Morgunblaðið - 29.05.1999, Side 34

Morgunblaðið - 29.05.1999, Side 34
34 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Aframhaldandi þrengingar evrunnar Staða evrunn- ar talin tilefni til árvekni Reuters Kosningabarátta í Jakarta Frankfurt, París. AFP. ERNST Welteke, verðandi banka- stjóri þýska seðlabankans, sagðist í gær vera áhyggjufullur vegna geng- isfalls evrunnar, hinnar sameigin- legu myntar ellefu Evrópusam- bandsríkja, að undanfömu og að sú þróun yrði að stöðvast. Welteke sem mun taka við starfi Hans Tietmeyer, núverandi bankastjóra, í september nk. sagði í viðtali við CNN að vissu- lega yllu tíðindi undanfarinna vikna áhyggjum en sagði jafnframt að það væri erfiðleikum bundið að spyma við fótum er markaðurinn væri ann- ars vegar. Á hádegi í gær var gengi evrunnar gagnvart bandaríkjadal skráð á 1,0500 dali í kauphöllum í Lundún- um. Á fimmtudag fór gengið niður í 1,0407, hið lægsta síðan evmnni var ýtt úr vör í janúar sl. Welteke lagði á það áherslu að ríkin ellefu sem að evranni standa mættu ekki slaka á kröfum sínum um leyfilegan halla á ríkisfjárlögum og sagði hann að þetta ætti einnig við um ríkisstjóm Ítalíu sem í vik- unni tilkynnti að ómögulegt kynni að verða að standa við fyrri skuld- bindingar um fjárlagahalla sem ekki mætti fara yfir 2% af vergri þjóðar- framleiðslu. Pá sagði Welteke að seðlabanka Evrópu bæri að fylgjast mjög grannt með þróun mála á Ital- íu. Gengisfallið sýnir fram á nauðsyn aðhalds Hans Tietmeyer sagði í ræðu sem hann hélt í París í gær að ríkisstjóm- ir aðildarríkja myntbandalags Evr- ópu yrðu að halda sig innan þess fjár- lagaramma sem ákveðin hefði verið sameiginlega. Gengisfall evrannar í vikunni sýni fram á nauðsyn mikils aðhalds. „Evranni hefur gengið vel þrátt fyrir vægt gengisfall gagnvart bandaríkjadal en við verðum að gæta vel að framtíðarþróuninni," sagði Ti- etmeyer. Þá sagði Tietmeyer að sum hinna ellefu ríkja væra talsvert langt frá þeim skilyrðum sem samþykkt hefðu verið og að slíkt kynni að hafa skaðað traust markaðarins á evrunni. STUÐNINGSMENN Lýðræðis- flokks alþýðu á Indónesiu veif- uðu fánum er þeir óku um götur höfuðborgarinnar Jakarta í gær. Þingkosningar fara fram í land- inu 7. júní í fyrsta sinn í 40 ár. Leiðtogi Lýðræðisflokksins situr í fangelsi, og ekki er búist við að hann verði forseti. Tugir þús- unda stuðningsmanna eins helsta stjórnarandstöðuflokksins, Indónesisku lýðræðisflokksbar- áttunnar, fóru einnig um götur Jakarta í gær og hrópuðu slag- orð til stuðnings flokksleiðtogan- um, Megawati Sukarnoputri, sem talinn er eiga mikla möguleika á sigri í forsetakosningum er fara fram í nóvember. Engar fregnir bárust af óeirðum í Jakarta í gær. Imynd jafnræðis og raunveruleiki stærðarinnar Norrænu ESB-löndin virðast hika við náið samstarf innan ESB, en Benelux- löndin álíta það nauðsynlegt, eins og Sigrún Davíðsdóttir heyrði á ráðstefnu nú fyrir skömmu. „í ESB eru allir jafnir, en sumir eru jafnari en aðrir,“ segir hol- lenski þingmaðurinn Pieter Stoffelen og forseti Benelux-þings- ins. Af þessu hafa Benelux-löndin dregið áþreifanlegar ályktanir, eins og heyra mátti á nýafstaðinni ráðstefnu þess og Norðurlandaráðs um svæðasamstarf í stækkuðu Evrópusambandi. Að mati Stoffelens eiga litlu löndin í ESB um að velja að standa saman og hafa áhrif, eða bauka hvert í sínu homi og hafa engin áhrif. Benelux-löndin hafa því stór- lega eflt samstöðu sína undanfarin ár. En andspænis stækkun ESB hafa þau þó ekki svörin við öllu á reiðum höndum, segir Tom de Bruijn deildarstjóri í hollenska ut- anríkisráðuneytinu. Rökrétt álykt- un af auknu samstarfi sé ekki að litlu löndin sameinist um fulltrúa í framkvæmdastjómina. Markvisst samstarf Benelux-landanna vekur spumingar um samstarf norrænu landanna innan ESB. Frá efnahagssamstarfi til pólitiskrar samvinnu Samstarf Benelux-landanna stendur á gömlum merg og saga þess er samofin sögu Evrópusam- starfsins eftir stríð. Þegar 1943 var gengi hollensku myntarinnar og þeirrar belgísku hnýtt saman og árið eftir komu löndin þrjú á tolla- bandalagi, sem þróaðist í að 1969 urðu löndin eitt tollsvæði. Efna- hagsbandalag Benelux-landanna var stofnað 1958 og innsiglað með sáttmála landanna þar að lútandi 1960. Efnahagsleg nátenging land- anna var því orðin að raunveru- leika snemma. En eftir því sem þungamiðja Evrópusamstarfsins hefur hnikast yfir á pólitíska vall- arhelminginn fóru löndin þrjú að átta sig á að betur mátti ef duga skyldi. Stoffelen dregur ekki fjöður yfír styrk stóru landanna í ESB. „Það era tvö stór lönd og að vissu leyti hið þriðja, sem ráða,“ sagðj Stoffelen í framsöguræðu sinni. I fyrsta lagi væri það Frakkland, sem byggði á ríkri hefð í að halda á lofti og verja franska hagsmuni. Svo virðist sem frönsk börn læri þetta þegar í skóla og franskir diplómatar kunni ótal aðferðir við að sannfæra aðra um „visku og göfgi franskrar afstöðu," segir Stoffeln og bendir á að í franskri utanríkisstefnu sé löng hefð fyrir góðum tengslum við stjómir Suð- ur-Evrópulandanna og við að ná samkomulagi um einstök atriði við þessar stjómir. „Þessu gera hin löndin sér ekki grein fyrir,“ segir Stoffelen. „Eftir þetta ræða þau við Frakkland og Þýskaland, hitt mikilvæga landið. Þrátt fyrir nýja stjóm virðast þýskir ráðherra ákveðnir í að leika hlutverk sitt á lágu nótunum, það er að gæta þess að þeir virðist ekki fara fram á of mikið og auðvitað alls ekki að virðast hrokafullir." Og oftast ná þessi tvö lönd samkomu- lagi, benti Stoffelen á. „PavIovsk“ viðbrögð litlu ESB-ríkjanna Að mati Stoffelens er þriðja stóra ríkið, Bretland, að velta fyrir sér hvemig það geti náð að skipta máli. „Meðan viðræður fara fram milli Frakka og Þjóðverja þá sýna ráðherrar og stjómmálamenn ann- arra landa, einkum litlu landanna, í sameiningu „pavlovsk" viðbrögð. Þeir stara eins og lamaðir og standa næstum á öndinni and- spænis hreyfingum frönsku og þýsku stjómarinnar. Þau velta fyr- ir sér í örvæntingu hvemig þau eigi að ná athygli annaðhvort Frakka eða Þjóðverja. Lítil lönd virðast hafa gleymt lærdómi sög- umnar: Lítil lönd skipta næstum engu máli nema þau vinni saman.“ Lærdómur Benelux-landanna Þennan lærdóm drógu Benelux- löndin þegar þau ákváðu að stilla saman strengi sína fyrir milliríkja- ráðstefnu ESB, sem hófst í Torínó 1994 og lauk með Amsterdam-sátt- málanum, sem tók gildi 1. maí. Ráðherrar landanna fóru í sam- einingu vandlega í gegnum afstöðu sína og einstök mál og sömdu í sameiningu minnisblað, sem lagt var fyrir ráðstefnuna. Það var meðal annars þeirra hugmynd að Schengen-samstarfið um opin landamæri yrði hluti af ESB-sam- starfinu, sem nú er orðinn hlutur. Þessi stefna þeirra stafar af ríkri áherslu á samstarf yfir landamæri og innviðasamstarf, sem frá upp- hafi hefur einkennt Benelux-sam- starfið. Fimmtán lönd, þar á meðal ísland og Noregur, sem ekki eru með í ESB, eru aðilar að Schengen-samstarfinu. Brandarinn um norrænu ESB-blokkina ,J>að er algjör brandari að heyra norræna stjómmálamenn endur- taka í sífellu að það þjóni engum til- gangi og geti hreinlega verið skað- legt að vera með norræna blokk í ESB,“ varð dönskum embættis- manni að orði, eftir að hafa hlýtt á framsöguerindi Stoffelens og ann- arra gesta frá Benelux-löndunum. Norræn samvinna hefur verið í gangi undanfama hálfa öld. Eins og Ole Norrback, fyrrum norrænn samstarfsráðherra og Evrópuráð- herra Finna og væntanlegur sendi- herra í Noregi benti á, þá er það styrkur norrænnar samvinnu að al- menningur er ekki einungis hlynntur henni, heldur eru margir tengdir henni í gegnum alls kyns samstarf norrænna félagasamtaka, andstætt evrópskri samvinnu, sem helst nær til stjórnmála- og emb- ættismanna, en hefur ekki sterk ítök meðal almennings. Eins og Stoffelen benti á þá er pólitísk samvinna Benelux-land- anna nýtilkomin. Þrátt fyrir að hagsmunir landanna fari alls ekki saman í öllum tilfellum þá sagði Stoffelen í samtali við Morgunblað- ið að ráðherramir sæju sér hag í að bera saman bækur sínar fyrir alla ráðherrafundi ESB. Næðu þeir ekki saman þá vissu þeir alla vega hvað hver vildi. Þetta er óneitanlega athyglisvert að hafa í huga þegar Norðurlöndin eru annars vegar og þá eins vinnu- brögð Benelux-landanna fyrir milliríkjaráðstefnu ESB 1994-1997. Bæði þá og síðar hafa finnskir, sænskir og danskir stjórnmála- menn marg hafnað nánari sam- vinnu, meðal annars af því það gæti ergt menn að horfa upp á nor- ræna blokk. Það er reyndar undarlegt, þar sem vitað er að Suður-Evrópulönd- in stilla mjög saman strengi sína og hafa gert um árabil. Og Benelux- löndin era sumsé ekki hrædd við að koma fram saman. Skýringin á þessu er margvísleg. Bæði Svíar og Finnar gengu ekki í ESB fyrr en í ársbyrjun 1995. Báðar þjóðirnar voru uppteknar af að marka sér sjálfstæða stöðu, Svíar sem fyrrum hávær rödd á alþjóðavettvangi og Finnar á flótta undan Sovéthrifum og stórabróðurhegðun Svía í þeirra garð. Danir voru þegar rótgrónir í ESB eftir að hafa verið þar síðan 1973 og því með fastmótaðar starfsaðferðir í samspili við hinar ESB-þjóðirnar. Frá 15 í 25-27 „Góður nágranni er meira virði en fjarlægur vinur,“ er hollenskt máltæki, sem Tom de Braijn sagði nokkurs konar leiðarorð Benelux- samstarfsins. „Hefur ESB gert Benelux-samstarfið óþarft?" spurði de Braijn og svaraði spumingunni neitandi. „Við þurfum að þróa sam- starfið og vinna að því í sameiningu að tryggja hlutverk lítilla landa, líka eftir stækkun.“ Hvað varðar svæðasamstarf al- mennt hikaði de Braijn ekki að halda því fram að Benelux-sam- starfið væri fyrirmynd, sem margir gætu haft gagn af, ekki síst í Aust- ur-Evrópu. Þar væri mikil tregða varðandi samvinnu við nágranna- löndin þar sem hvert um sig stefndi á aðild að ESB og Nato og hefðu áhyggjur af að nágranna- löndin væra þeim dragbítur. Bæði Stoffelen og de Braijn álitu nánara samband Benelux-landanna og Norðurlandanna mjög álitlegt, ekki síst andspænis erfiðum átaka- málum, sem koma upp í ESB á næstu áram, þegar laga þarf sam- bandið að 10-12 aðildarlöndum í viðbót. Sú rödd heyrist á stundum að litlu löndin verði að sætta sig við raunveraleika stærðarinnar, en því hafnar de Braijn algjörlega. Það geti ekki verið upphafsafstaða litlu landanna, til dæmis Benelux-land- anna, að þau verði eitt svæði, sem komi sér saman um fulltrúa. Lausnina hefur hann ekki á reið- um höndum, en trúir samt sem áð- ur á svæðasamstarf, þar sem lönd- in komi sér saman í einstökum málum. Stoffelen benti á að þjóðar- framleiðsla Benelux-landanna væri ríflega sú saman og Kanada, sem er eitt af öflugustu iðnríkjum heims í G7-hópnum. Það er því hægt að meta stærð og vægi á ýmsan hátt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.