Morgunblaðið - 29.05.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.05.1999, Blaðsíða 1
118. TBL. 87. ÁRG. LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Júg-óslavíustjórn segist ganga að tillögum G-8- ríkjanna um friðarsamkomulag í Kosovo-deilunni Yfírlýsingu Serba tekið með varúð Washington, Brussel, Belgrad. AFP, Reuters. IRA vísar á lík horf- inna fórn- arlamba Dundalk. Keuters. IRSKU lögreglunni var í gær vísað á kistu með Uki manns, sem talinn er eitt af hinum svokölluðu „horfnu fórnarlömbum" Irska lýðveldishers- ins (IRA), í afskekktum kirkjugarði nærri bænum Dundalk, rétt frá landamærunum að Norður-írlandi. Hafði sóknarprestur vísað lögregl- unni á kistuna, eftir að IRA hafði skilið hana eftir ofanjarðar i kirkju- garðinum. Talið er lOdegt að IRA muni um helgina vísa lögreglu með svipuðum hætti á lík allt að átta annarra. I Jdstunni, sem fannst í Faug- hart-kirkjugarðinum, var að finna líkamsleifar Eamonns Molloys, kaþ- ólikka sem IRA rændi árið 1975 og myrti fyrir að hafa gerst uppljóstr- ari. Ættingjar um fimmtán manna, sem talið er fullvíst að IRA hafi myrt á áttunda áratugnum, hafa um árabil barist fyrir því að fá IRA til að vísa þeim á lík mannanna, svo ástvinir gætu öðlast endanlega vit- neskju um örlög þeirra og svo leggja mætti þá til hinstu hvflu. Kom IRA loks til móts við kröfur fólksins í mars þegar herinn upp- lýsti að hann hefði aflað sér upplýs- inga um hvar lík níu manna væri að Reuters ÍRSKIR lögreglumenn bera kistu með Ifki manns, sem hvarf fyrir næstum aldarfjórðungi, en liðsmenn IRA höfðu skilið kist- una eftir ofanjarðar í afskekkt- um kirkjugarði nærri landa- mærabænum Dundalk. finna, og að þau yrðu afhent yfir- völdum í fyllingu tímans. Mo Mowlam, N-írlandsmálaráð- herra bresku stjómarinnar, fagnaði þessum tíðindum mjög í gær en þau þykja skref í átt að því að græða þau sár sem átökin á N-írlandi hafa valdið almennum borgurum í hérað- inu. Jafnframt sögðu fréttaskýrend- ur frumkvæði IRA mikilvægt inn- legg í friðarumleitanir á N-írlandi. BANDARÍSK stjómvöld og tals- menn Atlantshafsbandalagsins (NATO) tóku í gær með varúð fregnum um að Júgóslavíustjóm hefði ákveðið að samþykkja tillög- ur G-8-hópsins svokallaða, sam- starfsnefndar sjö helstu iðnríkja heims og Rússa, um friðarsam- komulag í Kosovo. Viktor Tsjernomyrdín, samn- ingamaður Rússa í Kosovo-deil- unni, átti í gærdag viðræður við Slobodan Milosevic Júgóslavíufor- seta í Belgrad og kvaðst að fundin- um loknum „afar ánægður“ með árangur af honum. Var síðan greint frá því á RTS-sjónvarps- stöðinni serbnesku að Milosevic gengi að hugmyndum G-8-hópsins frá 6. maí síðastliðnum, en til að þær öðlist gildi þarf öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að sam- þykkja ályktun þar að lútandi. AFP-fréttastofan hafði eftir ónafngreindum talsmanni Banda- ríkjastjómar að ef Serbar væm raunvemlega reiðubúnir að sam- þykkja tillögur G-8-hópsins yrðu þeir að sýna það í verki. Aukinheld- ur yrði NATO að geta sannreynt að hugur fylgdi máli. James Rubin, talsmaður bandaríska utanrflds- ráðuneytisins, sagði jafnframt allt of snemmt að -meta hvort um raun- veralega stefnubreytingu væri að ræða hjá Milosevic. Milosevic hefur áður gefið í skyn að hann gæti verið reiðubúinn til að samþykkja hugmyndir G-8-hópsins, en þær kveða á um lok ofbeldis- verka í Kosovo, að Serbar dragi her sinn frá héraðinu, að erlendar frið- argæslusveitir fái að koma til Kosovo til að standa vörð um frið þar, að komið verði á fót bráða- birgðastjóm fyrir héraðið og að flóttafólki verði leyft að snúa óáreittu til síns heima. Rússar hafa í hótunum Tsjemomyrdín hafði fyrr um daginn sagt í The Washington Post að ákæra stríðsglæpadómstóls SÞ á hendur Milosevic og fjómm öðrum háttsettum ráðamönnum í Belgrad vegna stríðsglæpa hefði dregið úr líkum á árangri í för sinni til Belgrad. Gekk Tsjemomyrdín svo langt að segja að Rússum bæri að hætta milligöngu í málinu ef NATO byndi ekki enda á loftárásir sínar. Ummælin vöktu hörð viðbrögð Strobes Talbotts, aðstoðamtanrík- isráðherra Bandaríkjanna, sem sagðist ósamþykkur öllu því sem fram kæmi í grein Tsjemomyrdíns. Ymsir leiðtogar serbnesku stjómarandstöðunnar hörmuðu í gær frumkvæði stríðsglæpadóm- stólsins og sögðu þeir að ákæran á hendur Milosevic kippti fótunum undan þeim friðammleitunum sem þó væm í gangi. Óttuðust þeir jafn- framt að ákæran myndi draga hörmungar óbreyttra borgara á langinn, en NATO hefur nú staðið fyrir loftárásum á skotmörk í Júgó- slavíu síðan 24. mars síðastliðinn. Rafmagnslaust var í Belgrad í gær og víða annars staðar í Serbíu eftir að NATO varpaði sprengjum á rafmagnsveitur í höfuðborginni, í umfangsmestu loftárásunum fram að þessu. Kaþólskur organisti í Westminst- er Abbey London. Morgunblaðið. KAÞÓLSKUR organisti hef- ur verið ráðinn að West- minster Abbey í London, sá fyrsti frá siðaskiptum. James O’DonnelI, 38 ára, kemur frá starfi organista við Westminster Cathedral, sem er kaþólsk kirkja, og með ráðningu hans er í fyrsta sinni breytt frá þeirri reglu, sem hefúr gilt í yfír 400 ár, að organisti West- minster Abbey verði að vera meðlimur ensku bisk- upakirkjunnar. Organisti Westminster Abbey er talinn fremstur tónlistarmanna í þjónustu ensku þjóðkirkjunnar og þar hafa farið fram margar athafnir tengdar brezka konungdæminu; krýningar og konunglegar jarðarfarir. Við ráðninguna nú var að- eins sett það skilyrði, að organistinn ætti að vera meðlimur í kristilegri kirkju og með á nótunum varðandi trúarsiði ensku biskupakirkjunnar. James O’DonnelI hefur sjálfúr sagt, að hann hlakki til tón- listarstarfans í Westminster Abbey, sem hann segir vera stórkostlegt tækifæri. Loftárásir Indveija í Kasmír Skæruliðar skjóta niður tvær þyrlur Reuters PAKISTANAR minntust þess með viðhöfri í gær að eitt ár var liðið frá því að þeir gerðu í fyrsta sinn tilraunir með kjarnorkuvopn. fslamabad, Karachi. Heuters. SKÆRULIÐAR, sem berjast gegn yftrráðum Indveija, skutu í gær nið- ur tvær indverskar herþyrlur í norð- urhluta Kasmír, sem Indverjar og Pakistanar hafa deilt um frá því þeir fengu sjálfstæði fyrir 52 áram. Fjór- ir menn létust í árásunum. Talsmaður bandalags tíu skæm- liðahreyfinga, sem hafa gert upp- reisn á yfirráðasvæði Indverja í Zadornov segir af sér embætti aðstoðarforsætisráðherra Hörð valdabarátta í Kreml Moskvu. Reuters, AFP. NY stjómarkreppa vofði yfir Rúss- landi í gær þegar Mfldiafl Zadom- ov sagði af sér embætti aðstoðar- forsætisráðherra eftir aðeins þrjá daga í starfinu. Olli afsögn Zadom- ovs nokkm uppnámi á fjármála- mörkuðum í Moskvu en hann hefur gegnt fjármálaráðherraembættinu frá því í í nóvember 1997. Afsögnin þykir aukinheldur staðfesta fréttir undanfarinna daga um að háð væri hörð barátta um völdin í Kreml og að deilt væri um hver færi í raun með yfiramsjón efnahagsmála í rfldsstjóm Sergejs Stepashíns for- sætisráðherra. „Þegar ég ræddi við Stepashín sagði ég honum að þótt ég tæki að mér starf aðstoðarforsætisráð- herra væri mikilvægt fyrir mig að geta jafnframt haldið áfram störf- um sem fjármálaráðherra," sagði Zadomov á fréttamanna- fundi í gær. „Hvorki forset- inn né rflds- stjóm hans vom reiðubúin til að hlýða á rök mín og í dag verð ég því að segja af mér,“ sagði Zadomov. Þykir ákvörðun hans staðfesta orðspor, sem af honum fer, um að hann sé lítt viljugur til að fóma sannfær- ingu sinni fyrir feit embætti. Míkhaíl Zadornov Þegar Borís Jeltsín Rússlands- forseti skipaði Zadomov óvænt aðstoðarforsætisráðherra fyrr í þessari viku bjuggust flestir við því að Zadornov hefði efnahags- málin áfram á sinni könnu. Jeltsín hafði hins vegar aðrar hugmyndir og útnefndi Míkhaíl Kasjanov, helsta samningamann Rússa við erlenda lánardrottna, sem fjár- málaráðherra. Kom sú ákvörðun mjög á óvart og var þvert á vilja Stepashíns. Jafnframt var Zadornov allt annað en ánægður þótt hann tæki reyndar fram í gær að hann hefði ekkert á móti Kasjanov, og að Kasjanov hefði reynst afar fær í því starfi sem hann hefur gegnt. Kasmír, sagði að herþyrlunum hefði verið grandað með flugskeytum. Skömmu áður hafði talsmaður hers Indlands skýrt frá því að þyrla hefði verið skotin niður með Stinger-flug- skeyti Indlandsmegin við markalín- una sem skiptir Kasmír í tvennt. Her Pakistans kvaðst ekki vera viðriðinn árásimar á þyrlumar. Talsmaður hersins, sagði að pakist- anskir hermenn hefðu orðið vitni að því þegar fyrri þyrlan hrapaði á yfir- ráðasvæði Indverja og þeir hefðu talið að indverskir hermenn hefðu skotið hana niður fyrir slysni. Þegar hann var spurður hvort skæmliðamir hefðu vopn til að granda flugvélum kvaðst hann ekki vita það. Sharif hvetur til viðræðna Indverjar hófu loftárásir á hundmð íslamskra skæmliða á indverska yfir- ráðasvæðinu í Kasmír á miðvikudag til að flæma þá þaðan. Indverjar segja að skænfliðamir hafi komist þangað með hjálp pakistanska hersins. Nawaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, kvaðst í gær hafa rætt málið við Atal Behari Vajpayee, for- sætisráðherra Indlands, og sagt að ekki væri hægt að leysa deiluna um Kasmír með hemaðaraðgerðum. „Ég sagði honum, og hann var sam- mála því, að ekki væri hægt að leysa deiluna nema með samningaviðræð- um,“ sagði Sharif. ■ Óttast að átökin/32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.