Morgunblaðið - 29.05.1999, Side 54

Morgunblaðið - 29.05.1999, Side 54
54 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐBJORG SVAVA SIGURGEIRSDÓTTIR + Guðbjörg Svava Sigurgeirsdóttir fæddist í Húnakoti í Þykkvabæ 28. febrú- ar 1915. Hún lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 22. maí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Sigur- geir Gislason, Húna- koti, og Hallfríður Sigurðardóttir frá Tobbakoti. Guðbjörg var elst þriggja systkina en hún átti tvo bræður, Sigur- geir Óskar, f. 14. maí 1916, d. 27. júní 1990, og Sigurbjart, f. 25. júní 1924. Hinn 25. júlí 1931 giftist Guð- björg Óskari Sveinbirni Bogasyni frá Varmadal á Rangárvöllum, f. 15. nóvember 1896, d. 3. aprfl 1970. Börn þeirra eru: 1) Vigdís, f. 7. september 1930, d. 29. maí 1980. Eftirlifandi maki Ingv- ar P. Þorsteinsson, f. 20. mars 1929. Börn þeirra eru sex og átján barnabörn. 2) Margrét, f. 15. september 1936, maki Jón Halldórsson, f. 18. aprfl 1934, d. 31. janú- ar 1999. Börn þeirra eru þrjú og íjögur barnabörn. 3) Gerður, f. 11. jan- úar 1943, maki Sigþór Jónsson, f. 27. október 1937. Börn þeirra eru fjögur og þrjú barna- börn. 4) Bogi, f. 31. ágúst 1946. 5) Sigríður, f. 7. júní 1948, maki Kjartan Óskarsson, f. 17. ágúst 1946. Börn þeirra eru þrjú og þijú barnabörn. Guðbjörg missti föður sinn að- eins ársgömul og hafði hann á dánarbeði beðið móður sína, Mar- gréti Hreinsdóttur, að taka hana að sér þar sem von var á öðru barni og er hún því alin upp hjá ömmu sinni. Með ömmu sinni flyt- ur Guðbjörg að Fróðholtshjáleigu en þar bjó föðursystir Guðbjargar. Dvöldu þær þar næstu árin eða þar til að þær flytja að Varmadal þar sem Margrét fór í vinnu- mennsku. Guðbjörg var þá tíu ára og átti þar síðan hejmili næstu 65 árin. Guðbjörg og Óskar hófu bú- skap 1931 í Varmadal og bjuggu þar til 1970 er Óskar lést. Eftir fráfall Óskars bjó Guðbjörg þar ásamt syni sínum til ársins 1991 er hún bregður búi og flyst að Foma- sandi 5, Hellu. Var það heimili hennar næstu árin þar til hún fluttist á Dvalarheimilið Lund í ágúst 1997 og naut hún þar góðr- ar umhyggju. títför Guðbjargar fer fram frá Oddakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. í dag verður til grafar borin elsku- leg amma mín, Guðbjörg Svava Sig- urgeirsdóttir frá Varmadal. Elsku amma mín, nú þegar ég sest niður með sorg og söknuð í hjarta til að skrifa nokkur kveðjuorð til þín koma fram margar yndislegar minn- ingar um þig og eru þá efst í huga Uninningarnar frá Varmadal, þar sem þú varst miðpunktur alls. Alltaf eitthvað að gera og fínn ég lyktina og bragðið af góðu flatkökun- um þínum sem voru bakaðai- nánast daglega og heyri fótatakið þitt þegar hlaupið var upp stigana til að ná í meira hráefni í köldu geymslunni uppi á lofti. Eg man þegar þú kenndir mér að sópa og þá var sko lögð áhersla á að muna eftir að fara vel í öll hom, því vel skyldi það vera gert eins og allt sem þú tókst þér fyrir hendur. Snyrti- _ mennska þín, dugnaður og gestrisni var með eindæmum. Það var svo gam- an að spjalla við þig, þú varst svo minnug um alla hluti og hafðir gaman af því ef ég spurði þig um eitthvað sem minnti á gömlu góðu dagana. Þér var mjög annt um fjölskyldu þína og vildir alltaf vita um hag allra. Eg minnist jólaboðanna nú í seinni tíð á Hellu, er fjölskyldan kom sam- an og átti yndislegar stundir og ég veit að þær voru þér mikilvægar. Eg vona, elsku amma mín, að þér líði vel og sért búin að hitta afa aftur, eins og þú þráðir svo heitt. Minningin um þig mun ávallt lifa í hjarta mínu. Nú legg ég augun aftur, '3r 6, guð þinn náðarkraftur Mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt (S. Egilsson.) Þín nafna, Guðbjörg Svava. Elsku amma mín. Mig langar að skrifa nokkur kveðjuorð til þín og þakka þér fyrir allt sem þú kenndir mér og gerðir fyrir mig. Þú hefur skipað stóran sess í lífi mínu, það er mér ómetan- legt að hafa fengið að vera hjá þér í Varmadal, þaðan á ég yndislegar -Áninningar sem ég geymi í hjarta mínu. Það var alltaf svo gaman að koma til þín, spjalla við þig og fá ráð- leggingar ef á þurfti að halda. Aðdá- unarvert var að fylgjast með þér, þú slakaðir aldrei á við húsverkin enda bar heimilið þitt þess merki, allt var svo fint í kringum þig. Þó að yfírleitt væru margir í heimili virtist þetta leika í höndunum á þér og alltaf varst þú jafn fín og vel til höfð. Ég vildi að þú hefðir fengið fleiri ár á Hellu til að njóta með okkur öllum en núna veit ég að þér líður vel kom- in til afa sem þú saknaðir svo sárt. Guð geymi þig. Enginn þarf að spyija hvar gröf þín er, því hún er þar, sem grasið er grænast. Þar er vetrarsiyórinn hvítastur, himinninn heiðastur og þar syngur vorfuglinn skærast. Nei, enginn þarf að spyrja hvargröfþíner. Hún er þar sem tár okkar þoma og orð okkar þagna. (B.G.) Guðbjörg Ósk. Elsku amma mín, þú ert búin að vera svo góð við mig og þú gafst mér nóg að borða og þú varst svo glöð þegar við komum öll til þín. Elsku amma mín, ég sakna þín. Láttu nú Uósið þitt logaviðrúmiðmitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesú mæti. (Ók.höf.) Berglind Eva. Guðbjörg í Varmadal er látin. Með henni kveðjum við konu sem kynnt- ist þeirri ótrúlega miklu þróun sem verið hefur í búskaparháttum á þeirri öld sem nú er að líða. Allt frá því að rölta fótgangandi eftir götu- slóðum, ferðast allt á hestum og til þessa dags að láta aka sér á lúxusbíl- um eftir malbikuðum strætum. Guð- björg var mjög ung þegar hún byrj- aði sinn búskap um 1930 með manni sínum Óskari Bogasyni að Varmadal á Rangárvöllum. Á þessum tímum var afkoma ís- lenskra bænda erfíð en með enda- lausri vinnu, hagsýni og dugnaði komu þau sér vel fyrir í Varmadal. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, MARTEINN ÁGÚST SIGURÐSSON, Gilá, Vatnsdal, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 27. maí sl. Páll Marteinsson, Kristín Indíana Marteinsdóttir, Hannes Sigurgeirsson, Jakob Daði Marteinsson, Einar Marteinsson, Pálína Sif Gunnarsdóttir, Þór Marteinsson, Valgerður Laufey Einarsdóttir, Baldur Fjölnisson og barnabörnin. Guðbjörg var mikil húsmóðir og var gestrisin með afbrigðum. Heimili hennar var í þjóðbraut og þau hjónin vinamörg, var því gestagangur mik- fll. Eitt af því sem einkenndi Guð- björgu var vinnusemi og dugnaður, henni féll aldrei verk úr hendi enda hafði hún fyrir stóru heimili að sjá og ávallt var allt í röð og reglu. Áiin sem við Gerður bjuggum á Selfossi var það fóst regla að dvelja hjá þér um jólin. Ég gleymi ekki jólasteikinni þinni, hvað þá súkkulaðinu með þeytta rjómanum og kremkexinu sem enginn gat bakað eins vel og þú. Þú gast nú verið svolítið þrjósk á köflum eins og þegar við fórum í út- reiðartúrinn (Gunnarsholtshringinn). Þá þurfti að suða dálítið í þér áður en þú samþykktir að fara með en eftir á varst þú ánægð og talaðir um síðasta útreiðartúrinn þinn. Þú varst á Kol- skegg og þið tókuð ykkur vel út. Um leið og ég kveð tengdamóður mína hinstu kveðju læt ég fylgja eitt af uppáhalds ljóðum hennar. Undir Dalanna sól við minn einfalda óð hef ég unað við kyrrláta fór, undir Dalanna sól hef ég lifað mín ljóð ég hef leitað og fundið mín svör. Undir Dalanna sól hef ég gæfuna gist, stundum grátið en oftast í fógnuði kysst. Undir Dalanna sól á ég bú mitt og ból og minn bikar, minn arin, minn svefnstað og skjól. (Hallgrímur Jónsson) Með virðingu og þökk fyrir sam- fylgdina. Sigþór. Elsku amma, mig langar í fáum orðum að þakka þér fyrir árin sem við höfum átt saman, ekki hvað síst árin í sveitinni. Ég fæddist í baðstof- unni í Varmadal, hjá afa og ömmu, eins og svo margir aðrir. Snemma fór ég að dvelja langdvölum í sveit- inni á sumrin og beið þess með óþreyju að verða fullgildur vinnu- maður, líkt og svo margir aðrir, því margir hafa vinnumennirnir og margar vinnukonurnar verið hjá þér, amma, í gegnum árin. Ég var ellefu ára þegar afi dó, sumrin þar á eftir svaf ég í rúminu hans afa, við hliðina á þér, elsku amma. Árin í sveitinni hafa verið mér gott veganesti út í lífið. Að deila samvist- um á sumrin með ykkur Boga, var það sem lífið snerist um á þeim ár- um. Þú gættir þess að við hefðum ávallt nóg fyrir stafni. Við settum okkur ávallt markmið til að vinna eftir. Þannig var alltaf lokið við að koma út haug, stinga út fjárhúsin, lambhúsið og ganga á allar girðingar fyrir 17. júní. Á þeim árum var hluti jarðarinnar sandur. Bogi hafði mik- inn áhuga á að rækta upp sandinn og settum við jafnan mikinn hluta af skáninni og hænsnaskítnum á sand- inn. Fljótlega fór að sjást verulegur árangur af þessu starfi, sandurinn fór að bindast, upp komu einstöku grastoppar og með tímanum náðu þessir grastoppar saman og mynd- uðu eina heild. Á þessum árum sá maður hvað hægt er að gera til að rækta upp landið, nokkuð er hefur fylgtroanni^^píðp,!?, uo Amma, þú minnth’ okkur ávaUt á að fara vel með hlutina, þannig var olían á dráttarvélunum mæld reglu- lega og vélarnar smurðar. Hreinlæti og snyrtimennska var þér ofarlega í huga, hvort heldur var úti eða inni. Þannig tókum við vinnufólkið virkan þátt í þrifum, bæði inni og úti. Alltaf var gengið frá hlutunum á sinn stað eftir notkun. Ég neita því ekki að á stundum fannst mér nákvæmnin og snyrtimennskan full til mikil. Allt eru þetta hlutir er hafa fylgt mér á einn eða annan hátt gegnum lífið. Alla vega fæ ég stundum að heyra það frá dætrum mínum, þegar þeim finnst ég vera með óþarfa athugasemdir út af fótum hér og fótum þar, ekki búið um rúmið og annað þess háttar. Það var oft gestkvæmt hjá ömmu í sveitinni. Alltaf var til bakkelsi og tími til að taka á móti gestum, sama þótt það væri þurrkur og allir á fullu í heyskap. Ég horfi með gleði til baka á tímann í sveitinni, til allra þeirra verka er mér var treyst til að vinna, sveitalífsins, reksturs á sauðfé inn á Rangárvallaafrétt, mjaltanna sem voru oft fjörugar, útreiðartúra og alls þess góða fólks er ég kynntist á þeim árum. Síðasta sumarið í sveit- inni kynntist ég til allrar hamingju konunni minni, en síðan eru liðin ein tuttugu og fjögur ár. Það er varla að ég trúi því, tíminn er svo fljótur að líða. Það er margs að minnast frá þessum árum, en ég vil þakka þér, amma, fyrir allar stundh’nar er við höfum átt saman og þann stuðning er þú hefur sýnt pkkur fjölskyldunni í gegnum árin. Ég veit að þér var fjölskyldan ávallt efst í huga. Það voru þung spor að tilkynna þér andlát pabba 31. janúar síðastlið- inn. Þú varst ótrúlega dugleg, eins og alltaf, og mikilvæg stoð mömmu á þeim ei’fiðu tímum. Við munum gæta hvert annars í framtíðinni eins og þú kenndir okkur. Missir allra er mikill, ekki hvað síst Boga, þið hafíð verið saman alla tið og hugsað um hvort annað, er hefur verið ómetanlegt fyrir ykkur bæði. Elsku amma, ég veit að þú varst orðin þreytt og talaðir um að þú vild- ir vera lengur meðal okkar, en kallið er komið og ég er þess fullviss að það verður tekið vel á móti þér, hvað sem okkar bíður eftir dauðann. Megi guð fylgja fjölskyldunni um ókomin ár. Oskar G. Jónsson og fjölskylda. í dag, laugardaginn 29. maí, kveðj- um við þig, elsku amma. Þegar svona stund kemur, koma svo margar minn- ingar upp í huga okkar, öll jólaboðin sem við fjölskyldan hittumst í hjá þér bæði í Varmadal og á Fomasandi, þitt einstaka súkkulaði, að ógleymd- um bestu pönnukökum í heimi. Það var aUtaf svo gott að koma til þín, þú hafðir svo margt að segja okkur, þessar stundir em okkur dýrmætar. Kallið er komið, komin er stundin, vinaskilnaður viðkvæm stund. Vmirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast Margt er hér að þakka Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elsku amma, núna vitum við að þú ert komin til afa, Vigdísar og pabba. Guð gefí þér góða nótt og styrki okk- ur hin sem eftir erum. Jóna Dóra og Rósa Sif. Mig langar til að fara nokkrum orðum um langömmu mína, Guð- björgu Svövu Sigurgeirsdóttur. Amma var ættuð úr Þykkvabæn- um, en fluttist ung að aldi’i að Varmadal á Rangárvöllum og bjó þar í rúmlega sextíu ár. 1991 fluttist hún að Fornasandi 5 á Hellu ásamt Boga syni sínum og bjó hún þar ,að. heimilinu Lundi á Hellu. Þar bjó hún þangað til kallið kom. Amma var einstök kona. Hún var mikil húsmóðir og heimili hennar var þekkt fyrir myndarskap. Enginn kom til ömmu öðruvisi en eldhús- borðið væri hlaðið kræsingum og kaffi var alltaf til á könnunni. Alltaf var hægt að ræða við ömmu um alla skapaða hluti, og ef mann fýsti að vita eitthvað um fortíðina eða um fjölskyldutengsl aftur í ættir þá vissi amma það. Þrátt fyrir að amma væri komin á níræðisaldurinn kom maður að henni við að baka pönnukökur eða við ann- an matarbúning. Hún veigraði sér hvergi við það. Faðir minn var með hesthús í Varmadal í nokkur ár og ég var með hest þar. Áhuginn var svo mikill hjá mér að ég nennti aldrei að bíða eftir föður mínum og fór því gangandi frá Hellu og út á Varmadal, sem eru um það bil fjórir kílómetrar, á hverjum degi. Alltaf skyldi ég koma við hjá ömmu og láta vita að ég væri kominn og ég mátti alls ekki fara fyrr en ég væri búinn að fá mér kaffi og segja ömmu nýjustu fréttir. Amma var frekar heilsuhraust framan af, miðað við háan aldur, og ef hún var veik veigraði hún sér sjaldan við að elda eða gera annað sem nauðsynlega gera þurfti. Fyrir rúmu ári var hún þó orðin það veil að hún ákvað að flytjast á Dvalarheimil- ið Lund. Þar bjó hún við ágæta um- önnun og áhyggjur manns minnkuðu því nú var hún ekki lengur ein á dag- inn, en ekkert varir að eilífu og amma lagðist inn á Sjúkrahús Suð- urlands fyrir nokkrum vikum og lést aðfaranótt 22. maí sl. eftir erfíða bar- áttu síðustu dagana. Ég kveð ömmu með virðingu og söknuði með þess- um sálmi: KaUið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaður viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Hvíl í friði, elsku amma mín. Ingvar Pétur. Elsku Bagga mín! Nú ert þú horfin okkur. Eftir um 60 ára vináttu kveð ég þig með söknuði og trega. Þökk fyrir yndislegar stundir með þér og þínu fólki. Mér fannst vorið ekki komið fyrr en ég kom í heimsókn til þín austur 1 Varmadal. Heimsóknirn- ar þangað voru mér dýrmætar og fékk ég þar góðar móttökur hvort sem var að nóttu eða degi. Bagga var húsmóðir á stóru og myndarlegu búi. Hvert sem litið var utan húss sem innan var snyrti- mennskan í fyrirrúmi, _ stundum meira að segja um of. Ég stríddi henni stundum á því að hún mætti ekki sjá bandspotta í túni, þá yrði hún að sækja hann. Ég minnist meðal annars skemmtilegra útreiðartúra í gamla daga og ferða til Vestmannaeyja. Bagga var tryggur vinur og aldrei bar skugga á okkar löngu vináttu. Farin að kröftum lagði hún á sig að koma í heimsókn til mín á spítal- ann fyrir stuttu. Þótti mér innilega vænt um þessa síðustu stund okkar. Tvö af börnum mínum dvöldu að sumarlagi í sveit hjá Böggu. Þau nutu tryggðar hennar og vináttu alla tíð og voru ævinlega velkomnir gest- ir á hennar heimili og gilti það jafn- framt um önnur börn mín sem og þeirra fjölskyldur. Litu þau ósjaldan við á ferðum sínum um Suðurland og þáðu kaffi og aðrar veitingar. Þau minnast nú áralangrar vináttu með þakklæti. Bagga átti ástríka fjölskyldu sem allt vildi fyrir hana gera og kveður nú góða mömmu, tengdamömmu, ömmu og langömmu. Fyrir mína hönd, barna minna og þeirra fjöl- skyldna votta ég þeim öllum samúð. Nú er komið að kveðjustundinni, kæra Bagga. Ég bið Guð að geyma þig- , Aifliþeiður Elíasdóttir,,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.