Morgunblaðið - 29.05.1999, Síða 4

Morgunblaðið - 29.05.1999, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Variety Mars kvik- mynduð á Is- landi KVIKMYNDIN Mars, sem gerð verður á vegum Wamer Bros undir leikstjórn Anthony Hoffman, verður kvikmynduð á íslandi að því er stað- hæft er í frétt sem birtist í banda- ríska tímaritinu Variety í gær. Skv. heimildum Morgunblaðsins mun kvikmyndaverið gefa út fréttatil- kynningu um tökur myndarinnar á íslandi eftir helgina. Val Kilmer og Carrie-Anne Moss til íslands? í frétt Variety í gær kemur einnig fram að tveir heimskunnir leikarar muni leika aðalhlutverk í myndinni, þau Val Kilmer og Carrie-Anne Moss. Myndin fjallar um geimfara í fyrstu mönnuðu ferðinni til plánetunnar Mars og hefjast tökur hennar í haust. ------------------- Hrapaði til jarð- ar á svifvæng FLUGMAÐUR svifvængs var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið eftir slys á Geirsnefi skömmu eftir mið- nætti á fimmtudag. Hann ökklabrotn- aði og meiddist í baki er hann féll til jarðar er verið var að draga hann á svifvængnum á loft með bifreið. Að sögn lögreglunnar hafði flug- maðurinn verið dreginn níu sinnum á loft áfallalaust en í tíundu ferðinni var skipt um ökumann á dráttarbif- reiðinni og var talið líklegt að hann hafi ekið of hratt með þeim afleiðing- um að svifvængurinn fór fram úr bif- reiðinni og varð flugmaðurinn því að sleppa dráttartauginni og hrapaði þannig til jarðar. í^k ÚBVAL ÚTSÝN 5854000 • FERÐASKRIFSTOFA ÍSIANDS RÁÐSTHFNDR 585 4400 ♦ FERÐASKRIFSTOFA ÍSIANDS VÍÐSKIFTAFERÐÍR 505 4400 FERÐASKRIFSTOFA ÍSIANDS 1NNANLANDSDH1LD 5854300 FYRR í þessum mánuði reyndu þeir Ed McGough (t.v.), Leifur Öm Svavarsson (t.h.) og Guðjón Marteinsson að klífa Einar Mikaelsens-fjall á Austur- Grænlandi. Vegna slæmra veðurskilyrða, þ.e. mikillar snjókomu, sem olli m.a. mikilli snjóflóðahættu, þurftu þeir frá að hverfa, en áður höfðu þeir klifið tvö hæstu fjöll Grænlands. Leiðangnr íslenskra fjallaleiðsögumanna á Austur-Grænlandi Reyndu að klífa Einar Mikael- sens-fjall LEEÐANGURSMENN úr leiðangri íslenskra fjallaleiðsögumanna urðu að yfirgefa Watkinsfjöll á Austur- Grænlandi án þess að hafa lokið ætlunarverki súiu, en þeir hugðust klífa Einars Mikaelsens-fjall. Efli'ðar fjallsins eru það brattar og fjallið þannig af guði gert að enn hefur engum tekist að klífa það. Þess ber að geta að áður en þeir skoðuðu að- stæður við fjallið óklifna höfðu þeir klifið tvö hæstu fjöll Grænlands. Leiðangursmennirnir voru þrír, Leifur Öm Svavarsson, Guðjón Marteinsson og Skotinn Ed McGough, en leiðangurinn hófst hinn 11. maí og lauk á flmmtudag- inn. Leifur Örn sagði f samtali við Morgunblaðið að þeir hefðu lent á jöklinum í um 2.000 metra hæð. Þá hefði verið búið að snjóa mjög mikið og snjórinn náð upp í mitti. 40 stiga frost og sterkur vindur „Næstu daga gengum við á tvö hæstu fjöll Grænlands, þ.e. á Gunnbjörnsfjall, sem er um 3.700 metra hátt, og Dome, sem er um 10 metmm lægra,“ sagði Leifur Öra. „Þetta vom kannski ekki tæknilega erfiðar fjallgöngur, en það var mikill kuldi, sérstaklega á leiðinni upp á Dome. Við vomm ekki komnir á toppinn fyrr en á miðnætti og þá var yfir 40 stiga frost, sterkur vindur og gríðarleg kæling," sagði hann. „Si'ðan gengum við að Einars Mikaelsens-fjalli á fimm dögum, eina 50 til 60 kílómetra, og þá vor- um við í góðum ham og fannst eins og ekkert gæti stöðvað okkur því við vorum í mjög góðu líkamlegu formi og vel útbúnir. En þegar við komum að fjallinu byijaði að snjóa og morguninn eftir var kominn snjór upp á mið læri og það snjóaði allan næsta dag líka og þá var kominn snjór upp í klof.“ Gríðarlega formfagur tindur „Einars Mikaelsens-fjall er gríð- arlega formfagur tindur, en fjallið rís rúma 2.000 metra upp úr jökl- inum og er um 3.300 metra hátt. Fjallið er orðið nokkuð þekkt vegna þess hversu fallegt það er og margir leiðangrar hafa reynt að klifra það en enginn haft erindi sem erfiði. Loksins hætti að snjóa og við reyndum að troðast áfram til að komast hálfhring í kringum fjallið þar sem við ætluðum að reyna við tindinn, en komumst með miklu erfiði aðeins 3,1 kflómetra, sem er óvenju stutt vegalengd. Þegar komið var að hlíðinni sem við ætluðum að klífa voru stöðugt að falla smá snjóflóð úr brattri hlíðinni þannig að við lögðum ekki í að fara lengra og snerum við og eyddum deginum í að horfa á flóð- in falla á um 10 mínútna fresti þannig að það dmndi f öllum fjöll- unum.“ Fallnir á tíma „Þar með vomm við fallnir á tíma og þurftum að ganga til baka og bíða eftir flugvélinni. Við biðum í þijá daga eftir að komast burt, en það var mjög sorglegt að fara því það var komið glimrandi veður og aðstæður orðnar allar hinar bestu,“ sagði Leifur Örn. „Það er alveg á hreinu að við ætlum að reyna við fjallið aftur að ári, þegar við biðum eftir flugvélinni voram við komnir á þá niðurstöðu.11 Framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra um viðmiðun við lög frá 1993 Gefur heildstæða mynd fyrir allan markaðinn Féll 6 metra til jarðar KARLMAÐUR var fluttur á slysa- deild eftir vinnuslys í Langholts- kirkju í gær. Hann féll 6 metra til jarðar er hann var við vinnu í kirkj- unni og fótbrotnaði fyrir neðan hné. Maðurinn stóð í stiga og var að undirbúa vinnu við breytingafram- kvæmdir í kirkjunni er stiginn rann undan honum með fyrrgreindum af- leiðingum. EINAR Sveinsson, framkvæmda- stjóri Sjóvár-Almennra trygginga, segir að ástæðan fyrir því að áhrif nýju skaðabótalaganna séu borin saman við skaðabótalögin eins og þau voru árið 1993 sé að tjón frá seinni hluta ársins 1993 séu þekkt safn upp- gerðra tjóna fyrir öll íslensku félögin. Það gefi því heildstæða mynd fyrir allan markaðinn og sé marktækt. Jón Steinar Gunnlaugsson, hæsta- réttarlögmaður, sagði á fimmtudag að skrítið væri að gera samanburð á útgjöldum vegna breytinga á skaða- bótalögum við ástand sem gilt hafi fyrir sex árum þegar bótaréttur hafi örugglega verið rýrastur, en ekki við ástandið 1998 eða 1997. Trygginga- stærðfræðingur Sambands íslenskra tryggingafélaga hefur reiknað út að kostnaðarauki lagabreytinganna nú miðað við lögin 1993 sé 58%. „Við hér hjá Sjóvá-Almennum höf- um h'ka endurmetið öll uppgerð slysatjón áranna 1994 og 1995, ásamt því að við létum skoða þróun á árinu 1996 til þess að kanna áhrif breyttra skaðabótalaga. Þessi gögn verða lögð til grundvallar mati á tjónakostnaði félagsins eftir lagabreytinguna 1. maí og iðgjaldsútreikningar félagsins byggðir á því. Ekki dugar að líta ein- göngu til síðustu tveggja ára, 1997 og 1998, því fæst þeirra slysa sem urðu á þeim árum eru uppgerð og greidd og óvissan þar með mest. Hins vegar verðum við að hafa þau ár líka til skoðunar, því ákveðna þróun má lesa út úr þeim, svo sem tjónatíðni, áhrif hæstaréttardóma, launaþróun, upp- gjörskostnað og fleira," sagði Einar. Hann sagði að iðgjaldsákvörðun yrði þannig byggð á því sem best væri þekkt úr fortíðinni og jafnframt væri tekið tillit til þeirra breytinga sem vitað væri um í dag til hækkunar eða lækkunar og því speglað inn í framtíðina til þess að áætla iðgjalds- þörfina. Varfæmissjónarmið höfð í huga Varðandi þær fjármunatekjur sem færðar eru á bótasjóði tryggingafé- laganna, sagði Einar að hlutdeild vá- tryggingarekstrarins í fjármunatekj- um væri reiknuð samkvæmt reglu- gerð um ársreikninga vátrygginga- félaga. „Það vaxtaviðmið sem þar er notað byggir á meðalávöxtun spari- skírteina ríkissjóðs á Verðbréfa- þingi, sem var um 5% auk verð- tiYggingar í síðasta uppgjöri. Ég tel að það sem vakti fyrir reglugerðar- höfundum hafi verið að miða við stöðuga og örugga langtímaávöxtun sem ríkisskuldabréf vissulega eru, eða m.ö.o. að varfærnissjónarmið væri haft til hliðsjónar,“ sagði Einar. Hann sagði að að sjálfsögðu væru heildarfjármunatekjur félagsins hafðar í huga þegar iðgjaldaákvarð- anir væru teknar. „Góð afkoma fé- lagsins þýðir minni iðgjaldsþörf," sagði Einar að lokum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.