Morgunblaðið - 29.05.1999, Side 12

Morgunblaðið - 29.05.1999, Side 12
12 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fimm nýir ráðherrar í rflrisstjórn Davíðs Oddssonar taka við embættum Morgunblaðið/Þorkell ARNI M. Mathiesen tekur við lyklunum að sjávarútvegs- ráðuneytinu af Davíð Oddssyni. Morgunblaðið/Þorkell HALLDÓR Ásgrímsson fær Guðna Ágústssyni lyklavöld að landbúnaðarráðuneytinu. Morgunblaðið/Þorkell HALLDÓR Blöndal afhendir Sturlu Böðvarssyni lyklana að samgönguráðuneytinu. Stefnumótun í anda stjórnar- sáttmála Morgunblaðið/Ámi Sæberg SÓLVEIG Pétursdóttir tekur í hönd Davíðs Oddssonar eftir að hafa tekið við embætti dómsmálaráðherra. Morgunblaðið/Halldór Koibeins SIV Friðleifsdóttir tekur við lyklunum að umhverfisráðuneytinu af Halldóri Ásgrímssyni. RÁÐHERRARNIR fimm sem tóku við nýjum embættum í gær, Ámi M. Mathiesen, Guðni Ágústsson, Siv Friðleifsdóttir, Sólveig Pétursdóttir og Sturla Böðvarsson, segja flestir að stórra stefnubreytinga muni ekki gæta, að minnsta kosti ekki í fyrstu, og þeir muni taka mið af þeim áherslum sem lagðar eru í stjórnar- sáttmálanum. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra bendir á þær áherslur sem fram koma i stefnuyfirlýsingu ný- skipaðrar ríkisstjórnar, aðspurð hvort vænta megi stefnubreytinga í umhverfismálum með nýjum ráð- herra. Engar U-beygjur teknar „Ég mun að sjálfsögðu takast á við þau verkefni sem koma fram í sáttmálanum, enda um mörg spennandi verkefni að ræða,“ segir Siv. „í honum kemur til dæmis fram mikil áhersla á að stuðla að náttúruvernd og öflugum mengun- arvörnum. Sérstaklega er spenn- andi að takast á við að ljúka gerð rammaáætlunar til langs tíma um nýtingu vatnsafls og jarðhita, sem tekur tillit til verndargildis ein- stakra landsvæða. Einnig er brýnt og spennandi að efna til umhverf- isátaks, þar sem sveitarfélög, fyrir- tæki og einstaklingar verða hvött til að endurnýta efni og flokka úr- gang. Mörg slík áhugaverð verkefni eru framundan og ég mun takast á við þau fyrir hönd ríkisstjórnarinn- ar og Framsóknarflokksins. Mér finnst það spennandi fyrir ungan stjórnmálamann að fá að takast á við eins mikilvægan og vaxandi málaflokk og umhverfismálin eru. Þessi ríkisstjóm felur í sér fram- hald á samstarfi Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokks, þannig að ekki verða neinar stór- fengarlegar U-beygjur teknar í þessum málaflokki, frekar en í öðr- um málaflokkum. Við munum halda áfram á þeirri braut sem við höfum markað í umhverfismálum, en að sjálfsögðu mun mín orka öll fara í að sinna umhverfismálum á íslandi. Framundan eru mjög spennandi tímar.“ Mikilvægi málaflokka aukist Sólveig Pétursdóttir dóms- og kirkjumálaráðherra kveðst ánægð og þakklát yfir því trausti sem henni er sýnt með því að vera falið að gegna jafnmikilvægu embætti. „Ég tel að þeir málaflokkar sem heyra undir dóms- og kirkjumála- ráðuneytið séu afar mikilsverðir. Ég þekki þá reyndar vel þar sem ég hef verið formaður allsherjamefnd- ar Alþingis undanfarin átta ár og hef unnið talsvert í þessum málum,“ segir Sólveig. „Eins og menn vita hefur ekki verið um alllangt skeið sérstakur ráðherra fyrir þessu ráðuneyti, þannig að ég tel fagnaðarefni að það verði breyting þar á, enda þótt mjög margt gott hafi verið unnið þar á liðnum árum. Með breyttu þjóðfélagi held ég að mikilvægi ým- Fimm nýir ráðherrar tóku við embættum sín- um í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar með form- legum hætti á ríkis- ráðsfundi á Bessastöð- um í gær og í kjölfarið fengu beir lyklavöld í viðkomandi ráðuneyt- um. Ráðherrarnir nýju segja tilhlökkunarefni að takast á við þau verkefni sem embætt- unum fylgja. issa þessara málaflokka sé orðið meira, og ég tel að það séu mörg spennandi verkefni framundan. A þessu stigi málsins held ég ekki að sé rétt að fara nánar út í þá sálma. Margt hefur áunnist en það má alltaf betur gera og ég mun leggja mig fram um að reyna að láta gott af mér leiða, og athuga hvort þörf sé á áherslubreytingum.“ Uppbygging helgast af fjármunum Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra segir að nýtt embætti leggist prýðilega vel í sig og hann sé afar sáttur við að fá tækifæri til að takast á við samgöngumál. „Ég geri ráð fyrir að einhver áherslubreyting verði, enda óhjá- kvæmilegt með nýjum mönnum. Ég hef hins vegar tekið þátt í að móta þá stefnu í samgöngumálum sem fylgt hefur verið af hálfu okkar sjálfstæðismanna, þannig að ekki verður um neinar kollsteypur að ræða,“ segir Sturla. „Ég mun leitast við að sinna fjar- skiptamálunum og vegamálum sér- staklega, og ekki síst ferðamálum sem heyra undir þetta ráðuneyti. Ég mun leggja ríka áherslu á þessa þætti, sem ég tel að séu þeir allra brýnustu. Á þessu stigi vil ég hins vegar ekki tjá mig um einstaka þætti, en bendi á að við þurfum að skoða áframhaldandi uppbyggingu vegakerfísins, en hún helgast auð- vitað af þeim fjármunum sem við höfum til ráðstöfunar í þjóðarbúinu. Það verður að tengja saman annars vegar fjáröflun og hins vegar þá stóráfanga sem bíða úrlausna og í hvaða röð þeir verða teknir, auk þess sem skoða verður þessi mál í ljósi þeirra áherslna sem við höfum lagt í byggðamálum og hvernig við byggjum samgöngunetið í landinu þannig að það nýtist okkur sem best til að bæta kjör fólksins í landinu sem víðast.“ Sátt náist um fiskveiðistefnuna Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra kveðst líta björtum augum til nýs embættis, þó svo að ljóst sé að erfið verkefni bíði. Hann bendir á að stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar- innar leggi mjög ákveðnar áherslur hvað sjávarútvegsmál varðar og hann telji að í þeim felist ákveðin stefnubreyting frá því sem verið hefur, en hún sé þó í samræmi við málflutning sjálfstæðismanna í ný- liðinni kosningabaráttu. „Hver stjómandi hefur síðan sinn eigin stíl og það mun koma í ljós hvernig það gengur fyrir sig. Það má reikna með að ég muni móta eigin áherslur innan þessa ramma sem stjómarsáttmálinn setur,“ seg- ir Ámi. „Helsta verkefnið er að sjálf- sögðu að reyna að ná víðtækri sátt um fiskveiðistefnuna, en ég hef einnig persónulega mikinn áhuga á rannsóknum í sjávarútvegi og vildi gjaman fara vel ofan í þau mál og sjá veg þeirra verða meiri, sem helgast af því að ég hef ákveðnar rætur í þessu rannsóknarumhverfi. Þegar maður byrjar að vinna í þess- um málum kemur hins vegar í ljós hvert svigrúmið er á því sviði. Það era ekki auðveld verkefni sem era fyrir höndum en það þarf að takast á við þau og ég mun gera það eftir bestu getu.“ Möguleikar í breyttum heimi Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra segir að nýtt starf leggist vel í hann og hann taki við því af auðmýkt og þakklátur öllum þeim sem hafi stutt hann á leiðinni. „Nýjum mönnum fýlgir alltaf eitthvað nýtt og breytt viðhorf, en ég hef ekki mótað mér neinar bylt- ingarkenndar hugsjónir til að fylgja eftir, heldur vonast til að geta orðið liðsmaður í að þróa íslenskan land- búnað til sóknar," segir Guðni. „Ég tel að við eigum mikla möguleika í breyttum heimi, að við eigum afurðir á heimsmælikvarða, og tel það skyldu mína að reyna að stuðla að sátt á milli sveitanna og þéttbýlisins og auka skilning þar á milli. Sveitin þarf á þéttbýlinu að halda og þéttbýlið þarf á sveitinni að halda. Ég vona að mér takist að móta stefnubreytingu á ýmsum sviðum og finnst mjög mikilvægt að takast á við það sem í stjórnar- sáttmálanum segir, þ.e. að styrkja sögu landbúnaðarins og bænda, að hagur þeirra batni og einnig að nýta sér þá miklu möguleika sem nú eru til að sækja inn á erlenda markaði. Við sjáum það einnig að ýmsar yngri búgreinar sækja sterkt fram, svo sem garðyrkja sem er í mjög athyglisverðum far- vegi hér.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.