Morgunblaðið - 29.05.1999, Qupperneq 75

Morgunblaðið - 29.05.1999, Qupperneq 75
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 75 FRÁ Árbæjarsafni. Arbæjarsafn opnað á ný GÖMLU húsin í Árbæjarsafni verða opnuð á nýjan leik sunnudaginn 30. maí fyrir gestum. Framundan er fjöl- breytt, lífleg og skemmtileg sumardagskrá þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Fjölbreyttar sýning- ar, kynning á handverki og listiðn, tónlistin mun óma og skepnurnar bíta gras í haganum. A sunnudaginn verða bakaðar lummur í Árbænum, á baðstofuloftinu verða saumaðir roðskór og rokkurinn stiginn. Karl Jónatansson þenur nikkuna og í smiðjunni verður eldsmiður við störf. Kl. 14 verður messa í gömlu safnkirkjunni frá Silfrastöðum. í húsinu Lækjargötu 4 spilar Lækjargötutríóið djass með þjóðlegu ívafi að mikilli list kl. 15. Börnin frá tækifæri til að kynnast leik- fóngum og leikjum íyrri tíma í Komhúsinu en þar verð- ur farið í leiki kl. 15. Áhersla á íslenskt handverk og listiðn hefur verið aukin í safnbúðinni. Þar getur nú að líta mikið úrval list- iðnaðar, m.a. þjóðlegar tehettur, skartgripi ot útskoma fugla. I sumar munu listamenn kynna vörar sína reglu- lega. I krambúðinni má sjá prjónles og leikföng. Þar má einnig gæða sér á bolsíum og blönduðu góðgæti úr kramarhúsi. I Dillonshúsi verða bornar fram randalínur og kleinur auk þess ilmandi kaffi og ljúffengt súkkulaði. Almennur aðgangseyrir í sumar er 400 kr. fyrir full- orðna en ókeypis er fyrir böm að 18 ára aldri. Ellilífeyr- isþegar fá sem fyrr frítt inn á safnið. Fyrirlestur um Tourette heilkennið DR. HARVEY Singer flytur fyrir- lestur um „Tourette Syndrome - einkenni og orsakir" sem haldinn verður á Hótel Loftleiðum þingsal 5 (bíósal) laugardaginn 29. maí kl. 13. Fyrirlesturinn og umræður á eftir fara fram á ensku. Dr. Harvey Singer er prófessor í taugasjúkdómum og barnalækning- um við John Hopkins sjúkrahúsið í Baltimore í Bandaríkjunum. Tourette Syndrome er arfgengur taugasjúkdómur, sem lýsir sér í ósjálfráðum hreyfíngum og hljóð- um. Gjarnan fylgja kvillar, s.s. þrá- hyggja og áráttur, þunglyndi, of- virkni, einbeitingarskortur og námsörðugleikar. Til skamms tíma var Tourette Syndrome talinn sjaldgæfur sjúk- dómur, en er nú álitinn einn algeng- asti arfgengi taugasjúkdómur sem til er. Um 140 félagar em í íslensku Tourette samtökunum, sem stofnuð vora 1991. Fyrirlesturinn er í boði Félags ís- lenskra bamalækna og Thoraren- sen lyfja. Fjallað um evruna og íslensk fyr- irtæki EURO Info skrifstofan, Útflutn- ingsráð íslands og Vinnuveitenda- samband íslands boða til morgun- verðarfundar á Hótel Loftleiðum, Víkingasal (gengið inn um Blóma- sal) mánudaginn 31. maí kl. 8-10. Evran hefur víðtæk áhrif í al- þjóðaviðskiptum. Hér er tækifæri til að kynnst reynslu íyrirtækja sem starfa í nágrannalöndum okkar og eru ýmist innan eða utan Mynt- bandalagsins. Á dagskrá era 5 fyrirlestrar: Birgir Isleifur Gunnarsson seðla- bankastjóri fjallar um gjaldeyrisvið- skipti og evruna, Eero Kokkonen frá Finnlandi um fyrirtæki innan ESB og Myntbandalagsins, Roland Engkvist frá Svíþjóð um fyrirtæki innan ESB sem era ekki í Mynt- bandalaginu, 0yvind Laderud frá Noregi um fyrirtæki innan ESB og Árni Páll Arnason, lögfræðingur, um tækifæri og ógnanir fyrirtækja. Evran í alþjóðaviðskiptum. Þá verða umræður. Fundarstjóri verður Jón Ás- bergsson, framkvæmdastjóri Út- flutningsráðs íslands. Verð 950 kr. LANDSSÍMINN annast fram- kvæmd símakosningar vegna Eurovision, söngvakeppni evr- Iópskra sjónvarpsstöðva, næstkom- andi laugardagskvöld. Fyrirtækið hefur gert veralegar aukaráðstafan- ir í símakerfinu til þess að tryggja að kosningin geti gengið sem best fyrir sig en almenningur hefur að- eins fimm mínútur til að greiða at- • kvæði. Það er gert með því að hringja í númer á bilinu 900 1001 til 900 1023, að 900 1013 undanskildu en það er númer íslands í keppn- inni. Samkvæmt reglum keppninnar I er mælst til þess að ekki sé hringt t oftar en þrisvar úr hverju símanúm- | eri- Hvert símtal mun kosta 50 krónur og hefur Landssíminn ákveðið að af þeirri upphæð renni Aðalfundur Beinverndar á Suðurlandi AÐALFUNDUR Beinverndar á Suðurlandi verður haldinn að Hlíðar- enda á Hvolsvelli mánudaginn 31. maí kl. 20. Á fundinum verða flutt erindi um beinþéttnimælingar og gildi hreyf- ingar til að sporna við beinþynningu. Díana Óskardóttir, röntgenlæknii' og Þórann Björnsdóttir, sjúkraþjálfari, flytja erindin. Helstu markmið Beinverndar era að vekja athygli almennings og stjómvalda á beinþynningu sem heilsufarsvandamáli og standa að fræðslu meðal almennings og heil- brigðisstétta á þeirri þekkingu sem á hverjum tíma er fyrir hendi um bein- þynningu og varnir gegn henni. Félagið Beinvernd á Suðurlandi var stofnað í Heilsustofnun Náttúra- lækningafélags íslands 20. nóvem- ber 1997. Nokkrir vel sóttir fræðslu- 15 krónur í söfnun Hjálparsjóðs kirkjunnar og Rauða kross íslands til styrktar flóttafólki frá Kosovo. Rétt er að benda viðskiptavinum Landssímans á að ekki er hægt að hringja í kosninganúmerið úr sím- um sem eru lokaðir fyrir hringingar í símatorg. Búnaður sá sem tekur á móti símaatkvæðum hefur verið efldur og afkastageta hans aukin vegna síma- kosningarinnar. Vegna hins skamma tíma sem kosningin stendur er þó hugsanlegt að ekki nái allir sam- bandi í fyrstu tilraun. Þá er mikil- vægt að leggja á, bíða í fáeinar sek- úndur og reyna síðan á nýjan leik, í stað þess að ýta þegar í stað á endur- valshnappinn. Þannig er best tryggt að allir komist að, segir í fréttatil- kynningu frá Landssímanum. fundir hafa verið haldnir. Félags- menn eru nú um það bil 90. Nýr fram- kvæmdastjóri Tannlæknafé- lags Islands TANNLÆKNAFÉLAG íslands hefur ráðið til starfa Bolla Valgarðs- son sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins. Bolli hef- ur langa reynslu af markaðs- og kynn- ingarstörfum og hefur starfað sem markaðsstjóri hjá íslenskri getspá undanfarin 3 ár. Þar áður starfaði hann í fjögur og hálft ár hjá almannatengslafyrirtæk- inu Kynningu og markaði. Á félagsfundi Tannlæknafélags ís- lands, sem haldinn var 21. maí sl., buðu félagsmenn Bolla velkomin til starfa jafnframt því sem fráfarandi framkvæmdastjóra, Sigríði Dag- bjartsdóttur, vora þökkuð vel unnin störf í þágu félagsins, segir í frétta- tilkynningu. Gengið um Hengil FERÐAFÉLAG íslands fer í sunnu- dagsferð 30. maí kl. 10.30 þar sem gengið verður um Marardal yfir Hengil og endað við Nesjavelli. Þetta er spennandi ferð, um 5-6 klst. ganga, þar sem farið er á hæsta tind fjallsins Skeggja, 803 metra yfir sjávarmáli. Verð er 1.400 kr. Farar- stjóri Gestur Kristjánsson. Brottfór frá BSÍ, austanmegin, og Mörkinni 6. Aðalfundur Kópavogslistans AÐALFUNDUR Kópavogslistans verður haldinn hinn 31. maí nk. að Hamraborg 14A í húsnæði Alþýðu- flokksins í Kópavogi. Fundurinn hefst kl. 20.30. ,Á dagski’á verður auk venjulegra aðalfundarstarfa kosið í nýja stjórn Kópavogslistans og starfið framund- an rætt. Kópavógslistinn var stofn- aður fyrir bæjarstjórnarkosningam- ar 1998. Að honum standa Alþýðu- flokkur, Aiþýðubandalag, Samtök um kvennalista og óháðir. Kópavogs- listinn á fjóra bæjarfulltrúa í bæjar- stjórn Kópavogs, Flosi Eiríksson, Kristín Jónsdóttir, Sigrún Jónsdóttir og Birna Bjarnadóttir, segir í frétta- tilkynningu frá Kópavogslistanum. Ráðstefna um atvinnumál, menntunarmál og norræn sam- skipti NORRÆN ráðstefna um atvinnumál, menntunarmál og norræn ungmenna- skipti verður haldin á Hótel Örk í Hveragerði dagana 28.-30. maí. Kjarni ráðstefnunnar verður svo- kallað torg þar sem kynnt verða verkefni sem valin hafa verið til sýn- ingar á ráðstefnunni. Torgið er í um- sjón hóps ungmenna frá öllum Norð- urlöndunum og verður einnig vett- vangur uppákoma af ýmsu tagi. Fyr- irhugað er að niðurstöður ráðstefn- unnar kristallist í formlegri tillögu til Norrænu ráðherranefndarinnar, segir í fréttatilkynningu. Reikna má með að um 140 þátt- takendur komi frá fimm Norður- landanna, þar af um tuttugu ung- menni á aldrinum 20-28 ára frá hverju landi og kringum tíu embætt- ismenn og stjómmálamenn. Fyrirlestur um stéttaskiptingu þjóðfélagsins og arðránshugtakið BANDARÍSKI félagsfræðiprófessor- inn Erik Olin Wright frá háskólanum í Madison, Wisconsin, heldur opinber- an fyrirlestur í boði félagsvísinda- deildar Háskóla íslands mánudaginn 31. maí kl. 16 næstkomandi í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn, sem verður fluttur á ensku, fjallar um stéttaskipt- ingu og arðránshugtakið en hið enska heiti hans er „Class, Exploitation and the Shmoo“ („Shmoo“ er tilvísun í fræga ameríska myndasögusyrpu sem kölluð er „Little Ábner“ og nýtir prófessor Wright hana til að varpa ljósi á hugtakabeitingu sína). í fréttatilkynningu segir: „Erikc Olin Wright er mjög ötull fræðimað- ur og nýtur mikillar virðingar fyrir störf sín. Fyrirlesturinn tengist efni bókar hans Class Counts sem kom út 1997 og aflaði honum útgáfuverð- launa landssamtaka bandarískra fé- lagsfræðinga í fyrra. Arðránshugtakið hefur lengi verið grandvallarþáttur marxískrar stétta- greiningar, en á okkar dögum líta margir á það sem sérviskulegan og gagnslausan orðalepp róttæklinga. Einkum á þetta við eftir að marxistar sjálfir hafa yfirgefið vinnugildiskenn- inguna sem svo er nefnd. Nú orðið er c því litið á arðránshugtakið sem hluta af þunglamalegu og úreltu orðaskaki sem engu geti bætt við skilning okkar á stéttaþjóðfélaginu. í fyrirlestri sín- um mun Erik Olin Wright hins vegar gera grein fyrir arðránshugtaki sem er óháð vinnugildiskenningunni en getur skipt miklu máli bæði í stétta- greiningu og fyrir félagsfræði al- mennt.“ Fyrirlesturinn er öllum opinn. Kvennaskákmót Hellis NÚ Á vormisseri hefur Taflfélagið Hellir gengist fyrir nokkram skák- ^ mótum sem eingöngu era fyrir konur. Félagið hefur þegar haldið fem kvennaskákmót frá áramótum og var góð aðsókn að þeim. Næsta kvennaskákmót verður haldið sunnu- daginn 30. maí og hefst kl. 13. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad kerfi með 10 mínútna umhugsunartíma. Ekkert aldurstakmark er á þess- um skákmótum og vonumst við til að sjá sem flesta þátttakendur, bæði þær stúlkur sem eru virkastar svo og aðrar sem ekki hafa teflt í nokkurn tíma. Ekkert þátttökugjald. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin á mótinu. Mótið er haldið í félagsheim- ili Taflfélagsins Hellis, Þönglabakka 1 í Mjódd. Vorhátíð í Fellaskóla í TILEFNI af sumarkomu og skóla- lokum heldur Foreldrafélag Fella- skóla í Reykjavík vorhátíð í dag laugardaginn 29. maí. Hátíðin verður haldin á lóð skólans frá kl. 13-15. í boði verða skemmtiatriði, and- litsmálun, leiktæki, diskó og fleira. Einnig verða seldar grillaðar pylsur ^ og drykkir á vægu verði. Allir vel- komnir. Afmælissýning Leikskólans Skerjakots LEIKSKÓLINN Skerjakot heldur 10 ára afmælissýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur um helgina. Sýningin hefst laugardaginn 29. maí kl. 13 með setningu og söng- skemmtun leikskólabarna, kynnt verða helstu atriði úr tíu ára sögu Skerjakots sem er einkarekinn leik- skóli í Skerjafirði. Sýndur verður af- 4 rakstur vetrarins og kennir þar margra grasa þar sem starfsemin hefur einkennst af mikilli sköpunar- gleði og framkvæmdum, segir í fréttatilkynningu. Sýningin er opin laugardag og sunnudag. Sýning á upp- finningum og málverkum GUÐJÓN Ormsson, heiðursfélagi í Landssambandi hugvitsmanna, hef-T ur opnað sýningu á uppfinningum sínum og málverkum. Sýningin er í gamla fyrstihúsinu í Keflavík, Hafn- argötu 2, og stendur til 1. júní. Guðjón er lærður rafvirki og hefur lengst af starfað á Keflavíkurflug- velli. Hann er einn af elstu núlifandi frumkvöðlum landsins, segir í frétta- tilkynningu. " Eurovision-kosningin 15 krónur af hverju símtali renna í Kosovo- söfnunina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.