Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
llla farið með Halldór
STGtfUSlD'
VERTU ekkert að taka þetta blaður nærrí þér, Dóri minn. Dressið fer þér ljómandi vel.
Rýmum fyrir
nýjum vörum
-allt að
9 NINTENDO.64
LOEWE.
BOSCH
iþíndesíh
Ö Husqvarna
FINLUX
AEG i-
SANGEAN
YAMflHA
A þriðju hæð í verslun okkar
að Lágmúla 8
B R Æ Ð U R N I R
Lógmúla 8 • Sími 533 2800
NOKIA
jamo;
Nikon
ORION
ÆlasCoptx)
Fjölskyldu og húsdýragarðurinn
Þú átt þér vin
í Laugardal
Fjðlskyldu- og hús-
dýragarðurinn er
að hefja sumar-
starfsemi um þessar
mundir. Fjölskyldugarð-
urinn er opinn á sumrin
en Húsdýragarðurinn er
opinn allt árið. Tómas
Oskar Guðjónsson er for-
stöðumaður garðanna,
hann var spurður hvernig
starfið yrði í sumar.
„Það verður með líku
sniði og undanfarin ár.
Fjölskyldugarðurinn opn-
ar 15. maí ár hvert og
byggist sú tímasetning
bæði á veðri og eins
hvenær hægt er að fá
sumarfólk til starfa. Það
er mannfrekt að reka
Fjölskyldugarðinn. Hús-
dýragarðurinn er rekinn
á sama hátt allt árið.“
- Eru einhverjar nýjung-
ar í starfínu eigi að síður?
„Við erum að taka í notkun
nýja torfærubíla og nýja torfæru-
braut sem virðist ætla að slá í
gegn hjá krökkunum. A sama
tíma erum við búnir að breyta
gömlu torfærubrautinni, við er-
um með því að sinna yngri börn-
um betur, brautin sú er ekki
lengur fyrir torfæruakstur held-
ur komast börn fimm ára og
yngri þar í rafmagnsbfla. For-
eldrarnir geta fylgt þeim inn á
brautina og aðstoðað þau. Helsta
gagnrýnin sem við höfum fengið
er að við mættum sinna yngstu
bömunum betur, við erum með
þessu að koma til móts við þær
óskir.“
- Eru einhverjar nýj-
ar dýrategundir til sýnis í Hús-
dýragarðinum núna?
„Við tókum þá afstöðu þegar
við opnuðum 1990 að sinna ein-
göngu íslensku dýrunum, með
sérstakri áherslu á húsdýrin. Við
leitumst við að sýna bæði kyn
hverrar tegundar, afkvæmi og
nokkur afbrigði og litbrigði. A
þessum árstíma er ungviði hjá
flestum dýrategundum þannig að
garðurinn er einstaklega líflegur
að heimsækja á þessum árstíma."
- Hvemig veljið þið ný tæki
í garðana?
„Við notum ákveðin hugtök
sem við vinnum eftir - að sjá,
læra, vera og gera. Tómstunda-
tilboðum er samkvæmt þessari
hugmyndafræði raðað í ellefu
flokka og við notum þetta sem
hjálpartæki til að ná settum
markmiðum, til þess að minnka
líkur á vanrækslu eða ofurá-
herslu á einhvern ákveðinn flokk
tómstunda. Við tökum þannig til-
lit til margra hluta, t.d. aldurs-
skiptingar. Við notum líka ákveð-
in lykilorð til að vinna eftir, svo
sem fjölskyldan, ævintýri og sög-
ur, leikir, umhverfísvænar fram-
farir og fleira."
- Hvað hefur verið vinsæl-
ast hjá ykkur?
„Fólk byrjar yfirleitt á að
koma inn í miðasölu Húsdýra-
garðsins, það heldur
þaðan út í Fjölskyldu-
garð. Markhópur okk-
ar er fjölskyldan,
segja má að fólk komi
hingað þrisvar á æv-
inni, þegar það er á
barnsaldri, sem foreldrar og svo
þegar það er afar eða ömmur. Af
þessu leiðir að helmingur af okk-
ar gestum er fullorðið fólk og því
þarf að sinna ekki síður en böm-
unum. Það þarf að skapa aðstöðu
til að sinna börnunum, veitinga-
aðstöðu, þannig að þetta á að
vera góður staður fyrir fjölskyld-
Tómas Óskar Guðjónson
► Tómas Óskar Guðjónsson er
fæddur 19. ágúst 1959. Hann
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum f Reykjavík 1980 og
BS-prófi í líffræði frá Háskóla ís-
Iands 1985. Einnig lauk hann
hálfu mastersnámi í University
of Maryland í tómstundafræðum
1989. Hann starfaði sem for-
stöðumaður í félagsmiðstöðinni
Frostaskjóli 1985 til 1989 en
varð forstöðumaður Húsdýra-
garðsins 1990 til 1993 og hefúr
verið forstöðumaður Fjölskyldu-
og húsdýragarðsins frá 1994 til
dagsins í dag. Tómas er kvæntur
Astu Meiittu Urbancic, deildar-
stjóra á Hagstofu íslands, þau
eiga þtjú börn.
una til að sækja í tómstundum."
- Hvað með framtíðaráætl-
anir?
„Stefnt er að því að gera rekst-
urinn sjálfstæðari en nú er. Við er-
um að vonast eftir að fá byggt
fræðsluhús. Meginröksemdin fyrir
starfsemi dýragarðs er fræðsla og
við vonumst til að geta sinnt þeim
þætti betur, einkum á vetuma,
með því að fá fræðsluhús. Síðan er
óbyggt stórt hús sem heita á
Mímisbrunnur. Starfsemi í því
húsi er nýjung á íslandi og ætti að
geta orðið mjög vinsæl. Þetta er
einskonar raunvísindasafn þar
sem er eiginlega „leikur að læra“.
Þar verða allskonar raunvísinda-
greinar útfærðar í leiki og gerðar
skiljanlegar fyrir böm og full-
orðna. Eg hef sjálfur farið í svona
vísindasafn og það er eitt það
skemmtilegasta sem hægt er að
taka sér fyrir hendur. Þama eru
gerð skil eðlisfræði, efnafræði, líf-
fræði, læknisfræði, stjömufræði
og fleira. Ég man t.d. eftir einu
tæki sem mælir hjartslátt, fingri
var stungið í púlsmæh, í hvert
skipti sem hjartað sló gat maður
séð það með því að horfa á hátal-
ara þeyta upp hveiti.“
- Hafa garðarnir meira um-
fang en starfsemi sína í Laugar-
dal?
„Já, í starfsemi Húsdýragarðs-
ins er reynt að vera til fyrirmynd-
ar og í vaxtarbroddi í dýravemd,
garðurinn hefur um-
sjón með Þemey í
Kollafirði og er eyjan
nýtt sem orlofsstaður
fyrir dýr garðsins.
Stefnt er að því að
þau dýr sem á annað
borð eiga heimangengt fái að
minnsta kosti jafnlangt sumar-
leyfi og starfsmenn. Þess má geta
að gestafjöldi hefur verið nokkuð
stöðugur gegnum árin og ræðst
einkum af veðri og áhugaverðum
viðburðum í dagskrá. Um 200
þúsund manns sækja garðana ár-
lega.“
Um 200 þús-
und manns
koma árlega