Morgunblaðið - 15.06.1999, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
ÞRIÐJUDAGUR 15. JIJNÍ 1999 31
hríðinni var ekki beint gegn banda-
ríska friðargæsluliðinu. „Við erum
svolítið viðbrigðnir á leið okkar inn.
við verðum að hafa allan varann á,“
sagði liðsforingi sveitarinnar í gær.
Sveitir franskra hermanna komu
í gær til bæjarins Gnjilane og héldu
áfram för sinni til suðausturhluta
Kosovo, hvar Frakkar munu vera
við stjórnvölinn samkvæmt svæða-
skiptingu Kosovo sem NATO hefur
ákveðið. Þýskar sveitir voru hins
vegar í Prizren á sunnudag og hafa
dreift sér um suðurhluta héraðsins.
Þá hafa ítalskar hersveitir fært sig
til vesturhluta héraðsins.
Fimm Serbar falla
fyrir hendi friðargæsluliða
Friðargæsluliðar NATO-ríkja
hafa mætt blendnum viðbrögðum
meðal íbúa Kosovo-héraðs, Serba
og fólks af albönskum ættum.
Kosovo-Albanar hafa hyllt her-
mennina og fagnað þeim sem frels-
urum héraðsins en Serbar, flestir
búsettir í norðurhlutanum, hafa
verið fjandsamlegir í þeirra garð.
Ottast Kosovo-Serbar viðbrögð al-
banska meirihlutans sem rekinn var
frá heimilum sínum í þjóðernis-
hreinsunum serbneskra hersveita.
Þá hefur viðvera vopnaðra sveita
Serba - sem samkvæmt friðarsam-
komulagi Júgóslavíustjórnar og
NATO eiga að vera horfnar á braut
í dag - og liðsmanna Frelsishers
Kosovo (UCK) ekki bætt úr skák.
Fimm serbneskir hermenn hafa
fallið fyrir hendi friðargæsluliða það
sem af er veru þeirra í Kosovo.
Þýskir hermenn hleyptu af skotum
á vopnaða Serba á götu úti í Prizren
á sunnudag eftir mikil fagnaðarlæti
Kosovo-Albana sem safnast höfðu
saman til að bjóða hermennina vel-
komna. Skutu Serbarnir að friðar-
gæsluliðum og var árásinni mætt
með vélbyssuskothríð. Tveir Ser-
banna lágu í valnum og leystist
hættuástandið ekki fyrr en
júgóslavneskur liðsforingi kom að
og bað friðargæsluliðana um að
hætta skothríðinni. Mikil hætta
skapaðist eftir átökin er Kosovo-Al-
banar héldu áfram að ögra Serbum
í borginni.
í Pristina laust vopnaðri sveit
Serba saman við liðsmenn bresku
fallhlífaherdeildarinnar. Voru Bret-
arnir að gæta aðalgötunnar í hér-
aðshöfustaðnum er þrír óeinkennis-
klæddir lögreglumenn komu fyrir-
varalaust út úr húsi. Einn þeirra hóf
skothríð að hermönnunum og eftir
ítrekaðar viðvaranir var einn Ser-
banna felldur. Nick Clissit, liðsfor-
ingi bresku herdeildarinnar í Prist-
ina, sagði eftir árásina að hún hefði
verið samkvæmt fyrirmælum þeim
sem friðargæsluliðar fara eftir, þ.e.
að um sjálfsvörn hefði verið að
ræða.
Þá hafa þrír þýskir blaðamenn
verið felldir það sem af er friðar-
Sænskur
auðjöfur
opnaði leið
að Milosevic
SÆNSKUR auðjöfur, Peter
Castenfelt, starfaði sem leynileg-
ur sendimaður við lausn Kosovo-
deilunnar, og aðstoðaði Evrópu-
sambandið og Rússa við að opna
leið að ráðamönnum í Belgrad,
að því er Financial Times greindi
frá í gær.
Blaðið hefur eftir háttsettum
manni innan serbnesku öryggis-
lögreglunnar að Castenfelt hafi
fyrstur manna skýrt Slobodan
Milosevic Júgóslavíuforseta frá
endanlegum skilmálum NATO
fyrir því að hætta loftárásum á
Serbíu, aðeins nokkrum dögum
áður en samkomulag náðist 3.
júní síðastliðinn.
Að sögn heimildarmannsins
varð Milosevic þá ljóst að hin
nýju samningsdrög NATO voru
honum meira viðunandi en áætl-
unin sem stærstu ríki bandalags-
ins lögðu fram í Rambouillet-við-
ræðunum fyrr á þessu ári, eink-
um vegna þess að öryggisráð Sa-
meinuðu þjóðanna, en ekki
NATO, hefði samkvæmt þeim yf-
irstjórn með aðgerðum í Kosovo.
Sagði hann að það væri Júgóslöv-
um mjög mikilvægt að Rússar
væru við friðargæslustörf í
Kosovo, bæði til að staðfesta
hernaðarlega hagsmuni þeirra á
þessu svæði og til að vernda
serbneska íbúa héraðsins.
Castenfelt fékk fyrirmæli frá
embættismönnum í Moskvu og
Bonn áður en hann hélt til við-
ræðna við Milosevic, þar á meðal
frá ráðgjafa Gerhards
Schröders, kanslara Þýskalands,
í utanríkismálum. Hann hefur
nokkrum sinnum tekið þátt í
leynilegum samningaviðræðum
fyrir hönd Rússa undanfarin sex
ár, fyrst og fremst við Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn.
gæsluaðgerðum NATO í Kosovo. Á
sunnudag voru blaðamaður og ljós-
myndari þýska vikuritsins Stern
myrtir í bænum Dulje, um 40 km
suður af Pristina, eftir árás hóps
vopnaðra manna. Lík þriðja blaða-
mannsins fannst nærri Prizren í
gærmorgun og höfðu ekki enn verið
borin kennsl á það seint í gær.
Furðulegar aðstæður
Fréttastofa BBC greindi frá því í
gær að hersveitir er komu til
Kosovo um helgina hafi staðið
frammi fyrir furðulegum aðstæðum
í stríðshrjáðu héraðinu. Kosovo-Al-
banar hafi fagnað breskum her-
mönnum í Pristina innilega en á
næstu grösum höfðu hópar drukk-
inna, reiðra og vopnaðra Serba
safnast saman og skotið úr vélbyss-
um sínum. Samtímis sat hópur fólks
á útikaffihúsi handan götunnar,
snæddi hádegisverð og drakk kaffi.
Jafnvel þótt á stundum hafi mátt
líkja ástandinu við N-írland er
verst lét, umkringdu hópar forvit-
inna barna hermennina, dáðust að
skotvopnum þeirra og spjölluðu við
þá. „Þetta jaðrar við að vera fjar-
stæðukennt. Tilfinningahiti þessa
fólks er með ólíkindum," sagði
Andrew Jackson ofursti í viðtali við
BBC í gær. Jamie Blair, óbreyttur
hermaður í liði breska hersins í
Pristina, sagði: „Það var mikil eyði-
legging er blasti við okkur á leiðinni
inn. En það besta var er fólk kom út
á göturnar. Fólkið var glatt að sjá
okkur, veifaði til okkar og hlóð okk-
ur gjöfum."
Serbar streyma frá Kosovo
Serbneski minnihlutinn í Kosovo
hefur ekki jafn mikla ástæðu til að
fagna og albanskir nágrannar
þeirra. Serbneskar hersveitir og al-
menningur er búið hefur í héraðinu
áratugum saman streymdu frá
borgunum Pristina og Prizren í gær
og var straumurinn svo mikill að
þjóðvegir tepptust. Flutningabif-
reiðar, dráttarvélar og gamlar áætl-
unarbifreiðar voru sneisafullar af
Serbum, farangri þeirra og búslóð-
um, og lá leið þeirra í norður og
austur til Serbíu.
í Prizren hafði hópur Kosovo-Al-
bana safnast saman við þjóðveginn
og æpti fólkið slagorð Frelsishers
Kosovo að serbneska flóttafólkinu
og kastaði grjóti að bílalestinni.
Þýskir hermenn mörkuðu leiðina út
úr borginni og vörnuðu því að til
átaka kæmi. Liðsmenn UCK komu
inn í borgina aðfaranótt mánudags-
ins og fluttu særða á sjúkrahús í
borginni. I viðtölum við Reuters
sögðust þeir ekkert hafa að óttast
nú er Serbar væru á undanhaldi.
„Héðan í frá mun þjóð þessi anda að
sér albönsku lofti,“ sagði einn liðs-
manna UCK.
I Pristina var Serbi skotinn er
hann var á leið út úr borginni á bif-
reið sinni. Hermenn NATO færðu
hann á sjúkrahús þar sem gert var
að sárum hans. Kosovo-Serbar
sögðu í viðtölum við AFP að þeir
væru að yfirgefa héraðið vegna þess
að þeir óttuðust Albana sem óðum
væru að gerast uppivöðslusamir þar
eð þeir teldu sig eiga stuðning
NATO vísan. Jafnvel rólyndasta
fólk væri farið að beita hótunum um
líkamsmeiðingar ef Serbar hyrfu
ekki á brott. Var almennt litið svo á
að friðargæslusveitir NATO gætu
ekki veitt þeim öryggi.
uðu um helgina að ekki kæmi til
greina að Rússar hefðu með höndum
stjóm á sérstöku friðargæslusvæði í
Kosovo, vegna þess að það myndi
leiða tO skiptingai- héraðsins. Emb-
ættismenn NATO hafa fullyrt að
vegna menningarlegra og stjórnmála-
legra tengsla Rússa og Serba myndi
sér-rússneskt svæði í raun verða
svæði serbneska minnihlutans í
Kosovo.
William Cohen, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, tók í sama
streng í viðtali á sjónvarpsstöðinni
CNN. Sagði hann að af sagnfræðileg-
um ástæðum stæðu Rússar enn ein-
dregið með Serbum, og að friðarsam-
komulagið væri dauðadæmt ef í ljós
kæmi að herlið þeh-ra væri sérstak-
lega sent til að vernda serbneska íbúa
í héraðinu gegn Kosovo-Albönum. Því
væri nauðsynlegt að þátttaka Rússa í
friðargæslu í Kosovo væri undir yfir-
stjóm NATO.
Strobe Talbott lagði áherslu á að
Rússar hefðu mikilvægu hlutverki að
gegna í Kosovo, og að það gæti kom-
ið til greina að þeir bæru einhvers
konar ábyrgð á friðargæslunni á af-
mörkuðu svæði. Enn er þó ekki ljóst
að hvaða leyti slíkt „ábyrgðarsvæði"
væri frábrugðið friðargæslusvæðum
NATO-ríkjanna fimm. Robin Cook
reifaði einnig svipaðar hugmyndir,
en sagði að Rússar þyrftu þó að lúta
yfirstjórn NATO. Sagði hann að
Ivanov hefði fullvissað sig um að
rússneska hersveitin á flugvellinum í
Pristína yrði innlimuð í KFOR.
Hver ræður ferðinni í Moskvu?
Þrátt fyrir yfirlýsingar Ivanovs
um að Rússar muni fara eftir sam-
þykktum sínum um fyiárkomulag
friðargæslunnar, er alls ekki ljóst
hve mikil áhrif hann og ráðuneyti
hans hafa á stefnu Rússa í málefnum
Kosovo-héraðs. Ivanov, sem lýsti því
yfir aðfaranótt laugardags að innreið
hersveitarinnar hefði verið „óheppi-
leg“, viðurkenndi á sunnudag að
hann hefði ekki verið látinn vita fyi’r
en eftir á, jafnvel þótt hann sé æðsti
samningamaður Rússa um fyrir-
komulag friðargæslunnar. Hann
kvaðst raunar ekki taka þetta nærri
sér, og sagði að nokkurra klukku-
stunda töf á upplýsingaflæði skipti
ekki öllu máli í hans starfí. Þessi um-
mæli rússneska utanríkisráðherrans
hljóta að teljast nokkuð undai-leg.
Stóru spurningunni - um það hver
skipaði rússnesku hersveitinni að
halda inn í Kosovo á undan liði
NATO - er enn ósvarað. Embættis-
menn í Moskvu fullyrða að Jeltsín
hafi sjálfur gefið fyrirskipunina, og
vestrænir embættismenn hafa í orði
kveðnu fallist á yfirlýsingar þar að
lútandi. Mai-gir stjórnmálaskýrend-
ur hallast þó að því að rússneski her-
inn hafi tekið ráðin í sínar hendur.
Yfirmenn hersins, sem þolað hefur
fjárskort og niðurlægingu undanfar-
in ár, séu nú að reyna að fá stjórn-
völd í Moskvu til að beygja sig.
Fullyrt var í Financial Times í
gær að yfirmenn í hernum beindu
spjótum sínum fyrst og fremst að
Viktori Tsjernomyrdín, sendimanni
Rússa í Kosovo-deilunni, en í viðræð-
unum um friðai’samninga féllst hann
á að í grundvallaratriðum hefði
NATO umsjón með friðargæslunni.
„Það ríkh’ augljóslega pólitísk
ringulreið í Moskvu," sagði David
Leavy, talsmaður Bandaríkjastjórn-
ar, aðspurður hvort Jeltsín hefði
skýrt aðgerðimai’ í samtali sínu við
Clinton. Háttsettur bandarískur
embættismaður sagði að Jeltsín hefði
gefið til kynna að hann hefði ekki bor-
ið beina ábyrgð á innreið hersveitar-
innar aðfaranótt laugardags, og sagt
við Clinton að „[rússnesku] herfor-
ingjarnir væru sjálfráðir" um hvenær
þeir héldu inn í Kosovo.
I öllu falli er ljóst að innreiðin í
Kosovo vakti mikla ánægju meðal al-
mennings í Rússlandi. Einkum þótti
það staðfesta mikilvægi Rússa á al-
þjóðavettvangi að Strobe Talbott
þurfti að snúa flugvél sinni aftur til
Moskvu er fréttist af aðgerðunum.
Ný bók um breytt hlutskipti
forseta Bandaríkjanna
--y------------
U msátur sástand
The Washington Post.
NOKKRUM dögum eftir að Bill
Clinton hafði viðurkennt í beinni út-
sendingu, síðastliðið sumai’, að hafa
átt vingott við Monicu
Lewinsky, sagði forset-
inn fullur örvæntingar
við aðstoðarmann sinn,
að forsetafrúin myndi
„aldrei fyrirgefa mér“.
Þetta kemur m.a. fram í
nýrri bók um áhrif Wa-
tergate-hneykslisins á
þá forseta Bandaríkj-
anna sem setið hafa síð-
an þá.
Bókin heitir Skuggar
og kemur út í dag. Hún
er eftir Bob Woodward,
blaðamann á The Was-
hington Post, sem átti
stóran þátt í að fletta of-
an af Watergate-
hneykslinu á áttunda áratugnum. í
bókinni kemur einnig fram að daginn
áðm’ en Clinton var sýknaður í öld-
ungadeildinni af málshöfðun til emb-
ættismissis í febrúar sl. trúði forset-
inn vini sínum fyrir því, að bæði fjöl-
skylda hans og forsetatíð væru að ei-
lífu smánuð.
Stærstur hluti bókar Woodwards
fjallar um Clinton. Persónuleg og
lagaleg vandræði endurspegla hvað
skýrast hvemig forsetaembættið hef-
ur breyst á undanfórnum aldarfjórð-
ungi, er stjórnmálaandrúmsloftið í
Washington hefur tekið að einkenn-
ast af eltingaleik við hneykslismál.
Woodward dregur upp aðra mynd
af Kenneth Stai’r en yfirleitt hefur
verið sýnd. Starr var óháði saksókn-
arinn sem rannsakaði málefni Clint-
ons, og hefur oft verið lýst sem var-
kárum en reknum áfram af æstum
undirmönnum. Woodward heldur
fram hinu gagnstæða, að Starr hafi
oft viljað að gengið yrði hai’ðar fram
en sumir aðstoðarmanna hans hafi
talið ráðlegt.
Eitt sinn hefði forsetinn bölsótast
við aðstoðarmann út í Starr, sem
hefði „það markmið eitt að ég missi
stjóm á mér, [...] gangi af göflun-
um.“.
Þessi tilfinning fyiir umsátursá-
standi er helsta leiðar-
minni bókarinnar. Þetta
er tilfinning sem ekki
einungis Clinton hefur
haft, heldur einnig síð-
ustu fyrirrennarar hans.
Woodward segir í
bókinni að enginn
þeirra forseta sem hafa
setið frá því Richard
Nixon sagði af sér hafi
gert sér fyllilega grein
fyrir því hversu grannt
sé núorðið fylgst með
því sem fari fram í
Hvíta húsinu, og hversu
afdráttarlausar kröfur
sé farið að gera til for-
setans.
Allir forsetarnir, sem setið hafi
síðan Nixon, hafi reynt, misjafnlega
mikið, að forðast þessar breytingar
á hlutskipti sínu með undanbrögð-
um eða fláttskap sem á endanum
hafi sett blett á forsetatíð þeirra.
Sagt er frá vitnisburði sem Ron-
ald Reagan gaf 1992 þar sem hann
kvaðst ekki vera alveg viss um hver
væri utanríkisráðherra. Bendir
þetta til þess að elliglöp Reagans
hafi verið farin að segja til sín mun
fyrr en 1994, er hann greindi opin-
berlega frá því að hann væri hald-
inn Aizheimersjúkdómnum.
Talsmaður Clintons sagði að
embættið myndi ekkert segja um
bókina. Clinton neitaði Woodward
um viðtal er hann vann að bókinni,
en bæði Jimmy Carter og Ford
veittu viðtöl. George Bush hafnaði
viðtalsbeiðni og útlistaði nákvæm-
lega viðhorf sitt til nútímafrétta-
mennsku. „Ég held að Watergate
og Víetnam-stríðið séu þeir tveir at-
burðir sem leiddu til þess að frétta-
mennska [í Washington] er orðin
ágeng, uppáþrengjandi og miskunn-
arlaus og ég get sagt það núna, að
þetta misbýður mér.“
Bill og Hillary Clinton.
Einangrun forsetans og
sálarstríð konu hans
The Washington Post.
MEÐAL þess sem Bob Wood-
ward segir frá í nýrri bók sinni
er sú angist sem Hillary Clinton
hefur liðið vegna eiginmanns
síns. Mike McCurry, fyrrverandi
fréttafulltrúi Hvíta hússins,
reyndi að draga úr spennunni
milli Clintonhjónanna, daginn
eftir að Bill hafði borið vitni, fyr-
ir rannsóknarkviðdómi, um sam-
band sitt við Monicu Lewinsky.
„Það tilheyrði starfi McCurrys
að grannskoða yfirbragð og skap
forsetans og [McCurry] tók eftir
því að Clinton vii’tist ekki vita við
hvei'ju hann ætti að búast frá sinni
eigin flölskyldu. Hillary virtist úr-
vinda. Chelsea Clinton var svo
döpur ásýndar að McCurry fannst
eins og hann myndi aldrei á ævinni
vilja aftur sjá svona [dapurt,] bam.
McCurry tóks loksins að eiga
stund einn með Hillary [...] Hún
hafði ráðið mestu um að hann
var ráðinn. Hann hafði alltaf
stutt hana með ráðum og dáð.
Forsetafrúin lét tilfinningar
sínar í ljós og sagði McCurry að
það væri engin leið að skilja það
sem hún stæði frammi fyrir. Sem
kona, sagði hún, sem eiginkona
og sem móðir, þetta væri flókið.
Hún veitti innsýn í þjáningar
sínar og spurði fimm spurninga:
„Er ég reið? Finnst mér ég hafa
verið svikin? Er ég einmana? Er
mér þungt í skapi? Og hef ég
verið niðurlægð?“
McCurry greip andann á lofti
og litlu munaði að hann hvíslaði:
Þakka þér fyrir. Þarna var þetta
allt saman komið í þessum fimm
spurningum. [...]
Hún sagði að í hjarta sínu tryði
hún enn á það starf sem BiII vann
sem forseti. En fyrirgefning ...
Nei, sagði hún, tilfinningar henn-
ar væru ekki þannig að hún vildi
fyrirgefa honum.“
Robert S. Bennett var lögfræð-
ingur forsetans. Hann sagði Clint-
on að til þess að ráðgjöf sín gæti
orðið sem best yrði hann að fá
sem mestar upplýsingar. „Þau ár
sem Clinton hafði setið í Hvíta
húsinu hafði einangrun hans auk-
ist. Hann treysti ekki einu sinni
sínum eigin Iögfræðingum," skrif-
ar Woodward.
„Dag einn fóru Clinton og
Bennett í gönguferð um lóð
Hvíta hússins. Báðir voru með
vindla. Bennett, kveikti í sinum.
Clinton gerði það ekki. Bennett
þokaði málinu skrefi lengra. Þrá-
látar kviksögur voru í Was-
hington um kynferðislegt sam-
band Clintons við ýmsar konur.
Það Bennett best vissi gat þetta
allt saman verið tómt bull.
Ef til vill var það nándin sem
gönguferðin skapaði, vandlega
hirt lóð Hvíta hússins eða stráka-
hópurinn og tengslin sem vindl-
arnir gáfu í skyn.
„Ef það kemst upp um þig ... í
Hvíta húsinu," sagði Bennett.
„Þá er ég ekki nógu góður til að
geta lijálpað þér.“
„Þetta er fangelsi," svaraði
Clinton. „Eg geri það viljandi að
hafa engin tjöld fyrir gluggun-
um.“ Hvað konurnar varðaði:
„Eg er hættur," lýsti forsetinn
yfir, og endurtók orð sín af sann-
færingu: „Ég er hættur.“