Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Ekki hvarflaöi aö Hildi Friðriksdóttur aö Wat- ergate-hneyksliö yröi til þess aö aðbúnaður fanga víöa um heim batnaöi eins og raun ber vitni. Skýringin felst í því aö Colson, einn af aöalmönnunum á bak viö innbrotið í Water- gatebygginguna, lenti í fangelsi. Aó aflokinni afplánun ákvaö hann aö helga málefnum fanga krafta sína og stofnaði í því skyni sér- stök samtök. Ronald Nikkel núverandi formað- ur samtakanna segir aö hvergi hafi stjórnvöld sett þeim stólinn fyrir dyrnar og oft hafi breyt- ingar til hins betra verið ótrúlega miklar. VINTÝRIÐ um prinsinn og betlarann, sem skiptu um hlutverk og lifðu um skeið í algjörlega öndverðu umhveríi við það sem þeir voru vanir, gæti sem best átt við um Charles „Chuck“ Colson. Hann var einn af aðalmönnunum í hinu víðfræga Watergate-máli og var í kjölfarið hnepptur í fangelsi. Eins og í ævintýr- inu leiddu þessi umskipti til góðs, en í tilfelli Colsons varð það til að bæta að- búnað fanga víða um heim. Colson var einn aðstoðarmanna Ric- hards Nixons Bandaríkjaforseta og kom sérstaklega að þeim leynilegu áætlunum, sem í gangi voru til að tryggja endurkjör forsetans 1972. Þær áætlanir voru allar af hinu grófasta tagi, símar voru hleraðir, innbrot voru stunduð og fylgst var með fólki. Kosn- ingasjóður sem Colson hafði umsjón með var notaður til að fjármagna að- gerðimar. Frá toppi á botninn Hlutur Colsons í málinu kom strax upp þegar Bob Woodward og Carl Bemstein, blaðamenn Washington Post, hófu að rannsaka Watergate- innbrotið. I kjölfar uppljóstrananna var hann fangelsaður og andstæðum- ar gátu vart orðið meiri; maður sem fram til þessa hafði umgengist „elítu“ þjóðfélagsins með öllu sem því til- heyrir, var allt í einu lokaður inni nánast upp á „vatn og brauð“ meðal óprúttinna glæpamanna í bandarísku m fangelsi. „Þetta var honum mikið áfall og það var ekki fyrr en hann lenti á botni samfélagsins, að hann sá að líflð fólst í mikilvægari hlutum en eigin völdum og velgengni. Hann var sannfærður um að trúin væri áhrifaríkasta leiðin til að bæta lífemi misyndismanna," segir Ronald W. Nikkel, núverandi forseti samtakanna Prison Fellowship Intemational (PFI), sem Colson stofnaði árið 1976. Um svipað leyti gaf hann út tvær bækur, Bom Again og Life Sentence, þar sem hann segir frá reynslu sinni af Watergate- hneykslinu og trúmálum. Nú starfa rúmlega 100.000 manns í 83 löndum sem sjálfboðaliðar fyrir samtökin. Islendingar eru ekki aðilar, en aftur á móti hafa hjónin Lára Vig- fúsdóttir og Jóhann Guðmundsson undanfarin 17 ár heimsótt fanga reglulega. Á síðustu ámm hafa þau verið í sambandi við PFI. Nikkel, sem var staddur hér á landi í vikunni, kveðst vona að fleiri íslend- ingar feti í fótspor þeirra, því fóngum sé mjög mikilvægt að umgangast fólk utan fangelsismúranna. „Flest fang- elsisyfirvöld, einkum í Evrópu, em með einhvers konar aðgerðir til að hvetja sjálfboðaliða til að heimsækja fanga en ekkert slíkt er um að ræða hér á landi ennþá. Vonandi mun það breytast,“ segir Nikkel. Heimsókn tii fanganna PFI em samtök kristinna manna, sem bera velferð fanga, fyrrverandi fanga og fjölskyldna þeirra fyrir brjósti. Starfsemin er svolítið mis- munandi eftir löndum sem helgast af mismunandi þörfum hverrar þjóðar, en alls staðar er heimsókn sjálfboða- liða til fanga kjami málsins. Að sögn Nikkels er hlutverk sjálf- boðaliðanna að stofna til eðlilegs fé- lagsleg sambands við fangana, en margir þeirra hafa engin samskipti við fólk utan fangelsisins. Þegar fé- lagsskap hefur verið komið á verða al- mennar samræður eðlilegur hluti af heimsókninni og stundum helst kunn- ingsskapurinn eftir að viðkomandi losnar úr fangelsi. „Þessi félagsskap- ur hjálpar fóngunum til að líða betur og þeir verða fyrir öðm vísi áhrifum en að umgangast bara fanga. Það að eiga félaga utan múranna, sem sýnir væntumþykju, gefur þeim sjálfsvirð- ingu og þeir fínna að þrátt fyrir allt em þeir einhverjum einhvers virði. Þetta síðastnefnda er mjög mikil- vægt.“ Nikkel bætir við, að flestum föng- um finnist þeir vera „teknir af sakra- mentinu“ með því að fara í fangelsi og það hafi í flestum tilvikum áhrif á aukna andfélagslega hegðun þeirra. „Eitt af meginmarkmiðum heimsókn- anna er einnig að bera trú okkar vitni. Þá er ég ekki að tala um túlkun hinna mismunandi kirkjudeilda heldur hina persónulega trú á Drottin. Það er mikilvægt að sjálfboðaliðamir búi yfir kærleika og séu í nánu sambandi við guð, þannig að þeir skilji mikilvægi fyrirgefningar, geti vakið vonameista og gefið óskilyrtan kærleika. Þetta er fólkið sem fangamir vilja hlusta á og geta náð sambandi við. Þeir vilja vera í návist fólks sem er lífsglatt og frið- sælt. Ef þeir sem brotið hafa af sér gagnvart þjóðfélaginu finna að mögu- leiki er á fyrirgefningu, jafnvel að hitta fómarlambið og þurfa ekki að búa áfram við sektarkennd sína hafa menn möguleika á að snúa við blaðinu og breyta líferni sínu.“ Eins og gengur og gerist em ekki allir tilbúnir að hitta sjálfboðaliðana, en Nikkel bendir á að hver sá sem hef- ur sektarkennd vilji gera eitthvað í sínum málum. Sumir reyna að gleyma henni, hjá öðrum brýst hún út í reiði og svo framvegis. Hann segir að innan fangelsanna sé þessi tilfinning mun djúpstæðari en úti í samfélaginu. Það er þvi hlutverk sjálfboðaliðanna að hjálpa föngunum að kljást við þetta. „Það er ekki gert með því að þrýsta einhverjum sérstökum trúarlegum skoðunum upp á fólk heldur með trú hvers einstaklings á mátt kærleikans og trú hans á Jesúm Krist,“ segir Nikkel. Vantar mat og lyf Aðbúnaður fanga er mjög mismun- andi eftir fangelsum og löndum. Til dæmis er skortur á lyfjum og matvæl- um mikið vandamál í Afríku og því reyna samtökin að eiga samvinnu við önnur hjálparsamtök og trúarsamfé- lög á staðnum um að útvega mat og lyf. í síðustu viku voru til dæmis 15-20 heilbrigðisstarfsmenn við störf í fang- elsum í Benin í Afríku, þar sem veik- um föngum hafði ekki verið sinnt. Að sögn Nikkels var búist við að í lok vik- unnar hefðu þeir lokið við að sinna flestum föngunum. Spurður að því hvort samtökin hafi lent í erfiðleikum með stjómvöld ein- hvers lands, segir Nikkel að hvergi nokkurs staðar hafi komið til andstöðu stjómvalda. „Það er sama hvort drepið er niður í A-Evrópu, Afiíku, S-Amer- íku, Asíu og jafnvel í löndum mú- hameðstrúarmanna eins og Pakistan, alls staðar höfum við mætt velvilja. Ég tel að ástæðan sé sú, að alls staðar reynum við að koma á jákvæðu sambandi við stjómvöld. Þannig myndast traust og þeir vita að mark- mið okkar er ekki að koma þeim í klandur, jafnvel í löndum eins og í Af- ríku, þar sem stjórnvöld og almenn- ingur mættu hafa meiri áhuga á mannréttindum. Sé pottur brotinn ræðum við það við viðkomandi stjórn- völd og spyrjum hvemig við getum liðsinnt þeim en úthrópum þau ekki fyrir það sem miður fer.“ íslensk fangelsi Ronald Nikkel kveðst ekki vera fyllilega dómbær á ástandið í íslensk- um fangelsum né á aðstæður fanga vegna lítilla kynna sinna af þeim. Hann telur þó að fangelsin hafi batn- að frá því hann var hér síðast á ferð fyrir átta ámm. „Mér sýnist stjómarfyrirkomulagið ekki eins hart nú, þannig að andrúmsloftið er orðið manneskjulegra. Það er ekki fullkomið frekar en í öðram fangelsum og augljóslega þarf að gera eldri fangelsin upp. Að sumu leyti finnst mér íslenskum fangelsum svipa til annarra vestur- evrópskra fangelsa. Mér finnst jákvætt hversu lítil þau era, en hef svolítið fengið á tilfinninguna að samskipti fanga og fólks utan múranna séu af skomum skammti, sem mér finnst miður. Ég hefði viljað sjá fleiri sjálfboðaliða og sjálfboðaliðasamtök, mun víðtækari fjölskylduheimsóknir vegna þess að aðskilnaður eyðileggur einstaklinga. Sé markmið fangelsisyfirvalda að endurhæfa fanga þá ætti ekki að einangra þá of mikið. Það er ekki hægt að búa manneskju undir frelsi og að taka ábyrgð á sjálfri sér ef hún hefur ekki félagsleg tengsl út á við.“ Vinna í stað fangelsunar Nikkel segir að flestum sé illa við fanga og líti niður á þá og telji að fangelsisvist sé það sem þeir eigi skilið. Hann bendir ennfremur á, að mikilvægt sé að menn átti sig á því, að réttvísin felist í öðra og meira en refsingu. Hún snúist ekki síður um að reyna að bæta það sem miður hafi farið þegar glæpurinn var framinn. „Þetta má til dæmis gera með því að láta menn greiða fyrir eignaspjöll. Einnig erum við með táknræna leið til að endurgreiða samfélaginu, sem er samfélagsþjónusta, þar sem fólk vinnur einhver störf í þágu samfélagsins. Fólki finnst ákveðin niðurlæging felast í því og að því leyti er þetta refsing." Hann nefnir Zimbabwe sem dæmi um samvinnu samtakanna við stjómvöld. Þar hafi samfélagsþjónustu verið komið á laggirnar sem refsingu vegna þess að fangelsin vora orðin yfirfull. „Rannsóknir sýna, að milli 60 og 70% þeirra sem fremja afbrot í fyrsta sinn fremja annað afbrot síðar. I Zimbabwe var þessi tala 65%, en eftir að samfélagsþjónustan kom til lækkaði hún í 40%,“ segir hann og bætir við að reynslan í þeim 83 löndum sem samtökin eru starfrækt í sé sú, að fangelsisvist sé ekki mjög áhrifarík, þótt hún sé mikilvægur hluti af refsikerfinu til þess að vernda borgarana. Hann nefnir einnig að stundum sé reynt að koma á sambandi milli fómarlambs og sakbornings, þannig að afbrotamaðurinn skiljí hvað hann hafi gert viðkomandi manneskju. „Stundum tengja fangamir alls ekki afbrot sín við persónur og skynja ekki að þeir hafi gert eitthvað á hlut ákveðinnar manneskju. Einnig er talið jákvætt að fórnarlambið geri sér grein fyrir að afbrotamaðurinn er manneskja, þrátt fyrir allt. Þetta er gífurlega tímafrekt, en gefur mjög góðan árangur og hefur verið stundað víða um heim.“ Kynntist Colson Þegar forvitnast er um hvemig Nikkel komst í kynni við samtökin segist hann hafa kynnst Colson árið 1977 og tók að sér ráðgjafaverkefni fyrir hann nokkram áram síðar. Þegar samtökin urðu alþjóðleg árið 1981 gekk hann til liðs við þau. Spurður hvað sé mest gefandi við starfið segir hann, að það sé að sjá breytingar, hvort sem er hjá föngunum sjálfum, innan fangelsanna eða að sjá skilning fangelsisyfirvalda breytast. „Verst finnst mér aftur á móti að sjá mannslíf fara forgörðum, þegar fjölskyldur sundrast og fangar verða svo niðurbrotnir að þeh- taka eigið líf vegna þess að þeim finnst þeir hafa verið yfirgefnir eða afskiptir. Einnig þegar fólk er tekið af lífi vegna þess að stjórnvöld hafa engin önnur úrræði. Ég var að koma frá Singapúr, þar sem hátækni er allsráðandi og landið býr við mikla velgengni og hagvöxt. Miðað við höfðatölu taka þeir sennUega fleiri fanga af lífi en í nokkra öðru landi í heimi. Það er erfitt að kyngja því. Umbylting í Ekvador Mesta breytingin sem Nikkel hefur séð var í fangelsi í Ekvador, en þangað fór hann fyrst í heimsókn fyrir 9-10 árum ásamt lögfræðingi, sem rak mál eins fangans. „Fangelsið var 100 ára gamalt, skítugt eins og það hefði aldrei verið þrifið, það var yfirfullt og mikið óréttlæti og ofbeldi ríkti innan dyra. Menn létu lífið umvörpum. Við voram lamaðir af óhugnaði þegar við komum þaðan út, en lögfræðingurinn kvaðst þekkja til á skrifstofu forsetans og ætlaði að kanna hvort hægt væri að fá áheyrn hjá honum. Það tókst og á innan við klukkustund voram við komnir á skrifstofuna. Forsetinn hafði sjálfur setið þama inni sem pólitískur fangi, svo að hann þekkti til aðstæðna. Afraksturinn af þessu samtali er sá, að í dag hafa tveir hlutar fangelsins verið teknir í gegn, stjórnarfyrirkomulaginu hefur verið gjörbylt og þeir hafa opnað fangelsið fyrir sjálfboðaliðum. Andstæður gömlu fangelsisálmunnar og hinna er eins og dagur og nótt. Það endurspeglast einnig í augum fanganna og í sambandi þeirra. Þeir era mun opnari og eygja von. Einn hluti fangelsisins er kallaður Hús heilags Páls og er hann ætlaður þeim mönnum, sem raunverulega vilja breyta lífi sínu. Þetta er nánast meðferðarsamfélag, þar sem menn hughreysta og hvetja hver annan, læra að bregðast við reiði sinni og eiga mannleg samskipti. Við höfum sett upp vinnustofur fyrir þá, þannig að þeir læra allir að vinna og fá Iaun fyrir svo að þeir geta framfleytt fjölskyldum sínum. Það hefur því orðið stórkostleg breyting á þessu fangelsi og ég hef einnig séð einstaklinga innan þess breytast.“ Umkringdur af þúsund manns Nikkel segist aldrei hafa beyg af því að fara inn í fangelsi og kveðst ekki muna eftir að hafa orðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.