Morgunblaðið - 29.05.1999, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 29.05.1999, Qupperneq 64
J4 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 — MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Árangur fyrir alla - og hvað svo? JÁ, NÚ er kosning- unum lokið og flest kosningaloforð komin upp á borðið - og hvað svo? Daginn eftir kosn- ingar voru laun æðstu manna þjóðfélagsins hækkuð - hækkuð *s*ffncir en meðallaun al- mennings, 60-100 þús- und krónur og rúm- lega það - og hvað svo? Jú, verkalýðshreyf- ingin kom með hávær- ar yfírlýsingar um að nú fengi Jón og meðal- Jón hækkun í launa- umslagið, hækkun sem myndi raunverulega skipta máh, því nú væri kominn grunnur til að byggja launakröfur á. - Og almenningur fór að sjá til sólar. - En hvað svo?!! Kemur ekki seðla- bankastjóri Birgir Is- leifur fram í fjölmiðl- um, með Þjóðhags- stoftiunarstjóra og Þórami Viðari hjá VSI (og nú er Finnur kom- inn líka í grátsönginn) og æpa á almenning, sem Davíð lofaði ár- angri fyrir alla, „Úlfur, úlfur! - Þið hafið eytt og sóað góð- ærinu. Dragið saman sultarólina því nú verð- ur að bregðast fljótt og vel við, því það er ykkar almenn- ings að bjarga því sem bjargað verður af þjóðarhag. Vextir hækka og við hækkum þá aftur, og enn Ragnheiður Ólafsdóttir aftur ef þið verðið ekki góð.“ Því góðærið var bara fyrir kosningar; fyrir Davíð og Halldór, æðstu menn og þingmenn þjóðarinnar, svo Davíð og Halldór geti aftur sett saman ríkisstjóm, sem býr til enn meira góðæri fyrir landann - því engir geta það nema þessir goðumlíku herrar, Davíð og Hall- dór. Og þeir hafa alla æðstu menn og þingmenn í vasanum, þeir vom svo góðir við þá og nú er það þeirra að hjálpa til við að láta lýðinn þegja. En hvað svo - hver er raunveru- leikinn? Verðbólgan falin - skoðið lánin ykkar! Gengi íslensku krónunnar er bú- ið að vera rangt skráð um þó nokk- urt skeið. Og seðlabankastjóri Birgir Isleifur getur ekki lengur verið í feluleik íyrir Davið og Hall- Góðærið Eg á þá ósk heitasta okkur Vestfírðingum til handa, segir Ragnheið- ur Olafsdóttir, að þing- menn okkar bretti upp ermarnar. dór með rangt skráð gengi og vaxtahækkanir. Svo Birgir segir: „Við ættum kannski að taka hús- næðiskostnaðinn og annars konar neysluvísitölu upp og þá gömlu úr sambandi, eins og hin Evrópusam- bandsríkin hafa gert. Ef við tökum þá vísitölu emm við eiginlega með lægstu vísitölu í Evrópu - en hús- næðið hefur vegið mjög þungt í vísi- tölumælingum okkar,“ sagði Birgir Isleifur í DV. 17. maí sl. Eg spyr: „Hvar er góðærið? - Arangur fyrir alla?“ Er ekki sérkennilegt að Kaupfé- lag Þingeyinga skuli vera gjald- þrota tveimur dögum eftir kosn- ingar og enginn vissi neitt? Er ekki sérkennilegt að laun æðstu manna þjóðfélagsins skuli hækka daginn eftir kosningar og enginn skilur neitt, síst af öllu þeir sem fá launa- hækkanimar? Er ekki sérkenni- legt að vextir hækki og hækki með olíu, bensíni og matvöra nokkram dögum eftir kosningar? Er ekki raunveralega verið að undirbúa gengisfellingu í góðær- inu? (Með þessa líka frábæra fisk- veiðastjórnun Davíðs og Halldórs og co. ha-ha!) Ég spyr, Hvað næst? Ég óska nýkjörnum þingmönn- um til hamingju með kosninganið- urstöðumar - þar sem allir sigr- uðu. Ég á þá ósk heitasta okkur Vest- firðingum til handa að þingmenn okkar bretti upp ermamar og hysji upp um sig buxumar, og láti raun- verulegan hag okkar Vestfirðinga verða sér að leiðarljósi, ekki flokkslínur eða flokkapólitík. Kvótabraskið burt. Ekki fleiri „önglabeygjur". (Sjá DV. 12. maí, 99: „Milljónatugir við bryggjuna..." og DV. 14. maí 99: „Kvótahoppið opnaði braskið.“) Gleðilegan sjómannadag. Höfundur er sjómannskona og býr á Þingeyri. S katt adagur inn er á morgun ÁRIÐ 1995 hóf Heimdallur að halda skattadag, en skatta- dagurinn er dagurinn þegar vinnu skattgreið- enda fyrir skyldu- greiðslum til hins opin- iera og lífeyrissjóða lykur. Arið 1995 var skattadagurinn 10. júní, árið 1996 var hann 7. júní, árið 1997 var hann 3. júní og árið 1998 var hann 29. maí. I ár er hann hins vegar á morg- un, 30. maí. Samkvæmt þessu hefur þróunin því miður verið á verri veg á síðasta ári. Samkvæmt upplýs- ingum frá Þjóðhagsstofnun var verg landsframleiðsla síðasta árs 585.735 milljónir króna en útgjöld hins opin- bera voru 213.600 milljónir króna. Skattar Skattadagurinn er dag- urinn, segir Ingvi Hrafn Oskarsson, þeg- ar vinnu skattgreið- enda fyrir skyldu- greiðslum til hins opinbera og lífeyris- sjóðalýkur. iKkyldugreiðslur til lífeyrissjóða voru 27.956 milljónir króna. Samkvæmt þessu er skattbyrðin 41,2% sem ger- ir 150 daga á ársgrundvelli en sunnudaginn 30. maí nk. verða 150 dagar liðnir af árinu. Hagstæð þróun skattbyrði sem hlutfall af vergri landsframleiðslu stafaði engan veginn af því að tekist hafi að koma böndum á eyðslu hins opinbera, þvert á móti hefur verið mikill ofvöxtur í allri starfsemi ríkis og sveitarfélaga. Það sem hefur kom- ið Islendingum til bjargar er gífurleg- ur hagvöxtur síðustu ára sem hefur ú%itt til þess að landsffamleiðslan hef- ur aukist hraðar en útgjöld ríkis og sveitarfélaga. Það liggur hins vegar í augum uppi að útgjöld munu halda áfram að þenjast út þrátt fyrir að spáð hafi verið samdrætti í hagvexti. Dæmi um óæskilega skatta j^A síðustu árum hafa verið teknir upp fjármagnstekjuskattur og há- tekjuskattur. Með fjár- magnstekjuskatti hefur því verið ákveðið að skattleggja spamað þótt vitað sé að of lítill spamaður íslendinga hafi verið alvarlegt vandamál. Til að bíta höfuðið af skömminni hrökkva tekjumar af honum tæplega til að borga kostnað ríkis og einkaaðila við inn- heimtu skattsins. Há- tekjuskatturinn sem upphaflega var lagður á tímabundið en virðist ætla að verða varanleg- ur, hefur hins vegar þann ókost að letja fólk til vinnu sem annars lendir í víta- hring jaðaráhrifa. Báðir era þessir skattastofnar því dæmi um skatta sem hafa eyðileggjandi áhrif á hag- vöxt, auk þess sem þeir virðast ekki einu sinni vera til þess fallnir að auka skatttekjur ríkisins svo nokkru nemi. Hægt er að fara annað ef skatt- heimtan verður óhófleg Aukin alþjóðavæðing viðskipta hefur leitt til þess að það er orðinn raunhæfur kostur að flytja höfuð- stöðvar fyrirtækja til svæða þar sem hagkvæm löggjöf er við lýði. Þannig hefur fjármagn og mannauður verið að streyma úr þeim löndum sem hafa háa skatta til landa þar sem byrðin er minni. Tækniþróun hefur leitt til þess að smærri fyrirtæki og jafnvel einstak- lingar geta hagnýtt sér þessar leiðir án þess að hið opinbera fái rönd við reist. Sú bylting hefur átt sér stað að nú er hægt að flytja fjármála- starfsemi til annarra landa án þess að yfirgefa ísland. Á Netinu er hægt að starfrækja heimabanka, greiða laun og kaupa vörur í gegnum vefþjóna sem eru staðsettir utan landamæra íslands, án þess að skattyfirvöld hafi nokkur tök á því að fylgjast með því sem þar fer fram. Þegar fólk fer að nýta sér þessa tækni hljóta helstu tekjustofnar hins opinbera að dragast saman. Því er mögulegt að innan fárra ára muni til- færslur fjármuna að miklu leyti eiga sér stað utan landamæra íslands í ríkjum þar sem bankaleynd rfldr. I slíku þjóðfélagi er um annað tveggja að velja, skattleggja þá sem ekki eiga tölvu eða lækka skatta. Heimdallur leggur til að skattar verði lækkaðir. Höfundur er formaður Heimdallar, f.u.s. Ingvi Hrafn Óskarsson ISLEMSKT MAL Sigursteinn Hersveinsson, hollvinur þáttarins og móður- málsins, skrifar svo: „Kæri Gísli. Alltaf hefi ég jafn mikinn áhuga á þáttum þínum sem ég vil enn þakka fyrir. Ég tek undir áskoran með þér og öðram góð- um mönnum að RÚV taki upp þáttinn Daglegt mál. Ég las af áhuga tilgátu Bjöms Ingólfssonar sem kom fram í þætti þínum s.l. laugardag. Hann minnist á málfátækt og óheppi- lega orðasmíð og nefnir þar dæmi. Þá kom mér í hug að orð og orða- tiltæki geta verið bráðsmitandi enda ganga þau sum undrafljótt milli manna um landið vítt og breitt. Sum virðast manni nokkuð góð í fyrstu en svo era þau ofnot- uð og verða afar leiðinleg þegar staglast er á þeim nær því í hverri ræðu sem maður hlustar á. Verst er þegar hreinar ambögur fara á stjá. Nýtt dæmi um ankannalegt „nýyrði“ heyrði ég í viðtali á Rás 1 milli kl. 11 og 12 s.l. mánudag. Tal- að var við mann sem lætur sér annt um umhverfi okkar og er lík- lega sérfræðingur á sínu sviði. Hann talaði af þekkingu og vakti traust mitt en þegar hann var spurður um hvað skyldi haft í huga þegar velja ætti neysluvöra, t.d. gosdrykld, í hvaða umbúðum varan ætti að vera, þá komu ýmis sjónarmið til greina en niðurstað- an var sú að það var nauðsynlegt að skoða allt Mfsferli vörunnar. Hann átti við ferilinn frá því hrá- eftúð var tekið í framleiðsluna til þess að umbúðum og öðrum leif- um er fargað. Nú getur verið að ekki sé til orð yfir þennan feril eða þetta ferli en leitt er ef hvaða fram- leiðsluvara sem er er álitin eiga sinn lífsferil. Ég get alveg hugsað mér að þetta orð lífsferli, þegar um vöra er að ræða, gæti komist á kreik, smitast milli manna. Mik- ið væri gott ef sérfræðingar fyndu orð sem væri lýsandi fyrir þennan feril sem svo algengur er en of fáir hugsa um af alvöra. Með kveðju.“ Umsjónarmaður þakkar Sigur- steini bréfið og mörg önnur áður og vísar síðari hluta efhisins til les- enda. [Notar tækifærið í leiðinni til þess að andæfa orðinu lífshlaup og minna á orðin ævi og æviferill. ★ Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1007. þáttur Sem ég var rétt búinn að skrifa þetta, barst mér svofelld viðbót frá Sigursteini: „Mér þótti gaman að sjá fjall- að um forskeytið ör- í 1003. þætti þínum. Þetta (varasama) forskeyti, ör-, er mikið notað þegar þýtt er forskeytið micro- úr ensku, t.d. í rafeindatækni og í ýmsum hátæknigreinum. Dæmi: örbylgja, örgjafi, örrás, örvera, öreind og margt fleira. Stundum er notað annað for- skeyti í stað ör- svo sem dverg- sbr. dvergrás. Ég veit ekki hver fann upp á því að nota ör- í stað micro- en ég veit að menn kunna vel við það í mörgum tilvikum. Mér skilst að mikro- vísi til milljónasta hluta mælieininga og þess vegna vísar það til mikillar smæðar. Þú kannt efalaust góð skil á þessu og mig langar til að fræðast af þér.“ Hér ofmat bréfritari kunnáttu umsjónarmanns, enda forskeytið ör- ekki auðvelt viðureignar, sem sjá má af mörgum orðabók- um. En þá er að leita til próf. Baldurs Jónssonar sem leysir löngum úr vandræðum manna sem Njáll forðum. Hann rakti fyrir mig að af þeim orðum, sem Sigursteinn til tók, væri öreind trúlega langelst. Sjáum nú dæmi: I grein í Iðunni 1916, Heimsmyndin nýja, segir próf. Ágúst H. Bjamason: „Aðrir era þeirrar skoðunar, og þeir munu ekki hafa minna til síns máls, að gamma-geislamir séu orðnir til úr þeim smæstu eindum; er vér getum hugsað oss, sannkölluðum öreindum (uratom- um), er vér getum ekki hugsað oss smærri og enga þyngd hafa.“ Sama ár kom út Sálarfræði eftir sama höfund og þar kemur einnig fyrir orðið öreind. Baldri finnst því ekki of djarft að álykta sem svo, að próf. Ágúst sé höf- undur orðsins, enda hafi hann verið meiri og betri nýyrðasmið- ur en margir viti. Ætla má að aðrar samsetning- ar, sem Sigursteinn nefnir, séu gerðar að fyrirmynd Ágústs, en vel kynni hann að hafa búið til orðið öreind með hliðsjón af ör- smár og örlítill. ★ Glaður ítreka ég, að áeggjan Magnúsar Aðalbjömssonar á Akureyri, andmæli okkar við vit- leysu þeirri og rökleysu sem lýsir sér í tali manna sem segja til dæmis „einhverjar tíu milljónir". Einhver er óákveðið fomafn, en tíu er ákveðin tala. Vitleysan hjá okkur er ættuð úr ensku, „some ten millions“. Við þurfum ekki á þvílíkri rökleysu að halda. Við getum sagt margt annað: um það bil tíu milljónir, allt að því, sem næst, á að giska, rúmlega eða tæplega, eftir atvikum. ★ Holdsauki er „dödt Köd“ segir í Blöndalsorðabók. í ,Áma- postillu“ er það þýtt með „of- hyldgun" og hjálpar það ekki mikið. I íslenskri samheitabók er það alls ekki, þannig að það er eins og þetta „dauða kjöt“ hafi eitthvað vafist lyrir mönnum. Holdsauki kann að koma á menn vegna meiðsla. Til mín kom Guð- mundur Jónsson, ættaður úr Skagafirði, og hafði fengið fingur- mein. Út frá því kom á hann holdsauki sem hann nefndi villi- hold og var að grennslast eftir hvort ég kannaðist við það orð. Mig rámar í það, óljóst. Ég hringdi í Orðabók Háskólans, og þau höfðu tvö dæmi. Annað þeirra var frá Pálma Hannessyni rektor, sýslunga Guðmundar. Nú langar okkur Guðmund til að vita hvort orðið villihold = holdsauki kunni að vera sérstaklega skag- firskt eða hvað annað menn geti sagt okkur um þetta. ★ Hlymrekur handan kvað: Landskunnur leikarafósinn var langstaðinn niðri við ósinn og þá stelling sér kaus að standa á haus, því þá passaði að pissa í skó sinn. Auk þess er íþróttarheitið „curling" ónothæft í íslensku. Umsjónarmaður leggur til að leikurinn kallist krulla, með rödduðum 1-um, eins og í ulla og tjull. Curling og krulla era af sömu rót, skiptast á ur og ru (metathese/hljóðvíxl). Eðli íþrótt- arinnar curling brýtur hreint ekki í bága við sögnina að krulla, og svo búum við til samsvarandi nafnorð og höldum krullumót. Langt í fjarska við curling/kralla glittir í latneska orðið cursus sem við þekkjum í mörgum sambönd- um.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.