Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 7/6 -13/6 ►INGIBJÖRG Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri kynnti á miðvikudag nýjar tillögur til lausnar kjaradeilu kenn- ara og borgarinnar, sem gera ráð fyrir að borgin veiji 150-170 milljónum króna til viðbótar til skóla- starfs á næsta ári. Kjararáð kennara telur upphæðina of lága til að laun kennara í Reykjavík verði sambærileg við það sem gerist í öðrum sveitarfélögum. ►STJÓRN Landsvirkjunar hefur ákveðið að hækka heildsöluverð á raforku um 3% frá og með 1. júlí næst- komandi. Orkuveita Reykja- víkur gerir ráð fyrir að hækka raforkuverð til ein- staklinga og fyrirta'kja um allt að 3% í kjölfarið. ►TVEIR feður, banka- starfsmaður og maður sem starfar hjá ríkinu, hafa kært fjármálaráðuneytið og bankana til kærunefndar jafnréttismála fyrir brot á jafnréttislögum vegna greiðslu fæðingarorlofs. Feðurnir krefjast þess að fá greiðslur f fæðingarorlofi í sex mánuði á sömu launum og konur fá sem starfa hjá ríkinu og bönkunum. ►SÍF er komið með tæpan þriðjung allra saltfiskvið- skipta á Spáni og um 20% viðskipta með saltfisk í heiminum eftir kaup félags- ins á Armengol, aðalkeppi- naut sínum á Spáni. Velta SIF verður að þessu loknu um 22 milljarðar króna. Gildistöku frestað ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL á alríkis- stigi í Washington-borg féllst á mánu- dag á beiðni skipafélaganna Atlants- skipa (TLI) og Transatlantic Lines (TLL) um frestun á úrskurði alríkis- dómstólsins í Washington í máli Eim- skips og skipafélagsins Van Omeren á hendur Bandaríkjaher vegna flutninga fyrir varnarliðið í Keflavík meðan fjall- að er um áfrýjun málsins. Alrikisdóm- stóllinn hafði fyrirskipað að útboð á flutningunum skyldi fara fram á ný. Akureyrarskrifstofu SH lokað STJÓRN Sölumiðstöðvar Hraðfrysti- húsanna hf. hefur ákveðið að leggja niður Akureyrarskrifstofu félagsins sem var opnuð árið 1995 i tengslum við samkomulag við Akureyrarbæ vegna sölumála Útgerðarfélags Akureyringa. Jakob Björnsson, fyrrverandi bæjar- stjóri á Akureyri, telur að með lokun- inni sé verið að svíkja það samkomulag sem gert var. Störfum hjá SH fækkar samtals um 19 í kjölfar endurskipu- lagningar, þar af leggjast niður átta störf á Akureyri. SH seldi á fóstudag öll hlutabréf úr eigu dótturfélagsins Jökla hf. fyrir 1.500 milljónir króna. Kaupandi var Fjárfestingabanki at- vinnulífsins. KÞ vill greiðslu- stöðvun AÐALFUNDUR Kaupfélags Þingey- inga ákvað á þriðjudag að veita stjórn félagsins heimild til að óska eftir leyfi til greiðslustöðvunar meðan leitað er eftir samningum við lánardrottna, en takist það ekki verður leitað formlegr- ar heimildar til nauðasamninga. Heild- arskuldir félagsins eru taldar nema 1.300 milljónum króna og 144 milljónir vantar upp á að hægt sé að greiða skuldimar eftir að eigur þess hafa ver- ið seldar. Barak vann stórsigur á Netanyahu EHUD Barak, leiðtogi Verkamanna- flokksins í ísrael, vann stórsigur á Benja- min Netanyahu í forsætisráðherrakjöri á mánudag. Barak fékk 56% atkvæð- anna en Netanyahu aðeins 44%. Þá fékk Verkamannaflokk- urinn 27 af 120 þing- sætum en Likud- flokkur Netanyahus aðeins 19 og er það stærsti ósigur flokksins frá 1961. Úrslitin voru mikið áfall fyrir Netanyahu, sem sagði strax af sér for- mennsku í Likud-flokknum. Þrátt fyrir sigur Baraks og sterka stöðu vinstri- manna á þinginu gæti stjómarmyndun reynst honum mjög eríið þar sem þing- sætin 120 dreifðust á 15 flokka. Barak hét því að reyna af fremsta megni að tryggja varanlegan frið í Austurlöndum nær. Palestínumenn hvöttu hann til að afhenda þeim strax land á Vesturbakkanum. NATO vísar fréttum um klofning á bug TALSMENN NATO fullyrtu á miðviku- dag að loftárásimar á Júgóslavíu hefðu borið árangur og vísuðu á bug fréttum um að klofningur væri kominn upp inn- an bandalagsins. Bretar höfðu beitt sér fyrir því að NATO hæfist strax handa við að undirbúa hugsanlegan landhemað í Kosovo í sumar til að tryggja að hund- mð þúsunda flóttamanna gætu snúið þangað aftur áður en vetur gengi í garð. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, sagði hins vegar að landhemaður væri „óhugsandi" en Bill Clinton Bandaríkja- forseti sagðist ekki útiloka þann mögu- leika að innrás yrði gerð í Serbíu þótt það stæði ekki til að svo stöddu. Hann kvaðst vongóður um að hægt yrði að leysa deiluna með samningum. ► DÚMAN, neðri deild rússneska þingsins, sam- þykkti Sergej Stepashín í embætti forsætisráðherra með miklum meirihluta at- kvæða á miðvikudag. Stuðn- ingsmenn Borís Jeltsfns túlkuðu úrslitin sem mikinn sigur fyrir forsetann, sem fór með sigur af hólmi um síðustu helgi þegar dúman hafnaði tillögu kommúnista um að höfðað yrði mál á hendur forsetanum í því skyni að svipta hann emb- ættinu. ► STJÓRN Hollands ákvað að segja af sér á miðviku- dag eftir að Wim Kok for- sætisráðherra mistókst að fá einn af stjórnarflokkun- um, D66, til að hætta við að slíta stjórnarsamstarfinu. Stjórnin féll vegna deilu um tillögu þess efnis að stjórn- arskránni yrði breytt þannig að hægt yrði að efna til þjóðaratkvæðis um ákveðin mál og kjósendur fengju vald til að hnekkja ákvörðunum þingsins. ► SONIA Gandhi sagði af sér sem formaður Kon- gressflokksins á Indlandi á mánudag eftir að þrír af forystumönnum hans skor- uðu á hana að draga sig í hlé og fullyrtu að hún væri vanhæf til stjórna landinu sökum erlends uppruna síns og reynsluleysis. Mikil ólga er í Kongressfiokknum vegna afsagnarinnar og deilan um þjóðerni Gandhi gæti orðið til þess að hann klofnaði. Stuðningsmenn Gandhi lögðu fast að henni að hætta við að draga sig í hlé. FRÉTTIR Landsfundur Landssambands eldri borgara Kjaramálin mikilvægust Morgunblaðið/Jón Svavarsson LIÐLEGA 100 fulltrúar sóttu landsfund Landssambands eldri borgara í Reykjavík í vikunni. LANDSSAMBAND eldri borgara hélt landsfund sinn í vikunni og brunnu kjaramál heitast á fundar- mönnum að sögn Benedikts Davíðs- sonar, formanns sambandsins. Sam- bandið fagnar 10 ára afmæli í sum- ar, en það telur nú um 15.000 fé- lagsmenn í 49 aðildarfélögum um land allt. Benedikt Davíðsson var endur- kjörinn formaður á fundinum, vara- formaður er Helgi K. Hjálmarsson, Hafsteinn Þorvaldsson er ritari, Sigfús J. Johnsen gjaldkeri og Bjamfríður Leósdóttir meðstjóm- andi. Varamenn eru Margrét H. Sigurðardóttir, Einar S. M. Sveins- son og Hilmar Jónsson. Benedikt sagði að kjaramál hefðu verið efst á baugi. Fundurinn telur mikilvægt að samræma þróun launa og tryggingagreiðslna, kaupmáttar- aukning almennra launa hafi verið allt að helmingi meiri en trygginga- bóta síðustu fjögur ár og slíkt sé óviðunandi. Fundurinn fagnar því að svigrúm skuli vera til að hækka laun æðstu embættismanna þjóðarinnar og vís- ar til nýgengins úrskurðar Kjara- dóms, en telur rétt að aldraðir njóti líka góðs af svigrúminu. Þá vekur fundurinn athygli á skorti á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða og finnst brýnt að úr verði bætt. Morgunblaðið/RAX Gerðu sér bú í fuglahúsinu ÞRASTARPAR hefur gert sér hreiður í tréhúsi, sem reist var fyrir fáeinum árum í einkagarði í Breiðholtinu, en fram til þessa hafa þrestir ekki gert sér að góðu þá aðstöðu sem húsráð- endur bjuggu til handa þeim í garðinum sínum. Fuglahúsið er í 170 cm hæð en á liðnum ára- tugum hafa þrestir verið að sækja æ hærra með hreiður sín. Þrösturinn er einn sárafárra íslenskra fugla sem getur orpið tvisvar sinnum á sama sumri og verði það tilfellið með þessi þrastarhjón ætti gleði velunn- ara þeirra að aukast að sama skapi. Fólk gæti veskja sinna ÞRISVAR hefur verið tilkynnt á skömmum tíma að undanförnu að veskjum hafi verið stolið úr inn- kaupakörfum fólks þar sem það var við innkaup í stórmörkuðum. I veskj- unum voru, auk fjármuna, skilríki, bankakort og fleiri verðmæti. Lögreglan í Reykjavík vill af þessu tilefni minna fólk á að gæta veskja sinna, hvar svo sem það er statt, og draga þannig úr líkum á að glata fjármunum og pappírum sem erfitt og kostnaðarsamt getur reynst að endurnýja eða endurheimta. --------------------- Bandaríkin Netfyrirtæki kennt við Surtsey NÝSTOFNAÐ netþjónustufyrirtæki í Minneapolis í Bandaríkjunum ber heitið Surtsey Inc. í höfuðið á eld; fjallaeynni sem myndaðist árið 1963. í fréttatilkyningu frá fyrirtækinu segir að eyjan og Netið séu nýjustu staðirn- ar á jarðríki. Jafnframt eigi fyrirtækið og eyjan það sameiginlegt að hafa orðið til á mjög skömmum tíma. Stofnendur fyrirtækisins voru áður starfsmenn tölvuráðgjafafyrirtækis og unnu meðal annars fyrir tölvufyrir- tækin Hewlett Packar og Sun Microsystems. Þeir sögðu skilið við atvinnuveitandann til að stofna eigið fyrirtæki sem einbeitir sér að net- þjónustu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.