Morgunblaðið - 29.05.1999, Síða 42

Morgunblaðið - 29.05.1999, Síða 42
MORGUNBLAÐIÐ 42 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 EUROVISION SÖN6VAKEPPNIN Islenska Eurovision-lagið AIl out of Luck og Selma Björnsdóttir flytjandi þess hafa hlotið mikla athygli í Jerúsalem þar sem 44. söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram í kvöld. Sigrún Birna Björnsdóttir hitti Selmu þar sem hún naut sólar- innar við sundlaugarbakka hótelsins og Asdís Asgeirsdóttir myndaði hóp- inn við hin ýmsu tækifæri. „ÉG lít bara á þetta sem góða auglýsingu fyrir okkur hvernig sem þetta fer.“ SLAPPAÐ af í Dauðahafinu í 40 stiga hita. ÍSLENSKI hópurinn á stóra sviðinu í International Convention Center, eins og hann mun koma okkur fyrir sjónir á skjánum í kvöld, ÞORVALDUR B. Þorvaldsson og Selma Björnsdóttir, höfundar og flytjendur íslenska Eurovision-lagsins. SELMA segir undirbúning keppninnar hafa verið mjög strangan. Henni hafí verið boðið að taka þátt í keppn- inni fyrir Islands hönd í janúar og hún hafí þá þegar gengið til sam- starfs við Þorvald Bjarna Þor- valdsson lagahöfund, sem hún hafí áður átt mikið samstarf við. Mikil vinna hafí síðan farið í laga- og textasmíði, upptökur, gerð mynd- bands og nú síðast æfíngar. Þá hafi hún verið upptekin við æf- ingar á Litlu Hryllingsbúðinni í Borgarleikhúsinu að undanfömu og því orðið að ráða fólk til að sinna ýmsum málum fyrir sig til þess að geta einbeitt sér að söng- og dansæfingum fyrir keppnina. Hún hafí þó verið mjög heppin með það að bæði Sjónvarpið og Skífan hafi tekið virkan þátt í undirbúningnum auk þess sem þau Þorvaldur hafí notið liðsinnis ýmissa fagmanna. „Síðan við komum hingað er þetta hins vegar aðallega búið að vera gaman,“ segir hún. „Auðvitað hefði maður viljað fá tækifæri til að sjá meira af Israel en ég hef þó bæði fengið tækifæri til að ganga um gömlu borgina og synda í Dauðahafinu og það er meira en ég bjóst við. Þá hefur verið einstak- lega vel tekið á móti okkur. Fyrsta kvöldið vorum við til dæmis boðin í sérlega glæsilega veislu í boði borgarstjórans í Jerúsalem. Selma segir keppnina leggjast vel í sig. Hún hafí aðeins verið far- in að finna fyrir stressi áður en hún fór frá Islandi en hún hafí róast aftur eftir komuna til ísraels. „Við fórum á fyrstu æfinguna á mánu- dag og það var mjög gott að koma inn í höllina," segir hún. „Sviðið er náttúrlega stærra en öll svið á Is- landi en þó er hvorki sviðið né sal- urinn yfirþyrmandi. Þá er hljóm- burðurinn mjög góður þannig að þetta er bara eins og best verður á kosið.“ Selma segir hópinn hafa fengið tvær tuttugu og fimm mínútna æf- ingar á mánudag og miðvikudag. Á fóstudag hafi síðan verið tvö rennsli á allri dagskránni með áhorfendum og á laugardagsmorg- un verði generalprufa með áhorf- endum. Þannig að þegar að keppn- inni komi verði þau í raun að gera þetta í fjórða skipti. Tek takmarkað mark á sigurspám Selma hefur hlotið mikla athygli meðal þeirra fjölmiðla sem fylgst hafa með undirbúningi keppninnar enda hefur íslenska lagið trónað á toppi hinna ýmsu vinsældalista í tengslum við keppnina. Þannig fór mikið fyrir vangaveltum um hugs- anlegan sigur íslenska lagsins á blaðamannafundi sem boðað var til á miðvikudag. Á fundinum var Selma m.a. spurð að því hvort ís- lendingar væru í stakk búnir til að halda keppnina ef til þess kæmi og hvort hún teldi sig færa um að takast á við þær miklu breytingar sem hugsanlegur sigur hennar hefði í för með sér. Selma svaraði því til að Islendingar gætu að sjálf- sögðu haldið keppnina ef til þess kæmi enda tækju þeir þátt í henni á sama grundvelli og aðrir kepp- endur. Þá kvaðst hún reiðubúin til þess að taka því sem að höndum bæri í kjölfar keppninnar enda stefndi hún á að koma sér á fram- færi erlendis. Selma, sem vakti mikla lukku er hún tók hvert lagið á fætur öðru, var einnig spurð að því á fundin- um hvort unnt væri að anna hugs- anlegri eftirspurn eftir laginu strax að keppni lokinni. Steinar Berg Isleifsson, umboðsmaður hennar, svaraði því til að þótt ekki væri búið að ganga frá samning- um við erlenda aðila um útgáfu á laginu hefði öll undirbúningsvinna verið unnin og því ætti ekki að taka langan tíma að koma laginu á markað. „Mér skilst að fjölmiðlar hafi sýnt okkur óvenju mikla athygli og það má sennilega rekja það að ein- hverju leyti til þess hversu vel við höfum komið út í veðbönkum og á Netinu,“ segir Selma. „Þá hef ég fundið fyrir mjög jákvæðum straumum í kringum lagið. Ég er hins vegar mjög jarðbundin og tek því takmarkað mark á þessum sig- urspám. Ég lít bara á þetta sem góða auglýsingu fyrir okkur hvem- ig sem þetta fer. En auðvitað fór- um við einnig í þessa keppni með það í huga að fá viðbrögð við tón- listinni sem við erum að gera og vonumst til þess að þessi jákvæða umfjöllun opni okkur einhverja möguleika." Þá segir Selma þau þegar hafa unnið stóran sigur á Islandi þar sem lagið hafi náð fyrsta sæti á öllum útvarpsstöðvum. Það sé ákveðinn sigur þar sem Euro- visionkeppnin virðist hafa verið í einhverri lægð á Islandi að undan- förnu og hún voni að þetta verði til þess að ýta undir áhuga fólks á keppninni. Þá vonist hún til þess að geta haldið Islandi inni í keppn- inni. Það sé hins vegar erfiðara en hún hafi gert sér grein fyrir þar sem tekið sé mið af meðaltali stiga síðustu fimm ára og Islendingar hafi hlotið mjög fá stig á undan- förnum árum. „Ég þarf því að fá yfir hundrað stig til þess að við getum verið með á næsta ári,“ segir hún. „Ég hélt að ég þyrfti bara að ná 20. sæti til að halda okkur inni og komst ekki að því
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.