Morgunblaðið - 29.05.1999, Side 20
20 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Tryggingamiðstöðin
og Trygging
Sameiginleg
skrifstofa
í Hofsbót
í KJÖLFAR fyrirhugaðrar sam-
einingar Tryggingamiðstöðvarinn-
ar hf. og Tryggingar hf. mun skrif-
stofa TM á Akureyri flytja í hús-
næði Tryggingar að Hofsbót 4.
Par verður í framtíðinni rekin
sameiginleg skrifstofa félaganna,
en hún verður opnuð á mánudag,
31. maí.
Starfsmenn á skrifstofunni á
Akureyri verða þeir Gísli Bragi
Hjartarson, Alfreð Pálsson, Erna
H. Magnúsdóttir og Hólmgeir
Þorsteinsson en sá síðastnefndi
veitir skrifstofunni forstöðu. Af-
greiðslutími verður óbreyttur eða
frá kl. 8 til 16.30. Síma- og mynd-
símanúmer eru óbreytt.
Öldurót
komið út
SJÓMANNADAGURINN nálgast
og er Öldurót, blað Sjómannadags-
ráðs Akureyrar komið út. A næstu
dögum mun sölufólk á Akureyri
ganga í hús og selja blaðið en sjó-
mannadagurinn er nú haldinn í
sextugasta sinn.
Þá er skráning í róðrarkeppni
um sjómannadagshelgina hafin og
hægt að skrá þátttöku liða á skrif-
stofu Sjómannafélags Eyjafjarðar.
Róðrarbátamir eru tilbúnir fyrir
æfingar og liggja þeir við flot-
bryggjuna við Torfunef.
Gallerí Svartfugl
Björgvin sýnir
pastelmyndir
BJÖRGVIN Sigurgeir Haraldsson
opnar sýningu á pastelmyndum í
Galleríi Svartfugli í dag laugardag
kl. 15.00.
Björgvin á að baki langan feril
sem myndlistarmaður og kennari í
myndlist. Þetta er hans 5. einka-
sýning og hann hefur jafnframt
tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýn-
ingin er opin daglega nema mánu-
daga frá íd. 14-18 og henni lýkur
13. júní nk.
Hrafnagilsskóli
Karl ráðinn
skólasljóri
Morgunblaðið/EyjaQarðarsveit
SVEITARSTJÓRN Eyjafjarðar-
sveitar samþykkti á fundi sínum í
vikunni að ráða nýjan skólastjóra
við Hrafnagilsskóla. Sá sem
hreppti hnossið heitir Karl
Frímannsson, íþróttakennari frá
Akureyri.
Hrafnagilsskóli er grunnskóli
með 175 nemendur og þar starfa
18-20 kennarar. Auk Karls sótti
um stöðuna Kjartan Heiðberg frá
Siglufirði en aðrir tveir drógu um-
sóknir sínar til baka.
Súlur gefa
reiðhjóla-
hjálma
KIWANISKLÚBBURINN Súlur
gaf fyrir nokkru börnum í 1.
bekk Barnaskóla Ólafsijarðar
reiðhjólahjálm og veifu til að
festa á reiðhjól. Alls fengu 19
böm hjálma og er þetta í fjórða
sinn sem klúbburinn gefur
börnunum slíka gjöf. Að sögn
Gunnars Reynis Kristinssonar
forseta Súlna er þetta liður í
markmiði hreyfingarinnar og
fellur vel undir kjörorðin
„Börnin fyrst og fremst“. Vildi
Gunnar koma á framfæri þakk-
læti til Sparisjóðs Ólafsíjarðar
en sjóðurinn tók þátt í kaupum
á hjálmunum.
A myndinni era börn í 1.
bekk BÓ ásamt kennurum
bekkjarins og Kiwanismönnum.
Kirkjustarf
AKUREYRARKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 11 á morgun,
sunnudag. Poppmessa kl. 17,
heimsókn Æskulýðsfélags
Hallgrímskirkju í Reykjavík.
Ferming verður í Miðgarða-
kirkju í Grímsey á sunnudag,
30. maí, kl. 14. Fermdir verða:
Einar Helgi Gunnarsson,
Eiðum.
Einar Þór Óttarsson,
Eyvík.
Prestur verður sr. Birgir
Snæbjörnsson og organisti Jón
Viðar Guðlaugsson. Morgun-
bæn verður í Akureyrarkirkju
kl. 9 á þriðjudagsmorgun.
Kyrrðar- og fyrirbænastund
verður í kapellu kirkjunnar
fimmtudaginn 3. júní, og hefst
hún kl. 12.
GLE RÁRKIRKJA: Guðs-
þjónusta á dvalarheimilinu Hlíð
kl. 10.30 á morgun, sunnudag.
Messa í Glerárkirkju kl. 14.
HJÁLPRÆÐISHERINN:
Almenn samkoma kl. 20 á
sunnudag. Flóamarkaður á
fóstudögum frá 10 til 18 í húsa-
kynnum hersins við Hvanna-
velli 10.
HVÍTASUNNUKIRKJAN:
Bænastund í kvöld, laugar-
dagskvöld, kl. 20-21. Sunnu-
dagaskóli fjölskyldunnar á
morgun kl. 11.30. Biblíukennsla
fyrir alla aldurshópa. Pétur
Reynisson sér um kennsluna.
Léttur hádegisverður á vægu
verði kl. 12.30. Vakningasam-
koma kl. 16.30 sama dag, G.
Theódór Birgisson predikar.
Mikill og líflegur söngur. Fyr-
irbæn. Barnapössun fyrir börn
yngri en 6 ára. Allir velkomnir.
Vonarlínan, sími 462-1210, sím-
svari allan sólarhringinn með
uppörvunarorð úr ritningunni.
P
GJALD
1000-1730
VIRKA DAGA
Bifreiðastæðasjóður Akureyrar kynnir:
Þriðjudaginn 1. júní nk. verður fjölmæla-
stæðið sem nú er austan Skipagötu stækkað.
Fjölmælir er á stæðinu og gjald verður óbreytt
frá því sem fyrir er, eða 10 kr. á hverjar
byrjaðar 15 mínútur. Hægt verður að greiða
með 5,10, 50 og 100 kr. mynt. Þó aldrei minna
en 10 kr. (2x5 kr.)
Þegar greitt er í mælinn kemur kvittun
O •)J sem segir til um hvenær greiddur tími
er útrunninn.
Miðann skal leggja á mælaborð bifreiðar-
innar þannig að stöðuvörður sjái hann í
gegnum framrúðu.
Frá sama tíma hækkar gjald í stöðumæla
meðfram Skipagötu og verður 10 kr. fyrir
hverjar byrjaðar 10 mínútur.
Hægt verður að greiða með 10 og 50 kr.
mynt.
Einnig verða 3 stæði austan Skipagötu 9
gerð gjaldskyld og settir þar upp stöðu-
mælar.
gjolcJskvldu