Morgunblaðið - 29.05.1999, Síða 20

Morgunblaðið - 29.05.1999, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Tryggingamiðstöðin og Trygging Sameiginleg skrifstofa í Hofsbót í KJÖLFAR fyrirhugaðrar sam- einingar Tryggingamiðstöðvarinn- ar hf. og Tryggingar hf. mun skrif- stofa TM á Akureyri flytja í hús- næði Tryggingar að Hofsbót 4. Par verður í framtíðinni rekin sameiginleg skrifstofa félaganna, en hún verður opnuð á mánudag, 31. maí. Starfsmenn á skrifstofunni á Akureyri verða þeir Gísli Bragi Hjartarson, Alfreð Pálsson, Erna H. Magnúsdóttir og Hólmgeir Þorsteinsson en sá síðastnefndi veitir skrifstofunni forstöðu. Af- greiðslutími verður óbreyttur eða frá kl. 8 til 16.30. Síma- og mynd- símanúmer eru óbreytt. Öldurót komið út SJÓMANNADAGURINN nálgast og er Öldurót, blað Sjómannadags- ráðs Akureyrar komið út. A næstu dögum mun sölufólk á Akureyri ganga í hús og selja blaðið en sjó- mannadagurinn er nú haldinn í sextugasta sinn. Þá er skráning í róðrarkeppni um sjómannadagshelgina hafin og hægt að skrá þátttöku liða á skrif- stofu Sjómannafélags Eyjafjarðar. Róðrarbátamir eru tilbúnir fyrir æfingar og liggja þeir við flot- bryggjuna við Torfunef. Gallerí Svartfugl Björgvin sýnir pastelmyndir BJÖRGVIN Sigurgeir Haraldsson opnar sýningu á pastelmyndum í Galleríi Svartfugli í dag laugardag kl. 15.00. Björgvin á að baki langan feril sem myndlistarmaður og kennari í myndlist. Þetta er hans 5. einka- sýning og hann hefur jafnframt tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýn- ingin er opin daglega nema mánu- daga frá íd. 14-18 og henni lýkur 13. júní nk. Hrafnagilsskóli Karl ráðinn skólasljóri Morgunblaðið/EyjaQarðarsveit SVEITARSTJÓRN Eyjafjarðar- sveitar samþykkti á fundi sínum í vikunni að ráða nýjan skólastjóra við Hrafnagilsskóla. Sá sem hreppti hnossið heitir Karl Frímannsson, íþróttakennari frá Akureyri. Hrafnagilsskóli er grunnskóli með 175 nemendur og þar starfa 18-20 kennarar. Auk Karls sótti um stöðuna Kjartan Heiðberg frá Siglufirði en aðrir tveir drógu um- sóknir sínar til baka. Súlur gefa reiðhjóla- hjálma KIWANISKLÚBBURINN Súlur gaf fyrir nokkru börnum í 1. bekk Barnaskóla Ólafsijarðar reiðhjólahjálm og veifu til að festa á reiðhjól. Alls fengu 19 böm hjálma og er þetta í fjórða sinn sem klúbburinn gefur börnunum slíka gjöf. Að sögn Gunnars Reynis Kristinssonar forseta Súlna er þetta liður í markmiði hreyfingarinnar og fellur vel undir kjörorðin „Börnin fyrst og fremst“. Vildi Gunnar koma á framfæri þakk- læti til Sparisjóðs Ólafsíjarðar en sjóðurinn tók þátt í kaupum á hjálmunum. A myndinni era börn í 1. bekk BÓ ásamt kennurum bekkjarins og Kiwanismönnum. Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag. Poppmessa kl. 17, heimsókn Æskulýðsfélags Hallgrímskirkju í Reykjavík. Ferming verður í Miðgarða- kirkju í Grímsey á sunnudag, 30. maí, kl. 14. Fermdir verða: Einar Helgi Gunnarsson, Eiðum. Einar Þór Óttarsson, Eyvík. Prestur verður sr. Birgir Snæbjörnsson og organisti Jón Viðar Guðlaugsson. Morgun- bæn verður í Akureyrarkirkju kl. 9 á þriðjudagsmorgun. Kyrrðar- og fyrirbænastund verður í kapellu kirkjunnar fimmtudaginn 3. júní, og hefst hún kl. 12. GLE RÁRKIRKJA: Guðs- þjónusta á dvalarheimilinu Hlíð kl. 10.30 á morgun, sunnudag. Messa í Glerárkirkju kl. 14. HJÁLPRÆÐISHERINN: Almenn samkoma kl. 20 á sunnudag. Flóamarkaður á fóstudögum frá 10 til 18 í húsa- kynnum hersins við Hvanna- velli 10. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bænastund í kvöld, laugar- dagskvöld, kl. 20-21. Sunnu- dagaskóli fjölskyldunnar á morgun kl. 11.30. Biblíukennsla fyrir alla aldurshópa. Pétur Reynisson sér um kennsluna. Léttur hádegisverður á vægu verði kl. 12.30. Vakningasam- koma kl. 16.30 sama dag, G. Theódór Birgisson predikar. Mikill og líflegur söngur. Fyr- irbæn. Barnapössun fyrir börn yngri en 6 ára. Allir velkomnir. Vonarlínan, sími 462-1210, sím- svari allan sólarhringinn með uppörvunarorð úr ritningunni. P GJALD 1000-1730 VIRKA DAGA Bifreiðastæðasjóður Akureyrar kynnir: Þriðjudaginn 1. júní nk. verður fjölmæla- stæðið sem nú er austan Skipagötu stækkað. Fjölmælir er á stæðinu og gjald verður óbreytt frá því sem fyrir er, eða 10 kr. á hverjar byrjaðar 15 mínútur. Hægt verður að greiða með 5,10, 50 og 100 kr. mynt. Þó aldrei minna en 10 kr. (2x5 kr.) Þegar greitt er í mælinn kemur kvittun O •)J sem segir til um hvenær greiddur tími er útrunninn. Miðann skal leggja á mælaborð bifreiðar- innar þannig að stöðuvörður sjái hann í gegnum framrúðu. Frá sama tíma hækkar gjald í stöðumæla meðfram Skipagötu og verður 10 kr. fyrir hverjar byrjaðar 10 mínútur. Hægt verður að greiða með 10 og 50 kr. mynt. Einnig verða 3 stæði austan Skipagötu 9 gerð gjaldskyld og settir þar upp stöðu- mælar. gjolcJskvldu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.