður sem hlutfall af veltu nam 7,7%, eins og árið 1996 og arðsemi eigin fjár var rúmlega 21%. Árið í fyrra var ekki verra. Þá var hagnaður Sjóvár-Almennra 464 milljónir króna samanborið við 361 milljón kr. árið áður, hagnaður Vá- tryggingarfélags Islands var 311 milljónir kr. samanborið við 305 milljónir króna árið á undan, en það er jafnframt besti árangur félagsins frá upphafi, hagnaður Trygginga- miðstöðvarinnar var 301 milljón króna í fyrra samanborið við 222 milljónir króna árið áður og hagnað- ur Tryggingar var 17 milljónir kr. í fyrra, en stefnt er að sameiningu þess félags við Tryggingamiðstöðina, eins og fram hefur komið. Raunar stafar þessi mikli hagnað- ur félaganna í sífellt auknum mæli af umsýslu með fjármuni en minnihlut- inn kemur af hefðbundnum trygg- ingarekstri. Þannig skapaði rekstur trygginga þeim sameiginlega 463 milljóna króna hagnað á árinu 1997, sem er 175 milljónum króna minna en árið áður, en 762 milljónir króna verða til í umsýslu fjármuna, sem er 104 milljónum króna meira en árið á undan. Samt sem áður er búið að færa fjármagnstekjur sem beint til- heyra tryggingarekstrinum á ein- stakar tryggingagreinar. Þessarar þróunar gætti í enn ríkara mæli á síðasta ári og á aðalfundi Sjóvár-Al- mennra fyrr á árinu var sagt að með nokkrum einföldunum mætti segja að hagnaður félagsins á árinu 1998 kæmi að einum fjórða frá vátrygg- ingarekstri og að þremur fjórðu frá fjármálarekstri. Þetta hlutfall hefði verið að breytast á undaníörnum ár- um, þar sem tryggingareksturinn hefði á áram áður lagt til tvo þriðju hagnaðar en fjármálarekstur einn þriðja. Ein skýring þessa er sú að tjóna- sjóðir fyrirtækjanna hafa verið að stækka i takt við auknar skuldbind- ingar þeirra. Hluti tryggingastarf- semi er umsýsla fjármuna eðli máls- ins samkvæmt þar sem tryggingafé- lögin taka við iðgjöldum vegna tjóna sem falla til í framtíðinni að viðbættu eðlilegu rekstrarálagi. Umsýsla þessara fjármuna og ávöxtun þeirra þar til að greiðslu vegna tjóna kemur er því eðlilegur hluti trygginga- rekstrar, enda ber að reikna fjárfest- ingartekjur af bótasjóðum eða eigin vátryggingaskuld félaganna, sam- kvæmt viðmiðunum sem Fjárfest- ingareftirlitið setur áriega í þeim efnum. Við uppgjör síðasta árs var reiknað með 4,90% vöxtum, sam- kvæmt ársskýrslu Tryggingamið- stöðvarinnar, auk verðbótahækkun- ar samkvæmt vísitölu neysluverðs. Raunávöxtun fjármunanna var tals- vert meiri og þar verður til veraleg- ur hagnaður í félögunum sem hefur á undanförnum áram staðið undir stöðugt stærri hluta af heildarhagn- aði þeirra, eins og fyrr sagði. A síðasta ári vora fjárfestingar- tekjur Sjóvár-Almennra trygginga þannig 1.235 milljónir króna og þar af námu fjárfestingartekjur yfir- færðar á vátryggingarekstur rúmum 598 milljónum króna. Hagnaður af fjármálarekstri var hins vegar 457 milljónir króna. Fjárfestingatekjur VÍS námu tæpum 1.134 milljónum króna og þar af námu íjár- magnstekjur af vátryggingarekstri 730 milljónum króna. Hagnaður af fjármálarekstri nam tæpum 340 milljónum króna. Fjárfestingartekj- ur Tryggingamiðstöðvarinnar námu tæpum 680 milljónum króna. Þar af voru fjárfestingartekjur af vátrygg- ingarekstri 338 milljónir króna, en hagnaður af fjármálarekstri var tæpar 285 milljónir króna. Slæm afkoma ökutækjatrygginga Ökutækjatryggingar era stærsta einstaka tryggingagreinin og þar vega lögbundnar ökutækjatrygging- ar þyngst. Má segja að hjá íslensku félögunum séu nálægt 30% af ið- gjöldum félaganna í frumtrygging- um vegna þeirra og að frá frjálsum ökutækjatryggingum komi 10-15% af iðgjaldatekjunum til viðbótar. Af- koma í lögbundnum ökutækjatrygg- ingum hefur hins vegar verið slæm síðustu ár eftir að samkeppni jókst á markaðnum með tilkomu erlends að- ila. Þar vega einnig þungt breytingar sem gerðar vora á skaðabótalögun- um árið 1996 og úrskurðir dómstóla á þessu tímabili, sem orðið hafa til þess að víkka bótasviðið. Þetta end- urspeglast í auknu tapi á ökutækja- tryggingum. Þannig er bókfært tap Tryggingamiðstöðvarinnar af lög- boðnum ökutækjatryggingum 271 miUjón króna á síðasta ári, tap VÍS 124 milljónir króna og tap Sjóvár-Al- mennra 141 milljón króna. Þessi afkoma er gerð að umtals- efni í ársskýrslum fyrirtækjanna. I ársskýrslu Tryggingamiðstöðvarinn- ar er vísað tU þess sem sagði í árs- skýrslu félagsins árið áður, um að slæm útkoma þessarar trygginga- greinar sýni að sú iðgjaldalækkun sem gerð hafi verið í kjölfar komu erlendra vátryggjenda á íslenska vá- tryggingamarkaðinn í samstarfi við FIB standist ekki og sé það vissu- lega áhyggjuefni þar sem líklegt sé að það taki langan tíma að laga ið- gjöldin aftur að áhættunni í þessari grein. Jafnframt er bent á að hluta tapsins á síðasta ári megi rekja tU túlkunar dómstóla á skaðabótalög- unum sem hafði þau áhrif að hækka þurfti áætlaðar ógreiddar slysabæt- ur frá fyrri árum. Síðan segir: „Þá munu nýsamþykktar breytingar á skaðabótalögunum hækka tjóna- greiðslur vegna umferðarslysa. Aug- ljóst er að leiðrétta þarf iðgjalda- taxta þessarar greinar hið fyrsta. Það getur ekki gengið tU lengdar að markaðurinn reki stærstu grein vá- trygginganna með veralegu tapi.“ í ársskýrslu Sjóvár-Almennra trygginga eru breytingar á skaða- bótalögunum gerðar að umtalsefni og sagt að því miður hafi þess ekki verið gætt sem skyldi að virða það sjónarmið að menn verði ekki betur settir fjárhagslega eftir tjón en fyrir. „Þegar um oftryggingu er að ræða er bæði hætta á misnotkun en eins er það vitað að kostnaðurinn lendir að lokum á þeim tryggðu í formi hærri iðgjalda. Það gleymist oft í umræðum að tryggingafélög eru fyrst og fremst að miðla skaðabótum tU tjónþola. í ábyrgðartryggingum ökutækja, svo dæmi sé tekið, era það sem betur fer aðeins tæplega 1% tryggðra sem lenda í því að valda öðram líkamstjóni. Vegna þessa eina prósents fellur hins vegar til kostn- aður vegna slysatjóna sem nemur tæpum tveimur þriðju af heildar- tjónagreiðslum greinarinnar. Þar sem langflestir landsmenn era með ökutækjatryggingar þá snertir það meirihluta þeirra hvemig skaðabóta- rétti er háttað." Meirihlutinn vegna iíkamstjóna Lögboðnar ökutækjatryggingar taka bæði til munatjóna og líkams- tjóna og samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hefur hlutur líkams- tjónanna af heUdinni farið vaxandi. Gera má ráð fyrir að meira en helm- ingur kostnaðar vegna tjónsupp- gjöra sé vegna líkamstjóna og allt upp undir tveir þriðju hlutar. Ef þeir útreikningar, sem að framan greinir um að bótafjárhæðir vaxi um 58%, sé gert upp eftir nýju skaðabótalögun- um borið saman við eldri lög er ljóst að forsendur eru mikið breyttar frá því sem var, en kostnaður nú við að tryggja lítinn fólksbQ á höfuðborgar- svæðinu er um 25 þúsund krónur á ári miðað við hæsta bónusflokk og að eigandi hafi náð 25 ára aldri. Trygg- ingafélögunum er því vandi á hönd- um. Iðgjaldabreytingar eru vand- meðfamar þar sem hörð samkeppni ríkir á þessu sviði og miklir hags- munir í húfi, enda um stærstu vá- tryggingagreinina að ræða, sem skapar tryggingafélögunum stóran hluta af iðgjöldum sínum. Félögin geta trauðla sætt sig við að tapa markaðshlutdeild, enda gæti það haft áhrif í öðram tryggingagreinum þar sem ökutækjatryggingar tengj- ast iðulega öðram tryggingum sem fólk þarf á að halda. Hins vegar geta tryggingafélögin heldur ekki horft fram á stórfeUt tap í þessari grein trygginga, þar sem það getur ekki gengið upp til lengdar. Góð afkoma félaganna á undanförnum áram, þrátt fyrir slæma afkomu ökutækja- trygginga, ætti þó að gera félögun- um auðveldara um vik að bregðast við breyttum aðstæðum vegna laga- setningar Alþingis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.