Morgunblaðið - 29.05.1999, Page 2

Morgunblaðið - 29.05.1999, Page 2
2 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Annasamur dagur hjá Selmu Björnsdóttur Jcnísalcm. Morgunblaðid. ÞAÐ var annasamur dagur hjá Selmu Björnsdóttur og fóruneyti í gær þegar haldin voru tvö rennsli á Eurovision með áhorfendum. Voru þau tekin upp og verða notuð ef eitthvað fer úrskeiðis í sjálfri útsendingunni frá Jerúsalem í kvöld. Miklar vangaveltur eru hjá íslenska hópnum svo og fleirum, um hver muni vinna keppnina, en í veðbönkum í Bretlandi eru íslenska og sænska lagið í 1. sæti. Æfíngar gengu áfallalaust fyrir sig og var síðasta sýningin hin tilkomumesta. I dag er síðasta rennsli á keppninni og í kvöld munu íslendingar ásamt 100 milljónum Evrópubúa komast að því hver stendur uppi sem sigurvegari í þessari siðustu Eurovision keppni á öldinni. ■ Eurovision/41-43 Dæmdur fyrir að svíkja 11,2 m.kr. út úr íslandsbanka í Keflavík N ígeríumaður fékk 12 mánaða fangelsi í héraði HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur dæmt 24 ára Nígeríumann í 12 mánaða fangelsi fyrir að hafa í febr- úarmánuði sl. haft 11,2 milljónir króna af Islandsbanka í Keflavík með skjalafalsi og fjársvikum. 28 ára Nígeríumaður, sem einnig var ákærður í þessu peningaþvættismáli, var sýknaður af öllum ákærum. Mönnunum var geflð að sök að hafa notað tvo falsaða tékka, samtals að fjárhæð 96.920 sterlingspund, eða 11,2 milljónir króna, til að blekkja með í lögskiptum. Tékkana seldi hinn dæmdi í útibúi Islandsbanka í Keflavík og lagði inn á gjaldeyris- reikning sinn, en hann hefur búið hér í nokkur ár og rekið fyrirtæki. Málið sætti umfangsmikilli lög- reglurannsókn og sátu þeir í gæslu- varðhaldi í á annan mánuð. I niður- stöðum Jónasar Jóhannssonar, hér- aðsdómara, segir að ekki verði talið sannað að sá dæmdi hafi vitað að tékkarnir tveir væru falsaðir. Ekki sé upplýst hver eða hverjir hafi gefið tékkana út. M.a. beindist rannsókn að því að hafa uppi á öðrum Nígeríu- manni sem ýmist hefur gengið undir nafninu Mike Brown eða Kevin West en komst úr landi daginn eftir hand- töku hins dæmda. Segir í dóminum að ekki hafi verið aðhafst nægilega til að upplýsa um útgáfu tékkanna. Timburviðskipti í upphafi rannsóknar málsins sagðist Nígeríumaðurinn hafa fengið tékkana sem greiðslur í timburvið- skiptum, sem hann hefði annast milli erlendra fyrirtækja, en hvarf seinna frá því og sagði tékkana útgefna af starfsmanni fýrirtækis í slagtogi við hinn ákærða og tvo aðra til þess að þvo illa fengið fé. Sá dæmdi sagði að meðákærði hefði fengið sig til að taka þátt í athæfinu, hann hefði látið mönnunum í té upplýsingar og tékk- arnir verið gefnir út þótt engin við- skipti stæðu að baki. Sannað þótti að engin viðskipti hefðu búið að baki tékkunum og maðurinn logið vísvit- andi að bankamönnum að svo hefði verið, en það var samkvæmt starfs- reglum forsenda þess að bankinn keypti tékkana. „Er vafalaust að hvorugt [banka- mannanna, sem tóku við tékkunum og báru vitni í málinu] hefði tekið við tékkunum ef ákærði hefði sagt þeim hvernig í pottinn væri búið og að út- gáfa tékkanna væri liður í peninga- þvætti erlendra aðila,“ segir dómar- inn, Jónas Jóhannsson, héraðsdóm- ari. Með þessu hafi sá dæmdi blekkt bankastarfsmenn og framið fjársvik. Dómarinn telur hins vegar að ekki njóti við beinna sannanna um aðild hins mannsins, sem ákærður var; að- eins sé til að dreifa framburði þess sem dæmdur er í málinu. Sá hafi orðið margsaga um veigamikil atriði málsins og verði sakfelling ekki reist á reikulum, mótsagnakenndum og á köflum fjarstæðukenndum fram- burði hans, gegn eindreginni neitun. Brottvísun hafnaö í málinu krafðist ákæruvaldið þess að mönnunum yrði vísað úr landi að lokinni afplánun. Báðir gengu að eiga íslenskar unnustur sínar eftir að þeir losnuðu úr gæslu- varðhaldi og áður en dómur gekk. Sá sem sýknaður var á bam með konu sinni en hinn hefur lögbundna forsjá sonar konu sinnar. Telur dómarinn að hagsmunir barnsins mæli ein- dregið gegn því að honum verði vís- að úr Iandi og synjaði þeirri kröfu. Auk árs fangelsis varþeim dæmda gert að greiða Islandsbanka 11.166.046 krónur í bætur auk málsvarnarlauna og sakarkostnaðar. Þá var honum gert að sæta upptöku á um 1,8 milljón króna. Gangbraut- arvarsla uns undir- göng verða tilbúin HAFIN er gangbrautarvarsla á gangbrautinni við gatnamót Reykjanesbrautar, Kaldársels- vegar og Oldugötu í Hafnar- firði. Varslan verður frá kl. 7.30 á morgnana til kl. 19.30 á kvöld- in alla daga vikunnar þangað til framkvæmdum við undirgöng nálægt gangbrautinni lýkur. Gatnamótin hafa reynst hættuleg slysagildra á liðnum árum en þar hafa orðið þrjú banaslys síðan árið 1977. Til að tryggja umferð gang- andi vegfarenda við gatnamótin var ítrekað á fundi bæjarráðs Hafnarljarðar hinn 6. maí sl., að öi-yggi gangandi vegfarenda yrði tryggt tafarlaust og sam- þykkti bæjarráð að hafinn yrði undirbúningur að gerð undir- ganga undir Reykjanesbrautina og að höfð yrði varsla við gang- brautina þangað til. Var gerður samningur við Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði og björgun- arsveitina Fiskaklett um að ann- ast vörsluna, sem hófst fyrir fá- einum dögum. Gangbrautarvörðurinn, sem nú er tekinn til starfa, heitir Sveinsína Björg Jónsdóttir. Hún heldur einnig tölu yfír gangandi vegfarendur sem fara yfir gangbrautina dag hvern meðan á vaktinni stendur og hafa tæp- lega 900 vegfarendur gengið yf- ir hana síðan 25. maí. Talningin er gerð fyrir byggjendur gang- anna, svo betri yfirsýn fáist yfir umferð gangandi vegfarenda á gatnamótunum þar sem göngin verða grafin. Lítið var að gera hjá Sveinsínu þegar ljósmynd- ara Morgunblaðsins bar að í gær. Jeppaleiðangurinn á Grænlandi Fjórðungnr baka- leiðar á fyrsta degi ICE225 JEPPALEIÐANGURINN á Grænlandi ók sína fyrstu dagleið til baka áleiðis til Syðri-Straumfjarð- ar í gær eftir að hafa náð takmarki sínu seint á þriðjudagskvöld er þeir félagar renndu niður af Grænlands- jökli á austurströnd Grænlands og urðu þar með fyrstir til að aka þvert yfir Grænlandsjökul. Er Morgunblaðið hringdi í leið- angursmenn í gærkvöldi hafði leið- angurinn lagt að baki um 200 kíló- metra af rúmlega 700 kílómetra leið sem framundan er til Syðri-Straum- fjarðar og var staddur í rúmlega 2.000 metra hæð. Áætlað er að aka að ratsjárstöð- inni DYE 2 í dag og gista þar í nótt. Ekið er á um 20 km hraða á klukku- stund í 30-40 cm jafnföllnum snjó og að sögn leiðangursmanna fór veður batnandi í gær og var færðin breyti- leg en yfirleitt þokkaleg. Leiðin sem ekin er til baka vestur yfir jökulinn er ekki sú sama og farin var austur yfir. Valin var ný leið vestur yfir, sem er lítið eitt styttri en austurleiðin. Áætlað er að koma niður í Syðri- Straumfjörð á mánudagskvöld. Ekki hafa teljandi óhöpp orðið í ferðinni utan þess þegar lega í framdrifi eins jeppans skemmdist en ekki tók langa stund að gera við þá bilun. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sérblöð í dag ALAUGARDOGUM Utah Jazz úr leik í NBA- körfuboltanum/B7 Gulidrottningin Silja með neglur í fánalitum/B1 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.