Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 33
32 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1999 33 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. TIL ENDIMARKA JARÐARINNAR HVÍTASUNNAN er ein þriggja stórhátíða kristinnar kirkju. Hinar tvær, hátíðir ljóssins og lífs- ins, virðast skipa hærri sess í huga margra nútímamanna ef marka má ytra tilstand. Þó er hvítasunnan engu síðri hátíð en jól og páskar, því ef lærisveinar Krists hefðu ekki fyllst kraftinum frá hæðum í Jer- úsalem forðum væri kiistin kirkja ekki til í dag. Hvorki haldin kristin jól né páskar. Lærisveinamir vom allir sam- ankomnir á einum stað, kjarninn sem eftir stóð af þeim sem slegist höfðu í för með Jesú frá Nasaret. Það vora fimmtíu dagar frá pásk- um þegar meistarinn var kross- festur. Þeir höfðu séð tómu gröf- ina og hitt hann upprisinn. Meira að segja snert hann og matast með honum. Tíu dögum áður hafði Jesús horfið sjónum þeirra og við tóku langir dagar í bið. Lærisvein- amir biðu þess að kveðjuorð meistara þeirra rættust: „En þér munuð öðlast kraft, er heilagur andi kemur yfir yður, og þér mun- uð verða vottar mínir í Jerúsalem og allri Júdeu, í Samaríu og allt til endimarka jarðarinnar" (Postula- sagan 1:8). Á hvítasunnudag rættist fyrir- heitið svo fáum duldist. Gnýr af himni, eldtungur og lærisveinamir fylitust heilögum anda. Huggarinn og hjálparinn, sem Jesús hafði lof- að að senda, fyllti þá krafti og nýj- um kjarki. Fyrirgangurinn vakti mikla athygli og dreif að fjölda manns, jafnt heimamenn og að- komna sem vora margir í borginni. Fólkinu brá við því hver og einn heyrði lærisveinana mæla á sinni tungu. Þetta vakti bæði spurning- ar og spé áheyrenda. Þá steig Pétur fram fyrir mann- fjöldann og hóf upp raust sína. Sami Pétur og rúmum sjö vikum áður hafði ekki þorað að kannast við Krist fyrir þemunni í garði æðsta prestsins. Nú brast hann hvorki kjark né orðkynngi, inn- blásinn af kraftinum frá hæðum. Bjargfastur í trúnni studdi Pétur mál sitt tilvitnunum í ritningamar og sýndi fram á að sá Jesús, sem lýðurinn lét krossfesta, væri bæði Drottinn og Kristur. Þrjú þúsund veittu orði hans viðtöku og létu skírast. Kristin kirkja var orðin til. Á hvítasunnudag hófst sú boðun sem borið hefur nafn Jesú Krists til endimarka jarðar. Enginn veit með vissu hvenær nafn hans var fyrst tilbeðið á íslandi. írski munkurinn og lærdómsmaðurinn Dicuilus greinir frá prestum sem vora nokkra mánuði á Thule, sem líklega er ísland, um árið 795. Þá segir í Islendingabók Ara fróða og Landnámu að áður en ísland byggðist úr Noregi hafi hér verið menn kristnir sem Norðmenn köll- uðu Papa. I hópi landnámsmanna vora nokkrir sem játuðu Krist en flestir heiðnir. Fyrstu kristniboðar sem sögur fara af hér á landi era þeir Þorvaldur víðförli og Friðrek- ur biskUp sem vora á ferð á áran- um eftir 980. Hin miklu umskipti urðu á Þing- völlum árið 1000. Sá atburður er einstakur, að heilt samfélag snúist frá heiðni til kristni. Þorgeir Ljós- vetningagoði kom undan feldi sín- um og kvað upp þau lög að „allir menn skyldu kristnir vera og skírn taka, þeir er áður vora óskírðir á landi hér“. I kjölfarið létu margir skírast. Þess má geta að heiti hvítasunnuhátíðarinnar á íslensku vísar einmitt til mikilla skímarhá- tíða sem haldnar vora í kirkjunni um hvítasunnu á öldum áður. Þeir sem vora skírðir skrýddust hvítum klæðum, þar af er heitið hvíti sunnudagur dregið. Kristnihátíð er hafin á Islandi. Allt til páska árið 2001 verður því fagnað með sérstökum hætti að kristni var lögtekin á Þingvöllum árið 1000. Herra Karl Sigur- björnsson biskup skrifar í maíhefti Víðförla um Kristnihátíð: „Sá atburður sem varð á Þing- völlum árið 1000 hefur markað gæfuleið þjóðarinnar allt til þessa dags. Af uppsprettulindum þeirrar trúar, er þar var tekið við af lýði, fáum við enn að ausa það sem dýr- mætast er landi og þjóð til heilla. Arfurinn frá kristnitöku hefur varðað veg til heilla íslenskri þjóð í þúsund ár. Islendingar vilja telja sig friðsama þjóð sem leitar sátta sameiginlegrar niðurstöðu. íslend- ingar vilja byggja þjóðfélag sitt á grandvallargildum kristninnar, miskunnsemi, réttlæti og kær- leika. íslendingar vilja vera menn- ingarþjóð sem heldur uppi sjálf- stæðu menningarlífi, tungu, bók- menntum og listum af reisn ... Kristnitaka er ekki einstakur at- burður í fjarlægri fortíð, heldur endurtekinn með hverri kynslóð. Hvert sinn sem barn er borið að skírnarlaug, þá er það kristnitaka. Hvert sinn sem bænar er beðið í Jesú nafni, þá er það kristnitaka. Þegar málmsins mál ómar yfir byggð á helgum Drottins degi og kallar tíða til, þá er það helgun lands og lýðs undir merki Krists, kristnitaka." Morgunblaðið óskar lesendum sínum gleðiríkrar og slysalausrar hvítasunnuhátíðar. Hrafnkels •saga er þröng í stíl og efni. Hana skortir frelsi lista- verks á borð við Njálu. Samþjöppuð áminning um gæfu- leysi goðanna, skrifuð af kristnum umvandara sem hefur ekkert sér- lega gaman af efninu sem hann er að sýsla með fram yfir boðskapinn, þannig verkar þessi saga á mig. Þetta er kannski bókmenntasögu- legt guðlast af minni hálfu, en þá er að taka því. Höfundur Hrafnkötlu er vel skrifandi, en ekkert sérlega skemmtilegur rithöfundur. Hann er fyrst og síðast áhugamaður um þann eina tilgang sögunnar að koma boðskap sínum til skila: sá sem ekki drepur andstæðinga sína geldur þess fyrr eða síðar. Ekkert er á goðin að treysta. Þau era einskis virði. Ég hygg það hégóma að trúa á goð, segir Hrafnkell þeg- ar hann hefur farið halloka fyrir Sámi. Það finnst á að höfundi er mikið niðri fyrir. Sumt í Hrafnkötlu minnir á önn- ur rit; fótarmeinið (sbr. Grettlu og Njálu); hofbrennan (sbr. Harðar sögu og Hólmverja); og þá ekki sízt persónugerving Freys í hestinum. En slík trúarbrögð era heiðingjum eiginleg. Mannlífið er yfirferðarillt einsog Fljótsdalshérað og heldur ókræsilegt einsog Freyfaxi. Þó eru þar laufgrænir blettir einsog kyrtill Þorkels Þjóstarssonar. Sumar setn- ingar e.k. hvísl milli rita: eigi veldur sá er varar annan, segir í Hrafn- kötlu en veldur ekki sá sem varar í Njálu; hefur sá og jafnan er hættir, segir í Hrafnkötlu og má finna klið af þessu orðtaki í Sturlungu. Margt fleira tengir hugsun við hugsun: Skömm er óhófsævi; svo ergist hver sem eldist. Þannig era þessi fomu rit ekki greina- laus stofn, heldur ólík- ar, en þó samkynja greinar á sama stofni. Fléttur og •bóklegur stíll Hrafnkötlu er dálítið sérstakur. Fræðimennska og fróðleiksmiðlun leyna sér ekki. Það er einhver klausturþreyta í þessari alvarlegu áminningu; þessu augljósa trúboðs- riti. En það er einnig yfir því ein- hver ástríðulaus kyrrð. Það sem er þó líklega merkileg- ast við Hrafnkötlu er að hún er saga án kvenna. Það þætti ámælisvert nú á dögum og karlrembulegt. Einung- is ein kona kemur við sögu, svo máli skipti, eða í mesta lagi tvær, og eru báðar heldur lítilsigldar griðkonur. Önnur stendur að þvotti, tekur lé- reftið saman og hleypur til Hrafn- kels að segja honum mannaferðir. Lætur dæluna ganga í nokkram setningum, manar og hvetur til mannvíga. Hin er notuð sem sendi- boði. Hlutur beggja kemst fyrir á hálfri blaðsíðu og hlýzt illt eitt af framlagi þeirra til sögunnar: dráp Eyvindar Bjarnasonar. En þær eiga þama heima. Þær era hreyfiafl. Tæki í höndum höf- undar. Áðrar konur era óþarfar að dómi hans og má það vera. Hrafnkels saga fjallar ekki um konur, heldur hest. En hún er ekk- ert minna listaverk fyrir það. Og hún er engin hestabókmenntir með sama hætti og bækur um konur eiga nú að vera kvennabókmenntir. Jafnvel þær bækur sem fjalla um konur sem hrasa. Njála er líka saga um hest; hún er saga um hest sem hrasar. I Siðfræði Hrafnkels sögu •segir Hermann Pálsson m.a. í harðri gagnrýni á Sigurð Nordal: „Rithöfundur, sem ætlar sér að sjóða nýtt skáldverk upp úr Hrafn- kels sögu, getur þurft að glíma við þess konar tilgátur, og í slíku riti eiga bollaleggingar Nordals betur heima en í gagnrýni á Hrafnkels sögu sjálfri“. Auk þess fullyrðir Hermann Pálsson, að Nordal dragi „allt of margar órökstuddar álykt- anir af óheimulum forsendum". Það fer ekki hjá því maður hafi þessi orð í huga, ef ritskýringar Her- manns eru lesnar með sama hugar- fari og hann afgreiðir tilgátur Sig- urðar Nordals. Báðir eru þeir frumlegir og djarfir ritskýrendur og hafa þokað íslenzkum fræðum úr stöðnuðu kerfi, en á kenningum beggja eru að sjálfsögðu snöggir blettir - og þá ekki sízt þegar höfð era í huga ýmis rök Hermanns Pálssonar fyrir því að Hrafnkatla sé lykilsaga um þá Svínfellinga. En ef ekki væri heimilt að draga álykt- anir af rökstuddum eða órökstudd- um forsendum, væri fátt skrifað um fomar bókmenntir íslenzkar, svo lítið sem um þær er vitað í raun og veru. Hér á það við sem segir í þessum fornu ritum, að sá hefur sem hættir. Án áhættunnar væru kenningar Hermanns Pálssonar lít- ils virði. Rökstuðningur hans er oft og einatt „skáldlegur" og þá að sama skapi lítt fræðilegur. Það er áhættan sem er þessum stöðnuðu fræðum mikilvæg. Þess vegna ætti jafnfrjór fræðimaður og skáldlega sinnaður og Hermann Pálsson að fagna „guðlegri opinberun" and- ríkra fyrirrennara einsog Sigurðar Nordals, en hafa hana ekki í flimtungum einsog hann gerir í Sið- fræðinni. Sannfæringarkraftur Hermanns Pálssonar er ekki sízt sóttur í hugsjónaeld og smitandi skáldsýn Nordals. M. HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 22. maí IGÆR, FÖSTUDAG, VAR FRÁ því skýrt hér í Morgunblaðinu, að bankaráð íslandsbanka hf. hefði ákveðið að bjóða starfsfólki bank- ans og dótturfyrirtækja að kaupa hlutabréf í bankanum með hag- stæðum greiðsluskilmálum, vaxtalausum lánum til þriggja ára. Markmið bankans með þessari ákvörðun var sagt vera, að auka ánægju fólks í starfi og veita því jafnframt hlutdeild í batnandi hag bankans. í samtali við Morgunblaðið af þessu tilefni sagði Valur Valsson, bankastjóri Islandsbanka, m.a.: „Ég tel, að það sé mjög jákvætt að starfsfólk bankans sé virkir hlut- hafar í eigin fyrirtæki og hafi beinan hag af því, að fyrirtækið gangi vel. Það er líka skemmtilegra að vinna fyrir sjálfan sig.“ í máli bankastjórans kom fram, að hefðu starfsmenn bankans fengið hlutabréf keypt á lægra gengi en markaðsgengi hefðu þeir að líkindum orðið að greiða skatt af mismunin- um og þess vegna hefði sú leið verið valin að bjóða hlutabréfin á markaðsverði en með vaxtalausum greiðslukjörum. Það er ástæða til að veita þessu framtaki íslandsbanka hf. eftirtekt. Að vísu má segja, að með þessari ákvörðun sé bankinn að mæta þeim veruleika, sem við blasir, að starfsfólk banka í eigu ríkisins fékk tækifæri til að kaupa hlutabréf í bönkunum, þegar þau voru boðin út á sl. ári en hér er engu að síður um að ræða ákvörðun eins stærsta einkafyrirtækis landsins, sem markar ákveð- in þáttaskil. Þótt starfsfólk stóm einkafyrir- tækjanna á Verðbréfaþingi hafi eins og allir aðrir haft tækifæri til að kaupa hlutabréf á markaði í fyiirtækjunum hafa stjómendur fyrirtækjanna ekki tekið markvissa ákvörð- un um að auðvelda starfsmönnum það með þeim hætti, sem bankaráð íslandsbanka hf. gerir nú. Þessi ákvörðun Islandsbanka hf. er að sjálfsögðu ekkert einsdæmi. Skemmst er að minnast þess, að Tryggingamiðstöðin hf. gerði starfsmönnum sínum kleift að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu í hlutafjárútboði og fleiri dæmi má nefna um áþekkar ákvarðanir í einkafyrirtækjum. Má í því sambandi minna á þá ákvörðun Sjóvár-Almennra hf. að gefa starfsfólki hlutabréf í fyrirtækinu. En þegar einkafyrirtæki af þeirri stærð sem íslands- banki hf. er, tekur slíkt skref má ganga út frá því sem vísu, að þar með hafi skriðunni verið hrandið af stað og fleiri fylgi í kjölfarið. Það má líta á þessa þróun, sem kapítula tvö í þróun hlutabréfamarkaðar og hlutafé- laga á Islandi. Á þessum áratug hefur verð- bréfamarkaðurinn smátt og smátt þróast og er að byrja að bregðast við á svipaðan hátt og markaðir gera í öðrum löndum. Fyrir nokkrum áram var sagt frá því, að forstjóri eins stærsta þekkingarfyrirtækis í heimi hefði staðið við glugga á skrifstofu sinni og sagt við viðmælanda sinn: út um þetta hlið þama geta verðmætustu eignir þessa fyrir- tækis gengið hvenær sem er og átti þá við starfsmenn þess. Stórbyggingar, vélakostur og aðrar slíkar eignir væru í raun verðlausar, ef ekki kæmu til hæfir starfsmenn. Fyrirtæki leggja nú vaxandi áherzlu á að halda þessari verðmætustu „eign“ sinni og gera það með ýmsum hætti. Verðmæti hæfra starfsmanna finna menn bezt í góðæri eins og nú, þegar barizt er um hæfileikamesta fólkið og í sumum greinum alls ekki hægt að flnna það og erfitt að halda því. í þessu skyni leggja fyrirtæki nú vaxandi áherzlu á endur- menntun eða símenntun starfsmanna sinna. Þegar „fjárfest" hefur verið í þekkingu starfsmanns í mörg ár getur verið skynsam- legra að auka við þá fjárfestingu með því að gefa starfsmanni kost á endurmenntun og að auka við þekkingu sína og hæfni fremur en að verja umtalsverðum fjármunum í nýjan starfsmann. Samkeppni á þessu sviði er að stóraukast. Endurmenntunarstofnun Há- skóla íslands er brautryðjandi á þessu sviði en augljóst, að Viðskiptaháskólinn nýi ætlar sér þar stóran hlut. Önnur aðferð til þess að auka tryggð starfsmanna við það fyrirtæki, sem þeir vinna hjá er að gera þá að eigendum fyrir- tækjanna. Það var ekki sízt hugsjón þeirra ungu manna, sem fyrir mörgum áratugum tóku upp baráttu fyrir svokölluðum almenn- ingshlutafélögum. Þeir sáu fyrir sér, að al- menningur mundi eignast hlutabréf í fyrir- tækjum og jafnframt að starfsmenn yrðu eigendur fyrirtækjanna í þeim skilningi, að þeir eignuðust hlutabréf í þeim. Starfsmaður, sem á hlutabréf í fyrirtæk- inu, sem hann vinnur hjá horfir á starf sitt og hagsmuni fyrirtækisins frá öðram sjónarhóli. Hann hefur sterkari tilfinningu fyrir því en ella, að hagsmunir hans og fyrirtækisins fari saman. Að vísu er engin spuming um, að skilningur launþega á sameiginlegum hags- munum þeirra og vinnuveitenda þeirra hefur stóraukizt á undanfömum áram, en engu að síður breytir hlutabréfaeign starfsmanns við- horfi hans í grandvallaratriðum. Hlutabréfaeign starfsmanna ýtir undir tryggð við fyrirtækin og stuðlar að því að hægt verði að skapa jákvæðan fyrirtækja- brag, sem skiptir miklu máli í rekstri fyrir- tækja nú orðið og hefur sjálfsagt alltaf gert. Öll þessi sjónarmið era sterkar röksemdir fyrir því, að í því séu fólgnir miklir framtíð- arhagsmunir fyrir fjölmörg fyrirtæki að gera starfsmenn þeirra að hluthöfum. En jafnframt er ekki ólíklegt, að sú skriða, sem Islandsbanki hf. er sennilega að koma af stað muni auðvelda úrlausn aðkallandi vandamála á vinnumarkaðnum á næstu misserum. FRAMUNDAN ERU nýir kjarasamningar, sem margir hafa áhyggjur af og ekki að ástæðulausu. Spennan er mikil í þjóðfélaginu. Góður hagnaður fyrirtækj- anna hefur ýtt undir kröfur starfsmanna um kjarabætur, þótt samningar séu enn í fullu gildi. Launaskrið er í gangi hjá smærri fyrir- tækjum, sem veldur hinum stærri erfiðleik- um með að halda jafnvægi í launaútgjöldum. Stjómmálamenn og sérfræðingar hafa verið ósparir á að útlista fyrir fólki hvað vel- gengni þjóðarinnar er mikil. Það hefur aftur ýtt undir væntingar landsmanna um stöðugt batnandi hag og á sinn þátt bæði í aukinni neyzlu og auknum launakröfum. Það verður erfitt fyrir fyrirtækin að standast þessa kröfugerð að óbreyttum aðstæðum án þess, að hún leiði til verðlagshækkana, sem aftur ýtir undir verðbólgu o.s.frv. í sumum tilvik- um er, að því er virðist, um óleysanlegan hnút að ræða. Stjómendur fyrirtækja, sem bera ábyrgð á umsvifamiklum rekstri og miklum fjármunum gera sér betur grein fyr- ir því en flestir aðrir, að afturkippurinn í ís- lenzku efnahagslífi getur orðið snöggur og hvemig eiga menn þá að vinda ofan af þeim mikla kostnaði, sem hlaðizt hefur á fyrirtæk- in í góðærinu? I Bandaríkjunum hefur það lengi tíðkazt, að kaupréttur á hlutabréfum á ákveðnu gengi er hluti af launakjöram starfsmanna. Samið er um ákveðin launakjör en jafnframt um, að starfsmaður geti keypt hlutabréf á ákveðnu gengi og síðan selt þau, ef það hent- ar hagsmunum hans og markaðsverð þeima er slíkt, að hann geti hagnast á því. Þessi þáttur í launakjöram starfsmanna banda- ríski'a fyrirtækja er ein helzta skýringin á himinháum launum bandarískra forstjóra, sem oft vekja athygli og umtal. Föst laun þeima eru tiltölulega lág en hagnaðurinn af umsömdum kauprétti hlutabréfa getur verið þeim mun meiri ef vel gengur. Slíkur kaupréttur er oft tengdur afkomu fyrirtækjanna. Ef hún nær ákveðnu marki fylgir þeim árangri ákveðinn kaupréttur. Hér á Islandi hafa afkomutengd launakerfi ekki verið algeng. Þó má segja að bónuskerfi í frystihúsunum séu dæmi um slík launakerfi að því leyti til, að launagreiðslur tengjast af- köstum en að vísu ekki afkomu fyrirtækj- anna. Sagt er, að slík launakerfí hafi verið að ryðja sér til rúms í verðbréfafyrirtækjunum að einhverju leyti. Það eru dæmi um launa- kjör í íslenzkum fyrirtækjum, sem byggjast að hluta til á kauprétti á hlutabréfum á ákveðnu verði en þau era áreiðanlega ekki mörg. Þróun verðbréfamarkaðarins gerir það að verkum, að fyrirtækin hafa nú tækifæri til þess að losna úr þeirri spennitreyju, sem þau sjá fram á í tengslum við kjarasamninga, sem framundan eru með því að notfæra sér nýjar aðferðir í samningum við stai'fsmenn sína. Það eru þær aðferðir, sem Bandaríkja- menn hafa lengi stundað, að tengja launakjör við afkomu fyiirtækjanna og kauprétt á hlutabréfum í fyrirtækjunum á ákveðnu gengi innan ákveðinna tímamarka. Kjarasamningar á þessum grundvelli mundu skapa alveg ný viðhorf í þeim viðræð- um, sem framundan era á vinnumarkaðnum á næstu mánuðum og misseram. Hefðbundn- ar deilur um það, hvort laun eigi að hækka einu prósenti meira eða minna á tilteknu ára- bili mundu víkja fyrir nýjum og spennandi tækifæram fyrir starfsfólk til þess að eignast hlutdeild í velgengni fyrirtækjanna en um leið að verða þátttakendur í því að kljást við erfiðleikana, þegar þeir steðja að. Það er alveg augljóst, að breytingar á hefðbundnum launakerfum era að brjótast fram með ýmsum hætti. Jafnframt fer ekk- ert á milli mála, að það era að skapast alveg ný viðhorf í sambandi við hlutabréfaeign starfsmanna. Þegar ríkið ríður á vaðið og býður starfsmönnum þriggja banka í eigu ríkisins hlutabréf til sölu og stór einkafyrir- tæki bjóða starfsmönnum sínum hið sama blasir við að starfsmenn í öðram fyrirtækjum segja: af hverju ekki við? Á næstu mánuðum eða misserum verður Landssíminn einka- væddur og þá má ganga út frá því sem vísu, að áherzla verði lögð á, að starfsmenn fái tækifæri til að eignast hlut í fyrirtækinu. Framkvæði íslandsbanka hf. á áreiðanlega eftir að verða til þess að fleiri stór fyrirtæki á Verðbréfaþingi fylgja í kjölfarið. Stjórnendur fyrirtækjanna munu ekki að- eins finna þrýsting frá starfsmönnum í þessa átt heldur og ekki síður, að það verður auð- veldara að stjórna fyrirtækjunuin og skapa samstilltan og jákvæðan fyrirtækjabrag. Það verður stórkostlegt hagsmunamál starfsmanna í þeim fyrirtækjum, sem hlut eiga að máli að rekstur þeirra gangi snuðra- laust og verði ekki fyrir áföllum vegna verk- falla t.d. hafnai'verkamenn hjá Eimskipafé- lagi íslands hf. svo að dæmi sé nefnt mundu hafa lítinn áhuga á verkfalli til þess að bæta kjör sín, ef þeir væru hluthafar í fyrirtæk- inu. Smátt og smátt era þeir, sem hafa rutt brautina í þessum efnum með einstaka ákvörðunum hér og þar að skapa nýja sýn á framtíðina og benda á leið til þess að brjótast út úr ógöngum hefðbundinna kjarasamninga á íslenzkum vinnumarkaði með nýjum hætti. Hér era stórkostleg tækifæri, sem stjóm- endur og eigendur fyrirtækja eiga ekítí að láta fram hjá sér fara. Þau fyrirtæki, sem velja þessa leið eiga eftir að njóta þess í vax- andi styrk og umsvifum á næstu áram. UMRÆÐUR UM almenningshlutafélög hafa auðvitað skotið upp kollinum alla öld- ina en þær hófust að marki á sjöunda ára- tugnum, Viðreisnaráratugnum, og þar vora fremstir í flokki ungir menn í Sjálfstæðis- flokknum á þeim tíma á borð við Eyjólf Kon- ráð Jónsson og Geir Hallgrímsson. Mörgum finnst Morgunblaðið hafa gengið hart fram í umfjöllun um kvótamálið á þessum áratug en það má ekki síður segja um ski-if blaðsins á sjöunda áratugnum um nauðsyn almennings- hlutafélaga, sem vöktu hörð viðbrögð og þá ekki sízt úr viðskiptalífinu hjá mönnum, sem töldu enga ástæðu til að fjölga hluthöfum í fyrirtækjum með þessum hætti. Hugsjónir þessara framherja vora þær, að nánast allir Islendingar gætu átt þess kost að eignast hlutabréf í fyrirtækjum og hlut- deild í hagnaði og grózku atvinnulífsins á ís- landi. Hugmyndir Davíðs Oddssonar, forsæt- isráðherra í stefnuræðu hans sl. haust um víðtæka eignarhlutdeild landsmanna í sjávar- útvegsfyrirtækjum, sem þátt í lausn á deilun- um um fiskveiðistjómarkerfið, vora ekki sízt skemmtilegar vegna þess, að tenging þeirra við umræður í flokki hans tæpum fjóram ára- tugum áður var svo augljós. Það líður oft langur tími frá því, að hug- sjónir fæðast eða barátta er hafin fyrir nýj- um hugmyndum og þangað til þær verða að veraleika. Nú er hins vegar tækifæri til þess að hrinda þessum hugsjónum í framkvæmd- um. Raunar má segja að það sé að gerast og hafi verið að gerast undanfarin ár. íslands- banki hf., Tryggingamiðstöðin hf., Sjóvá-Al- mennar hf. og nokkur önnur fyrirtæki era að opna augu manna fyrir því, hvernig þetta verður bezt framkvæmt og um leið eru þessi fyrirtæki að vísa veginn út úr erfiðri stöðu, sem ella gæti skapast á vinnumarkaðnum á næstu misseram. Kjarasamn- ingar og hluta- bréfaeign Hugsjónir frumherj- anna „Smátt og smátt eru þeir, sem hafa rutt brautina í þessum efnum með einstaka ákvörðunum hér og þar að skapa nýja sýn á fram- tíðina og benda á leið til þess að bijótast út úr dgöngum hefð- bundinna kjara- samninga á ís- lenzkum vinnu- markaði með nýj- um hætti. Hér eru stórkostleg tæki- færi, sem stjórn- endur og eigend- ur fyrirtækja eiga ekki að láta fram hjá sér fara. Þau fyrirtæki, sem velja þessa leið eiga eftir að njóta þess í vaxandi styrk og umsvif- um á næstu ár- um.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.