Morgunblaðið - 29.05.1999, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 33
Reuters
MYNDIN sýnir rammgerð mannvirki Imrali-fangelsiseyjunnar í Marmarahafi þar sem réttarhöld yfir
Abdullah Öcalan munu hefjast; á mánudag.
Réttarhaldanna yfír Ocal-
an beðið með óþreyju
Ankara, Mudanaya. Reuters, AFP.
Lög-
reglu-
morð í
Svíþjóð
Stokkhólmi. AP.
GRÍMUKLÆDDIR bankaræningj-
ar skutu tvo lögreglumenn til bana
eftir æsilegan eltingaleik í Kisa, um
200 km suð-vestur af Stokkhólmi
síðdegis í gær. Er talið að morðingj-
arnir hafi verið þrír að tölu. I gær-
kvöldi stóð yfir umfangsmikil leit að
mönnunum og sagði sænska dag-
blaðið Expressen frá því að Lars
Engström, yfirmaður sænsku lög-
reglunnar, hefði farið fram á að
varalið lögreglunnar væri kallað út
vegna málsins. Um tíma var talið að
náðst hefði að klófesta morðingjana
en hinir grunuðu reyndust ekki hafa
verið viðriðnir málið.
Ræningjarnir réðust inngöngu í
útibú Enskilda bankans í Ostgöta
um klukkan þrjú að staðartíma síð-
degis í gær. Voru þeir vopnaðir vél-
byssum og skutu að lögreglumönn-
um sem umkringt höfðu staðinn.
Komust þeir undan fyrirsátinni á
hvítri Toyota-bifreið og eru taldir
hafa keyrt úr bænum á ofsahraða.
Er út úr bænum var komið er
talið að þeir hafi verið stöðvaðir af
lögreglumönnunum tveimur sem nú
liggja í valnum, fyrir utan Östgöta.
Lögreglubifreið kom að staðnum
skömmu síðar en þá voru lögreglu-
mennirnir þegar látnir. „Við vitum
enn ekki nákvæmlega hvað gerðist,
en er Iögreglumenn komu á vett-
vang voru starfsbræður þeirra látn-
ir,“ sagði Lars Delleborg, lögreglu-
stjóri í Linköping í gær. Lögreglu-
maður í Boxholm varð á vegi ræn-
ingjanna en slapp naumlega undan
kúlnahríðinni. Pá er og talið að
ræningjarnir hafi notað hand-
sprengjur gegn lögreglunni á flótta
sínum.
Nokkru síðar fannst einn maður,
sem grunur leikur á að hafi verið
meðal bankaræningjanna, þar sem
hann lá i vegarkanti með tvö
skotsár á bringu. Var hann fluttur á
sjúkrahús, en lögreglan varðist í
gær allra frétta af því hvar honum
hefði verið komið fyrir. Talið er að
yfirheyrslur yfir manninum hafi
hafist um leið og hann fannst.
Aðeins 28 lögreglumenn hafa
verið myrtir við skyldustörf í Sví-
þjóð frá upphafi þessarar aldar og
morðin nú eru þau fyrstu síðan árið
1990.
eðlilegu lífi og verði í engu frá-
brugðin [öðrum kindum].“
Auk Dollíar, sem var fyrsta
skepnan sem einræktuð var af full-
orðnu dýri, hafa vísindamenn ein-
ræktað mýs, kýr og geitur, að því er
virst hefur án teljandi vandkvæða.
Hefur jafnvel verið tilkynnt um ein-
ræktun af einræktungum. En nú
segja vísindamennirnir, sem rækt-
uðu Dollí, að hún og tvö önnur ein-
ræktuð dýr séu greinilega frá-
brugðin frummyndum sínum.
Þær einræktuðu kindur, sem um
ræðir, hafa styttri oddhluta en dýr-
in sem þær eru einræktaðar af.
Oddhlutar þeirra eru einnig styttri
en í venjulegum kindum sem eru
jafngamlar þeim. Oddhlutar eru
eins konar hetta á enda litninga og
halda erfðaefni óskertu. Vísinda-
menn hafa mikinn áhuga á oddhlut-
um, sem eru taldir eiga þátt í öldr-
un.
Að sögn fréttaskýranda blaðsins
Globe and Mail er kenning vísinda-
mannanna sú, að í hvert sinn sem
fruma skiptist styttist oddhlutinn.
Eftir margar skiptingar hafi hann
eyðst og sé orðinn að óstöðugum
hnúð er leiði til skemmda á erfða-
efninu og neyði frumuna til þess að
annaðhvort að hætta að skiptast eða
deyja.
„Þetta bendir til þess að það sé
eiginlega ekki hægt að einrækta
fullkomna eftirmynd," hefur- blaðið
NÆSTKOMANDI mánudag munu
réttarhöld í máli Abdullah Öcalans,
skæruliðaleiðtoga Kúrda, hefjast á
Imrali-fangelsiseyjunni í Marmara-
hafi. Öcalan, sem fangaður var af ör-
yggissveitum tyrkneska hersins í
Naíróbí í febrúar sl. eftir æsOega
leit, er gefið að sök að hafa stuðlað
að morðum 29.000 manna í vopnaðri
baráttu Kúrda gegn tyrkneskum
stjórnvöldum. Akæran á hendur
Öcalan hljóðar upp á landráð vegna
ítrekaðra tilrauna hans til að kljúfa
Tyrkland. Er dauðadómur talinn
vera hugsanleg niðurstaða hins sér-
skipaða herréttar sem dæmir í mál-
inu.
Réttarhöldin eru af flestum talin
verða eldfim enda hefur Tyrkland
verið undir smásjánni hvað brot á
mannréttindum varðar. Sérstaklega
hefur það verið gagnrýnt að herrétt-
ur en ekki borgaralega skipaður
réttur fellir úrskurð í máli Öcalans.
Hafa tyrkneskir stjórnmálaleiðtogar
brugðist við þessari gagnrýni að
undanfórnu og gefið því undir fótinn
að löggjöf landsins verði breytt í því
skyni að borgaralega skipaður dóm-
ur muni kveða upp úrskurð í stað
eftir Leu Harrington, frumulíffræð-
ingi við Krabbameinsstofnun Ont-
ariofylkis. Hún hefur sinnt rann-
sóknum á oddhlutum í tíu ár og seg-
ir ekki vera fyllilega ljóst hvernig
málum sé háttað í líkamanum, en
við frumuræktun hafi komið í Ijós
að því styttri sem oddhlutar séu því
styttri verði ævi frumunnar.
Grunur staðfestur
Harrington segir að þegar fregn-
ir hafi borist af einræktun Dollíar
hafi vísindamenn, er sinna odd-
hlutarannsóknum, grunað að odd-
hlutar Dollíar væru styttri en í
venjulegum kindum.
Peter Lansdorp, erfðafræðingur
við Krabbameinsstofnun British
Columbia, segir skýrsluna í Nature
mikilvæga því að hún staðfesti það
sem sérfræðinga í oddhlutum hafi
grunað. „Dollí hóf ævina við sex ára
markið, þannig að segja má að þeg-
ar hún verður tíu ára eru oddhlutar
hennar sextán ára,“ segir Lans-
dorp.
Hann telur skýrsluna í Nature
vera „skynsamlega og varfærna,
vandlega orðaða". Ef niðurstöðurn-
ar séu túlkaðar til hins ítrasta megi
draga af þeim þá ályktun, að ekki
væri ráðlegt að maður einræktaði
sjálfan sig þegar maður væri um
fimmtugt, því þegar einræktungur-
inn næði 50 ára aldri yrðu hlutar
hans orðnir hundrað-ára:-----—-
herdómstóls. Mannréttindadómstóll
Evrópu kvað upp úr um það á síð-
asta ári að nærvera hers geti haft
áhrif á niðurstöðu dómsmála. Þrátt
fyrir það eru taldar miklar líkur á að
dauðadómur verði að lokum kveðinn
upp þar eð ný þjóðemissinnuð ríkis-
stjóm Tyrklands sé ekki líkleg til að
koma í veg fyrir fyrstu opinberu af-
tökuna í Tyrklandi síðan árið 1984.
Takmarkaður hópur „áhorfenda“
mun fá að fylgjast með framgöngu
réttarhaldanna á Imrali-eyju og hef-
ur ríkisstjórn Tyrklands ákveðið að
nokkrir erlendir aðilar fái að vera í
þeim hópi. Skilyrði þessa er hins
vegar að þeir séu skilgreindir sem
„einstaklingar“ þar eð Tyrklands-
stjórn hefur alfarið hafnað eftii'lits-
hlutverki alþjóðlegra aðila. Munu
einstaklingarnir koma frá átján Evr-
ópuríkjum, þ.á m. íslandi sem nú
gegnir formennsku í Evrópuráðinu,
auk Bandaríkjanna og Kanada.
Fjöldi áhorfenda hefur þó verið tak-
markaður við tólf hvern dag réttar-
haldanna. Þá hefur fulltrúa Human
Rights Watch verið gefið leyfi til að
verða viðstaddur réttarhöldin. Að
auki hefur tuttugu fréttamönnum
BULENT Ecevit, forsætisráðherra
Tyrklands og formaður Lýðræðis-
lega vinstriflokksins (DSP), og leið-
togar Framtakssinnaða Þjóðemis-
flokksins (MHD) og Föðurlands-
flokksins (ANAP) gerðu í gær með
sér samning um ríkisstjórnarmynd-
un. Fái tillögur þeirra um ráðherra-
skipan samþykki þings og forseta
mun þetta verða í fimmta skipti sem
Ecevit gegnir embætti forsætisráð-
hema, en jafnoft hafa tilraunir verið
gerðar til að setja saman ríkisstjórn
sl. jjögur ár.
í kosningunum 18. apríl sl. hlaut
DSP, flokkm' Ecevits, flest atkvæði
og var hann því skipaður í sæti for-
sætisráðherra og jafnframt gert að
leiða stjórnannyndunarviðræður.
Ecevit, sem í gær varð 75 ára
gamall, kynnti tillögur um nýja ráð-
herraskipan fyrir blaðamönnum, áð-
ur en hann bar þær undir Suleyman
Demirel, forseta Tyrklands. I júní
næstkomandi mun svo þingið taka
tillögur þeirra fyrir. Telja frétta-
skýrendur líklegt að verði stjórnar-
myndun þessi að veruleika, muni
verið leyft að fylgjast með réttar-
höldunum og munu átta þeirra verða
af erlendu bergi brotnir.
Lifnaðarhættir hafa breyst
Miklar öryggisráðstafanir eru á
Imrali-eyju vegna réttarhaldanna og
eru t.a.m. öll síma- og tölvusamskipti
stranglega bönnuð auk þess sem
ljósmyndavélar verða ekki leyfðar.
Hafa ráðstafanimar breytt lifnaðar-
háttum íbúa þorpsins Mudanya, sem
stendur næst Imrali-eyju og hvaðan
áætlunarferðir til eyjarinnar eru
farnar. Þorpið er nú yfirfullt af
blaðamönnum, erlendum erindrek-
um og lögreglumönnum, sem allir
bíða réttarhaldanna með óþreyju.
„Friðurinn er úti og við óttumst um
öryggi bama okkar á götum úti
vegna hugsanlegra morðtilræða,“
sagði Rahime Eker einn íbúa þorps-
ins í viðtali við fréttamann AFP í
gær.
Lögmenn Öcalans sem fá að heim-
sækja skjólstæðing sinn tvisvar sinn-
um í viku, hafa að undanförnu orðið
fyi'ii' ágangi og mótmælum heima-
manna sem vilja harðan dóm yfir
Öcalan.
hún glæða efnahag landsins nýju lifi
og njóta stuðnings hersins.
Samkvæmt stjórnarsáttmálanum
mun DSP fara áfram með embætti
utanríkis- og menntamála, MHP
mun fara með varnarmál en innan-
ríkis- og fjármálaráðherrar munu
koma úr röðum ANAP.
Þykir það sæta tíðindum í Tyrk-
landi að vinstriflokkurinn DSP og
hægriflokkurinn MHP skuli ganga í
eina sæng þar sem flokkamir hafa
löngum eldað grátt silfur saman. En
seint á áttunda áratugnum háðu þeir
blóðuga baráttu á götum úti með
þeim afleiðingum að um 5.000 manns
létust.
Fulltrúar MHP hafa hins vegar ít-
rekað breyttar og nútímalegri
áherslur flokksins. Enn gætir nokk-
urra efasemda meðal stjórnmála-
manna í Tyrklandi um ágæti þessara
yfirlýsinga en þó virðist sem þær
eigi sér grundvöll þar sem flokkur-
inn hefur nú þegai' sýnt framá við-
horfsbreytingar með því að ganga að
þeim skilmálum sem hinir flokkarnir
tveir settu fyrir stjðrnai-mynduninni.
Simao seg-
ir af sér
JOSE Veiga Simao, vamar-
málaráðherra Portúgals, sagði
af sér embætti í gær eftir að
leynilegar upplýsingar um 69
njósnara auk nákvæmra upplýs-
inga um þau verkefni sem þeir
hefðu fengist við höfðu lekið til
vikublaðsins Independente. Svo
virðist sem upplýsingamai' hafi
komist í hendur blaðsins er þær
vom sendai' fyrir þingnefnd
varnarmála. í hans stað hefur
verið skipaður Jaime Gama, ut-
anríkisráðherra, en hann mun
gegna báðum embættum.
Havel af
spítala
VACLAV Havel, forseti Tékk-
lands, var útskrifaður af spít-
ala í gær, en langvinnt bronkít-
is hafði tekið sig upp á ný þann
20. mars sl. Að sögn aðstoðar-
manns hans mun hann ekki
sinna opinberum störfum þar
til í lok næstu viku.
Verkfall
Louvre-
starfs-
manna
STARFSMENN á Louvre-
safninu í París ákváðu í gær að
framlengja verkfall sem þeir
hafi verið í frá 19. maí sl. eftir
að samningarviðræður við full-
trúa ríkisstjórnarinnar fóm út
um þúfur. Að sögn talsmanns
Louvre-safnsins tapar safnið
um sex milljónum króna á dag
vegna verkfallsins þar sem það
verður af um 20.000 gestum
daglega.
Blair vin-
sælastur
í NÝLEGRI skoðanakönnun
sem gerð var fyrir breska blað-
ið Times kom fram að 58%
Breta em ánægð með störf
Tony Blairs, forsætisráðherra
Bretlands, sem er hæsta hlut-
fall sem nokkur forsætisráð-
herra hefur fengið sl. 20 ár. Ur-
takið í könnuninni var 2.000
manns. William Hague, leiðtogi
breska Ihaldsflokksins virðist
hins vegar ekki njóta jafn mik-
illa vinsælda meðal landa sinna,
en hann nýtur fylgis 20% að-
spm-ðra.
Utanrflris-
ráðherra
Kúbu rek-
inn
ROBERTO Robaina, utanríkis-
ráðherra Kúbu, hefur verið rek-
inn og í hans stað skipaður
Felipe Perez Roque, aðstoðar-
maður Fidel Castro, forseta
Kúbu. Ekki er með vissu vitað
um ástæður fyrir uppsögn hans
en Robaina hefur af mörgum
verið talinn fulltrúi umbóta á
Kúbu og hugsanlegur eftirmað-
ur Kastro.
Erkifjendur sam-
an í ríkisstjórn
Ankara. Reuters, AFP.