Morgunblaðið - 29.05.1999, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 29.05.1999, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 UMFMEÐAN MORGUNBLAÐIÐ Velta verslunar- fyrirtækja í ESB Smásala _ Heildsala Heildarvelta 3.635 milljarðar evra Mikilvægi heildsölu og smásölu sem hlutfall af heiidarviðskiptum Velta Störf Smásala 145,0% 55,0% Heildsala 68,2% 31,8% Fyrirtæki 77,7% 22,3% Nútíma stórkaupmennska HEITIÐ stórkaup- maður heyrist ekki jafn oft og áður, þó nær það vel yfir ákveðna starfsemi í verslun, starfsemi sem í eðli sínu er margþætt og gjarnan á margra höndum. Ymsir hafa velt því fyrir sér hvort til væri annað orð í ís- lensku sem næði jafn ^vel yfir þessa starf- semi. Það hefur ekki fundist. Reyndar er það víðar en á Islandi sem menn eiga erfitt með að skilgreina starf stórkaupmanna. I hag- skýrslum Evrópusambandsins er talað um „Wholesale and intemational trade“ sektorinn. Þar er talið að greinin velti u.þ.b. 2 þús. milljörðum Ecu eða 55% af allri veltu í verslun innan Evrópu, þar af er matvöruheildverslunin með 40% Jaf veltunni. Skv. tölunum starfa sjö milljónir manna í greininni eða 32% af öllum sem starfa að verslun, og fjárfestingar í greininni nema 40 milljörðum Ecu. Af þessu verður greinilega ráðið að heildversl- un/milliríkjaverslun er mikilvægur þáttur í evrópsku efnahagslífi. En hver eru þá viðfangsefni stór- kaupmanna og þeirra fyrirtækja sem starfa í þessari grein. I félagi íslenskra stórkaupmanna segjum við að stórkaup varði innflutning, útflutning, umboðsviðskipti og heildverslun. Reyndar er það svo í okkar félagsskap að fjölmörg fyrir- tækjanna sem áður fyrr stunduðu eingöngu stórkaup(mennsku) reka *núorðið einnig smásölu. Þetta er ein ástæðan fyrir því að ákveðið var fyrir rúmu ári að breyta nafni félagsins í Samtök verslunarinnar - félag ísl. stórkaup- manna. Jafnframt voru smásölufyrirtæki sem mörg stunda innflutn- ing boðin velkomin í samtökin. Verður ekki nánar vikið að því í þessum pistli. Erlendis er gjarnan talað um milliríkjaverslunina sem hinn ósýnilega hluta verslunar. Astæðan er einfaldlega Stefán S. sú að þessi hluti versl- Guðjónsson unar snýr ekki beint að almenningi. Almenn- ingur þekkir ekki þessi fyrirtæki úr verslunarmiðstöðinni eða miðbæn- um. Milliríkjaverslunin hefur gjaman aðsetur við hafnir eða í nánum tengslum við samgöngu- kerfið og verður því eðli málsins samkvæmt ekki jafn sýnileg al- menningi. & GÓLFEFNABÚÐIN Borgartúni 33 i^jyæða flísar i^jyæða parket ^jyóð verð i^jyóð þjónusta Milliríkjaviðskipti Það er lítil sanngirni í því, segir Stefán S. Guðjónsson, að bera saman hefðbundnar ís- lenskar heildsölur og t.d. heildsölur á Norð- urlöndum. íslensk innflutningsfyrirtæki flytja inn margs konar varning t.d. veiðafæri, verkfæri, hráefni til iðn- aðar, vélar og tæki, tölvur, bygg- ingarvörur, matvæli og lyf svo eitt- hvað sé nefnt. Utflytjendur flytja út allar íslenskar framleiðsluvörur. í félagi stórkaupmanna eru útflytj- endur sem um árabil hafa flutt út sjávarafurðir, æðardún og ýmsar aðrar iðnaðarvörur. Innan samtak- anna verður einnig vart við vaxandi fjölda innflutningsfyrirtækja sem stunda endurútflutning erlendra iðnaðarvara til annarra landa. Af þessu má ljóst vera að fyrirtækin í milliríkjaversluninni gegna veiga- Afkoma í heildverslun sem hlutfall af veltu Hagnaður 11,5% Fjárfesting I 2% Viröisauki Útflutningur Innflutningur 40% Heimild: Hagstofa ESB miklu hlutverki við að tryggja ís- lensku þjóðinni bætt viðskiptakjör og aukna hagsæld. Heildverslun En hver er þá staða heildverslun- ar í landinu og er það rétt sem ýms- ir halda fram að heildverslun á Is- landi heyri í raun sögunni til enda séu fleiri heildverslanir hér á landi en í nágrannalöndunum. Þessi um- ræða er ekki alveg ný af nálinni og virðist einskorðast við heildverslun með dagvöru. Umræðan mun hafa byrjað á mektarárum verslunar- deildar Sambandsins. En hvað veldur umræðunni og þeim ruglingi við samanburð á íslenskum og er- lendum heildverslunum sem ávallt fylgir? Undirritaður er helst þeirr- ar skoðunar að mismunandi mál- notkun eða einhvers konar brengl í hugtakanotkun sé sennilegasta skýringin. Því er lítil sanngirni í því að bera saman hefðbundnar ís- lenskar heildsölur við t.d. heildsöl- ur á Norðurlöndum, eins ólíkar og þær eru í raun. Á Norðurlöndum eru heildverslanir í raun birgða- dreifingarmiðstöðvar sem dreifa framleiðsluvörum allra framleið- enda, innlendra sem erlendra, og eru að öllu leyti óháðar vörumerkj- um og vörumerkjaeigendum. Is- lenskar heildverslanir eru hins veg- ar innflutningsfyrirtæki sem sinna birgðahaldi og markaðsstarfi fyrir erlenda framleiðendur. Þær dreifa til að mynda ekki vörum framleið- enda sem eru í innbyrðis sam- keppni, erlendu framleiðendurnir myndu ekki fallast á slíkt. í raun má segja að birgðamiðstöðvarnar séu viðbótar sölustig sem til skamms tíma tíðkaðist ekki hér á landi. Það er ekki fyrr en með til- komu Búrs og Aðfanga að þetta viðbótar sölustig verður einnig til á Islandi. Það er þvi rangt að halda því fram að fyrirkomulag vörudreifing- ar á Islandi sé mjög frábrugðið því sem er á Norðurlöndum, þvert á móti má fullyrða að við síðustu breytingar hafi mál þokast enn meir í sömu átt. Öll þessi fyrirtæki, heildverslunin/innflutningur, birgðamiðstöðvar og að sjálfsögðu smásalan gegna mikilvægu hlut- verki í dreifingarkeðjunni. Þau tryggja að Islendingum standi ávallt til boða allar nýjungar, hvar sem þær verða til í veröldinni, á hagstæðustu kjörum, neytendum og samfélaginu öllu til góða. Höfundur er framkvæmdastjéri Samtaka verslunarinnar, félags ísl. stórkaupmanna. Svanasöngur Sigrúnar „ÞAÐ ER eðlilegt fyrir mann þegar hann eldist, að mótmæla breytingum - einkan- lega ef þær eru til hins betra,“ ritaði ameríski rithöfundurinn John Steinbeck einhverju sinni. Þetta rifjaðist upp fyrir mér er ég las grein eftir Sigrúnu Da- víðsdóttur í hvíta- sunnudagsblaði Mbl. um Herbalife. Ekki veit ég aldur Sigrúnar, en Morgunblaðið er hátt í nírætt. Þeim sem yngri eru getur stundum veist erfitt að fylgjast með í þeim hraða sem einkennir hátækni og upplýs- ingasamfélög nútímans, hvað þá hinum sem þegar hafa skilað sínu, og sem betur fer þurfum við ekki að beita þeim fyrir vagninn. Skarð hinna öldruðu verður vonandi ávallt fyllt meðan heimurinn stend- ur, enda eðlilegt að svo sé. Grein Sigrúnar er nánast sam- felld hljómkviða svanasöngs, og hefur auk þess „söluyfirbragð“ metnaðarlausra æsifréttablaða, sem við væntum ekki í blaði sem lengi hefur notið trausts. í grein- inni er svo mikið af rangfærslum og dylgjum að manni óar við að svara þeim öllum nema í stóru riti, og má segja að gildi þar hið fom- kveðna, að meira getur einn óupp- lýstur spurt en hundrað vitringar svarað. Sigrún gerir sér ekki ljóst að fæðubótaefni eru komin til að vera. Líkt og brauð og sími eru þau orð- in eðlilegur og nauðsynlegur hlutur í heimilishaldi milljóna manna um heim allan, þ.m.t. Islandi, og ekki seinna vænna. Fjöldi kúnna minna sem Herbalife-dreifanda, hefur náð af sér kílóum sem stefndu heilsu þeirra í bráða hættu, kílóum sem hvorki vildu af hægt né hratt með öðrum ráðum. Sjálfur styrkti ég svo ónæmiskerfi mitt með þessari náttúrulegu hágæðanæringu, að sl. tvö ár hef ég verið laus við ofnæmi sem varla gaf mér stundarfrið í tvo áratugi. Sigrún gefur með grein sinni í skyn að milljónir Herbalife-neyt- enda séu ginningarfífl og bjánar! Hvað ráðleggurðu mér, Sigrún; kannski lyfjablöndur og stera sem valda þurrki í slímhúð, blóðnösum, sleni og hækkuðum blóðþrýstingi? Nei takk, ég gafst fljótt upp á því öllu, og hélt mig við tissue-pakkann þar til Herbalife blessunarlega rak á fjörur mínar. Og Sigrún, hvaða lausn ætlarðu að bjóða 70 þúsund offeitum íslendingum; - kannski efnablönduna Xenical sem var svo fjálglega kynnt í föstudagsblaði Morgunblaðsins þann 21. maí á þeirri virðulegu síðu sem nefnd er heilsa? I þeirri grátbroslegu grein segir m.a. um lyfja- blönduna; „Inntaka getur orðið til þess að fólk með offituvanda- mál temji sér nýja lifn- aðarhætti, því óhjá- kvæmilega hljóta þeir að draga úr fituneyslu vegna óþægindanna sem lyfinu fylgja, það er mikils vindgangs og niðurgangs!!! Frábært - það er búið að finna antibus fyrir feita fólk- ið! En mér er spum, hvað ef fólkið tæki svo ekki sönsum á lyfja- blöndunni? Yrðu við- rekstrar og steinsmug- ur sjötíu þúsunda ekki alvarleg ógnun við landið okkar hreina og ósonlagið? I þeirri sömu „heilsu- grein“ er reyndar einnig fjallað um spekúlasjónir íslenskra athafna- manna um að framleiða duft úr rækjuskel sem bindur fitu í mat! Elsku fólkið mitt, í guðanna bæn- um kíkið á almanakið ykkar, því Herbalife leysti þetta mál fyrir meira en áratug og það án þess að Herbalife Fjöldi viðskiptamanna minna, segir Stefán Stefánsson, hefur náð af sér aukakílóum, sem stefndu heilsu þeirra í bráða hættu. fara að blanda skeljum í frönsku kartöflumar okkar og kokteilsós- una, sem við Herbalife-fólkið og kúnnarnir okkar getum svo vel leyft okkur að neyta annað slagið og viljum fá að njóta áfram án skeljanna! I grein Sigrúnar er gef- ið í skyn að markaðurinn fyrir Herbalife mettist fljótt. Öðru nær! Okkur er gert að sinna viðskipta- vinum okkar svo vel, að kaup- mannastétt heimsins fengi martröð ef slíkar kröfur væm gerðar til hennar. Því er viðskiptamannahóp- ur hvers Herbalife-dreifanda mjög takmarkaður, og þörfin á starfs- fólki mikil í svo persónulegri þjón- ustu. Auk þess setur Herbalife okkur dreifendum þau skilyrði, að hver og einn umsetji lágmarks- vömbirgðir sem viðkomandi þarf að staðfesta með undirskrift sinni mánaðarlega, og sem lýtur athug- unarrétti Herbalife fyrirvaralaust. Sé þetta ekki uppfyllt, fær viðkom- andi engin umboðslaun af því starfsfólki sem undir honum starfar. Þannig tryggir Herbalife- fyrirtækið, að dreifingaraðilar séu ávallt að vinna á heiðarlegan hátt .. Stefán Stefánsson SEUHA VINNUR sem kaupa sjónvarp í endurgreitt ef Selma vimiinr Engin skilyrdi. Reglurnar eru einfaldar: ef Selma vinnur - borgar BTS Ath: Ekki verður hægt að skila sjónvörpum eftir keppni á þeim forsendum að Selma hafi ekki unnið! Hverjar eru llkurnar á því ad Selma vinni? Sjádu nýjustu spárnar á www.bt.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.