Morgunblaðið - 29.05.1999, Side 52

Morgunblaðið - 29.05.1999, Side 52
52 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 MATTHÍAS SVEINN VILHJÁLMSSON + Matthías Sveinn Vilhjálmsson fæddist á ísafirði hinn 9. desember 1933. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsi fsaíjarðar 18. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sesselja Sveinbjörnsdóttir frá Kvíanesi, f. 11.2. 1893, d. 10.12. 1950, < og Vilhjálmur Jóns- son frá Höfða í Grunnavíkurhreppi f. 25.5. 1888, d. 24.11. 1972. Þau hjón eignuðust þrettán börn. Þau eru í aldurs- röð: 1) Guðmundína Kristín, f. 21.9. 1915. 2) Guðfinna, f. 2.9. 1917, d. 31.12. 1998. 3) Jón, f. 20.9. 1918, d. 17.10. 1994. 4) Guðmundur Friðjón, f. 21.10. 1919, d. 5.5. 1920. 5) Guðmund- ur Friðrik, f. 15.1. 1921. 6) Jó- hanna, f. 24.11. 1922. 7) Ásgeir Þór, f. 22.12. 1924. 8) Hansína Guðrún Elísabet, f. 28.4. 1926. 9) Ólafur Sveinbjörn, f. 26.7. 1928. 10) Finnur, f. 1.10. 1929, Löng þá sjúkdómsleiðin verður, lífið hvergi vægir þér, þrautir magnast, þrjóta kraftar, þungt og sárt hvert sporið er, honum treystu, hjálpin kemur, hann af raunum sigur ber. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (S.Kr. Pétursson.) Bilið milli lífs og dauða er svo ör- stutt, en þó við vissum að kraftar þínir væru senn á þrotum, elsku pabbi minn, þá einhvem veginn er maður aldrei viðbúinn þessari stund. Þannig var það líka þegar and- látsfrétt þín barst okkur yfír hafið. Allt varð svo tómlegt og hljótt og fjarlægðin heim til íslands var allt í einu svo óendanlega löng. Minningarnar sem við eigum um þig eru margar, fallegar minningar sem gott verður að oma sér við nú þegar þú ert farinn frá okkur. Sem lítil stelpa var ég stolt af því að eiga þig fyrir pabba, þú varst góður maður og vildir allt fyrir alla gera. Þú lagðir mikið á þig til að geta séð vel um okkur bömin, mömmu og heimilið. Oft var þröng á þingi með stóra barnahópinn, en okkur leið alltaf vel því við fengum nóg af ást og alúð í uppeldinu. Eg man þegar þú leiddir mig upp að altarinu, þegar við Jökull giftum okkar. Það var dásamleg stund. Vinátta ykkar var líka ailtaf sér- stök, þú varst honum bæði vinur og félagi. Þegar við fluttumst af land- inu fyrir fímm ámm þá stóð til að við flyttumst til Mexíkó. Þá sagðir þú: „Ingibjörg, ég heimsæki þig aldrei til Mexíkó.“ En áætlanirnar breyttust og við fluttumst til Dan- merkur. Þú varst ekkert hrifinn af bröltinu í okkur. Eg held að þú hafir helst viljað hafa alla fjölskylduna í næsta nágrenni við þig. En við fluttum og þú komst í heimsókn út til okkar þegar Alex- ander Már var skírður. Okkur fannst dásamlegt að fá ykkur mömmu í heimsókn. Við áttum góða daga saman og satt að segja, pabbi minn, held ég að þér hafi litist vel á heimilið sem við vomm búin að skapa okkur þar. Að okkar ósk átti næsta ferð þín til okkar að verða næsta vor, þá á íris Maggý að ferm- ast. Hún var farin að bíða þess tíma '>með eftirvæntingu að amma og afi kæmu í heimsókn. En því miður verður ekki af þess- ari ferð, en þegar að fermingunni kemur máttu vita að þú verður efst í hugum okkar allra. I þínum stuttu en erfiðu veikind- um var gott að vita til þess þegar Ujarlægðin heim var svo mikil hvað ' þú áttir góða að. Elskuleg mamma d. 21.1. 1930. 11) Sumarliði Páll, f. 21.11. 1930. 12) Jason Jóhann, f. 21.1. 1932. 13) Matthías Sveinn, sem hér er nú minnst og var hann yngsta barn þeirra hjóna. Auk þess ólu þau upp dótturdóttur sína, Vilmu Mar. Hinn 24. desember 1955 kvæntist Matthí- as eftirlifandi eigin- konu sinni, Guðrúnu Sigríði Valgeirsdótt- ur, f. 11.8. 1934. For- eldrar hennar voru hjónin Ingi- björg Guðmundsdóttir og Valgeir Jónsson frá Gemlufalli í Dýra- firði. Þau eru bæði látin. Börn Guðrúnar og Matthíasar eru: 1) Sesselja Magnea, f. 16.8. 1955, maki: Kristján Hilmarsson, f. 28.3. 1956. 2) Ómar Hafsteinn, f. 16.8. 1956, maki: Járnbrá Hilmarsdóttir, f. 22.4. 1963. 3) Ingibjörg Margrét, f. 15.8. 1957, maki: Jökull Jósefsson, f. 2.8. 1952. 4) Auður Kristín, f. 18.10. 1959, maki: Aðalsteinn Ómar Ás- geirsson, f. 3.11. 1958. 5) Vil- mín, systkini og fjölskyldur eiga heiður skilinn fyrir hvað þau sýndu þér mikla ást og umhyggju á sjúkrabeðnum, og vöktu yfir þér dag og nótt, allt þar til yfir lauk. Elsku pabbi, tengdapabbi og afi, nú að leiðarlokum viljum við þakka þér fyrir allt. Takk fyrir að hafa verið þú. Við biðjum þér Guðs bless- unar í nýjum heimkynnum og við vitum að vel verður tekið á móti þér. Þín dóttir, Ingibjörg, Jökull, fris Maggý og Alexander Már. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna er sefur hér hinn síðsta blund. (V.Briem.) Elsku pabbi minn, nú er komið að kveðjustundinni. Mér finnst það óréttlátt að fá ekki að hafa þig leng- ur hjá okkur, en ég hugga mig við að nú er þrautum þínum lokið eftir stutta en erfiða baráttu, baráttu sem þú ætlaðir þér að sigra, en þú barst höfuðið hátt og tókst á móti örlögum þínum og erfiði með æðru- leysi. Þú varst góður pabbi og yndisleg- ur afi, fjölskyldan var þér alltaf mikils virði og það var yndislegt að sjá hvað þið mammma voruð sam- hent og samrýnd hvað sem bjátaði á. Minningamar streyma í gegnum hugann, pabbi í leik og starfi, pabbi að keyra vörubíl fyrir Norðurtang- ann. Öft þurfti að fara í nærliggj- andi sjávarpláss og þá nutum við bömin hans oft góðs af því, litlir fætur klifruðu upp í bílinn og ferðin var hafin, sem var auðvitað heilt ævintýri í þá daga þegar Reykjavík var nánast eins og útlönd. Aðgerðarleysi var orð sem ekki fannst í þinni orðabók. Vantaði ein- hvern aðstoð þá varst þú manna fyrstur til að bjóða fram hjálp. Skapgerð þín var líka þannig að þú áttir auðvelt með að fá fólk til að brosa og hlæja, alltaf var stutt í húmorinn jafnvel þegar þú varst orðinn fárveikur. Alla tíð varst þú ótrúlegur barna- karl, þér fannst ekkert tiltökumál að eiga átta börn og enn fleiri bamaböm og nú líka langafaböm, hver og einn átti sitt pláss í hjarta þínu og þú sinntir öllum af alúð og umhyggju. Þú varst eins og klettur, traustur og alltaf til staðar ef á þurfti að halda. Jólaboðin á Urðarveginum hjá ykkur mömmu, þar sem við komum MINNINGAR hjálmur Valgeir, f. 11.1. 1963, maki: Ásdís Bima Pálsdóttir, f. 16.8. 1969. 6) Guðmundur Frið- rik, f. 5.3. 1965, maki: Asía Sara Pétursson, f. 30.8. 1965. 7) Kol- brún, f. 11.11. 1966, maki: Er- Iendur Geirdal, f. 24.10. 1963. 8) Guðrún Sigríður, f. 26.3. 1971, maki: Sigurður Hlíðar Dag- bjartsson, f. 4.1. 1972. Auk þess ólu þau Matthías og Guðrún upp sonarson sinn, Matthías Vil- hjálmsson, f. 30.1. 1987, þar til hann fluttist til föður síns og sambýliskonu hans. Bamabörn- in em tuttugu og barnabarna- börnin eru tvö. Matthías gekk í barna- og unglingaskólann á ísafirði. Eft- ir skólagönguna vann hann hjá Ishúsfélagi Isfirðinga auk þess sem hann stundaði fjárbúskap fyrstu búskaparár þeirra hjóna við Urðarveginn, ásamt Ólafi bróður sinum. Síðar hóf hann störf sem verkstjóri í fiskmót- töku Hraðfrystihúss Norður- tangans á Isafirði. Stærstan hluta starfsævi sinnar vann hann sem vörubifreiðasljóri hjá Norðurtanganum. Við samein- ingu við Básafell fluttist starfs- vettvangur hans til þess fyrir- tækis og þar vann hann á með- an heilsa og starfsþrek leyfðu. Matthías verður jarðsunginn frá ísafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. öll saman, voru þér mikils virði, þá dansaðir þú af gleði, gantaðist við krakkana og enginn mátti gleymast. Ekki grunaði mig þá að þetta yrðu síðustu jólin okkar saman, elsku pabbi minn, þú vissir þá að þú varst orðinn veikur en barst harm þinn í hljóði ásamt mömmu, þangað til ekki var stætt á öðru en við börn- in þín fengjum vitneskju um alvöru málsins. Þá langaði mig til að skamma þig, en auðvitað veit ég að þú vildir hlífa okkur við óþarfa áhyggjum. Á síðustu páskum komum við öll saman systkinin, við áttum góðar stundir með þér og mömmu og fyrir það er ég þakklát. Síðustu vikurnar voru þér erfið- ar, sjúkrahúslegan var stutt en snörp, en þú varst ekki einn, pabbi minn, við hlið þér var konan sem sýndi svo ekki varð um villst að hún elskaði þig, og vék varla frá þér eina einustu stund. Bömin, tengdabömin og afabörn- in sýndu sína tryggð við þig, en vart mátt á milli sjá hvort okkur tókst betur að stytta þér stundir á sjúkra- beðnum eða þú okkur. Þó heilsan væri að fjara út var líf- sneistinn sterkur og húmorinn enn á sínum stað. Þú hafðir yndi af fótbolta og fylgdist alltaf vel með þó þú værir orðinn mikið veikur og það var ynd- islegt að sjá þegar Ómar sagði þér frá síðustu úrslitum, þá brostir þú út að eyrum, það var þitt lið sem vann. Og nú hefur þú unnið orrustuna, elsku pabbi minn, kannski ekki eins og þitt lið hefði viljað, úrslitin áttu að verða önnur. En ég veit að þú ferð sáttur, hvíldinni feginn eftir erfiði dagsins. Þú munt alltaf eiga stað í hjörtum okkar og við munum varðveita þann fjársjóð minninga sem við eigum um þig. Elsku mamma mín, missir þinn er mestur. Við biðjum góðan Guð að styrkja þig og styðja og við vitum að allar ljúfu minningamar sem þú átt um pabba munu sefa sárasta söknuðinn þegar fram líða stundir. Að lokum langar mig að þakka öllu starfsfólki Fjórðungssjúkra- húss ísafjarðar fyrir yndislega um- önnun við föður minn, og hlýhug og góðvild við fjölskylduna hans. Far þú í ffiði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem.) Elsku pabbi minn, þegar ég kveð þig í síðasta sinn, vil ég þakka þér allt það sem þú varst mér og minni fjölskyldu, Guð geymi þig og varð- veiti þar til við hittumst á ný. Þín dóttir, Auður. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem) Elsku pabbi, ég sit hér og skrifa til þín mína síðustu kveðju. Fréttin um að þú værir orðinn veikur og óvíst væri um batahorfur bárust mér á afmælisdegi mínum 5. mars sl. Það þyrmdi yfir mig og ég bað og vonaði að þú næðir bata. Minning- arnar sem ég á um þig eru svo ótal- margar. Þú varst mér góður pabbi, en við vorum kannski ekki alltaf sammála á meðan þú varst að ala okkur upp. Upp í hugann koma skondin at- vik, eins og það þegar ég stalst út í bflskúr með bfllyklana, of ungur til að hafa bílpróf og keyrði bílinn þinn aftur á bak og áfram þennan stutta spöl sem hægt var að keyra þar. Ég var ánægður með lífið og fannst ég bara nokkuð góður. Þá mislíkaði þér og sonurinn var skammaður fyrir tiltækið. Þegar ljóst var orðið að þú næðir ekki heilsu og kraftar og þrek færu þverrandi ákvað ég að koma heim til íslands og vera hjá þér síðustu stundirnar. Þegar ég gekk að sjúkrabeði þínum sagðir þú: „Ert þú kominn, elskan mín, ég var bú- inn að gleyma að þú værir að koma.“ Við föðmuðumst og það var eins og tíminn stæði í stað. Við skildum hvor annan. Ég er svo þakklátur að hafa fengið að vera hjá þér þessa daga. Þú vildir umfram allt fullvissa þig um að vel yrði hugsað um mömmu þegar þú féllir frá, og þér var umhugað um húsið ykkar, það þurfti að passa vel upp á þetta og hitt og halda því vel við. Þú þurftir alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni, hirðuleysi á hlutunum var ekki þinn stfll. Þegar ég var kominn held ég að þú hafir verið sáttur, bú- inn að fá öll börnin þín til þín, síðast Ingibjörgu og öll hin á páskunum. Þá fyrst varst þú tilbúinn að kveðja og leggja í þína síðustu för. Eftir andlát þitt þá strax um kvöldið hvessti í fjöllin og ég og Villi sátum í stofunni heima á Urðarveginum. „Rosalega er orðið hvasst," segi ég. Villi kinkaði kolli: „Jæja, hann hefur þá fengið byr undir báða vængi, blessaður," sagði ég og við brostum að tilhugsuninni um að þú yrðir góður engill. Að lokum þegar ég kveð þig og bið Guð að geyma þig, elsku pabbi minn, vil ég Jjakka starfsfólki Sjúkrahússins á Isafirði og forráða- mönnum og starfsfólki Básafells á ísafirði fyrir alla þá hjartahlýju og þann stuðning sem það hefur sýnt okkur öllum í veikindum þínum. Við mömmu mína sem var þér svo góð, systkini mín og aðra ástvini segi ég: Verum sterk, styðjum hvert annað í sorginni. Við eigum góðar minning- ar sem ylja okkur. Guð vaki yfir okkur og minningu Matthíasar Vil- hjálmssonar. Þinn sonur, Guðmundur og fjölskylda. Elsku pabbi, nú er ég að kveðja þig í hinsta sinn. Sárt er það, en minning þín er Ijós í lífi okkar. Margar eru minningarnar og alltaf var stutt í grínið og gleðina og líka þó að þú hefðir gengið í gegnum veikindi og sjúkralegu. Þú vildir sjálfur hlaupa á eftir glasi af vatni, það var meira sagt í gríni en alvöru. Og vísurnar sem þú sagðir mér, sem ég náði ekki fyrr en síðar meir þegar þú útskýrðir efni þeirra. Manstu pabbi, allar ferðimar sem ég fór með þér á vörubflnum. Svo þegar ég varð eldri tóku bamaböm- in við. Það var rosalega gaman að fá að vera með þér í vinnunni. Þér fannst líka gaman að spila og leggja kapal, og við reyndum að læra af þér. Það var alltaf svo spennandi að fylgjast með þér. MORGUNBLAÐIÐ Þessar stundii- geymi ég í hjarta mínu. Þegar við fluttum út til Danmerk- ur var erfitt að kveðja en þú sagðir að maður yrði að prófa ýmislegt í lífinu, en alltaf hægt að koma heim aftur. Ó, hvað var gott að koma heim aftur og eyða þessum tíma og eiga jól með ykkur mömmu. Jól og páskar voru þinn uppáhaldstími, því að þá komum við flest saman og gerðum okkur glaðar stundir. Þú varst mömmu og okkar allra stoð og stytta í lífinu. Þú og mamma eignuðust átta börn og sögðuð að hamingja væri falin í fjölskyldu, og svo sannarlega er fjölskyldan orðin stór. Nú þegar leiðir okkar skilja, eru þessar minningar mér dýrmætari en allt annað. Og ég veit að þær munu íylgja mér um ókomna tíð. Það er svo mikið meira sem mig langar til að segja, en ég kem ekki orðum að því. Mig langar til að þakka þér fyrir alla ástina, sem þú gafst mér, og fyrir öll fallegu orðin þín. Takk fyrir faðmlögin, takk fyrir allar stundirnar sem við höfum átt saman, takk fyrir að vera pabbi minn. Ég veit að það verður vel tek- ið á móti þér, elsku pabbi. Þín verð- ur gætt af góðu fólki. Tómarúmið er mikið, en sárið grær og skilur eftir stórt ör. Kveðja frá tengdasyni þínum, Sigurði Hlíðar. Þín dóttir Guðrún Sigríður. Með nokki-um orðum vil ég minn- ast ástkærs tengdafóður míns. Ég kynntist Matta Villa eins og hann var kallaður fyrir 23 árum þegar ég starfaði tímabundið á ísafirði. Þeir sem þekktu Matta Villa vita hvaða mann hann hafði að geyma og ég var svo lánsamur að fá að kynnast hon- um. Gott lundarfar, heiðarleiki og greiðvikni voru eiginleikar sem ein- kenndu hann. Matti átti yndislega eiginkonu, Guðrúnu Valgeirsdóttur. Það fór ekki fram hjá neinum hversu hlýtt og einlægt hjónaband þeirra Gunnu og Matta var. Okkur er minn- isstætt hversu samrýnd þau voru og góð heim að sækja. Fyrir fimm árum fór ég til starfa í lögreglunni á ísafirði ásamt bróður mínum, Birgi. Gunna og Matti tóku ekki annað í mál en að við bræðurnir gistum hjá þeim hjónum. Það má í raun segja að okkur hafi verið tekið eins og þeirra eigin bömum, slík var umhyggjusemi þeirra. Mörgum stundum eyddum við Matti þá við spilamennsku sem var eitt af hans helstu hugðarefnum ásamt enska boltanum. Matti var harður fylgis- maður Man. United og fylgdist grannt með gengi þeirra. Oft kom til skemmtilegra skoðanaskipta um enska boltann og þar hafði Matti ætíð sína skoðun á hlutunum. Matti verkaði harðfisk og hákarl í gegnum árin og voru ófáar sending- arnar suður af þessu góðgæti. Matti reyndist börnum okkar Maggýar frábær afi og var ávallt mikil tilhlökkun þeim þegar von var á afa og ömmu í bæinn eða heim- sókn á Isafjörð í vændum. Við viljum að leiðarlokum þakka þér, elsku Matti, fyrir að hafa feng- ið að eiga þig fyrir tengdapabba og afa. Elsku Gunna, missir þinn er mestur. Við, ég og börnin mín, biðj- um góðan Guð að veita þér og böm- um þínum styrk í sorg ykkar. Þegar fram líða stundir munu fallegar minningar koma í stað sársaukans. Kristján Hilmarsson. Elsku afi, nú ert þú farinn til Guðs og við vitum að þar líður þér vel. Öll byrjuðum við lífið á einn eða annan hátt undir þínum verndar- væng. Það verður tómlegt að geta ekki lengur farið til afa, þú gladdist með okkur ef vel gekk og þú bauðst fram faðminn og klappaðir á litla kolla ef eitthvað bjátaði á. Þú pass- aðir okkur ef á þurfti að halda, lékst við okkur og það mikilvægasta, þú komst fram við okkur eins og jafn- ingja og enginn var betri að hlusta ef okkur lá eitthvað á hjarta. Þú mættir á völlinn og hvattir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.