Morgunblaðið - 29.05.1999, Síða 38

Morgunblaðið - 29.05.1999, Síða 38
88 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Námskynning Skólaárinu er að ljúka og kennarar eru byrjaðir að undirbúa næsta skólaár. Einnig verður ým- isskonar nám í boði í sumar. Háskóli Islands byrjar í haust með nýjar námsleiðir sem eru stuttar og hagnýtar. I framhaldsskólanum í Skógum verður ný umhverfísbraut. Tölvunám verður hægt að stunda í sumar. N emendur með eigin hesta í skólann Framhaldsskólinn í Skógum hefur í haust starfað í hálfa öld. Tvær brautir voru starfræktar við skólann í vetur, almenn --------------------j.................. braut og hestabraut. I haust verður gerð tilraun með umhverfísbraut. 49. STARFSARI Framhaldsskól- ans í Skógum er lokið og innritun á hið 50. hafín, en skólinn heldur upp á 50 ára afmæli sitt í haust. Nýliðið starfsár markar þó um leið tímamót, því að það var fyrsta starfsár skólans eftir að rekstrarformi hans var breytt í sjálfseignarstofn- un. Aðilar að stofnuninni eru héraðsnefndir Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga, skv. sérstökum samningi við menntamálaráðuneytið. Skólameistari þetta fyrsta ár er Guðmundur Sæmundsson. Við skólann störfuðu í vetur tvær brautir, almennt nám og hesta- braut. 31 nemandi hóf nám við skól- ann í haust. 17 þeirra luku því sem þeir ætluðu sér um áramót eða hurfu til annarra skóla og verkefna, en 14 luku námi í vor. Þar af var einn nemandi sem brautski'áðist af hestabrautinni, sem nú hefur starf- að í tvö ár, Unnur María Hreiðars- dóttir. Tíu nemendur voru á 1. ári hestabrautar, og hafa sjö þeirra þegar sótt um nám á 2. ári í haust. Námsárangur var mjög góður og nemendum til sóma. Þórir Magnús Lárusson M.Ag. hefur veitt hestabrautinni forstöðu frá stofnun hennar og byggt hana upp faglega í samvinnu við sam- kennara sína. Hann hverfur nú senn til annarra starfa, en um næstu ára- mót tekur við stjóm brautarinnar Reynir Aðalsteinsson A-reiðmeist- ari FT, víðkunnur reiðkennari hér- lendis sem erlendis. Kennslan er og verður áfram byggð upp af föstum kennurum og gestakennurum. Nemendur koma með sín eigin reið- hross í skólann. Annars árs nem- endur munu hafa bækistöð í Skóg- um, en fyrsta árs nemar fá alla að- stöðu á hrossabúinu Skálakoti undir Rekstnr í sjávarút- vegi við Háskólann Nám í matvæla- fræðiskor HÍ um rekst- ur sj ávarútvegsiyrir- tækja, veiðar og vinnslu byrjar í haust segja Guðrún Pétursdóttir og Sigurjón Arason í Há- * skóla Islands. HVARVETNA í atvinnulífmu eykst þörfín íyrir bætta menntun starfs- manna. Það á við um sjávarútveg ekki síður en aðrar greinar eins og fram kom á síðasta aðalfundi Samtaka físk- vinnslustöðva, þar sem sér- staklega var fjallað um úr- ræði til að bæta menntun í sjávarútvegi. Háskóli Islands hefur ákveðið að koma til móts við þessar þarfír með því að bjóða stuttar, hagnýtar námsleiðir af ýmsu tagi. Þar er haft að leiðarljósi að nýta sem best þau námskeið sem þegar standa til boða við Há- skólann, en gera nemendum kleift að velja saman námsgreinar eftir eigin þörfum og óskum. Miðað er við að námið taki um eitt og hálft ár og lýkur því með sjálfstæðu prófi. Óski nemendur eftir að halda áfram námi við Háskólann, verður skilgreint í hverju tilfelli hvemig námið er met- ið inn í hefðbundið háskólanám. Meðal þeirra þrettán námsleiða Guðrún Siguijón Pótursdóttir Arason sem boðnar verða í haust, er nám í matvælafræðiskor um rekstur sjáv- arútvegsfyrirtækja, veiðar og vinnslu. Markmið þess er að búa þátttakendur undir stjómunar- og sérfræðistörf í sjávarútvegi og tengdum greinum. Auk bóklega hluta námsins munu nemendur stunda verklegt nám í Fiskvinnslu- skólanum og þurfa einnig að ljúka tiltekinni þjálfun í fyrirtæki í grein- inni. Inntökuskilyrði er stúdentspróf eða sambærileg menntun, en sér- staklega verður samið við Fisk- vinnsluskólann um mat á nemendum þaðan inn í námið. Leitast hefur verið við að hafa sem nánast samráð við aðila í atvinnu- greininni um þessa nýju námsleið og verður leitað til þeirra um stuðning við að þróa ný námskeið og veita nemendum sem besta þjónustu. Stærstur hluti námskeiðanna kemur hins vegar úr matvælafræðiskor og viðskiptadeild Háskóla íslands. Helstu viðfangsefni námsleiðar- innar verða: Eðliseiginleikar sjávar- fangs, fiskiðnaðartækni, rekstrai'- hagfræði, rekstur sjávarútvegsfyrir- tækja, gæðastjómun, fiskihagfræði, markaðsfræði, flutningaíræði, út- flutningur og markaðssetning sjáv- arafurða, fiskveiðar og útgerð, skyn- mat, framleiðslustjómun og loks gæðakröfur, örverafræði og gæða- kerfi í sjávarútvegi. Nánari upplýs- ingar veitir skrifstofa nemenda- skráningar Háskóla Islands, en inn- ritun nemenda fer fram dagana 20. maí til 4. júní. Eyjafjöllum. Síðar meir mun þó kennslan öll og allt sem henni fylgir flytjast í Skóga, en þar er stefnt að því að byggja veglega reiðskemmu og ný hesthús, auk útiaðstöðu. Hestabrautin nýtur faglegrar ráðgjafar sérstakrar fagnefndar sem í eiga sæti nokkrir virtustu að- ilar landsins á sviði hestamennsku og hrossaræktar. Þeir era auk þeirra Þóris Magnúsar og Reynis, sem áður hafa verið nefndir, þau Svanhvít Kristjánsdóttir, fulltrúi Félags tamningamanna, Jón B. Ól- sen, fulltrúi Landssambands hesta- mannafélaga, Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda og fulltrúi Hrossaræktarsambands Suðurlands, Bjarni Eiríkur Sig- urðsson, skólastjóri Reiðskólans Þyrils í Reykjavík, og Sigurbjöm Bárðarson, A-reiðmeistari FT og formaður reiðkennslunefndar Hóla- skóla. Námið á hestabrautinni er blanda verklegs og bóklegs náms. Auk hestagreina era kenndar kjarna- greinar framhaldsskólanáms, og er námið skipulagt í áfanga, sem gefa ákveðinn einingafjölda. Námið tek- ur 2 ár, en nemendum sem lokið hafa almennum námsgreinum brautarinnar í öðrum skólum gefst kostur á að Ijúka náminu á einu ári. Auk hestabrautar starfrældr skólinn almennt 1. árs framhalds- nám, þar sem kenndar era kjarna- greinar allra bóklegra brauta. Það nýtist einnig að fullu sem undirbún- ingur undir iðn- og starfsnám og jafnvel menntaskólanám. í undir- búningi er auk þess stofnun um- hverfisbrautar, sem yrði svipuð hestabrautinni að uppbyggingu, sambland verklegs og bóklegs náms. Er vonast til að þetta nám geti hafist í haust sem tilraunaverk- efni. Nýtt nám í HI um rekstur tölvukerfa Náminu í rekstri tölvu- kerfa er ætlað að koma til móts við sívaxandi eftirspurn eftir mennt- uðum starfsmönnum á sviði upplýsingatækni, segir Helgi Þorbergs- son umsjónarmaður hagnýtrar námsleiðar um rekstur tölvukerfa. í HAUST hefst við tölvunar- fræðiskor Háskóla íslands eins og hálfs árs nám í rekstri tölvukerfa. Lögð er áhersla á hagnýtan grunn sem er fenginn úr raun- vísindadeild, félagsvfsinda- deild, heimspekideild og við- skiptadeild. Þannig fær nem- andi þverfaglega menntun á sviði upplýsingatækni sem nýtist vel í atvinnulífmu. Nám- ið er 45 einingar og tekur að jafnaði eitt og hálft ár og lýkur með sjálfstæðu prófi, diplóma. Einnig geta nemendur í öðrum deild- um Háskólans tekið fyrstu tvö miss- erin sem 30 eininga aukagrein. Aætlað er að um fjögur þúsund manns starfi við upplýsingatækni á Islandi og útflutningstekjur iðnaðar- ins eru um tveir milljarðar á ári pg fer vaxandi. Þrátt fyrir að Háskóli ís- lands hafi útskrifað yfir 400 tölvunar- fræðinga og TVI (nú VHR) annað eins er verulegur skortur á menntuð- um starfsmönnum í hugbúnaðariðn- aði á íslandi. Náminu í rekstri tölvu- kerfa er ætlað að koma til móts við sívaxandi eftirspurn eftir menntuð- um starfsmönn- um á sviði upp- lýsingatækni. Það mun verða undirbúningur undir margs kon- ar störf sem krefjast góðrar þekkingar á tölvunotkun, einkum fyrir starfsmenn sem reka tölvudeildir fyrirtækja eða þá sem vinna við þjónustu á tölvukerfum. Námið gæti einnig verið grannur að frekara námi í hugbúnaðarfræðum og byggist það að verulegu leyti á því námi sem íýrir er í tölvunai'fræði við Háskóla Islands. Námsgreinar sem kenndar verða eru: Tölvunarfræði I; Gagnasaftis- fræði; Reikningshald I; Notendaþjón- usta, rekstur tölvukerfa; Upplýsinga- tækni II; Hönnun hugbúnaðar; Reikningshald og tölvunotkun; Við- mótsforritun; Stýrikerfi II; Tölvunet og öryggi; Skjalastjómun í tölvu, EDI og rafræn viðskipti; Kaup á hug- og vélbúnaði; Málnotkun. Væntanlegir nemendur skulu hafa lokið stúdents- prófi af eðlisfræði- eða náttúrufræði- braut framhaldsskóla eða sambæri- legu prófi. Sjá nánar um skilyrði til inntöku í nám í raunvísindadeild í Kennsluskrá HÍ. Nám þetta hentar jafnt nýstúdentum og fólki sem þegar er úti á vinnumarkaði, vill afla sér vandaðrar háskólamenntunar, en á erfitt með að taka sér leyfi í þrjú til fjögur ár. Bent er á vefsíðu tölvunar- fræðiskorar, http://www.hi.is/HI- /Deild/Raun/Tolv/'heima.html og vef- síðu um hagnýtar námsleiðir HI: http://www.hi.is/stjorn/sam/namslei- dir.html til frekari upplýsinga. Skráningafrestur í Háskóla íslands er til 4. júní nk. Hclgi Þorbergsson Þrjú námskeið fyrir kennara Þrjú sérsniðin nám- skeið fyrir kennara verða haldin í sumar og einnig verður tölvusumarskóli hj á Tölvu- og verkfræði- þjónustunni fyrir ungmenni. TÖLVUSKÓLI Tölvu- og verk- fræðiþjónustunnar, Grensásvegi 16, er nú að hefja sumarmisseri sitt en kennt verður sam- fellt frá júníbyrjun og fram í september. Af helstu nýjungum má nefna þrjú sérsniðin námskeið fyrir kennara; netumsjón í skólum, námsefnisgerð og vefsíðugerð með FrontPa- ge. Þá verður Tölvusumar- skóli fyrir ungmenni á aldrinum 9-15 ára. Tölvu- og verkfræðiþjónustan hefur haldið námskeið á sumrin frá stofnun fyrirtækisins fyrir 13 árum. „Þetta hefur mælst vel fyr- fr hjá þeim sem geta notað sum- arið til að fræðast um tölvur og rekstur þeirra. Kennarar, sjálf- stæðir atvinnurekendur, lands- byggðarfólk og þeir sem ekki komast auðveldlega frá á veturna eru meðal þeirra sem koma. Þá mú ekki gleyma unga fólkinu sem sækir Tölvusumarskólann okk- ar,“ segir Halldór Kristjánsson, framkvæmdastjóri Tölvu- og verkfræðiþjónustunnar. í sumar verða tveir afsláttarpakkar í boði. Annars vegar er það Unglinga- pakkinn hjá Tölvusumarskólan- um. Þeir sem panta bæði grunn- og framhaldsnámskeið fá 16% af- slátt af báðum námskeiðunum. Hins vegar eru það námskeið um Windows, Word, Excel, Outlook og Netið í einum pakka með 25% afslætti. Námskeiðið er 67 kennslustunda langt (45 klst.). íslensk kennslubók um FrontPage Tölvu- og verkfræðiþjónustan hefur gefið út íslenska kennslu- bók um notkun vefsíðugerðarfor- ritsins FrontPage. Höfundur er einn af starfsmönnum fyrirtækis- ins, Ásgeir Eggertsson fjölmiðla- fræðingur. Bókin er skrifuð sér- staklega með þarfir íslenskra tölvunotenda í huga og er hval- reki fyrir þá vilja læra allt um vefsíðugerð með FrontPage for- ritinu frá Microsoft. Bókin verð- ur notuð við kennslu hjá Tölvu- og verkfræðiþjónustunni auk þess sem hún fæst á skrifstof- unni. Af fleiri nýjungum fyrir sum- armisserið má nefna að nú er hægt að bóka sig á námskeið á vefsíðu Tölvu- og verkfræðiþjón- ustunnar. Slóðin er http://www.tv.is/bokanir/ Stunda- skráin er ó vefnum. Einnig býður Tölvu- og verkfræðiþjónustan svokölluð MOUS-próf (Microsoft Office User Specialist) en með þeim geta íslenskir tölvunotend- ur fengið alþjóðlega vottun á þekkingu sinni á Microsoft Office 95 og 97 forritunum. Tölvu- og verkfræðiþjónustan var fyrsti viðurkenndi aðilinn hér á landi til að halda slík próf.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.