Morgunblaðið - 29.05.1999, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 55 .
MINNINGAR
KRISTJÁN JÓN
PÁLSSON
+ Kristján Jón
Pálsson fæddist
í Sperlahlíð við
Arnarljörð 23. mars
1924. Hann lést á
Bíldudal 28. apríl
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Páll Kristjánsson
frá Skápadal á Pat-
reksfirði __ og Mál-
fríður Ólafsdóttir
frá Trostansfirði í
Arnarfirði. Einn
bróður átti Krislján
sem er látinn fyrir
nokkrum árum og
hét hann Ólafur, kennari í
Hveragerði.
Krislján giftist Mörtu Maríus-
dóttur. Þau skildu, barnlaus. Ar-
ið 1964 giftist Krislján Aðalheiði
Dagmar Guðmundsdóttur frá
Flekkuvík á Vatnsleysuströnd.
Þau skildu 1979. Eina kjördóttur
átti Kristján, dóttur Aðalheiðar,
Sigrúnu Ellen Ein-
arsdóttur, gift Ein-
ari Þórólfssyni verk-
sljóra á Homafirði.
Þau skildu 1987.
Böm þeirra, sem
búa öll á Homafirði,
em: Rakel Þóra, f.
27.8. 1970, sambýlis-
maður Sævar Guð-
mundsson stýrimað-
ur, þau eiga tvö
böm; Eydís Dóra, f.
29.6. 1972, sambýlis-
maður Halldór
Bragi Gíslason sjó-
maður, eiga þau
þijú böm; Þórólfur Öm, f. 7.3.
1976; Aðalheiður Dagmar, f.
23.10. 1979, sambýlismaður
Svanur Sveinsson sjómaður, þau
eiga eitt bam; Katrín, f. 22.12.
1990, bamsfaðir Ingvar Haf-
steinsson.
Útför Krisljáns fór fram frá
Bíldudalskirkju 7. maí.
Ég vil með nokkrum fátæklegum
orðum minnast fósturföður míns,
Kristjáns Pálssonar.
Elsku Kristján minn, fráfall þitt
kom snögglega, og mér á óvart, þar
sem ég var nýlega búin að tala við
þig í síma og allt var í góðu lagi hjá
þér eins og þú sagðir alltaf: Eg er
við hestaheilsu. Enda varst þú ekki
mikið fyrir að kvarta yfir hlutunum.
Ég vil þakka þér íyrir þau ár sem
leiðir okkai’ lágu saman, þau voru
bæði ánægjuleg og lærdómsrík. Þó
að við hittumst lítið síðustu árin því
fjarlægðin var oft löng á milli okkar,
þá töluðum við saman í síma einu
sinni í mánuði og spjölluðum mikið
um lífið og tilveruna. Heimahagam-
h' voru þér ætíð ofarlega í huga
enda fluttir þú aftur í nágrenni við
þá og þar vildirðu enda ævina.
Elsku Kristján minn, ég á eftir
að sakna þess að geta ekki hringt
og spjaOað við þig, en ég veit að við
eigum efth' að hittast síðar á öðru
tilverusviði, það er trú mín. Ég veit
að það hefur verið tekið vel á móti
þér og ég bið góðan guð að geyma
þig. Þakka þér fyrir allar góðu
stundimar.
Ó drottinn, faðir ljóss og lífs,
þitt lögmál heitir náð;
þú elskar sál hins mædda manns,
þótt mjög sé breizkleik háð.
Ó maður, sé þitt hjarta hart,
með harðúð dæmir þú;
í hverju blómi í hunangsstað,
þú hyggur eiturbú.
En hver, sem skynjar gæzku guðs,
hann gleymir sjálfum sér.
Og blíðri mildi betrar þann,
sem breizkari honum er.
Öll harðúð hverfur hjörtum þeim,
sem hylla, guð, þitt skjól;
öll þverúð forðast þína náð
sem þoka morgunsól.
ÖU gæzka streymir guði frá,
öll grimmd á rætur hér.
Ó, drottinn, ver mér líf og ljós,
svo lifað geti þér!
(M. Joch.)
Sigrún Ellen Einarsdóttir.
Sól Kristjáns heitins Pálssonar
frá Krosseyri gekk til viðar í
hörpu, fyrsta sumarmánuði að
gömlu íslenzku tímatali. Genginn
er góður og gegn maður, Stjáni
karlinn. Lendi maður á flugvelli
Bfldudals um hávetur læzt sá hafa
sloppið inn í himnaríki. Hvít tign-
arleg fjöll, mikil birta, kyrrð og
þögn, gjörólík skarkala borgarinn-
ar. Það var Stjána líkt að vilja
dvelja á Bfldudal steinsnar frá
Trostansfirði, þar sem móðir hans
fæddist forðum, Sperlahlíð þar
sem hann sjálfur leit fyrst dagsins
ljós, og Krosseyri þar sem hann
átti heima til tvítugs. Já, þar um
slóðir vildi hann líka eyða ellinni
og bera beinin. Alltaf vantaði þó
bátinn til að fex-ja hann yfir í
heimahagana en í lokin kom ferju-
maðurinn og sótti Kristján Pálsson
við bryggjuna þar sem hann varð
bráðkvaddur 28. aprfl síðastliðinn.
Fegurra og táknrænna andlát er
varla hægt að hugsa sér og ákveð-
in reisn yfir því eins og öllu hjá
Kristjáni. A hans hátt. Hann var
ekki allra og af gamla skólanum,
tíma örbirgðar og skorts og eldri
tíma en jafnaldrar hans af höfuð-
borgarsvæðinu. Það var auðheyrt
af sögum hans af æsku sinni. Strit
og vosbúð endalaust. Þannig lærði
Kristján að spara og spara og fara
vel með og ekki að henda neinu.
Þeim sið hélt hann til dauðadags.
Hann sankaði öllu að sér og henti
engu. Gamlar símaskrár, gömul
dagatöl, margir ísskápar, ótal
dekk, snærisspottar, eldavélar, bfl-
ar, tvö hús á Bfldudal, það þriðja
inni í firði og það fjórða held ég
hann hafi leigt þar innra en sjald-
an komið í. Það ætlaði hann að
gera seinna. Bráðum. Einn góðan
veðurdag.
...blankalogn og varla ský á
himni. Sólin gyllir veginn og stráin
meðfram köntunum eru hrímuð en
sprænur í klakaböndum. Steinar
standa upp úr brotnum tjörnum og
litirnir gulir og grænir og rauðir og
allt þar á milli. A bak við hvexja
blindhæð bíður ný sena í ævintýr-
inu ísland. ... Sólin fegrar hvern
hól, hvert tún, hvert strá... í
fjörðum stungust snjóhvítir tindar
upp í bláma himinsins en hér og
hvar í dölum voru gullnar sólskins-
fýllingar... Ég var íslendingur!
Og öll þessi víðátta kærkomin."
(Huldar Breiðfjörð.)
Kristján Pálsson heitinn keypti
og las allar nýútkomnar íslenzkar
bækur og var í a.m.k. tveimur
bókaklúbbum. Staflarnir hlóðust
upp. Að Ifldndum las hann bókina
Góðir Islendingar og hefur eflaust
hlegið sig máttlausan. Góðir Islend-
ingar er öfugmæli, geri ég ráð fyrir,
því allan hringinn mætti höfundur
heimóttarlegum þumböldum, fálátu
fólki.
Enginn mátti vera að því að
spjalla um landsins gagn og nauð-
synjar við hann og fólk lítið hjálp-
legt nema þegar hann hitti fyrir
skyldmenni. Oðruvísi mér áður
brá. Gestrisni farin veg allrar ver-
aldar? Stjáni átti sko heima þarna
líka og fór hvergi, alsæll og kank-
vís. Við Helena og Súsanna danska
mættum honum fýrir sjö á hverjum
morgni á leið á rækjufæribandið.
Þá brosti hann eins og sól í heiði!
Dag hvern. Og við á móti. „Góðan
dag!“ Hvernig var annað hægt?
Svo liðu dagar og vikur og velvflj-
aður lét daglega fullan plastpoka af
lúðu, glænýrri, á hurðarhúninn hjá
okkur. „Hver er svona góður?“
sögðum við hvor í kapp við aðra í
forundran. Jú, það var Stjáni karl-
inn.
Hann jós okkur gjöfum,
konfektkössum. Hann vildi sýna
vinsemd. Spjalla og sýna okkur
bækurnar þó þær hafi nú víst
flestar verið ævisögur fagurra
leikkvenna frá útlöndum, svona
eins og Elísábetar Taylor og Gínu
Lollóbrigittu. Eða voru þær
kannski aðeins efstar í himinháum
bunka?
Stjáni bauðst líka til að skutla
okkur í ljósbláa Chevroletinum
hálfrar aldar gömlum. Kristján
Pálsson var alltaf fínn og strokinn
og hvítt hárið greitt og liðað, ekki
ólíkt forsetanum.
Það sem ég vildi koma að hér áð-
an var að það sérstaka við Kristján
var að hann hagaði sér eins og hann^
ætti tímann fýrir sér; allt lífið
framundan, eilífa von og sannfær-
ingu um di-auma sem rættust,
seinna. Bráðum.
Tvívegis kvæntist hann og sjö
eða átta fyxrverandi kærustur vonx
á myndum hlið við hlið yfir næstum
heilan vegg, þann fýrir ofan
bókastaflana og hann talaði fallega
um þær flestai', minnir mig, og
sagði þessi orð: „Það ömurlegasta
sem til er er slæmt hjónaband en
aftur á móti er gott hjónaband það
allra bezta sem til er.“ t
Orð hans hverfa mér seint úr
minni enda ærin speki fólgin í þeim
við umhugsun.
Komið var fram yfir 1990 þegar
Stjáni ætlaði að kvongast Gíselu
þýzku, en það rann víst út í sand-
inn, og fyrir fjórum, fimm árum
flaug hann út til Póllands, til að ná
þeirri pólsku í hnapphelduna en
þau urðu pennavinir og Kristján
lenti aftur á Bfldudal, „horfði yfir
Djúpið og kyssti Vestfirði bless,“
eins og segir í bók Huldars. Að von-
um er fólk meira kammó í efra, því
þar lenti hann áreiðanlega þó hann
hafi safnað smá auði sem mölur og
ryð fá grandað. Taka ber viljann
fýrir verkið. Sömuleiðis fæddur í
marzmánuði, 1920, faðir minn heit-
inn Arnason sem lét ekki snitti eftir
sig þegar hann skildi við á gamlárs-
dag utan hálsmen með gullkrossi á;
sömu eilífu trú í hjarta að von bráð-
ar rættust allir draumar. Bráðum,
seinna lesið þið minningargrein og
spjallið um heima og geima sælla
minninga og Góða Islendinga ef
Guð lofar.
....sá ég mann standa við færi-
band inni í fiskvinnslu. Hann var
með heymartól á höfðinu og hlaut'v*
að hafa misst af þessu sem allir
höfðu heyrt og því ekki búinn að
forða sér, Guð veit hvert. Annars
var það bara ég og taktfast marrið í
snjónum." (Góðir Islendingar.)
Hvfl í friði.
Ingibjörg Elín Sigurbjömsddttir.
+ Anna Margi'ét
Sigurgeiredótt-
ir fæddist í Hlíð í
Austui’-Eyjafjalla-
hreppi 20. febrúar
1913. Hxín lést á
dvalarheimilinu
Kii'kjuhvoli á Hvols-
velli 19. maí síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voxn hjónin
Sigurgeir Sigurðs-
son og Sigurlína
Jónsdóttir bændur í
Hh'ð. Anna var elst
níu systkina og eru
sex þeirra á lífi.
Hixm 5. júh' 1941 giftist Anna
Bárði Magnússyni frá Steinum,
f. 10. október 1911, d. 13. mars
1989. Anna og Bárður eignuðust
ljögur böm. Þau em: 1) Ólöf, f.
31. desember 1940, gift Krist-
jáni Sigurði Guðmundssyni, eiga
þau fjögur böm og tvö bama-
böm. 2) Andvana drengur, f. 17.
apríl 1942. 3) Sigurgeir, f. 16.
Nú er leiðir skilja eftir rúmlega
þrjátíu ára kynni, langar mig að
minnast Önnu tengdamóður minn-
ar með nokknxm orðum.
Það sem var ríkast í fari hennar
var umhyggja fyrir öðrum, um-
burðarlyndi og sálarró sem kom
meðal annars fram í því með hvað
ótrúlegu jafnaðargeði hún tók því
að verða verulega heyrnarskert á
efri árum og lét þessa fötlun ekki
aftra sér frá því að hafa góð sam-
skipti við annað fólk. Það voru
alltaf börn í kringum Önnu, bæði
skyld og óskyld, sum voru hjá
jiílí 1943; kvæntur
Helgu Ástu Þor-
steinsdóttur, eiga
þau tvö böm og
fímm bamaböm. 4)
Magnús, f. 12. októ-
ber 1944, var
kvæntur Björgu
Valgeirsdóttur, eiga
þau fjögur böm og
fjögur bamaböm.
Anna og Bárður
hófú búskap í Hlíð í
Austur-Eyjafjalla-
hreppi og bjuggu
þar í tvö ár, fluttust
síðan að Beijanes-
koti í sömu sveit, bjuggu þar í
12 ár og síðan á Steinum í 30
ár, þar til þau létu af búskap
1985 og fluttust að Norður-
garði 13 á Hvolsvelli. Eftir lát
Bárðar 1989 fluttist Anna á
dvalarheimilið Kirkjuhvol.
Útför Önnu fer fram frá Ey-
vindarhólakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
henni í mörg sumur og önnur
bæði sumar og vetur. Hún fýlgd-
ist vel með afkomendum sínum og
fátt gladdi hana meira en að fá
fólkið sitt í heimsókn og þá ekki
síst litlu bömin, enda var hún iðin
við að prjóna og hekla flíkur
handa þeim, átti alltaf eitthvað
gott í munninn og gladdi þau með
ýmsum hætti. Lengi annaðist hún
móður sína. Gamla konan veiktist
og var flutt á sjúkrahús þar sem
hún undi sér afar illa, svo Anna
tók hana til sín til þess að gera
henni síðustu stundirnar bæiileg-
ar en í nærri áratug dvaldi hún
rúmliggjandi á heimili dóttur
sinnar.
En Anna var ekki ein, þau hjón-
in Anna og Bárður voru ákaflega
samhent og samrýnd, gestrisin og
góð heim að sækja. Oft voru mai-g-
ir við matborðið hjá þeim og sofið í
hverju rúmi og eftir að þau bragðu
búi og fluttust á Hvolsvöll leið ekki
á löngu þar til böi-nin í nágrenninu
fóra að koma í heimsókn, sér og
gömlu hjónunum til mikillar
ánægju.
Eftir að Bárður lést fluttist
Anna á dvalarheimilið Kirkju-
hvol, orðin slitin og þreytt eftir
erfiði og strit við búskap og
barnastúss, en átti eins og áður
gott með að eignast vini, ferðaðist
með eldri borgurum og naut lífs-
ins. Síðustu árin var hún orðin
þrotin að heilsu en kvartaði ekki,
var þakklát fyrir góða umönnum
starfsfólksins á Kirkjuhvoli og
fékk þá ósk sína uppfyllta að fá
að enda ævina í rúminu sínu
heima á Kirkjuhvoli.
Heimilisfólki á Kirkjuhvoli era
færðar alúðarþakkir iýrir gott við-
mót og vináttu við Önnu frá fyrstu
tíð. Og starfsfólk Kirkjuhvols, sem
annaðist hana af einstakri um-
hyggjusemi og hlýju og lagði mikið
á sig iýrir hana, sérstaklega síð-
ustu vikumar þegar hún var orðin
afar veik, innilegar þakkir frá fjöl-
skyldunni.
Ég minnist Önnu með virðingu
og þökk, hún var góð kona.
Helga Þorsteinsdóttir.
Nú þegar komið er að leiðarlok-
um langar mig að setja nokkrar
línur á blað. Fyrst koma upp í
hugann minningar frá bernskuár-
unum þegar við systkinin voram
tíðir gestir hjá Önnu og Bárði.
Það var alveg sama á hvaða tíma
dagsins við komum, alltaf vora
bomar fram veitingar, mjólk og
kökur eða tekin upp ávaxtadós.
Anna var líka eina manneskjan
sem kunni að búa til brjóstsykur,
einnig útbjó hún karamellur og
var auðsótt mál að fá að hjálpa
henni.
Eftir að Anna og Bárður fluttust
á Hvolsvöll var jafn notalegt að
koma til þeirra og síðar til Önnu í
huggulegu íbúðina hennar á
Kirkjuhvoli. Ekki var síður eftir-
sóknarvert fyrir unga fólkið að
koma til þeirra. Leikfangakassinn,
með dúkkunum hennar í heimatil-
búnu fotunum, ásamt öðram leik-
föngum sem hún hafði útbúið, var
alltaf vinsæll.
Alltaf leið mér vel í návist Önnu,
hún var einfaldlega bara svo góð.
Það geislaði af henni lífsgleðin,
alltaf svo jákvæð og grandvör í
orði og verid.
Börn skipuðu ávallt stóran sess
í lífí Önnu. Eftir að hafa alið upp
sín eigin börn tók hún mörg börn í
vist um lengri eða skemmri tíma.
Hún átti einstaklega gott með að
umgangast þau og kom fram við
þau eins og sína jafningja. Hún
sýndi mikla þolinmæði og um-
burðarlyndi, vildi leyfa þeim að
njóta sín og taldi það ekki hafa
góð áhrif á börn að vera alltaf að
banna þeim.
I síðasta skiptið sem ég kom til
hennar og hún var orðin mjög
veik, sagði ég við hana að sonur
minn og tveir aðrir strákar sem
vora í heimsókn hjá henni væra
bara rólegir. Já, það er af því að
enginn er að skipta sér af þeim,
sagði hún í sínum rólegheitum.
Mesti greiði sem Önnu var gerð-
ur var að þiggja veitingar hjá
henni og þetta síðasta skipti sem
ég hitti hana var engin undantekn-
ing. Hún sagðist vera þreytt og
slöpp, en sá þó til þess að við
fengjum ýmislegt góðgæti.
Olöf, Sigurgeir og Maggi. Ég
sendi ykkur og fjölskyldum ykkar
innilegar samúðarkveðjur.
Elsku Anna, hafðu þökk fyrir
samfylgdina. Guð geymi þig.
Elín Pálsdóttir. ■< •
Þegar að kveðjustund kemur
verður manni litið um farinn veg
og streyma þá fram minningar um
góða og heilsteypta konu. Ég
kynntist Önnu fyrst fyrir um 40
áram, er við hjónin komum til
hennar og Bárðar að Steinum með
tengdamóður minni. Ávallt stóð
heimili þeirra okkur opið og verð-
ur seint fullþakkað hennai’ hlýja
viðmót í okkar garð.
Elsku Anna mín.
Eg sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Ng umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þásælteraðvitaafþví
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín verðld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þáauðnuaðhafaþighér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
éghittiþigekkiumhríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigj
Börnum Önnu og fjölskyldum
þeirra, svo og systkinum hennar
og þeirra fjölskyldum sendum við
innilegar samúðarkveðjur og biðj-
um algóðan guð að vera með þeim
um framtíð alla. <
Guðbjörg, Bjöm og fjölskylda.
ANNA MARGRÉT
SIG URGEIRSDÓTTIR