Morgunblaðið - 29.05.1999, Page 45

Morgunblaðið - 29.05.1999, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 45 Halldór Asgrímsson, utanrfkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins Viðhald stöðugleikans skiptir mestu máli >» Halldór Asgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að áherslur flokksins í kosningabaráttunni skili --------------------7----- sér vel inn í stjórnarsáttmálann. I samtali Péturs Gunnarssonar við Halldór kemur m.a. fram að hann vilji gjarnan sjá árangur af starfi nefndar til að endurskoða fiskveiði- stjórnunarkerfið innan árs, en hins vegar vill hann engu spá um hvort einkavæðingu Landssímans ljúki á kjörtímabilinu. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra og formaður Framsóknar- flokksins á Bessastöðum í gær. Issama hagstjórn tanda lið nefnt sem dæmi að þegar ríkið seldi hlut í Fjárfestingabanka atvinnulífs- ins þá vildu ýmsar bankastofnanir kaupa hann á 8,5-9 milljarða og þótti afskaplega vel boðið. Mér sýnist í dag að hann sé metinn í heild á 16 til 17 milljarða sem þýðir að ríkið ætti að fá ekki minna en 13 til 14 milljarða í heild, fimm milljörðum meira en boðið var og þarna er verið að leggja áherslu á að ríkið fái hámarksverð.“ Tekjum af sölu ríkisfyrirtækja á að verja til að greiða niður skuldir, ráð- ast í sérstök verkefni í samgöngumál- um og í þriðja lagi að efla upplýsinga- samfélagið. Forsætisráðherra segir að líta megi til þess er Landssíminn var að byggjast upp, hvernig hann færði þjóðfélagið inní nútímann og hvernig allir landsmenn lögðu sitt fram með gjöldum sínum. „Þess vegna gæti ver- ið eðlilegt að þegar menn leysa þetta fé úr læðingi á nýjan leik þá fari það ekki allt í að greiða niður skuldir held- ur verði ráðist í fjárfestingar sem gætu skilað sambærilegum umbótum til þjóðarinnar og fyrirtækin gerðu þegar þau voru að byggjast upp. Þá erum við til að mynda að hugsa um vegaframkvæmdir af stærra taginu," sagði Davíð og sagði jarðgöng til dæmis koma til greina þar. Ríkisfyrirtæki seld fyrir 50 til 70 milljarða Hann sagði það nýmæli að tilgreina þannig nýtingu fjármuna sem fengjust við sölu ríkisfyrirtækja sem væri mikilvægt. „Ef bankar og Lands- síminn verða seldir á kjörtímabilinu þá erum við að tala um 50 til 70 millj- arða sem er áttfalt til tífalt hærri upp- hæð en þegar hefur verið.“ Davíð segh’ varðandi endurskoðun á fasteignagjöldum á landsbyggðinni að það hafí verið ósanngjamt gagnvart íbúum sumra sveitarfélaga að miða gjaldstofn vegna fasteignaskatta við það að eignir þeirra stæðu annars staðar. „Þetta hefur verið ósanngjarnt þai’ sem fasteignaverð er lágt en um leið kannski h'ka ósanngjarnt að svipta sveitarfélögin tekjunum og því er kannski ekki óeðlilegt að ríkisvaldið komi þarna til skjalanna og jafni þennan mun. Þetta gætu verið tals- vert miklii’ fjármunir, kringum einn milljarð króna sem yrði fluttur frá rík- inu til smærri sveitarfélaga sem búa við þessar aðstæður. Þetta gæti þýtt í sumum tilvikum allt að 30% lækkun á fasteignagjöldum í sumum þessara sveitarfélaga,“ segir forsætisráðheiTa og nefnir að þetta skref yrði trúlega stigið í fjórum áfóngum með 250 millj- óna króna framlagi á ári. Nokkrum sinnum hafa lög um Stjórnarráðið verið endurskoðuð og það er enn uppi á teningnum nú. Da- víð sagði margar hugmyndir á lofti í þeim efnum, setja á stofn atvinnu- málaráðuneyti, gera skýrari skil milli þeh-ra sem veita þjónustu og þeitra sem selja hana, t.d. að færa trygging- ar frá heilbrigðisráðuneyti til félags- málaráðuneytis, þaðan gætu þættir flust til dómsmálaráðuneytis og um- ferðarmál gætu frekai’ átt heima hjá samgönguráðuneyti. Þá sagði forsætisráðherra að koma -------- myndi að því að stjómar- igöng flokkamh- myndu vilja end- ikjur af urskoða verkaskiptingu kisins“ s'na- »Við höfum báðir gert þingflokkum okkar grein fyrir því að við munum áskilja okkur rétt til að gera tillögur um breytingar. Við höfum líka sagt að þótt menn hafi staðið sig vel sem ráð- herrar sé ekki endilega víst að þeir sitji allt kjörtímabilið. Það gildir í báðum flokkum," sagði Davíð. Því gætu ráð- herraskipti einnig orðið hjá Sjálfstæð- isflokki og Framsóknarflokki. Að lokum er Davíð spurður hvernig breytingarnar á þingflokki og ráð- herraskipan flokkanna leggist í hann: „Þær leggjast vel í mig, ég sakna margra gamalla vina en mér finnst líka gott að sjá nýtt fólk.“ HALLDÓR segist mjög ánægður með það á hvem hátt áherslur framsóknar- manna í kosningabarátt- unni skila sér í nýjum stjómarsátt- mála. „Ég tel að þær áherslur sem við voram með skili sér inn í þennan stjómarsáttmála. Það sem mun skipta mestu máli í því sambandi er hvernig okkur gengur að viðhalda stöðugleika, örva efnahags- og at- vinnulíf og skapa meiri verðmæti. Það er mikil áhersla lögð á það í stjórnarsáttmálanum. Ég trúi því að við getum það og í framhaldi af því skapist svigi’úm til að ná fram áhersl- um í fjölskyldumálum, fíkniefnamál- um og ekki síst byggðamálum. Efla lífeyrissparnað - Hvaða aðferðum viltu að verði beitt til að viðhalda stöðugleika? „Ég tel mikilvægt að efla sparnað. Ég bendi á að það hafa orðið miklar launahækkanir í þjóðfélaginu og þess vegna tel ég mikilvægt að allir leggist á eitt um að efla sparnað, m.a. með því að greiða meira til lífeyrissjóða. Eftirlaun eru víða mjög lág og við hljótum að þurfa að tryggja að eftir- laun kynslóða framtíðarinnar verði hærri. Það er mikil þörf á að styrkja lífeyrissjóðakerfið. Við ætlum jafn- framt að beita skattalegum aðferðum til að efla sparnað, t.d. í sambandi við frjálsan lífeyrissparnað, kaup á hlutabréfum og það verður jafnframt hugað að öðrum leiðum í því sam- bandi.“ Halldór var spurður hvort skilja mætti þessi orð sem svo að hann teldi að við næstu kjarasamninga ætti að leggja áherslu á lífeyrismál fremur en beinar launahækkanir. „Það er að sjálfsögðu samningsað- ila að fjalla um það, en ég held að það geti allir verið sammála um að það væri æskilegt að efla lífeyrissparnað í landinu. Hver á að ganga þar á undan skal ég ekki fullyrða um, en þörfin er fyrir hendi,“ sagði hann. - Nú er í stjórnarsáttmálanum vik- ið að ýmsum skattalækkunaraðgerð- um. Er það ekki til þess fallið að ýta undir þenslu og ganga þar með þvert á önnur markmið stefnuyfirlýsingar- innar hvað varðar stöðugleika? „Það er rétt að skattalækkanir á röngum tíma geta aukið þenslu. En við erum að huga að öllu kjörtímabil- inu og í þessu sambandi mun skipta miklu máli hvernig til tekst um kjara- samninga á næstu misserum. Við er- um sammála um að þörf sé á því að jafna kjörin með því að draga úr jað- aráhrifum, ekki síst vegna barnabót- anna. Ég vona að um það geti orðið góð samstaða í þjóðfélaginu, m.a. við þá aðila, sem takast á um tekjuskipt- inguna í landinu," sagði Halldór. Samræma atvinnuþróunarstarf - Komið hefur fram að það sé að frumkvæði Framsóknarflokksins að ákveðið er að flytja Byggðastofnun frá forsætisráðuneytinu og undir iðnaðaiTáðuneytið. Hvaða sjónarmið búa þar að baki? „Þau sjónarmið, að á vegum iðnaðarráðuneytis- ins eru ýmsar aðgerðir til að styrkja og stuðla að fjölbreyttara atvinnulífi í landinu. Stofnun eins og Iðntæknistofnun er á vegum þess og iðnaðarráðuneytið hefur varið verulegum fjármunum til að stuðla að fjölbreytni í atvinnulífi og hefur verið með starfsemi á því sviði. Við höfum verið þeirrar skoðunar að nauðsynlegt væri að samræma allt þetta starf. Með þessu gefst tæki- færi til að gera það. Við trúum því að þar með verði þetta starf öflugra og það er jafnframt mikilvægt fyrir Framsóknarflokkinn að koma meira að þessum málaflokki. Aðalatriðið er að við trúum því að með þessu getum við náð betri árangri og það skiptir miklu máli fyrir flokkana báða.“ Halldór var spurður hvort Páli Péturssyni væri ætlað að taka yfir umsjón með byggða- og atvinnuþró- unarátaki í tengslum við sameiningu iðnaðarráðuneytisins og Byggða- stofnunar. „Það kemur vel til álita en það er ekki aðalatriði málsins. Aðal- atriðið er að fara í þessa vinnu og ljúka henni,“ sagði hann. I stjómarsáttmálanum segir að flutningur Byggðastofnunar til iðnað- arráðuneytis og Seðlabanka til for- sætisráðuneytis séu fyrsta verkefnið í endurskoðun verkaskipt- ingar milli stjómarflokk- anna. Hvað segir Halldór um næstu skref í þeirri endurskoðun? „Það hafa margar hug- myndir komið fram; breytingar á verksviði dómsmála- ráðuneytisins, heilbrigðisráðuneytis- ins, félagsmálaráðuneytisins; sam- ræming og jafnvel sameining á at- vinnuvegaráðuneytum. Allt era þetta sjónarmið sem eiga rétt á sér og það hefur nánast engin breyting orðið á ráðuneytaskipan í langan tíma. Við tökum eftir því í norrænu samstarfi að verkefni hér á landi era undir allt öðrum ráðuneytum en á hinum Norð- urlöndunum og í sumum löndum Evrópu. Þetta torveldar alþjóðlegt samstarf og sýnir að það er mikil þörf á því að við fóram yfir þessi mál og lögum ráðuneytin að breyttum að- stæðum og breyttri þjóðfélagsskip- an.“ Halldór kvaðst eiga von á að end- urskoðun af þessu tagi lyki á kjör- tímabilinu. Spurður um hvort hann byggist við að sitja sjálfur í utanríkis- ráðuneytinu til loka kjörtímabilsins, sagði Halldór: „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um það. Það er mikið verk að vinna í utanríkisráðuneytinu næstu mánuðina og ég ætla að reyna að sinna því eins og ég get.“ Mismunandi framleiðendur orku en sameiginleg dreifing I stefnuyfirlýsingunni er fjallað um breytt skipulag í orkumál- um til að auka samkeppni og lækka orkuverð. Um leið verði unnið að jöfnun orkuverðs. Halldór var spurður á hvaða sviði orkumála hann sæi helst fyrir sér samkeppni af þessu tagi og vísaði hann til þess að iðnaðarráð- herra hefði tjáð sig um þetta mál á ýmsum vettvangi. „Samkeppni er vaxandi á öllum sviðum. Þetta getur m.a. komið fram með þeim hætti að mismunandi aðilar framleiði orku og selji inn á sameiginlegt dreifingamet til landsmanna þannig að það verði virk samkeppni milli þeirra sem framleiða orku,“ sagði Halldór. - Er þá ekki með þessu opnað á möguleika t.d. Orkuveitu Reykjavík- ur til að selja rafmagnsframleiðslu sína beint á markað á höfuðborgar- svæðinu? „Rafmagnsveitur Reykjavíkur era með raforkuframleiðslu á Nesjavöll- um og sama gildir um nokkrar aðrar rafveitur, en við verðum að halda áfram að jafna raforkuverð í landinu og þess vegna gætu aðgerðir af því tagi virkað í öfuga átt,“ sagði hann. I stefnuyfirlýsingunni segir að hefja skuli undirbúning að sölu Landssímans. Um það hvernig hann teldi að haga ætti þeim undirbúningi sagði Halldór að hann áliti nauðsyn- legt að fara ofan í þetta mál. „Við höf- um ekki hafið mikla vinnu að því. Það er nauðsynlegt að tryggja neytend- um sem lægst verð á þjónustunni og öllum landsmönnum aðgang að upp- lýsingahraðbrautinni, hvar sem þeir búa á landinu, með sambærilegum hætti. Þannig er þetta ekki að öllu leyti í dag, en það er nauðsynlegt að svo verði, því ef við ætlum að tryggja viðgang og eflingu byggðar um allt land er þetta eitt aðalatriðið til þess að svo geti orðið. - Áttu von á að einkavæðingu Landssímans ljúki á þessu kjörtíma- biii? „Ég vil engu spá um það. Ég vil fyrst fara í þessa vinnu og líta á kosti og galla þessa máls, en ég vil hins vegar standa þannig að málum að þau verðmæti, sem í þessu fyrirtæki eru, nýtist okkur en við glötum þeim ekki. Mér finnst hins vegar of snemmt að spá fyrir um hvernig það muni fara.“ Árangur í sjávarútvegsmálum innan árs Samkvæmt stjórnarsáttmálanum verður skipuð nefnd til að endur- skoða lög um stjóm fiskveiða. Hall- dór sagðist telja mikilvægt að þessi nefnd starfaði hratt en störfum henn- ar hefði ekki verið settur neinn tíma- frestur. „Ég gæti vel hugsað mér að sjá einhvern árangur af slíku starfi innan eins árs,“ sagði hann. Um hugsanlega niðurstöðu af starfi nefndarinnar sagði Halldór: „Þetta er margslungið mál og inn í það kemur m.a. tekjuskiptingin í sjávarútveginum. Ég ætla ekki að spá fyi’ir um það, en það kemur fram að það eigi að miða að því að sjávar- útvegur sé sem öflugastur og þar með byggðirnar. Byggðirnar þurfa á öflugum sjávarútvegi að halda, en það eru margir sem átta sig ekki nægilega vel á hve mikil áhrif breytt- ar aðstæður hafa haft á sjávarútveg- inn, þ.e. opnara hagkerfi og sú stað- reynd að við jöfnum ekki lengur sveiflur í sjávarútvegi með gengis- breytingum, heldur þurfa fyrirtækin að hafa möguleika á að aðlagast breyttum aðstæðum og geta hagrætt til að lifa af samdrátt. Þetta kemur til að mynda fram í erfiðu dæmi sem menn glíma við í sambandi við fyrir- tæki, sem er rekið bæði í Vestmanna- eyjum og Þorlákshöfn. En þar með getur hagræðingin haft umtalsverð áhrif á afkomu þess fólks sem þar vinnur í dag. Þetta era mál sem þarf að fara vandjega yfir,“ sagði Hall- dór Ásgrímsson. Eitt þeirra mála, sem mest var í umræðunni í kosningabaráttunni, voru kjör aldraðra og öryrkja. Ekki er vik- ið með beinum hætti að aðgerðum í þágu þessara hópa í stefnuyfirlýsing- unni, en aðspurður um stefnu ríkis- stjórnarinnar í málefnum þeirra vís- aði Halldór til þess kafla í inngangi stefnuyfirlýsingarinnar þar sem seg- ir að með því að „virkja framtak ein- staklinga í þágu aukinnar verðmæta- sköpunar verði áfram stuðlað að hag- sæld, félagslegum umbótum, afkomu- öryggi einstaklinga og fjölskyldna, ekki síst þeirra sem höllum fæti standa.“ „Endurskoðun stjórnarráðs* ins Ijuki á kjörtímabilinu“ „Virk sam- keppni miiii raforkufram- leiðenda“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.