Morgunblaðið - 29.05.1999, Síða 75
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 75
FRÁ Árbæjarsafni.
Arbæjarsafn opnað á ný
GÖMLU húsin í Árbæjarsafni verða opnuð á nýjan leik
sunnudaginn 30. maí fyrir gestum. Framundan er fjöl-
breytt, lífleg og skemmtileg sumardagskrá þar sem allir
geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Fjölbreyttar sýning-
ar, kynning á handverki og listiðn, tónlistin mun óma og
skepnurnar bíta gras í haganum.
A sunnudaginn verða bakaðar lummur í Árbænum, á
baðstofuloftinu verða saumaðir roðskór og rokkurinn
stiginn. Karl Jónatansson þenur nikkuna og í smiðjunni
verður eldsmiður við störf. Kl. 14 verður messa í gömlu
safnkirkjunni frá Silfrastöðum. í húsinu Lækjargötu 4
spilar Lækjargötutríóið djass með þjóðlegu ívafi að
mikilli list kl. 15. Börnin frá tækifæri til að kynnast leik-
fóngum og leikjum íyrri tíma í Komhúsinu en þar verð-
ur farið í leiki kl. 15.
Áhersla á íslenskt handverk og listiðn hefur verið
aukin í safnbúðinni. Þar getur nú að líta mikið úrval list-
iðnaðar, m.a. þjóðlegar tehettur, skartgripi ot útskoma
fugla. I sumar munu listamenn kynna vörar sína reglu-
lega. I krambúðinni má sjá prjónles og leikföng. Þar má
einnig gæða sér á bolsíum og blönduðu góðgæti úr
kramarhúsi. I Dillonshúsi verða bornar fram randalínur
og kleinur auk þess ilmandi kaffi og ljúffengt súkkulaði.
Almennur aðgangseyrir í sumar er 400 kr. fyrir full-
orðna en ókeypis er fyrir böm að 18 ára aldri. Ellilífeyr-
isþegar fá sem fyrr frítt inn á safnið.
Fyrirlestur
um Tourette
heilkennið
DR. HARVEY Singer flytur fyrir-
lestur um „Tourette Syndrome -
einkenni og orsakir" sem haldinn
verður á Hótel Loftleiðum þingsal 5
(bíósal) laugardaginn 29. maí kl. 13.
Fyrirlesturinn og umræður á eftir
fara fram á ensku.
Dr. Harvey Singer er prófessor í
taugasjúkdómum og barnalækning-
um við John Hopkins sjúkrahúsið í
Baltimore í Bandaríkjunum.
Tourette Syndrome er arfgengur
taugasjúkdómur, sem lýsir sér í
ósjálfráðum hreyfíngum og hljóð-
um. Gjarnan fylgja kvillar, s.s. þrá-
hyggja og áráttur, þunglyndi, of-
virkni, einbeitingarskortur og
námsörðugleikar.
Til skamms tíma var Tourette
Syndrome talinn sjaldgæfur sjúk-
dómur, en er nú álitinn einn algeng-
asti arfgengi taugasjúkdómur sem
til er. Um 140 félagar em í íslensku
Tourette samtökunum, sem stofnuð
vora 1991.
Fyrirlesturinn er í boði Félags ís-
lenskra bamalækna og Thoraren-
sen lyfja.
Fjallað um
evruna og
íslensk fyr-
irtæki
EURO Info skrifstofan, Útflutn-
ingsráð íslands og Vinnuveitenda-
samband íslands boða til morgun-
verðarfundar á Hótel Loftleiðum,
Víkingasal (gengið inn um Blóma-
sal) mánudaginn 31. maí kl. 8-10.
Evran hefur víðtæk áhrif í al-
þjóðaviðskiptum. Hér er tækifæri
til að kynnst reynslu íyrirtækja sem
starfa í nágrannalöndum okkar og
eru ýmist innan eða utan Mynt-
bandalagsins.
Á dagskrá era 5 fyrirlestrar:
Birgir Isleifur Gunnarsson seðla-
bankastjóri fjallar um gjaldeyrisvið-
skipti og evruna, Eero Kokkonen
frá Finnlandi um fyrirtæki innan
ESB og Myntbandalagsins, Roland
Engkvist frá Svíþjóð um fyrirtæki
innan ESB sem era ekki í Mynt-
bandalaginu, 0yvind Laderud frá
Noregi um fyrirtæki innan ESB og
Árni Páll Arnason, lögfræðingur,
um tækifæri og ógnanir fyrirtækja.
Evran í alþjóðaviðskiptum. Þá
verða umræður.
Fundarstjóri verður Jón Ás-
bergsson, framkvæmdastjóri Út-
flutningsráðs íslands. Verð 950 kr.
LANDSSÍMINN annast fram-
kvæmd símakosningar vegna
Eurovision, söngvakeppni evr-
Iópskra sjónvarpsstöðva, næstkom-
andi laugardagskvöld. Fyrirtækið
hefur gert veralegar aukaráðstafan-
ir í símakerfinu til þess að tryggja
að kosningin geti gengið sem best
fyrir sig en almenningur hefur að-
eins fimm mínútur til að greiða at-
• kvæði. Það er gert með því að
hringja í númer á bilinu 900 1001 til
900 1023, að 900 1013 undanskildu
en það er númer íslands í keppn-
inni.
Samkvæmt reglum keppninnar
I er mælst til þess að ekki sé hringt
t oftar en þrisvar úr hverju símanúm-
| eri- Hvert símtal mun kosta 50
krónur og hefur Landssíminn
ákveðið að af þeirri upphæð renni
Aðalfundur
Beinverndar á
Suðurlandi
AÐALFUNDUR Beinverndar á
Suðurlandi verður haldinn að Hlíðar-
enda á Hvolsvelli mánudaginn 31.
maí kl. 20.
Á fundinum verða flutt erindi um
beinþéttnimælingar og gildi hreyf-
ingar til að sporna við beinþynningu.
Díana Óskardóttir, röntgenlæknii' og
Þórann Björnsdóttir, sjúkraþjálfari,
flytja erindin.
Helstu markmið Beinverndar era
að vekja athygli almennings og
stjómvalda á beinþynningu sem
heilsufarsvandamáli og standa að
fræðslu meðal almennings og heil-
brigðisstétta á þeirri þekkingu sem á
hverjum tíma er fyrir hendi um bein-
þynningu og varnir gegn henni.
Félagið Beinvernd á Suðurlandi
var stofnað í Heilsustofnun Náttúra-
lækningafélags íslands 20. nóvem-
ber 1997. Nokkrir vel sóttir fræðslu-
15 krónur í söfnun Hjálparsjóðs
kirkjunnar og Rauða kross íslands
til styrktar flóttafólki frá Kosovo.
Rétt er að benda viðskiptavinum
Landssímans á að ekki er hægt að
hringja í kosninganúmerið úr sím-
um sem eru lokaðir fyrir hringingar
í símatorg.
Búnaður sá sem tekur á móti
símaatkvæðum hefur verið efldur og
afkastageta hans aukin vegna síma-
kosningarinnar. Vegna hins skamma
tíma sem kosningin stendur er þó
hugsanlegt að ekki nái allir sam-
bandi í fyrstu tilraun. Þá er mikil-
vægt að leggja á, bíða í fáeinar sek-
úndur og reyna síðan á nýjan leik, í
stað þess að ýta þegar í stað á endur-
valshnappinn. Þannig er best tryggt
að allir komist að, segir í fréttatil-
kynningu frá Landssímanum.
fundir hafa verið haldnir. Félags-
menn eru nú um það bil 90.
Nýr fram-
kvæmdastjóri
Tannlæknafé-
lags Islands
TANNLÆKNAFÉLAG íslands
hefur ráðið til starfa Bolla Valgarðs-
son sem nýjan framkvæmdastjóra
félagsins. Bolli hef-
ur langa reynslu af
markaðs- og kynn-
ingarstörfum og
hefur starfað sem
markaðsstjóri hjá
íslenskri getspá
undanfarin 3 ár.
Þar áður starfaði
hann í fjögur og
hálft ár hjá almannatengslafyrirtæk-
inu Kynningu og markaði.
Á félagsfundi Tannlæknafélags ís-
lands, sem haldinn var 21. maí sl.,
buðu félagsmenn Bolla velkomin til
starfa jafnframt því sem fráfarandi
framkvæmdastjóra, Sigríði Dag-
bjartsdóttur, vora þökkuð vel unnin
störf í þágu félagsins, segir í frétta-
tilkynningu.
Gengið um
Hengil
FERÐAFÉLAG íslands fer í sunnu-
dagsferð 30. maí kl. 10.30 þar sem
gengið verður um Marardal yfir
Hengil og endað við Nesjavelli.
Þetta er spennandi ferð, um 5-6
klst. ganga, þar sem farið er á hæsta
tind fjallsins Skeggja, 803 metra yfir
sjávarmáli. Verð er 1.400 kr. Farar-
stjóri Gestur Kristjánsson. Brottfór
frá BSÍ, austanmegin, og Mörkinni 6.
Aðalfundur
Kópavogslistans
AÐALFUNDUR Kópavogslistans
verður haldinn hinn 31. maí nk. að
Hamraborg 14A í húsnæði Alþýðu-
flokksins í Kópavogi. Fundurinn
hefst kl. 20.30.
,Á dagski’á verður auk venjulegra
aðalfundarstarfa kosið í nýja stjórn
Kópavogslistans og starfið framund-
an rætt. Kópavógslistinn var stofn-
aður fyrir bæjarstjórnarkosningam-
ar 1998. Að honum standa Alþýðu-
flokkur, Aiþýðubandalag, Samtök
um kvennalista og óháðir. Kópavogs-
listinn á fjóra bæjarfulltrúa í bæjar-
stjórn Kópavogs, Flosi Eiríksson,
Kristín Jónsdóttir, Sigrún Jónsdóttir
og Birna Bjarnadóttir, segir í frétta-
tilkynningu frá Kópavogslistanum.
Ráðstefna um
atvinnumál,
menntunarmál
og norræn sam-
skipti
NORRÆN ráðstefna um atvinnumál,
menntunarmál og norræn ungmenna-
skipti verður haldin á Hótel Örk í
Hveragerði dagana 28.-30. maí.
Kjarni ráðstefnunnar verður svo-
kallað torg þar sem kynnt verða
verkefni sem valin hafa verið til sýn-
ingar á ráðstefnunni. Torgið er í um-
sjón hóps ungmenna frá öllum Norð-
urlöndunum og verður einnig vett-
vangur uppákoma af ýmsu tagi. Fyr-
irhugað er að niðurstöður ráðstefn-
unnar kristallist í formlegri tillögu til
Norrænu ráðherranefndarinnar,
segir í fréttatilkynningu.
Reikna má með að um 140 þátt-
takendur komi frá fimm Norður-
landanna, þar af um tuttugu ung-
menni á aldrinum 20-28 ára frá
hverju landi og kringum tíu embætt-
ismenn og stjómmálamenn.
Fyrirlestur um
stéttaskiptingu
þjóðfélagsins og
arðránshugtakið
BANDARÍSKI félagsfræðiprófessor-
inn Erik Olin Wright frá háskólanum
í Madison, Wisconsin, heldur opinber-
an fyrirlestur í boði félagsvísinda-
deildar Háskóla íslands mánudaginn
31. maí kl. 16 næstkomandi í stofu 101
í Odda. Fyrirlesturinn, sem verður
fluttur á ensku, fjallar um stéttaskipt-
ingu og arðránshugtakið en hið enska
heiti hans er „Class, Exploitation and
the Shmoo“ („Shmoo“ er tilvísun í
fræga ameríska myndasögusyrpu
sem kölluð er „Little Ábner“ og nýtir
prófessor Wright hana til að varpa
ljósi á hugtakabeitingu sína).
í fréttatilkynningu segir: „Erikc
Olin Wright er mjög ötull fræðimað-
ur og nýtur mikillar virðingar fyrir
störf sín. Fyrirlesturinn tengist efni
bókar hans Class Counts sem kom
út 1997 og aflaði honum útgáfuverð-
launa landssamtaka bandarískra fé-
lagsfræðinga í fyrra.
Arðránshugtakið hefur lengi verið
grandvallarþáttur marxískrar stétta-
greiningar, en á okkar dögum líta
margir á það sem sérviskulegan og
gagnslausan orðalepp róttæklinga.
Einkum á þetta við eftir að marxistar
sjálfir hafa yfirgefið vinnugildiskenn-
inguna sem svo er nefnd. Nú orðið er c
því litið á arðránshugtakið sem hluta
af þunglamalegu og úreltu orðaskaki
sem engu geti bætt við skilning okkar
á stéttaþjóðfélaginu. í fyrirlestri sín-
um mun Erik Olin Wright hins vegar
gera grein fyrir arðránshugtaki sem
er óháð vinnugildiskenningunni en
getur skipt miklu máli bæði í stétta-
greiningu og fyrir félagsfræði al-
mennt.“
Fyrirlesturinn er öllum opinn.
Kvennaskákmót
Hellis
NÚ Á vormisseri hefur Taflfélagið
Hellir gengist fyrir nokkram skák- ^
mótum sem eingöngu era fyrir konur.
Félagið hefur þegar haldið fem
kvennaskákmót frá áramótum og var
góð aðsókn að þeim. Næsta
kvennaskákmót verður haldið sunnu-
daginn 30. maí og hefst kl. 13. Tefldar
verða 7 umferðir eftir Monrad kerfi
með 10 mínútna umhugsunartíma.
Ekkert aldurstakmark er á þess-
um skákmótum og vonumst við til að
sjá sem flesta þátttakendur, bæði
þær stúlkur sem eru virkastar svo
og aðrar sem ekki hafa teflt í
nokkurn tíma.
Ekkert þátttökugjald. Verðlaun
verða veitt fyrir þrjú efstu sætin á
mótinu. Mótið er haldið í félagsheim-
ili Taflfélagsins Hellis, Þönglabakka
1 í Mjódd.
Vorhátíð
í Fellaskóla
í TILEFNI af sumarkomu og skóla-
lokum heldur Foreldrafélag Fella-
skóla í Reykjavík vorhátíð í dag
laugardaginn 29. maí. Hátíðin verður
haldin á lóð skólans frá kl. 13-15.
í boði verða skemmtiatriði, and-
litsmálun, leiktæki, diskó og fleira.
Einnig verða seldar grillaðar pylsur ^
og drykkir á vægu verði. Allir vel-
komnir.
Afmælissýning
Leikskólans
Skerjakots
LEIKSKÓLINN Skerjakot heldur
10 ára afmælissýningu í Ráðhúsi
Reykjavíkur um helgina.
Sýningin hefst laugardaginn 29.
maí kl. 13 með setningu og söng-
skemmtun leikskólabarna, kynnt
verða helstu atriði úr tíu ára sögu
Skerjakots sem er einkarekinn leik-
skóli í Skerjafirði. Sýndur verður af- 4
rakstur vetrarins og kennir þar
margra grasa þar sem starfsemin
hefur einkennst af mikilli sköpunar-
gleði og framkvæmdum, segir í
fréttatilkynningu. Sýningin er opin
laugardag og sunnudag.
Sýning á upp-
finningum og
málverkum
GUÐJÓN Ormsson, heiðursfélagi í
Landssambandi hugvitsmanna, hef-T
ur opnað sýningu á uppfinningum
sínum og málverkum. Sýningin er í
gamla fyrstihúsinu í Keflavík, Hafn-
argötu 2, og stendur til 1. júní.
Guðjón er lærður rafvirki og hefur
lengst af starfað á Keflavíkurflug-
velli. Hann er einn af elstu núlifandi
frumkvöðlum landsins, segir í frétta-
tilkynningu. "
Eurovision-kosningin
15 krónur af hverju
símtali renna í Kosovo-
söfnunina