Morgunblaðið - 29.05.1999, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 37
Fedra á fjalir
Þjóðleikhússins í haust
ÆFINGAR eru
hafnar í
Þjóðleikhúsinu á
harmleiknum Fedru
eftir franska 17.
aldar
harmleikjaskáldið
Jean Racine í
þýðingu Helga
Hálfdanarsonar.
Fi-umsýning er
fyrirhuguð á Litla
sviðinu í haust. Þetta
er í fyrsta sinn sem
leikrit eftir Racine er
sviðsett hér á landi
en hann er eitt af
þremur
höfuðskáldum franskra
leikbókmennta 17. aldar ásamt
Pierre Corneille og Moliére.
Þýðing Helga Halfdanarsonar
hefur ekki birst á prenti og er
þetta frumflutningur hennar á
leiksviði. Efnið í harmleikinn
sækir Racine í samnefnt leikrit
eftir gríska fornskáldið
Evrípídes sem sótti efnið í
grísku goðsögnina um
drottninguna Fedru sem lagði
LEIKHÓPURINN og listrænir stjómendur
Fedm ásamt þýðandanum Helga Hálfdanarsyni
við samlestur á heimili leikstjórans.
ofurást á stjúpson sinn
Hippolytos.
Leikstjóri sýningarinnar er
Sveinn Einarsson og leikendur
eru Tinna Gunnlaugsdóttir,
Hilmir Snær Guðnason, Arnar
Jónsson, Halldóra Björnsdóttir,
Anna Kristín Arngrímsdóttir,
Gunnar Eyjólfsson og Lilja
Guðrún Þorvaldsdóttir.
Leikmynd og búninga gerir Elín
Edda Arnadóttir og lýsingu
annast Asmundur Karlsson.
LISTIR__________________
Tákn og myndir í tölvu
NÓTT RÁBÍTANS eftir Kristján Kristjánsson.
MYJVDLIST
Gallcrf Kambur
TÖLVUKLIPPIMYNDIR
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
Opið daglega. Sýningin stendur til
30. maí.
KRISTJÁN Kiástjánsson á að baki
langan feril í myndlistinni og hefur
þar einkum unnið við kollage-myndir
en hefur einnig fengist við að ráða í
táknfræði drauma og draumskynj-
ana. Á sýningunni sem hann heldur
nú í Galleríi Kambi á bökkum Þjórsár
má segja að hann hafí með einstökum
hætti sameinað þessi tvö viðfangsefni
og þar hefur tölvutæknin verið hon-
um til liðsinnis. I gamla húsinu á
Kambi standa tveir tölvuskjáir þar
sem skoða má fjörutíu nýjar myndir
eftir Kristján sem allar eru unnar í
tölvu úr ýmsu hráefni, ijósmyndum
og tölvugerðum myndum.
Táknheimurinn er Kristjáni hug-
leikinn og minna myndimar um
margt á þann veruleika sem birstist
helst í draumum, hinn táknmagnaða
samruna vökulífs og hugmyndaflugs
sem einkennir innri sýn manneskj-
unnar. Jafnframt má þó oft greina í
myndunum kímni eða jafnvel kerskni
og víða er að fínna súrrealískar sam-
setningar sem virðast frekar lúta lög-
málum myndbyggingarinnar en ein-
hverjum fastmótuðum táknsæiskenn-
ingum.
Af myndum Kristjáns má sjá hve
öflugt verkfæri tölvan er í höndum
manns sem hefur góða reynslu og
undirstöðu í vinnslu klippi- eða kolla-
ge-mynda. Þegar menn hafa á undan-
fómum árum gripið til tölvunnar sem
sköpunarverkfæris hefur oft viijað
svo að tölvan fái ráðið ferðinni og nið-
urstaðan verður einhvers konar
„effektasúpá* sem úreldist fljótt og
hefur ekkert að segja. Reynsla Krist-
jáns og öguð vinnubrögð verða hins
vegar til þess að hann fær sjálfur
hamið verkfærið og beitt því til að
skapa heildstæðar myndir.
Jón Proppé
tmti *****
| v 'jjr 4 >j%
M ■ 1 jlpifflBf is f,
KÓR Grafarvogskirkju og stjórnandinn ásamt prestum sóknarinnar.
Afmælistónleikar í Grafarvogskir kj u
í TILEFNI10 ára afmælis safnaðar-
og kórstarfs í Grafarvogssókn verða
haldnir sérstakir afmæhstónleikar á
morgun, sunnudag, kl. 16.30. Við
kirkjuna eru starfandi þrír kórar:
bamakór, unghngakór og Kór Graf-
arvogskirkju.
Kór Grafarvogskirkju er á leið í
tónleikaferð til Itahu í byrjun júní, og
mun kórinn flytja þá dagskrá á tón-
leikunum á sunnudag. Einnig syngja
á tónleikunum bamakórinn og ung-
lingakórinn. Einsöngvari verður
Valdimar Haukur Hilmarsson.
Stjómandi ldrkjukórsins er Hörður
Bragason en Hrönn Helgadóttir
stjómar bama- og unglingakómum.
Ágóði af tónleikunum rennur í org-
elsjóð sem stofnaður var til minning-
ar um fyrsta organista kirkjunnar,
Sigríði Jónsdóttur.
KÓR Öldutúnsskóla ásamt stjórnandanum, Agli Friðleifssyni.
Vortónleikar Kórs Öldutúnsskóla
KÓR Öldutúnsskóla heldur vortón-
leika sína í Hásölum, Safnaðarheim-
ili Hafnarfjarðarkirkju, í dag, laug-
ardag, kl. 17.
Á efnisskránni eru lög allt frá 17.
öld til okkar daga, eftir innlend og
erlend tónskáld, auk þjóðlaga.
Kórinn kemur fram í þremur
hópum og munu um 100 kórfélagar
taka þátt í tónleikunum. Gestir
kórsins eru tveir íyrrverandi kórfé-
lagar, þær Hanna Björk Guðjóns-
dóttir sópransöngkona og Fríða
Björk Teitsdóttir sellóleikai-i.
Kórinn undirbýr nú tónleikaferð
til Peking í Kína, en honum hefur
verið boðin þátttaka í stóru alþjóð-
legu kóramóti sem þar fer fram í
ágúst í sumar.
Stofnandi og stjórnandi Kórs
Öldutúnsskóla er Egill Friðleifsson.
Sæt en fyr-
irsjáanleg
KVIKMYIVPIR
Regnboginn / Sambíó
SHE’S ALL THAT
★*
Leikstjóri: Robert Iscove. Handrit:
Lee Fleming. Aðalhlutverk: Freddie
Prinze Jr., Rachel Leigh Cook, Chris
Owen og Kieran Culkin. Miramax
1999.
í KALIFORNÍSKUM menntaskóla
þar sem útlitið skiptir öllu í tilvem
unglinganna er Laney vægast sagt
skrítin. Hún læðist meðfram veggj-
um druslum klædd, með öll heims-
ins vandamál á herðunum sem hún
tjáir í list sinni. Hún fær hins vegar
óvænta athygli þegar Zack, vinsæl-
asti gæinn í skólanum, veðjar við fé-
laga sína að hann geti breytt henni í
sætustu gellu skólans á sex vikum.
Þessi bandaríska unglingamynd
byggist á gömlum og margnýttum
hugmyndum og er gjörsamlega fyr-
irsjáanleg. Þeir sem fara í bíó til að
sjá litla sæta ástarsögu ættu hins
vegar ekki að verða fyrir vonbrigð-
um.
Það er mikill húmor í myndinni
og bara býsna góður á köflum.
Handritshöfundur gerir óspart grín
að bæði snobbhænunum og lista-
spírunum, og hefði átt að halda sig
við þann íroníska stíl. En hann
freistar þess að læða inn sálfræði-
legri dýpt, sem er að vissu leyti
virðingarvert, en virðist þó þvælast
fyrir hér. Laney hefur axlað of
mikla ábyrgð á heimilinu síðan
mamma hennar dó og lokað sig af
tilfinningalega. Zack er hins vegar
undir þrýstingi að feta í fótspor föð-
ur síns, sem hann veit ekki hvort
hann kærir sig um. Þetta eru góð og
gild vandamál sem margir kannast
við, en þeim er því miður ekki kom-
ið til skila inn í handritið á sannfær-
andi hátt. Þannig verður myndin
samansull stíltegunda, svo hvorki
leikstjórinn né leikaramir vita í
hvorn fótinn þeir eiga að stíga.
Leikaramir em misgóðir en allir
voða sætir, m.a.s. Laney sem á að
vera sú allra hræðilegasta í skólan-
um. Ætti samt að reynast ágætis af-
þreying fyrir ungu kynslóðina.
Hildur Loftsdóttir
Söngleikurinn Hósíanna
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
BARNAKÓRAR á Egilsstöðum og Seyðis-
firði fluttu söngleikinn Hósi'anna.
Egilsstöðum. Morgunblaðið.
BARNAKÓRAR á
Egilsstöðum og
Seyðisfirði fluttu
frumsaminn söng-
leik, Hósi'anna eftir
Julian Michael Hew-
lett fyrir skemmstu.
Söngleikurinn var
fluttur í Egilsstaða-
kirkju hvítasunnu-
dag og í Seyðisijarð-
arkirkju annan í
hvítasunnu. Með
helstu hlutverk fóru
Kolbrún Anderson
sem var lesari, Jó-
hann Axel Schram
Reed sem lék Jesús,
Sædís Sif Harðardóttir sem lék
Pflatus og Sandra Ósk Magnús-
dóttir sem lék Maríu og spilaði
á þverflautu. Aðrir hljóðfæra-
leikarar voru Charles Ross, Páll
fvan, Rosemary Hewlett og
Julian Hewlett. Aðstoðarmenn
voru María Gaskell og Halldóra
Ólafsdóttir. Söngleikurinn íjall-
aði um fæðingu Jesú Krists, líf
hans, krossfestingu og upprisu.
Kórfélagar voru tæplega tutt-
ugu og það var höfundur sem
stj'órnaði uppsetningu leiksins.