Morgunblaðið - 29.05.1999, Side 71

Morgunblaðið - 29.05.1999, Side 71
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 71 Taktu vel á mðti skðtum FRÉTTIR HARALDUR Johannessen nkislögreglustjóri ávarpar nemendur. Honum til hliðar er Arnar Guðmundsson skólastjóri. NEMENDUR Lögregluskólans við útskriftina. Skólaslit Lögreglu- skóla ríkisins LÖGREGLUSKÓLA ríkisins var slitið miðvikudaginn 12. maí sl. Nemendur á síðari önn skólans voru alls 30 í vetur og útskrifuðust 28 þeirra að þessu sinni. Tveir nemend- ur náðu ekki tilskilinni lágmarksein- kunn og þurfa því að endurtaka nám í önninni til þess að útskrifast sem fullgildir lögreglumenn. Við Lög- regluskólann eru gerðar meiri kröf- ur um námsárangur en tíðkast í öðr- um framhaldsskólum og má geta þess m.a. að þeir verða að ná a.m.k. 6,0 í aðaleinkunn og fái þeir lægra en 5,0 í tveimur greinum eða fleiri hafa þeir fallið á önninni. Þessi hópur var sá fyrsti sem út- skrifaðist eftir að lögreglulögin nýju tóku gildi og aðgengi að skólanum var breytt. Nú getur hver sem er, og uppfyllir almenn skilyrði til náms í skólanum, sótt um skólavist en áður völdu lögreglustjórar fólk til náms. Sérstök valnefnd fer nú yfír allar umsóknir og ræðir við umsækjend- ur og velur fólk til náms eftir að rík- islögerglustjóri hefur ákveðið fjölda þeirra sem hefja eiga nám hvert sinn. Þessi breyting hefur haft það í fór með sér að fleiri, með mikla menntun, sækja um skólann og jafn- framt hefur hlutur kvenna farið vax- andi. Að þessu sinni náði Hinrik Páls- son bestum árangri á lokaprófi, fékk 1. ágætiseinkunn 9,31, í öðru sæti varð Haukur Öm Sigurjónsson með 9,06 og í þriðja sæti varð Jónas H. Ottósson með 8,66. Hinrik Pálsson hlaut einnig íslenskubikarinn sem veittur er þeim nemanda sem best- um árangri nær í íslensku á loka- prófi og Haukur Öm var valinn lög- reglumaður skólans en sá titill veit- ist þeim er hæstur verður í stigagjöf kennara við skólann þar sem þeir leggja mat á hæfileika útskriftar- nema til að sinna hinum ýmsu verk- efnum, ekki síst verklegum þáttum námsins. Arnar Guðmundsson skólastjóri brautskráði nemendur. Auk hans fluttu ávörp Þröstur Brynjólfsson, yfirlögregluþjónn á Selfossi, sem talaði sérstaklega til nemenda en Þröstur átti 25 ára útskriftarafmæli frá skólanum, Haraldur Johannes- sen ríkislögreglustjóri og Bjöm Friðfinnsson, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu. Ríkislög- reglustjóri kynnti við þetta tækifæri skipun nefndar sem ætlað er að kanna hvort ástæða sé til að verð- launa starfsmenn lögreglu eftir far- sæla þjónustu eða þá sem unnið hafa framúrskarandi störf. Starfsemi skólans eykst ár frá ári. Nú er starfsemi framhaldsdeildar skólans komin í fullan gang og síð- ustu tvö ár er ekki langt frá því að um 1.000 manns hafi árlega hlotið einhverja fræðslu við skólann. Ljóst er að starfsemin mun enn vaxa á næstu ámm. Þjóðkikhúsið á fcrð um landið r' TTmffl 1 / ifpilf i if '•R&kAl . Maður í mislitum sokkum Sprenghlægilegur gamanleikur eftir Arnmund Backman 2. júní Félagsheimilinu Ólafsvík 4. og 5. júní Félagsheimilinu Hnífsdal 8. júní Félagsheimilinu Blönduósi 9. júní Félagsheimilinu Ydölum 11. og 12. júní Valaskjálf, EgilsstöÖum MIÐAPANTANIR I MIÐASÖLU ÞJÓÐLEIKHÚSSINS S. 551 1200 og miðasala á hverjum stað sýningardag. Sýningar hefjast kl. 20.30. Cfp ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Símanum-Internet Lífsstíll '99 a symngunm færð þú 3ja mánaða fría Internetáskrift SÍMINNinternet ntei ki Þriggja mánaða Lúxuslíf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.