Morgunblaðið - 29.05.1999, Page 30

Morgunblaðið - 29.05.1999, Page 30
30 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU „Veiðistjórnun í Noregi of dýru Kostnaður hér um 5% af aflaverðmæti KOSTNAÐUR við stjórnun fisk- veiða hérlendis nemur um 5% af verðmætum þess afla sem Islend- ingar veiða og hefur kostnaðurinn lítið breyst á undanfómum árum. Kostnaðurinn er hinsvegar nokkuð hærri í Noregi og reynar alltof hár, enda er afkastageta norska físki- skipaflotans of mikil í hlutfalli við fiskistofna. Þetta kemur fram í skýrslu sem Rögnvaldur Hannes- son, prófessor við norska viðskipta- háskólann, hefur unnið með þeim Ragnari Arnasyni, hagfræðipró- fessor við Háskóla Islands, og Willi- am E. Shrank, prófessor á Nýfundnalandi, um kostnað við fiskveiðistjómun í löndunum þrem- ur. Rögnvaldur telur að til að draga úr kostnaði við norska fiskveiði- stjómunarkerfið verði að fækka í fiskiskipaflota Norðmanna. Einnig verði að fækka löndunarhöfnum og fiskvinnslum. Þannig verði til færri en hagkvæmari einingar. í Noregi hefur kostnaður við stjóm fiskveiða lækkað talsvert á undanfómum áram, eða úr 13% af heildaraflaverðmætinu árið 1990 í nærri 8% árin 1994-1996. Það má að mestu rekja til aukins aflaverðmæt- is en einnig hefur kostnaður við veiðamar dregist saman ef marka má skýrsluna. A Nýfundnalandi hefur kostaðurinn hinsvegar verið mun hærri eða 15-26% á umræddu tímabili, enda er þorskstofninn þar í mikilli lægð og mjög lítið veitt úr honum. Sé hinsvegar tekinn saman kostn- aður að frádregnum aflaverðmæt- um era útgjöld norskra útgerðar- manna mest í löndunum þremur. Ein helsta ástæða þess er að Norð- menn greiða háar fjárhæðir í eftirlit og stjómun fiskveiða innan norsku lögsögunnar, enda veiða að jafnaði mun fleiri erlend fiskiskip þar en innan lögsögu íslands eða Nýfundnalands. Rögnvaldur segir í skýrslunni að erlend fiskiskip eigi að greiða fyrir veiðileyfi í norskri fiskveiðilögsögu. Eins telur hann að norskir útgerðarmenn eigi að greiða fyrir aflaheimildir og kvótinn gerður framseljanlegur, líkt og gert sé á Islandi. Reynsla íslendinga hafi sýnt að með slíku fyrirkomulagi fækki skipum og hagkvæmni aukist. Morgunblaðið/Ólafur Jens Sigurðsson Nýr bátur bætist í flotann í Rifi ENN bættist nýr bátur í flotann í Rifi fyrir skömmu þegar Esjar SH 75, 30 tonna bátur sem feðgamir Ragnar Guðjónsson og Anton Ragnarsson létu smíða hjá Ósey í Hafnarfirði, sigldi í fyrsta sinn til heimahafnar. Skrokkur bátsins er smíðaður í Póllandi, 5 metrar að breidd og 15,60 metrar að lengd. Ósey sá síðan um að smíða ofan á bátinn og gera hann kláran til veiða. Báturinn er búinn öllum nýjustu siglingartækjum og útbúinn til alhliða veiða, línu-, net- og snur- voðarveiða. í honum er 470 hest- afla Caterpillarvél og tvær Perk- ins ljósavélar. Báturinn er í eigu þeirra feðga Ragnars og Antons en auk þeirra verða þeir með þriðja mann með sér í áhöfn. Mikill fjöldi var á bryggjunni í Rifi þegar báturinn lagðist að og mátti sjá að menn töldu bátinn vandað og vel búið fley. Ragnar Guðjónsson er margreyndur skipstjóri og aflakló og hafa þeir feðgar róið saman í nokkur ár og ævinlega verið með aflahæstu mönnum. Morgunblaðið/High North Alliance/Sveinn Guðmundsson FRÁ ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins á Grenadaeyju í Karíbahafi. Fulltrúar 8 þjdða gengu af fundi í mdtmælaskyni MIKLAR deilur einkenndu 51. árs- fund Alþjóðahvalveiðiráðsins, IWC, sem fór fram á Grenadaeyju í Karí- bahafi í vikunni og lauk í gær. í ráð- inu era 40 þjóðir en fulltrúar 34 þeirra mættu og vora hvalfriðunar- sinnar með öraggan meirihluta. Flestar ályktanir og tillögur vora í þá vera að treysta áframhaldandi bann við hvalveiðum en engar ákvarðanir í þá vera að leyfa hval- veiðar vora teknar. Þegar gengið var til kosninga í fyrradag um tillögu varðandi hnísu- veiðar Japana, þar sem Japönum var gert að skila IWC upplýsingum um veiðamar og þeir jafnframt hvattir til að draga úr þeim, gengu fuUtrúar átta þjóða af fúndi. Þeir vora frá Japan, Antigua og Barbuda, Dóminíkanska lýð- veldinu, Grenada, St. Kitts og Nevis, St. Lucia, St. Vincent og Grenadines, og Sólomoneyjum. 18 samþykktu tillöguna, tveir sátu hjá en Kína, Danmörk, Kórea, Mexíkó, Noregur og Rússland vora á móti. Fulltrúamir sem gengu af fundi sögðu að IWC væri ekki hæft til að stjóma veiðum á hnísum og höfrangum held- ur á skíðishvölum, búrhvölum og and- amefjum. Tillaga um hrefnuveiðar felld 1 12. sinn Tillaga Japans um að fjögur strandhérað mættu veiða 50 hrefnur * Arsfundur Alþjóðahvalveiði- ráðsins á Grenadaeyju í Okhotskhafi í Norðvestur-Kyrra- hafi var felld í 12. sinn en Japan hef- ur lagt fram tillögu þess efnis árlega frá 1988. 15 fulltrúar vora andvígir umræddri tillögu Japans, tólf sögðu já en sjö sátu hjá. Norðmenn vora gagnrýndir fyrir hvalveiðar á ársfundinum í fyrra og sama var upp á teningnum nú. Reyndar var ekki flutt tillaga um fordæmingu á veiðunum eins og áð- ur en Bretar gagnrýndu þá fyrir að hafa ekki farið eftir tillögunni í fyrra og hætta þegar í stað veiðum. Norð- menn bragðust hart við, sögðu að leyfður heildarafli byggðist á ástandsmati vísindanefndarinnar og væri ákvarðaður heildarafli sam- kvæmt kvótareiknireglum ráðsins. Veiðarnar væra því fullkomlega lög- legar. Tillaga um hvalaþjóðgarð dregin til baka Endurskoðun stjórnkerfisins var eitt stærsta málið. I sérstakri vinnu- nefnd var rætt um tilhögun eftirlits hvalveiða. Hvalveiðiríkin vildu ljúka málinu en hvalfriðunarríkin vildu fá meiri tíma og var ákveðið að nefndin kæmi aftur saman á næsta ári rétt fyrir fund IWC. Tillaga frá Brasilíu um hvalaþjóð- garð í Suður-Atlants- hafi, sem næði frá Suður-íshafssvæðinu þar sem er griða- svæði frá 1994 norð- ur að miðbaug, var dregin til baka. Bras- ilíumenn höfðu ekki rætt við öll lönd sem liggja að hafsvæðinu og drógu tillöguna frekar til baka en að eiga á hættu að lenda í mótstöðu. Astralir og Nýsjálendingar höfðu boðað tillögu- flutning um griðland fyrir hvali í Suður- Kyrrahafi en þegar til kom var engin slík tillaga borin fram. Hins vegar sögð- ust þeir ætla að flytja tillöguna síðar. Japanir fengu því framgengt að fundir ráðsins yrðu teknir upp á myndband sem allir fjölmiðlar hefðu greiðan aðgang að en tillaga Japana og Norðmanna um leynilega at- kvæðagreiðslu krefðist ákveðinn fjöldi fulltrúa þess var felld. iifflnissím 28th APRIL - 2Í Morgunblaðið/High North AJliance/Sveinn Guðraundsson MICHAEL Canny, formaður IWC, og Ray Gambell fram- kvæmdasfjóri stjórnuðu fundinum. Dagskrárblað Morgunblaðsins inniheldur dagskrá sjónvarps- og útvarpsstöðva í hálfan mánuð. ( blaðinu er einnig að finna viðtöl, greinar, kvikmyndadóma, fræga fólkið og stjörnurnar, krossgátu, yfirlit yfir beinar útsendingar frá (þróttaviðburðum og fjölmargt annaö skemmtilegt efni. Hafðu Dagskrárblað Morgunblaðsins alltaf til taks nálægt sjónvarpinu! mtmm*

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.